Morgunblaðið - 16.04.2000, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 16.04.2000, Blaðsíða 6
6 SUNNUDAGUR 16. APRÍL 2000 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Er skilnaður í vændum á Atlantshafi? Reuters Bananaframlciðandi á Santa-Lúsía-eyjum hampar framleiðslu sinni, sem nýtur forgangs inn á Evrópumarkað, þar sem eyjurnar eru fyrr- verandi bresk nýlenda. Deilur um bananaviðskipti eru dæmi um það sem eitrað hefur ioftið í samskiptum Bandaríkjanna og Evrópu að sögn greinarhöfundar. eftir Michael Howard ÁKVEÐIN þróun mála beggja vegna Atlantshafsins grefur undan hálfrar aldar samstarfl N-Ameríku og Evrópu. Ef þessi mál verða bit- bein í samkeppni álfanna og önnur álfan nær forskoti á hina mun draga úr friðsæld, stöðugleika og velmeg- un í heiminum. Hvaða öfl færa nú Ameríku og Evrópu hvora frá annarri? Þeirra má m.a. leita í þeirri staðreynd að þungamiðja N-Ameríku færist vest- ur á bóginn. Langt er síðan Kalif- omía varð fjölmennari en New York-ríki og Breska-Kólumbía leik- ur sífellt stærra hlutverk í Kanada. Kísildalur og Microsoft eru bæði á vesturströndinni og þrátt fyinr nú- verandi erfiðleika eru Japanir efna- hagslegt stórveldi. í Kína liggja mestu viðskiptatækifæri Bandaríkj- anna en um leið verður stórveldið Kína líklega stærsti keppinautur þein-a í framtíðinni. Deilur í viðskiptum hafa komist einna næst því að skaða samstarf heimsálfanna. Tilraunir Bandaríkjanna til að hafa lagaleg áhrif langt út fyrir lög- sögu sína, t.a.m. með því að banna breskum kaupsýslumönnum að heimsækja Kúbu, ýtir undir gremju í Evrópu. Viðhorf Evrópu til inn- flutnings á banönum frá Karíbahafi og á hormónabættu nautakjöti kall- ar á sterk viðbrögð í N-Ameríku. Erfitt er að stýra samstarfi á við- skiptasviðinu þar sem viðskipta- hagsmunir eru síbreytilegir. Sífellt færist í aukana að íyrirtæki leiti að- stoðar ríkisstjóma landa sinna. Arekstrar era óumflýjanlegir. Jafnmiklar ógnir steðja að sam- starfinu frá Evrópu, einkum frá samrunaferli ríkjanna þar. Að hluta til er þeim samrana ætlað að skapa mótvægi við hið bandaríska stór- veldi. Eg segi „að hluta til“ því ekki era allir, sem hlynntir eru einu evrópsku ríki, andvígir Bandaríkj- unum. En margir era það. Allheijaratkvæðagreiðsla um Maastricht-sáttmálann var haldin í Frakklandi árið 1992. Þá mátti sjá á veggspjaldi einu, sem einn stuðn- ingsmaður sáttmálans bar, hvar kúreki traðkaði á hnettinum með stígvélum sínum. Fyrirsögnin hljóð- aði svo: „Faire l’Europe c’est faire le poids.“ (Uppbygging Evrópu styrk- ir okkur.) Mitterrand Frakklandsforseti var meira afgerandi í framsetningu sinni: „Frakkar vita það ekki en við eigum i stríði við Ameríku. Já, í stöðugu stríði, mikilvægu stríði, stríði án dauðsfalla. Bandaríkja- menn era mjög erfiðir. Þeir eru gráðugir og vilja óskipt vald yfir heiminum." Nýlega réðst franski utanríkis- ráðherrann, Hubert Vedrine, af of- Hvaða öfl færa nú Ameríku og Evrópu hvora frá annarri? Þeirra má m.a. leita í þeirri staðreynd að þungamiðja N-Amer- íku færist vestur á bóginn. forsi á Bandaríkin og endurtók skil- greiningu sína á þeim sem „ofurveldi". Margir