Morgunblaðið - 16.04.2000, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 16.04.2000, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. APRÍL 2000 11 á ESB-tilskipun og við höfum skuldbundið okk- ur til að fylgja. Akvæðið fjallar í stuttu máli um niðurröðun dagskrárefnis á sjónvarpsstöðvum með hlið- sjón af því hvaða aldurshópar eru við skjáinn á hverjum tíma. Að undanfömu hafa margar ábendingar bor- ist hvað varðar klámbylgjuna sem hér hefur gengið yfír. í þessum efnum þurfa sjónvar- psstöðvamar að sýna meiri ábyrgð. Það gengur ekki að setja efni sem þetta á dagskrá þegar búast má við að ung börn séu að horfa. Verði fyrmefnd tillaga að vemleika tel ég að skyldur sjónvarpsstöðvanna verði alveg skýrar hvað þetta varðar.“ Heildarstefna í málefnum geðsjúkra barna Það kemur fram í máli umboðsmanns að mál- efni geðsjúkra barna hafa verið henni ofarlega í huga. „I lögum um heilbrigðisþjónustu er ekk- ert að finna um hlutverk og starfshætti barna- og unglingageðdeildar, sem vakti furðu mína á sínum tíma,“ segir hún. „Við nánari skoðun mína á málefnum þessara barna taldi ég ljóst að móta þyrfti opinbera heildarstefnu í málefn- um þeiiTa. Ég beindi því á sínum tíma þeirri fyrirspum til heilbrigðisráðherra hvort slíkt stæði til. I fyrstunni var því svarað neitandi en nú nokkrum árum síðar hefur heildar- stefnan litið dagsins Ijós. Þó þarf að gera betur því eftir því sem ég best veit liggur ekki enn fyrir áætlun um hvemig skuli framkvæma þessa lang- tímastefnu og það er brýn þörf á slíku.“ Um þessar mundir er haldið upp á tíu ára afmæli Bamasáttmála Sam- einuðu þjóðanna. Þórhildur er spurð að því hvers virði Bamasáttmáli Sam- einuðu þjóðanna sé. „Barnasáttmálinn er merkilegt plagg. Þetta er alþjóðasáttmáli sem hefur verið undirritaður af eitt hund- rað níutíu og einu aðildarríki, fleiri ríkjum en þekkist með aðra alþjóð- lega mannréttindasáttmála. Þessi sáttmáli byggir á því grandvallarsjón- armiði að böm séu sjálfstæðir ein- staklingar með sín eigin réttindi, óháð vilja fullorðinna. Þegar ég hef heimsótt umbjóðend- ur mína úti á landsbyggðinni hef ég notað tækifærið til að kalla til fundar sveitarstjómarmenn og fulltrúa í hin- um ýmsu nefndum sem koma að má- lefnum barna og kynnt þeim efni Barnasáttmálans og skyldur sveitar- stjórna samkvæmt honum. Ég tel að það þurfi að gera bragarbót á þekk- ingu sveitarstjómarmanna, sem og ýmissa annarra sem vinna að málefn- um bama, á Bamasáttmálanum. Það er stórt og viðamikið verkefni." Börnin spurð álits á þeim málefnum er þau varða Hvernig lýsir þessi vanþekking sér? „Eins og ég hef áður nefnt er 12. gr. sáttmál- ans ein af grandvallarreglum hans. Mér er til dæmis ekki kunnugt um að nokkurt sveitarfé- lag fylgi því kerfisbundið sem þar stendur. Ég hef oftar en einu sinni skorað á sveitarfélög að leita einhverra leiða tii að böm og unglingar geti komið skoðunum sínum á framfæri á skipulagðan hátt við sveitarstjórn þegar verið er að fjalla um málefni þeirra á þeim vettvangi. Þótt þessi hópur hafi ekki kosningarétt 'þá á hann eigi að síður rétt til að koma skoðunum sínum á framfæri