Morgunblaðið - 16.04.2000, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 16.04.2000, Blaðsíða 16
16 SUNNUDAGUR 16. APRÍL 2000 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ GROMOGN UR ELDI Viðhafnarleg litauðgi er einkenni glerlistar með rætur í Muranó. Séð ofan í rauða kerið. Vöxtur í gulu sem minnir í senn á blóm og grómögn hafsins. MYNDLIST K j a r v a I s s t a ð i r GLERVERK DALECHIHULY Opið alla daga frá 10-18-Til 18. maí Aðgangur 400 krónur í allt húsið. GLERLIST er heiti á ævafomri framleiðsluíð úr gleri, framar öðru matar og drykkjarílátum, en einnig skarti sem og mörgu öðru. Elstu fundir eru frá Egyptalandi og Mesó- pótamíu; litað gler úr svonefndu Fa- encedeigi, perlur, verndargripir og annað skart frá því fjögurþúsund fyrir Kristburð. Þegar á dögum át- jándu konungaættarinnar voru gerðir litríkir handgerðir glermunir. Hins vegar er glerblástur með pípum uppfinning frá fyrstu árum okkar tímatals, trúlega sýrlenzk, en á því landsvæði var glergerð á mjög háu stigi og studdist við rótgrónar hefðir. Aðferðin gerði mögulegt að framleiða þunn glerílát á mun fjöl- þættari hátt og þegar á fyrstu öld voru til glerbræðslur í Englandi, Róm og Gallíu ásamt því að mikill uppgangur var í iðninni í Köln frá annarri öld og allt þar til Rómarríki féll saman. Glergerð og glerblástur hefur þróast á ýmsa vegu á okkar dögum, en telst tiltölulega ung list- grein á íslandi og er hér listafólkið að Bergvík brautryðjendur í gler- blástri en hins vegar hafa fleiri framleitt glermuni og t.d. er nýlokið sýningu Jónasar Braga í Listhúsi Reykjavíkur. íslendingar hafa verið næmir fyrir ýmsum tegundum glers og hingað var bæheimskur kristall fluttur inn í stríðum straumum eftir stríð og höfðu sumir á orði að stríðs- gróðanum hafi verið sóað í tékkn- eskar glerkýr! Þá þekkja margir glermuni frá Muranó, einkum vegna þess að fagurkerinn Helgi Einars- son verslaði með hann í nokkur ár, fyrst neðarlega við Lönguhlíð en síðan í steinhlaðna húsinu fremst á Skólavörðustígnum og voru þetta vafalítið fallegustu og menningar- legustu verslanir borgarinnar, en þá voru menn víst búnir að fá nóg af gleri í bili, höfðu vísast étið yfir sig af kristalli, svo ánægjan af fögrum gripum var meiri en hagnaðurinn. Iðkendum framsækinnar list- rænnar glergerðar hefur farið fjölg- andi á liðnum áratugum og á nokkr- um stöðum hafa risið upp sérstök glersöfn, t.d. eitt í Ebeltoft í Dan- mörku, annað í Seattle í Bandaríkj- unum, sem telst fyrsta alþjóðlega sérsafn glerlistar. Yfirleitt fyrir dugnað og framtak einstakra manna, jafnt iðkenda sem unnenda glerlistar. I Danmörku voru það ið- kendunir en í Bandaríkjunum auð- kýfingur nokkur Frank Russel að nafni, en hann hefur verið óþreyt- andi við að vinna að framgangi gler- listar í landinu og heiminum um leið. Áhugi hans mun hafa vaknað er hann kynntist verkum glerlista- mannsins Daly Chihuly, sem var einn af stofnendum Pilchuck glerl- istaskólans í Stanwood í Washing- ton 1971. Skólinn var einnig hugsað- ur sem alþjóðleg glerlistamiðstöð og þar hefur hann unnið með mótað gler sem listrænan miðil á mjög framúrstefnulegan hátt og jafn- framt stuðlað að almennari áhuga á gleri sem tjáformi. Fyrir utan sér- söfnin eru auðvitað glerdeildir og einstök verk í hönnunar- og lista- söfnum um allan heim, og þannig hefur Chihuly selt verk til meira en 170 safna víðsvegar um heim. Ekki voru viðhöfð nein vettlinga- tök frekar en í svo mörgu öðru á listavettvangi í Bandaríkjunum, hugsað stórt og höfð mikil umsvif enda skilja menn þar að um grunn- einingar og burðarstoðir sterks þjóðfélags er að ræða, skila sér ekki einungis í sköpunargleðinni og menningarverðmætum heldur einn- ig beinhörðum peningum. Hér eru Bandaríkjamenn einnig harðastir að vemda menningarlega landhelgi sína og jafnframt miðla henni til annarra þjóða. Það er þannig vel að merkja fleira