talsmenn evr- unnar viþ'a að hún keppi við doll- arann sem alþjóðlegur vara-gjald- miðill ríkisstjóma. Góður grundvöllur er fyrir sam- eiginlega utanríkisstefnu Evrópu- sambandsins innan vel skilgreindra marka og ef algjör eining er um ákvarðanir. Aðildarríki Evrópu- sambandsins eiga margra sameigin- legra hagsmuna að gæta. Skynsa- mlegt er að gæta þessara sameiginlegu hagsmuna og fylgja þeim eftir með sameiginlegum og samhæfðum aðgerðum. Samfara mögulegum aðgerðum af þessu tagi aukast möguleikar á árekstram við N-Ameríku. Evrópulönd hafa aðra stefnu en Bandaríkin gagnvart löndum eins og Kúbu, ísrael, írak og Lýbíu, svo dæmi séu tekin. Hingað til hefur verið tekið á þessum ágreiningi án þess að skaða grannjafnvægi bandalagsins. Ekki er þó erfitt að sjá fyrir sér aðstæður þar sem ágreiningur gæti orðið al- varlegur. Hvað ef Evrópusamband- ið tæki allt aðra afstöðu en Banda- ríkin hvað varðar sölu á hátæknibúnaði til Kína? Hversu langur tími myndi líða þar til sam- skipti við Kína yrðu það sem sam- keppni heimsálfanna snerist einkum um? Framtíð hemaðarlegra sam- skipta Evrópu og N-Ameríku era viðkvæm. I 50 ár hafa þau verið homsteinn samstarfsins þrátt fyrir erfiðleika sem stafa af þeirri stað- reynd að ekki era öll evrópsk aðild- arrfid NATO aðilar að Evrópusam- bandinu frekar en að öll aðildarríki Evrópusambandsins séu aðilar að NATO. Vestur-Evrópusambandið (WEU), sem í era öll þau lönd sem skipta máli, myndaði nauðsynlegan grann til að viðhalda samstaifinu og styrkja það. Að frumkvæði bresku rfidsstjóm- arinnar verður Vestur-Evrópusam- bandið nú innlimað í Evrópusam- bandið. í St. Malo samdi breska rfidsstjómin við hina frönsku um hemaðarsamstarf landanna tveggja ,Jnnan og utan NATO“. Aðrir samn- ingar snúa að uppbyggingu óháðs vamarsamstarfs í Evrópu. Ekki er erfitt að sjá hvemig evrópskt hem- aðarsamstarf utan NATO getur haft mikla erfiðleika í för með sér fyrir samstarf heimsálfanna tveggja. Hlutverk Breta í þessari fram- kvæmd vekur þá spumingu hvemig Bretar ætli að sinna hefðbundu hlut- verld sínu sem sáttasemjarar. Þetta er ekki sagt til að draga úr þessu hlutverki sem verður mikil- vægt áfram. En þetta er hlutverk sem Bretar geta ekki lengur leikið ef þeir ganga úr Evrópusambandinu eins og þeir hafa stundum talað um. Hvort sem Bretar verða í Evrópu- sambandinu eða ekki geta Banda- ríkjamenn ekki lengur gengið að því vísu að Bretar taki þetta hlutverk að sér. Kalda stríðið var límið sem hélt ströndum heimsálfanna saman. Erf- iðleikar og ágreiningur bliknaði í samanburði við ógnina frá Sovét- ríkjunum. Þetta lím hefur leyst upp. Þar sem ógn þessi er horfin telja margir að óhætt sé að taka áhættu. Þessi afstaða er illa ígranduð og yfirborðskennd. Hún er án nokkurs efa útbreidd í Evrópu og á sér ein- hverja fylgismenn í Bretlandi. Taki samkeppni ríð af samstaifi og breytist samkeppni í fjandskap munu Evrópa og Ameríka tapa. Þá munu einhverjir segja - þegar era raunar farnar að heyrast slíkar raddir - að Evrópa hafi ekki roð ríð N-Ameríku og tilraunir til sam- keppni séu dæmdar til að mistakast. Ég er sammála. Og að reyna slíka samkeppni skaðar