Morgunblaðið - 16.04.2000, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 16.04.2000, Blaðsíða 26
26 SUNNUDAGUR 16. APRÍL 2000 MORGUNBLAÐIÐ Allir dagar eru lffrænir hjá Baldvini Jónssyni verkefnisstjóra átaksverkefnisins Áforms. Morgunblaðið/Golli LIFRÆN EYJA Möguleiki er á útflutningi búvara ef við framleiðsluna er notað vottað lífrænt eða vistvænt gæðastjórnunarkerfí, að mati Baldvins Jónssonar verkefnisstjóra ------------------------------------------ átaksverkefnisins Aforms. Hann vill ganga lengra, segir Helga Bjarnasyni að taka þurfí sjávarútveginn og ferðaþjónustuna með og draumsýnin sé að lýsa Island lífræna eyju. „ÞAÐ kom fljótt ljós að íslending- ar eiga enga möguleika á hinum svokallaða heimsmarkaði. Fram- leiðslan er of lítil til að geta keppt í verði við búvöruframleiðslu stór- þjóðanna. Við eigum hins vegar möguleika á sölu lambakjöts og annarra búvara á grundvelli gæð- anna,“ segir Baldvin Jónsson, verkefnisstjóri Aforms _ átaks- verkefnis, sem stjórnvöld hafa staðið að frá 1995. Formenn allra þingflokka fluttu um það frumvarp á sínum tíma að efna til átaksverkefnis um fram- leiðslu og markaðssetningu vist- vænna og lífrænna afurða. I lögun- um kemur fram að stjórn verkefnisins skuli stuðla að verk- efnum á sviði fræðslu um vistvæna og lífræna framleiðslu, gæða- stjórnunar, áætlanagerðar, vöru- þróunar og markaðssetningar ís- lenskra afurða undir merkjum hollustu, hreinleika og gæða. Ákveðið var að ríkissjóður legði verkefninu til 25 milljónir kr. á ári fram til ársins 1999 og á fjárlögum yfirstandandi árs fékkst 25 millj- óna króna framlag til áframhald- andi starfs á þessu ári. Rfkis- stjórnin hefur ákveðið að tryggja fjármagn til verkefnisins til 2002 og liggur fyrir frumvarp á Alþingi því til staðfestingar. Tækifærið liggur í lífrænni vottun Baldvin Jónsson, verkefnisstjóri Áforms, segir að mikill tími hafi farið i það fyrstu tvö árin að at- huga markaði fyrir íslenskt lamba- kjöt erlendis. Kjöt hafi verið flutt út á ýmsa markaði, austan hafs og vestan, og varan hafi líkað vel. Hins vegar þyrftu framleiðendur á Islandi að fá hærra verð en næmi hinu hefðbundna heimsmarkaðs- verði. Telur Baldvin að eina leiðin til að ná því fram sé að breyta framleiðsluaðferðum þannig að af- urðirnar fái vottun sem lífrænar, eða að minnsta kosti vistvænar vörur. Mikill og vaxandi markaður sé fyrir þannig vörur víða erlendis og eftirspurn meiri en framboð. Þetta sé því tækifæri sem mikil- vægt sé að nýta. Baldvin segir að upphaflega hafi verið álitið að auðvelt væri að breyta búskaparháttum þannig að unnt yrði að fá vottun fyrir vist- vænt og lífrænt framleiðsluferli. Hins vegar hafi ávallt verið vitað að til þess að fá vottun fyrir líf- rænar afurðir þyrfti að draga mjög úr notkun tilbúins áburðar og það væri meira átak. „Reglugerðir ESB leyfa ekki notkun tilbúins áburðar vegna mikillar ofnotkunar í Evrópu á undanförnum árum sem leitt hefur til hættulega mikillar mengunar í jarðvegi. Vegna hins stutta gróð- urtímabils verður ekki hjá því komist að nota tilbúinn áburð við ræktun hér á landi ef takast á að fá góða uppskeru. Áburðarnotkun hér á hektara hefur þó aldrei verið neitt í námunda við það sem tíðk- ast víða erlendis og engar vísbend- ingar um að áburður hafi spillt jarðvegi hér. Þar hjálpar okkur mikil úrkoma og strjál byggð mið- að við önnur lönd og sú staðreynd að við erum ekki að veita áburði á lönd annarra hér úti í miðju Atl- antshafi. Bændur í Evrópu búa við miklu lengra gróðurtímabil en við og þess vegna finnst mörgum bændum hér krafan um að hætta notkun tilbúins áburðar í lífrænni