landhelgi en fiskilög- saga. Að ég minnist á Muranó er vegna þess að Chihuly sótti menntun sína og þær vinnuaðferðir þangað sem úrslitaáhrif höfðu á listferil hans. Aður hafði hann numið innanhús- hönnun í Washingtonháskólanum 1965 og loks tekið þátt í glerblást- ursnámskeiði þar. Síðan lá leiðin í framhaldsnám við hönnunarskóla Rhode Island þar sem hann stofnaði glerlistadeild og varð deildarstjóri hennar. Glergerð tók fyrir alvöru að blómstra í Feneyjum á elleftu öld og þar eru menn enn á fullu eins og fyr- ir liggur. Og að ég minntist fyrst á Frank Russel var vegna þess að slík umsvif eins og við verðum nú vitni að á Kjarvalsstööum, eru ekki möguleg nema að til komi skilning- ur, stuðningur og uppörvun. Senni- lega er uppsetning sýningarinnar, eða kannski heldur innsetning það sem Islendingar geta mest lært af, hlutirnir teknir fastari tökum en menn hafa áður orðið vitni að. Skilst mér að tólf manna hópur hafi komið til að setja hana upp, þar af einn ljósameistari, og hér var verkaskipt- ingin alveg klár, en í allt munu 90 manns starfa í kringum þennan eina mann, sem öllu stjórnar þótt ein- eygður sé. Sjálfur getur hann síður blásið muni sína vegna þess að hann verður öðrum hættulegur í kringum sig með sína skertu sjónvídd. Fram- kvæmdin að Kjarvalsstöðum, sem mörgum mun finnast stór og um- fangsmikil er einungis ein af mörg- um sem í gangi eru samtímis og er hér sett upp til heiðurs Guðrúnu Katrínu Þorbergsdóttur forsetafrú, sem var mikill myndlistarunnandi og lét sig ekki vanta á neina mikils- verða myndlistarsýningu og heim- sótti listamenn á vinnustofur þeirra og snéri þar öllu við. Viðhafnarleg litauðgi er í og með einkenni glers frá Muranó og má hér kenna ýmsar aðferðir keimlíkar glerinu sem áðurnefndur Helgi flutti inn, en auðvitað formaðar á annan hátt. Náttúruform eru Chihu- ly afar hugleikin, einkum þau sem sótt eru til hafsins, jafnframt það gagnsæi sem haf og vatn framkalla. Ekki út í hött að fullyrða, að sjálft gagnsæið sé veigamesti þáttur lista- sköpunar hans og eftir nokkrar yfir- ferðir voru það ekki lengur hin stóru litauðugu og ábúðarmiklu rýmis- verk sem fönguðu hugann eins og í upphafi, frekar að hin minni leituðu á og jafnframt hin tærari og einfald- ari líkt og hringformanirnar á veggj- unum í innsta hólfi Vestursalar. Kemur líka mjög vel fram í stóra opna eldrauða kerlaga verkinu í miðsal og afar fínt hvernig leikið er með blæbrigði, vöxt og tímalausa þögn með minni ílátum innan í því eins og um afkvæmi eða fóstur sé að ræða og ekki spillir hnitmiðuð lýs- ingin. í heild er líkast sem um óð til blásturtækninnar og eldsins sé að ræða og jafnframt fínustu blæbrigða hennar. Þá er afar áhugavert hvernig listamaðurinn mótar mannsformið þannig að það er á mörkum hins hlutvakta og óhlutlæga í senn hvorutveggja og hvorugt. En þarna er líka heill veggur með mynstur- formuðum skissum og hann tekur fullmikið í sem hreint skreyti og eig- inlega óþarfí að fá þessa viðbót við sjálft glerið og tekur frekar frá minni og tærari verkunum. Hreint, klárt og tært eru þannig óyggjandi bestu kostir listamannsins og hér er hann á köflum hreinasti galdramað- ur Dale Chihuly er mikið fyrir hóp- vinnu og gera samvinnuverk með listamönnum frá öðrum löndum og hefur gert glerskúlptúra í samvinnu við glerblásara í verksmiðjum í öðr- um löndum, meðal annars nokkra sem byggðir voru yfir síki og torg í Feneyjum í tengslum við fyrsta glertvíæringinn. Hér mun lið hans útfæra einn náttúrugjörning á Reykjanesi um helgina í samvinnu við 35 íslenzka listamenn og list- nema. Smjörþefinn fáum við í verk- inu þar sem röð spjóta er rekin í rekaviðarbúta sótta á Strandir, staðsett innst í vesturgangi. Afar mikilvæg heimsókn sem hrista kann rækilega upp í hlutun- um hér á landi ef menn taka á annað borð við sér. Bragi Ásgeirsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.