samstarfið. Mörg þeirra vandamála sem menn standa frammi fyrir eftir lok kalda stríðsins er vænlegast að leysa með samvinnu Evrópu og Am- eríku. Kosovo er gott dæmi. Jafnvel fjær, í Austur-Tímor, vora breskar og bandarískar hersveitir sendar til stuðnings ástralska hemum. Það myndi bitna á öðram löndum heimsins ef Evrópa og Bandarfidn færðu sér í nyt vandamálin og snera þeim upp í samkeppni og fjandskap, í stað þess að rínna saman. Segjum sem svo að Taívan og Kína lenti saman. Tækju Evrópa og Ameríka afstöðu með sama aðilanum? Hvað ef Evrópa og Ameríka lentu í fram- tíðinni í ágreiningi vegna átaka á Balkan-skaga? Hvað ef álfumar styddu andstæðar herfylkingar? Til að vemda samstarfið yfir Atl- antsála er mjög nauðsynlegt að tryggja að þeir sem stýra stefnum- örkun beggja vegna hafsins séu vak- andi fyrir hættum. Nauðsyn þess að styrkja samstarf milli álfanna má ekki alltaf vera útgangspunkturinn í ákvörðunum. En sé hún höfð í huga og séu menn í ábyrgðarstöðum stað- ráðnir í að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að að draga úr spennu og minnka skaðann má kom- ast hjá hættu. Án slíkra aðgerða er sambandið yfir Atlantshafið, sem má rækta nú ríð kjöraðstæður, dæmt til slita og skilnaðar. Micliael Howard var íbresku ríkis- stjórninni 1990-1997 og innan- ríkisráðherra 1993-1997. Hann var innanríkisráðhera í skuggaráðu- neyti íhaldsmanna frá 1997 til 1999 og er n ú þingmaður fyrir kjördæm- ið Folkstone. Deilt um einangrunaraðgerðir ESB-ríkja gegn Austurríki Danir o g Finnar vilja hætta en Frakkar vilja hvergi hvika Berlín. Morgunblaðið. HIN umdeilda samsteypustjóm austurrískra íhaldsmanna og liðs- manna Frelsisflokks Jörgs Haiders hefur nú verið ríð stjórnvölinn í Vín- arborg í rúma tvo mánuði. Og í ná- kvæmlega jafnlangan tíma hefur Austurríki verið í hlutverki hins út- skúfaða í „fjölskyldu“ Evrópusam- bandsíkjanna. Raddir ráðamanna í Kaupmannahöfn og Helsinki, sem hafa ítrekað mælt með því að slakað yrði á hinum pólitísku einangranar- aðgerðum gegn Austurríki, hafa vak- ið vonir hjá ráðamönnum í Vin um að fyrir endann sæi á ástandinu. Þing- flokkur fijálsra demókrata á þýzka þinginu hefur líka lagt fram tillögu um að Þýzkaland hætti að taka þátt í einangrun grannlandsins. En að sögn þýzka dagblaðsins Die Welt eiga slíkar tilslökunartillögur ekki upp á pallborðið í höfuðborgum margra hinna ríkjanna fjórtán. í Par- ís væra jafnvel tillögur uppi á borð- inu um að þegar Frakkar taka ríð formennskunni í ráðherraráðinu í sumar yrði hert enn frekar á hinum pólitísku refsiaðgerðum gegn Aust- urríki vegna ríkisstjórnarþátttöku Frelsisflokksins. Jörg Haider, sem lét af for- mennsku í Frelsisflokknum skömmu eftir að ríkisstjómin var mynduð en er áfram fylkisstjóri í suður-austur- ríska héraðinu Kamten, var í Brassel á fimmtudag til að sækja fund héraðanefndar ESB, sem hann á sæti í í krafti fylkisstjóraembættisins. Við það tækifæri gagnrýndi hann enn á ný einangrunaraðgerðimar og beindi orðum sínum einkum að frönskum ráðamönnum. Að hans sögn væru Frakkar að reka eigin inn- anríkispólitík á vettvangi ESB, þar sem hún ætti ekki heima, og þar með