ræktun ósanngjörn. Nefna sem dæmi að lamb sem fæðist að vori og er slátrað að hausti fái ekkert annað fóður en móðurmjólkina og lífrænt fóður en fái þó ekki vottun sem lífræn framleiðsla vegna þess að móðirin naut ekki lífræns fóð- urs yfir vetrarmánuðina. En svona eru reglugerðirnar og eftir þeim verður að fara. Þess má geta að árið 1940 var talið að 700.000 fjár væru í landinu og enginn tilbúinn áburður notað- ur. Á síðasta ári voru um það bil 450.000 fjár þannig að líklegt er að minnsta kosti hluti sauðfjárrækt- arinnar gæti fengið lífræna vott- un,“ segir Baldvin. Hann segir að seinni þrjú ár átaksverkefnisins hafi verið lögð áhersla á að styrkja rannsóknir til að auðvelda fóðuröflun búa sem stunda lífræna ræktun búfjár. Unnið hafi verið að því verkefni með nokkrum bændum. Matvælaverð hækkar Segir Baldvin að markmiðið sé að hvetja til þess að 20-30% bú- vöruframleiðslunnar verði undir merkjum lífrænna framleiðsluað- ferða. Kröfur til matvæla eru að auk- ast og þar sér Baldvin tækifæri fyrir íslenskar afurðir. Getur hann þess að Evrópusambandið hafi ákveðið að gera kröfur um upp- runavottun allra matvæla. Reglu- gerð verði líklega samþykkt í haust og taki smám saman gildi á árunum 2001 til 2003. í Evrópu og Bandaríkjunum hafi nýir og al- varlegir dýrasjúkdómar komið upp og bæst við landlægar sýkingar í matvælum. Hingað til hafi heil- brigðiseftirlitið að mestu beinst að slátrun, úrvinnslu og sölu afurð- anna, en ekki frumframleiðslunni þar sem margir af þessum sjúk- dómum ættu uppruna sinn. Því væru kröfur neytenda um að geta rakið uppruna matvælanna sífellt að verða áleitnari og við því væri ESB að bregðast með nýjum reglum um upprunamerkingar. Vekur Baldvin athygli á mikilvægi þessa þótt upprunavottun og vott- un um lífrænt framleiðsluferli séu ólíkir hlutir. Þó segir hann að þar sem vanda- mál vegna sýkinga í matvælum og áhrif búvöruframleiðslu á um- hverfið séu mest, hafi spurn eftir lífrænum matvælum aukist mjög. Þannig telji fólk sig öruggt með það hvað það er að láta ofan í sig. Umræðan um erfðabreytt mat- væli hefur einnig áhrif. Samtök líf- rænna framleiðenda hafa að sögn Baldvins eindregið lýst því yfir að greinin muni aldrei nota þær að- ferðir við framleiðsluna og því megi búast við að neytendur snúi sér í enn ríkari mæli að matvælum sem þannig eru vottaðar. „Neytendur eru að verða sífellt meira meðvitaðri um hollustu mat- væla og sjá um leið að það er besta leiðin til að auka forvarnir og minnka kostnað við heilbrigðis- þjónustuna. En um leið og gerðar eru meiri kröfur til framleiðslunn- ar hækkar matvælaverðið,“ segir Baldvin. Vekur hann athygli á því að fyr- ir tæpum tveimur áratugum hafi matvæli verið 28% af útgjöldum heimilanna en nú sé hlutfall mat- væla komið niður í um 16%. „Sí- felldar kröfur um lágt verð á mat- vælum hafa óneitanlega verið á kostnað gæðanna. Þetta hefur gengið of langt og nú virðast sjón- armið neytenda vera að breytast. Þeir vilja fá hollari mat og eru reiðubúnir að greiða fyrir hann sanngjarnt verð.“ Og hann vekur athygli á annarri staðreynd: „Komið hefur í ljós að með stöðugt lækkandi matvæla- verði hefur umtalsverðum hluta matvælanna verið hent. Algengt er að sjá á heimilum að fólk kaupir til dæmis niðursneitt brauð eða 6 sneiðar af áleggi, borðar þriðjung- inn tiltölulega fljótt, annan þriðj- ung nokkrum dögum síðar en geymir afganginn þangað til brauðið eða áleggið er orðið þurrt eða súrt og þá er því hent, enda sagt svo ódýrt. Svokallaður af- gangamatur, svo sem biximatur, plokkfiskur og brauðsúpa, er aftur á móti að mestu leyti horfinn af borðum