Morgunblaðið - 16.04.2000, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 16.04.2000, Blaðsíða 12
12 SUNNUDAGUR 16. APRÍL 2000 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Margrét Þórhildur Danadrottning sextug LÍFINNAN ÞRIGGJA VEGGJA í tilefni af sextugsaf- mæli sínu í dag 16. apríl bauð Margrét Þórhildur Danadrottning erlend- um blaðamönnum til fundar við sig og Henrik prins. Þar bar ýmislegt á góma eins og Sigrún Davíðdóttir segir frá. BLAÐAMANNAFUNDUR í Amalienborgarhöll geng- ur ekki fyrir sig alveg eins og fundir flestir, enda aðal- persónumar heldur ekki eins og fólk er flest. Ekki svo að skilja að þær líti öðruvísi út en annað fólk, en hirðsiðir og venjur skapa ákveðið andrúmsloft, sem ekki verður litið framhjá. Það þarf ekki annað en að horfa yf- ir blaðamennina, sem streyma að til að sjá að hér er eitthvað sérstakt á seyði. Karlkyns blaðamennimir, sem sjaldnast sjást með hálsbindi og ljós- myndarar, sem næstum undantekn- ingarlaust era bindislausir, koma nú rígreyrðir um hálsinn, ögn þvingaðir útlits, nánast eins og fermingar- drengir í sparifotunum. Kvenfólkið ber sig betur, enda ekki eins óvant að leggja rækt við útlitið. Ástæðan fyrir betri fötunum er auðvitað sú að á boð- skorti hirðarinnar er tekið fram að klæðnaðurinn eigi að vera sómasam- legur. Togstreita meðal gestanna Inni í höllinni er gestunum beint upp breiðan stiga upp á aðra hæð í dýrðlega skreyttan sal, þar sem speglar og gyllingar fléttast saman. Fyrir framan stólaraðimar er lítill sófi og borð fyrir framan. Það kemur strax upp smárígur milli Ijósmynda- ranna og blaðamannanna um útsýnið að höfuðviðfangsefnunum. Blaða- mennimir fylla nefnilega litla borðið við sófann með segulböndum og hljóðnemum, sem fai'a fyrir brjóstið á ljósmyndumnum, því tæknidótið er engin fagurfræðileg viðbót. En við þessu er ekkert að gera. Borðið verð- ur að vera fyrir framan sófann og dót- ið þar á. Þegar menn hafa komið sér fyrir, ljósmyndaramir fremst, blaðamenn- irnir þar fyrir aftan, birtist hirðmar- skálkurinn og heilsar viðstöddum. Nú er komið að því að leggja gestunum lífsreglumar. Blaðamenn era minntir á eðlileg ávarpsorð, „yðar konung- lega tign“ fyrir drottinginuna, „yðar tign“ fyrir prinsinn, en jafnframt er brýnt fyrir þeim að nota heilbrigða skynsemi. Það þurfí ekki sýknt og heilagt að strá þessum orðum í spum- ingarnar, nóg að hota þau til ávarps. Ljósmyndaramir fá að vita að þeir eigi alls ekki að taka myndir fyrr en drottningin og maður hennar hafi komið sér fyrir í sófanum og hún ávarpað gestina. Allir kinka kolli full- ir skilnings. Það á þó eftir að sýna sig að skilningurinn ristir ekki djúpt. Hirðmarskálkurinn fer fram að ávarpinu loknu. Gestimir, sem þekkj- ast margir hverjir vel, skiptast á skoðunum og vangaveltum og koma sér sem best fyrir. Skyndilega opnast vængjadyrnar og inn kemur hirð- marskálkurinn með Margréti Þór- hildi drottningu og Henrik prins í kjölfarinu. Hann víkur til hliðar, en um leið stökkva þosmyndaramir á fætur og byrja með flassi og hama- gangi að festa hinar konunglegu tign- ir á filmu, alveg eins og þeir höfðu verið beðnir um að gera ekki. Drottningin brosir hikandi, víkur sér að markskálkinum, sem stekkur ógnandi að ljósmyndurunum og skipar þeim að hafa í huga það sem þeim hafi verið sagt. Það dregur úr glömpunum og hjónin koma sér fyrir í sófanum. Hún er í dökkri dragt og með silfur- gráan lokk í grásprengdu hárinu. „Ég er snortin yfir að þið skuluð AP/Keld Navntoft Margrét Þórhildur Danadrottning MARGRÉT Þórhildur Danadrottn- ing fæddist 16. apríl 1940 og var skírð fullu nafni Margrethe Al- exandrine Þórhildur Ingrid. Hún er dóttir Friðriks 9. (1899-1972) og Ingiríðar drottningar (f. 1910). Ingiríður var dóttir Gustaf Adolfs 6. Svíakonungs og Margareta af Connaught. Margrét