við ráðamenn sveitarfélags- ins á einhvem hátt og það ber að hlusta á skoð- anir hans. Ég tel að það sé hægt að fara ýmsar leiðir í þessu efni. Það mætti til dæmis efla nemendar- áðin og gera þau betur í stakk búin sem máls- vara bama, ekki bara innan skólanna heldur einnig innan sveitarfélaganna. Einnig mætti hugsa sér að setja á stofn unglingaráð sveitar- félagsins eða sveitarstjóma sem unnt væri að leita til í hvert sinn sem málefni bama og ungl- inga er á dagskrá. Því í 3. grein Bamasáttmál- ans segir að þegar verið sé að taka ákvarðanir í málefnum sem varða börn eigi fyrst og fremst að hugsa um hvað börnunum er fyrir bestu. Hvernig getum við vitað hvað bömunum er fyr- ir bestu ef þau era ekki spurð álits á þeim mál- um sem þau varða? Af hveiju ekki að fá sjónar- mið þeirra þegar verið er að skipuleggja íþrótta- eða útivistarsvæði sem ætluð era þeirra aldurshópum eða þegar fjallað er um forvamir í þágu þeirra, svo dæmi séu tekin? Ég hef viðað að mér þónokkram fróðleik um þetta efni frá Norðurlöndunum en þessar ná- grannaþjóðir okkar eru komnar mun lengra á þessu sviði en við.“ Barnasáttmáli SÞ alltof lítið kynntur Þórhildur er spurð að því hvernig kynningu á Barnasáttmálanum sé háttað? „Að mínum dómi er kynning á honum engan vegin fullnægjandi og heldur ekki nógu mark- viss. Það hef ég upplifað í starfi mínu. í tilefni af því að Bamasáttmálinn er tíu ára um þessar mundir hef ég látið útbúa upplýs- ingamöppu tileinkaða þessum sáttmála og sent hana til allra tíu ára barna á landinu. Ég er að gera mér vonir um að þessi afmælismappa Barnasáttmálans kveiki umræður meðal barna, foreldra þeirra og kennara um efni hans. Samhliða útgáfu möppunnar var ýtt úr vör smásagnakeppni og sögurnar eiga að fjalla um Bamasáttmálann á einn eða annan hátt. Smá- sagnakeppnin er í samvinnu við Rfldsútvarpið." Það er óhætt að segja að umboðsmanni bama sé fátt óviðkomandi og málin sem hún fær ábendingar um era afar fjölbreytfleg. „Stór hópur minna umbjóðenda er í grannskólum og málefni skólans eru iðulega á mínu borði,“ segir hún. „Ég hef að undanförnu verið að kynna mér mál sem varða sérkennslu en talsverðrar óánægju gætir með fyrirkomulag hennar," seg- ir Þórhildur. „Þetta á jafnt við um sérkennslu sem ætluð er fötluðum bömum og sérkennslu barna sem eiga við námsörðugleika af ýmsum toga að stríða. Ég hef einnig viljað bæta aðbúnað og öryggi barna í skólum og í því skyni hef ég varpað fram þeirri hugmynd að skólinn verði viður- kenndur af löggjafanum sem vinnustaður nem- enda. Löggjafinn viðurkennir skólann sem vinnustað starfsmanna skólans en ekki barn- anna sem verja þar drjúgum hluta ævi sinnar. Böm eiga rétt á að þeim líði vel í skólanum og allar aðstæður séu þar í sem bestu samræmi við þarfir þeirra hverju sinni. Aðlaga þarf skólann breyttu samfélagi Ég tel að skólakerfið sé að mörgu leyti ekki í takt við nútímann. Við þurfum að viðurkenna þá staðreynd að þjóðfélagið hefur breyst mikið á síðustu áratugum, foreldrar era í flestum til- vikum báðir úti á vinnumarkaðnum. Það era hins vegar ekki margir foreldrar sem eiga kost á þriggja