væru þeir að beita smærri aðildar- ríkin pólitísku ofbeldi. Á miðríkudag ávarpaði Thomas Klestil Evrópuþingið í Strassborg og skoraði á þingmenn að leggja sitt af mörkum til að fá þrí framgengt að refsiaðgerðunum yrði hætt. Afskrifuð í sjúkrahúsi fyrir níu mánuðum London. Morgunblaðið. STYRKTARFÉLAG aldraðra í Bretlandi hefur krafizt þess að fram fari opinber rannsókn á um- önnun aldraðra í sjúkrahúsum eftir að Jill Baker, 67 ára, komst að því, að læknir hafði upp á sitt eindæmi skrifað í sjúkraskýrslu hennar að ekki skyldi reynt að lífga hana við, ef hún yrði fyrir hjartaáfalli. Frá- sagnir fjölmiðla í kjölfar frásagnar Baker benda til þess að víða sé pott- ur brotinn íþessum efnum ogþess dæmi, að fólk sé látið gjalda ald- ursins. Jill Baker, sem er með krabba- mein í maga, var lögð inn í sjúkra- hús vegna blóðeitrunar, sem hún fékk af slöngu, sem notuð var til lyijagjafar. Baker Iíkaði ekki sú umönnun, sem hún fékk í sjúkra- húsinu og fór. Henni tókst svo með eftirgangsmunum að fá sjúkra- skýrslur sínar og komst þá að því að þar hafði læknir skrifað: Með hliðsjón af aðalmeininu (krabba- meini) er ekki við hæfi að reyna lífgun ef sjúklingur verður fyrir hjartaáfalli eða slagi. Ekkert samráð Starfsreglur segja, að læknum beri að hafa samráð við sjúklinga eða ættingja, þegar um slíka ákvörðun er að ræða, en Baker seg- ir málið hvorki hafa verið rætt við sig né mann sinn. Og reyndar hafi hún aldrei hitt lækninn, sem af- skrifaði hana fyrir níu mánuðum. Talsmaður St Marýs Hospital segir að rangt hafi verið að skrifa þessi skilaboð í sjúkraskrá Jill Bak- er og er viðkomandi læknir ekki lengur starfandi þar. Talsmaður ríkisstjórninnar segir, að ríkis- stjórnin muni ekki Iíða neins konar mismunun en félög sem beijast fyr- ir bættum hag aldraðra hafa notað þetta dæmi til þess að setja fram gagnrýni á umönnun aldraðra í heilbrigðiskerfinu. Þeim sé oft illa og ekkert sinnt af því þeir eru orðn- ir „svo gamlir“ og læknar kveði oft upp úr um örlög sjúklinga án þess að bera málið undir þá. ------*-*-*----- 100.000 flýja átök á Filipps- eyjum Baloi. AFP. RÚMLEGA 100.000 manns hafa flúið heimili sín á suðurhluta Filipp- seyja vegna átaka hersins og músl- imskra uppreisnarmanna (MIFL) undanfama daga. Hátt í hundrað manns, flestir þeirra uppreisnar- menn, hafa látið h'fið í átökunum. Til átakanna kom sl. laugardág er herinn reyndi að hrekja uppreisnar- mennina frá fimm bæjum í héraðinu Lanao del Norte. Fjöldi fólks hefur í kjölfarið leitað skjóls í flóttamanna- búðum. Herinn hefur þegar náð á sitt vald níu varðstöðvum uppreisn- armanna sem era staðsettar í ná- grenni ríð aðalbúðir þeirra, Camp Bilal. Að sögn Casan Maquiling, borgar- stjóra í bænum Munai, var enn bar- ist þar hart í lok ríkunnar og sagði hann 80% íbúa hafa flúið. „Við höfum flutt óbreytta borgara á öruggari staði,“ sagði hann og kvað átökin þau hörðustu til þessa. MILF hefur barist fyrir sjálf- stæðu íslömsku ríki á suðurhluta Fil- ippseyja frá því 1978 og hafa þeir komið sér upp „skuggarnála" ríkis- stjórn í sumum afskekktari þorpum eyjanna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.