Þórhildur gift- ist 1967 franska greifanum Henri de Laborde de Monpezat, sem þá starfaði í frönsku utanríkisþjónust- unni. Við giftinguna fékk hann nafnið prins Henrik af Danmörku. Hjónin eigatvo syni, Friðrik, fædd- ur 1968 og Jóakim, fæddur árið eft- ir. Þegar Friðrik 9. lést 1972 varð Margrét Þórhildur drottning. Syst- ur drottningar eru prinsessurnar Benedikte (f. 1944), sem er gift Richard prins af Sayn-Wittgen- stein-Berleburg í Þýskalandi og Anne-Marie (f. 1946), gift Konstan- tín fyrrum Grikklandskonungi. vera svo mörg hér í dag,“ segir drottningin glaðleg og nú er komið að ljósmynduranum, sem taka til óspilltra mála. Síðan er þeim vísað frá og í stað ljósmyndara og glampa þeirra koma blaðamennimir með spumingar sínar. Flestir blaðamenn- irnir era norrænir, en þama era líka Frakkar og Bretar, sem bera spum- ingar sínar upp á móðurmálinu. Prinsinn á auðvitað ekki í vandræð- um með frönskuna, móðurmál sitt og drottningin talar jafnfágaða frönsku og ensku. Fyrsta spumingin er hvað drottn- ingunni þyki hafa verið hápunktur ævinnar. Þeirri spumingu segist hún ekki getað svarað. „Eg lifi mjög ánægjulegu lífi,“ svarar hún. Á síðasta ári eignaðist yngri sonur drottningar son, sem um leið er fyrsta bamabamið í fjölskyldunni. Þegar drottingin er spurð hvort hún hafi breyst við að verða amma segist hún nú ekki vita hvort svo sé, en vissulega hafi þessi gleðilegi atburður haft mikil áhrif á sig. „Það er ánægju- legt að sjá nýja kynslóð bætast við, en það markar jafnframt að tíminn líður. Samt er eins og það sé ekki meira en fimm mínútur síðan mín eigin böm vora lítil.“ „Nei, konan mín hefur alls ekki breyst við að verða amma,“ segir Henrik prins með bros á vör. Það sé líka jafngott því ef þau eignuðust nú fimmtán bamabörn eins og foreldrar hans og þyrftu að breytast í hvert skipti! „Við eram liður í langri keðju hér á jörðinni og hver er tilgangurinn með lífinu ef ekki að skila því áfram?“ Eftirlaunaaldur og ágangur fjölmiðla Margrét Þórhildur drottning hefur oft lýst því yfir að kynslóðaskipti í konungsfjölskyldunni lúti eigin hefð- um. Hún líti á sig sem drottningu til lífstíðar. Þegar kemur að spumingu um hvort ekki sé eðlilegt að staða drottningar sé undirorpin sömu reglum um eftirlaunaaldur og annars gildi í þjóðfélaginu segir hún að í kon- ungsfjölskyldunni sé ekki hefð fyrir því að gefast upp og draga sig í hlé. „Ég var ahn upp til að sinna þessu hlutverki ævilangt," segir hún af festu. „Hitt er annað mál að það má ræða verkaskiptingu og vel hugsan- legt að hlutunum verði komið öðravísi fyrir með tímanum." Hvemig verka- skipting milli drottningar og Friðriks krónprins gæti litið út þykir henni ekki tímabært að ræða. Þegar kemur að spumingu um samskipti konungsfjölskyldunnar og fjölmiðla færist þungur alvörasvipur yfir andht drottningar og þetta verð- ur sú spuming, sem fær lengsta og rækilegasta svarið. „Það er eðlilegt nú til dags að fjölmiðlar fylgist með, en þeir átta sig ekki alltaf á að þeir láta sér ekki alltaf nægja að vera að- eins viðstaddir, heldur ryðjast inn í líf fólks.“ Og hér var greinilega kvíði í ömm- unni vegna framtíðar sonarsonarins. „Unga fólkið getur ekki vaxið og þroskast ef það er undir stöðugri smásjá. Imyndið ykkur hvemig það er að lifa lífinu innan þriggja veggja, þar sem alltaf er opið inn til manns. Ég hef ekki prófað það og veit ekki hvemig það er, en ef fjölmiðlar vilja samstarf við okkur verða þeir að átta sig á að þeir geta ekki vakað yfir okk- ur 24 tíma sólarhrings 365 daga á ári. Já, ég er einkum að hugsa um son- arson minn og önnur bamaböm, sem kunna að bætast við. Hann er aðeins smábam núna, en svo verður hann bam og ungur maður, sem langar að lifa hfinu eins og aðrir, þótt hann muni læra að hann er ekki alveg eins og allir aðrir. Hvemig á hann að vaxa og þroskast ef hann er undir stöðugu eftirhti? Nei, ég vil ekki hindra fjöl- miðla í að sinna sínu starfi, en það er gott fyrir alla að hafa þetta í huga.