mánaða sumarleyfi og hvað verður þá um öll börnin sem ljúka skólanum í maí og hefja skólanámið aftur í september? Ég tel að kom- inn sé tími til að breyta skólakerfinu og aðlaga það nútímasamfélagi." Þórhildur segir að sér hafi borist fjölmargar ábendingar er varði skipulag og framtíð skóla- akstur grannskólabama. „Eftir að grannskól- inn fluttist alfarið til sveitarfélaganna árið 1996 var skólaaksturinn endurskipulagður og við það fjölgaði ábendingum frá íbúum hinna ýmsu sveitarfélaga. í umræddum ábendingum er því haldið fram að eftirlit með ástandi og öryggis- búnaði skólabfla sé víða ábótavant, bflamir séu margir hverjir komnir til ára sinna og séu oft bæði óþægilegir og kaldir. í mörgum skólabfl- um séu börnin ekki í bflbeltum enda ekki lög- skylt í eldri hópbifreiðum. Jafnvel komi fyrir að bömin séu of mörg í bflnum og gæslumann vanti í bílana. Þá hefur verið gagnrýnt að akst- ur með yngstu börnin sé oft á tíðum óhóflega langur miðað við aldur þeirra. Ég tel að börn á íslandi eigi að búa við eins jöfn og góð skilyrði og framast er unnt,“ segir Þórhildur. „Ég hef því lagt til við Samband íslenskra sveitarfélaga að samdar verði lágmarksreglur fyrir skóla- akstur á vegum sveitarfélaga. Sambandið hef- ur lýst yfir andstöðu sinni við þessa tillögu mína og vísar til sjálfsákvörðunarréttar sveit- arfélaga. Ég tel þetta hins vegar mikið hags- munamál þessara umbjóðenda minna og að samræmdar lágmarksreglur um öryggi þeirra í skólaakstri verði að vera til staðar. Það er á fleiri sviðum sem ég hef óskað eftir að útbúnar verði lágmarksreglur fyrir sveitar- félögin. Ég hef meðal annars lagt til að settar verði reglur um hlutverk og starfsemi vinnu- skóla sveitarfélaga og sömuleiðis um sumar- námskeið fyrir börn á vegum þeirra. Sýni sakavottorð þegar ráðið er til starfa í þágu barna Ég hef þar á meðal lagt til að setja þurfi reglur um hæfni leiðbeinenda og velt því upp hvort ekki eigi að gera kröfur um að umsækj- endur um þessi störf leggi fram sakavottorð sem sýni að þeir hafi ekki gerst brotlegir gegn bömum. Reyndar er ég þeirrar skoðunar að allir þeir sem vinna með bömum ættu að leggja fram sakavottorð þegar sótt er um slík störf. í Noregi hefur verið mikil umræða um hvort ekki eigi að gera þessa kröfu til leikskóla- og grannskólakennara og annarra sem vinna með bömum. Ég tel eðlilegt að hér á landi verði þetta einnig tekið tfl umræðu." Fyrir um það bil tveimur áram sendi um- boðsmaður bama frá sér álitsgerð um málefni ungra afbrotamanna. I álitsgerðinni, sem beint er til dómsmálaráðherra, komst umboðsmaður meðal annars að þeirri niðurstöðu að beita beri öllum tiltækum úrræðum til þess að koma í veg fyrir að ungmenni yngri en 18 ára séu vistuð í fangelsum og lagði jafnframt til að rýmkuð yrði heimild til þess að láta samfélagsþjónustu koma í stað refsivistar þegar ungmenni eiga í hlut. Þá taldi umboðsmaður afar brýnt að kom- ið yrði á fót sem fyrst stofnun hér á landi sem ætlað væri það sérstaka hlutverk að annast meðferð og endurhæfingu ungra afbrota- manna. Þessa álitsgerð er að finna í skýrslu umboðsmanns bama um störf