landsmanna." Baldvin veltir því fyrir sér hvort ekki sé sanngjarnt að gefa að fullu frjálsan innflutning matvæla sem uppfylla sömu skilyrði um gæði og hollustu og hér eru gerðar. En þá þurfi að bera saman samskonar af- urðir en ekki verksmiðjuframleidd matvæli á móti vistvænum eða líf- rænum matvælum sem ávallt séu dýrari í framleiðslu. Þá vekur hann athygli á því að Islendingar hafi takmarkaðan aðgang að mörk- uðum í Evrópu og í raun einungis kvóta fyrir ferskt og fryst lamba- kjöt en þurfi aðgreiða toll af öllum öðrum landbúnaðarafurðum. Búvörusamningur markar tímamót Baldvin segir að þróunin í fram- leiðslu lífrænna afurða hafi verið hæg hér á landi. Tilraunir hafi verið gerðar en breiðst hægt út. Þó segir hann að ákvæði í nýjum samningi bænda og ríkisvaldsins um sauðfjárframleiðsluna næstu sjö ár marki tímamót. Bændur fái viðbótarstuðning út á gæðastýr- ingu. Það sé ágæt byrjun sem nauðsynlegt sé að nái til allrar framleiðslu. Síðan þurfi að taka skrefið til fulls með því að fá vott- un fyrir 20-30% lambakjötsins sem lífrænnar afurðar. Telur Baldvin mögulegt að auka framleiðslu lambakjöts umtalsvert og flytja alla viðbótina á erlenda markaði sem lífrænt ræktað lambakjöt. íslendingar hafa 1350 tonna tollkvóta til Evrópusam- bandsins og auk þess telur hann unnt að selja 750 tonn á ári til Norður-Ameríku og 400 tonn til Asíu. Allt kjötið verði að vera vott- að lífrænt ræktað og þá fáist gott verð fyrir það. Efnað fólk og neyt- endur sem eru meðvitaðir um holl- ustu matvæla greiði 15-50% hærra verð fyrir lífrænt framleiddar vör- ur. Nefnir hann sem dæmi um möguleika á útflutningi þannig vöru að nú fáist 231 króna fyrir kílóið af lambakjöti við útflutning til Bretlands en ef lömbin væru líf- rænt ræktuð mætti fá 368 krónur fyrir kílóið, eða nærri því 60% meira. „Þetta er hinn vænlegasti markaður og í raun eini vaxtar- broddurinn í matvælaframleiðslu heimsins," segir Baldvin. Innmatinn mætti síðan nota til að framleiða lífrænt gæludýrafóð- ur og fá hærra verð fyrir ullina með því að prjóna úr henni lífræn- ar ullarpeysur. Þótt lambakjötið sé oftast nefnt leggur Baldvin áherslu á að ekki megi gleyma öðrum búvörum. „Til- tölulega auðvelt er að votta hrossakjöt sem lífræna afurð, mjólkin á ekki langt í land og enn síður nautakjötið. Svínaræktin og kjúklingaræktin sem báðar hafa vaxið með undrahraða hér á landi vegna aukinna gæða eiga lengra í land með að verða lífrænar, nema í litlum mæli, en eru þó að vinna markvisst að vistvænum fram- leiðsluaðferðum. Bóndi í Biskups- tungum hefur í samvinnu við Garð- yrkjuskólann á Reykjum sýnt fram á að lífræn ylrækt er arðsöm og ég tel að fleiri garðyrkjubænd- ur ættu að kynna sér þær niður- stöður. Með lífrænni ræktun á tómötum og gúrkum er hægt að sjá fyrir sér möguleika á útflutn- ingi allt árið um kring. Reyndar tel ég að ylræktin muni eiga mikla möguleika á komandi árum, ekki síst ef orkukostnaður lækkar til þessarar greinar," segir Baldvin. Fæðubótarefni og lyf úr íslenskum jurtum Smám saman hefur sú draumsýn orðið til meðal aðstand- enda Áforms að líta á ísland sem „matvælamiðstöð hollra matvæla", og eru þá jafnt með í huga búvör- ur, sjávarafurðir og önnur mat- væli. Hefur Áform styrkt rann- sóknir til að undirbyggja þetta og draga fram sérstöðu íslenskra af- urða. Meðal annars er verið að gera athuganir á flórunni með það í huga að framleiða fæðubótarefni og ef til vill einnig lyf úr íslenskum jurtum, eins og hvönn og vall- humli. Baldvin segir að í rann- sóknum sem gerðar hafa verið og enn er unnið að á Raunvísinda-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.