“ Sem stendur er Friðrik krónprins í miklum leiðangri á Grænlandi, sem móðir hans segist stolt og glöð yfir. Hún segist geta haft samband við hann um Netið, þótt hún hafi ekki sjálf náð tökum á að nota það. „En ég hef aðra til að hjálpa mér,“ bætir hún við. Þegar hún er spurð hvort hún hafi ekki áhyggjur af því að tæknin útrými guðstrúnni er fyrsta svarið: „Úps,“ eins og henni þyki nokkuð stórt spurt, en bætir við að hún hafi htla innsýn í tækniþróun og fylgist ekki vel með á því sviði. Eins og kunnugt er iðkar drottn- ingin myndlist. Hún segist aðspurð vera með verkefni í takinu, en enn sé öf snemmt að segja frá hvað það sé. Auk þess að teikna og mála hefur hún gert sviðsmynd við ballett hjá Kon- unglega leikhúsinu. En það era líka efni, sem drottn- ingin kærir sig ekki um að ræða. Þeg- ar hún er spurð út í umræður í Nor- egi um konungsfjölskylduna þar og framtíð konungdæmisins í tilefni af ástarsambandi krónprinsins við ein- stæða móður, segist hún ekki hafa haft tíma til að fylgjast með þeim um- ræðum og óski því ekki eftir að lýsa skoðunum sínum á þeim. Um framvindu konungsdæmisins danska er hún hins vegar bjartsýn. „Við sjáum ekki langt fram í tímann, en ég fæ ekki annað séð en að unga kynslóðin geri sér grein fyrir ábyrgð sinni. Hún á eftir að standa sig vel sýnist mér.“ Tekur lífinu með opnum hug „Ég hef lært meira á síðustu tíu ár- um en samanlagt á allri ævinni þar á undan,“ segir drottningin alvöragef- in; þegar hún er spurð út í aldurinn. „Ég hef fundið jafnvægi, tek lífinu með opnari hug en jafnframt af gagn- rýni. Maður þarf að vera umburðar- lyndur án þess að vera veikgeðja. Úmburðarlyndi er ekki nauðsynlega af hinu góða ef það er aðeins það sama og að vera veikgeðja." Blaða- menn, sem áður hafa hitt drottningu fyrir kinka kohi til samþykkis um að hún virðist í betra jafnvægi en áður. Hún er mun styrkari í framkomu og virðist afslappaðri. Það er létt og glaðlegt yfir hjónun- um, þegar þau velta spurningum á milh sín. Þegar prinsinn lætur þau orð falla að hann æth sér ekkert að betrambæta konu sína svarar hún glettnislega ,AI’ hverju ekki?“ og þau hlæja dátt. Þegar drottningin hefur verið spurð um hvort hún hafi ekki lítinn tíma fyrir fjölskylduna og hvemig þau prinsinn eyði saman tíma sínum segir hún að vissulega sé tíminn af skomum skammti, en þau nýti hann vel. Saman lesi þau hvort fyrir annað, hlusti saman á tónlist og spjalli sam- an. Hér hefur prinsinn sínu við að bæta. „Það er ýmislegt, sem okkur þótti gaman að hér áður íyrr, en sem við sinnum kannski sjaldnar nú en áð- ur, nú þegar við eldumst!" Röddin er ísmeygilega stríðnisleg, drottningin hlær og eitt andartak slær þögn á annars spurala blaðamennina. Þegar prinsinn er spurður í lokin hvaða ráð hann hafi til drottningar á þessum tímamótum, sem hann hefur þegar sjálfur náð, er honum ekki svars vant. „Ég vona að hún haldi áfram að hafa jafnvirkan áhuga á maka sínum og hingað til og að hún haldi áfram að vera eins og hún hefur alltaf verið, því enn sem komið er hef ég ekki undan neinu að kvarta." „íslendingar voru fyrstir" „íslendingar vora á undan ykkur, þegar þeir kusu Vigdísi Finnboga- dóttur sem forseta," segir Margrét Þórhildur hvatvís, þegar finnskur blaðamaður spyr hana um álit á því að Finnar hafi nýlega kosið sér konu sem forseta. „Það er því ekkert nýtt að kjósa konu sem forseta." Hér minnti drottningin á að íslendingar hefðu brotið blað í sögunni með því að kjósa Vigdísi Finnbogadóttur sem forseta 1980 og verða þar með fyrstir til að kjósa konu sem forseta í lýð- ræðislegum kosningum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.