á árinu 1998 en samkvæmt lögum um umboðsmann bama ber honum að skila forsætisráðherra árlega skýrslu um störf sín á liðnu almanaksári. Skýrslur þessar ásamt öðra útgefnu efni er unnt að fá á skrifstofu umboðsmanns barna. „Þessi mál hafa komið til umræðu á Alþingi á síðustu vikum og ég hef fylgst með þeirri um- ræðu. Ég gleðst yfir jákvæðum viðbrögðum dómsmálaráðherra og vilja til að gera betur í þessum efnum,“ segir Þórhildur. Lögbók barnanna Umboðsmaður bama hefur í gegnum tíðina gengist fyrir ýmiss konar útgáfustarfsemi. Þar á meðal er bók sem heitir Mannaböm era merkfleg. í bókinni er leitast við að draga upp heildstæða mynd af uppvaxtarskilyrðum, að- búnaði og aðstæðum þeirra tæplegu 80 þúsund einstaklinga sem ekki hafa náð 18 ára aldri og teljast böm lögum samkvæmt. „Markmiðið með bókinni er að bregða Ijósi á þá fjölmörgu þætti er einkenna böm og unglinga sem sér- stakan hóp í íslensku samfélagi," segir Þórhild- ur. „Þessi bók er tfl sölu í bókaverslunum en ég vonast þó til að efni hennar komist á Netið fyrr en seinna og verði þannig aðgengilegt sem flestum sem hafa áhuga á málefnum bama og unglinga." „Ég hef einnig látið safna saman helstu gild- andi íslenskum lagaákvæðum sem varða böm og unglinga eins og þau birtast í íslenskum lög- um,“ heldur Þórhildur áfram. „Til þess að hafa þetta sem best úr garði gert fékk ég til liðs við mig barnabókahöfund til að umorða lagatext- ann þannig að börn og unglingar ættu auðveld- ara með að tileinka sér hann. Ég kalla þessa samantekt Lögbók bamanna og sé hana fyrir mér í vasabókarbroti. Vegna ónógs fjármagns undanfarin ár hefur ekki reynst unnt að gefa lögbókina út enn sem komið er.“ Á málþingum embættisins á undanfömum áram hafa margir ungir ræðumenn stigið á stokk, sumir í fyrsta sinn, og rætt ýmis hags- munamál bama og unglinga sem þeir töldu brýnt að taka til opinberrar umfjöllunar. Af hálfu umboðsmanns bama hefur erindunum verið safnað saman og þau gefin út undir heit- inu „Ungir hafa orðið“. Vantar heildarstefnu í málefnum bama og unglinga Hvernig stöndum við okkur í samanburði við nágrannalöndin í málefnum barna? ,Á mörgum sviðum stöndum við okkur bara ágætlega, en á öðram eram við nokkrir eftir- bátar. Enn vantar hér á landi opinbera heildar- stefnu í málefnum barna og ungmenna. Ég hef ítrekað hvatt til þess að ráðist verði í þetta brýna verk. í kjölfar stefnumótunar yrði síðan að koma áætlun af hálfu stjómvalda til nokk- urra ára um hvernig eigi að framkvæma stefn- una. Nú er komin fram tillaga á Alþingi þessa efnis sem allir þingflokkar standa að og er það afar ánægjulegt. Ég vona svo sannarlega að hún fái brautargengi á þinginu; stórt skref væri stigið með samþykkt þeirrar tillögu.“ Hver era tengsl umboðsmanns bama við er- lenda aðila sem starfa á svipuðum granni? „Ég hef lagt áherslu á að sækja árlega fundi umboðsmanna barna á Norðurlönd- unum. Þetta era afar mikilvægir fundir fyrir mig en á þessum fundum beram við saman bækur okkar og leggjum á ráðin, enda eigum við af augljósum ástæðum ýmis sameigin- leg baráttumál. Ég sæki líka fundi Evrópusamtaka umboðsmanna barna sem voru stofnuð fyrir þremur áram. Um þessar mundir era starfandi ell- efu umboðsmenn bama í Evrópu en við eigum það sameiginlegt að vera opinberir embættismenn, sjálfstæðir í störfum okkar og óháðir fyrirmælum frá opinberum sem einkaaðilum. Öll störfum við á grandvelli sérstakrar löggjafar sem þjóðþing okkar hafa sett. Hlutverk okkar er fyrst og fremst að stuðla að bættum hag bama yngri en 18 ára og standa vörð um réttindi þeirra, hagsmuni og þarfir. Talsvert hefur verið leitað tfl emb- ættis míns um að ég komi sem fyrir- lesari til ýmissa landa sem hafa í hyggju að setja á stofn embætti um- boðsmanns bama og kynni þeim reynslu mína sem brautryðjanda í þessu embætti hér á landi. Ég hef því miður ekki getað orðið við þessum beiðnum þar eð fjárhagur og miklar starfsannir hafa ekki leyft slíkt hing- að til. Til embættisins leitar einnig fjöldi ungs fólks í upplýsingaleit, ekki síst nemendur á öllum stigum skólakerfis- ins sem era að skrifa ritgerðir um embætti umboðsmanns bama, hlut- verk og starfsemi þess, en einnig um mannrétt- indi bama.“ Börnin þurfa talsmann í kerfinu Þórhildur segist telja að það hafi sannað sig á þessum fimm áram að þörfin fyrir umboðs- mann barna sé mikil. „Böm era minni máttar, þau era ekki þrýstihópur í stjómmálalegu til- liti. Umboðsmaður barna er þeirra opinberi ' málsvari á öllum sviðum samfélagsins en rétt er að leggja áherslu á að umboðsmanni er ætlað að standa vörð um réttindi, hagsmuni og þarfir bama almennt og stuðla um leið að bættum hag þeirra. Umboðsmanni er ekki ætlað að taka að sér mál einstakra bama eða leysa einstaklings- bundnar deilur - það hefur löggjafinn ætlað öðrum. Ég hef notið þeirra forréttinda að fá að móta þetta starf og byggja það upp ásamt starfsfólki mínu. Við vinnum hér samstillt og lögð er rík áhersla á að embættið sé trúverðugt og trausts- ins vert. Hér er vandað til verka og þau fyrst og fremst látin tala.“ Hvaða eiginleika þarf umboðsmaður barna að hafa tfl að gegna þessu starfi? „Hann þarf að hafa talsverða þolinmæði og um leið þrautseigju. Hann þarf að vera tilbúinn að sækja á brattann og berjast á málefnalegan hátt fyrir málstað hinna ungu umbjóðenda sinna. Mér hefur fundist starf umboðsmanns barna mjög skemmtilegt viðfangsefni en jafnframt gífurlega krefjandi. Ég tel mig merkja að hér á landi hafi á und- anfömum áram orðið nokkur hugarfarsbreyt- ing til málefna sem tengjast börnum. Við eigum þó enn langt í land með að viðurkenna böm sem sjálfstæða einstaklinga með sín eigin réttindi, sem okkur ber að sýna virðingu. Það að hlúa vel að æsku landsins er fjárfesting til framtíðar, það er ekki nokkur vafi. Til að sú fjárfesting skili þeim arði sem vænst er verður forgangur mála innan þjóðfélagsins að breytast. Viðhorf okkar þurfa að breytast á þann veg að sýna í verki hvers virði börnin era okkur í raun og sannleik.“ Morgunblaðið/Ásdís „Á mörgum sviðum stöndum við okkur ágætlega hvað varðar málefni bama en á öðmm sviðum erum við eftir- bátar nágrannaþjóðanna,“ segir Þórhildur Lindal, umboðsmaður barna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.