Morgunblaðið - 16.04.2000, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 16.04.2000, Blaðsíða 18
18 SUNNUDAGUR 16. APRÍL 2000 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Máttur hins myrka huga LEIKLIST llngmcnnafélag Rcykilæ Ia sýnir f L n g a I a n d i GALDRA-LOFTUR Eftir Jóhann Sigurjónsson í leik- stjórn Flosa Olafssonar. Aðal- hlutverk: Guðmundur Ingi Þor- valdsson. EKKI er Borgfirðingum fisj- að saman, var það fyrsta sem hvarflaði að mér eftir sýningu á Galdra-Lofti í fyrrakvöld. Ekki er langt um liðið síðan undirrit- aður sá afbragðsgóða sýningu á Islandsklukkunni í Brautar- tungu í Lundarreykjadal. Nú bæta nærsveitungar um betur og taka Loft til kostanna. Upp- sveitir Borgarfjarðar eru vett- vangur íslenskrar leikhúsklass- íkur í vetur. Svo hefur auðvitað líka mátt fara í Þjóðleikhúsið til að sjá Kamban og Davíð. En Laxness og Jóhann eru á fjölum Borgfirðinga. Það gæðir sýningu þeirra Reykhyltinga verulega aukinni vigt að þar er í aðalhlutverki skólaður leikari, Guðmundur Ingi Þorvaldsson, sem reyndar er borinn og barnfæddur í Brekkukoti í Reykholtsdal og ólst að sögn upp á sviðinu í Logalandi þar sem faðir hans Þorvaldur hefur verið ein aðal- sprauta leikdeildarinnar um árabil. Þorvaldur leikur ráðs- manninn, föður Lofts, í þessari uppfærslu og gæðir það sýning- una skemmtilegum blæ, ekki síst því atriði þeirra þar sem ráðsmaðurinn lýsir óskum sín- um og metnaði syninum til handa. Guðmundur Ingi er sannfær- andi Loftur, hann sýnir okkur hvikulan hug og leitandi sál sem rekin er áfram af ótta í bland við fróðleiksfýsn. Styrkur pers- ónusköpunar Jóhanns felst í því að flétta saman tilfinningaflækj- um Lofts gagnvart Steinunni og Dísu við hina sjúku löngun hans til að komast til botns í leyndar- dómum myrkursins. Loftur verður í meðförum Guðmundar Inga ábyrgðarlaus strákur sem duflar við Steinunni með skelfi- legum afleiðingum og ímyndun- arafl hans tekur síðan af honum ráðin þegar atburðarásin verður honum ofviða. Þessu kemur Guðmundur Ingi til skila á sannfærandi hátt með skýrri persónusköpun, góðri raddbeitingu og eðlilegri texta- meðferð. Grimmd og ofsi Lofts var sú hlið sem síst kom fram hjá Guðmundi og í lokaatriðinu skorti nokkuð á að sýningin næði tilætluðum hápunkti en þar var kannski ekki síður við leikstjórann að sakast en leika- rann. Aðrir leikendur standa sig að vonum og mæðir þar mest á Ir- isi Armannsdóttur í hlutverki Steinunnar og Lindu Pálsdóttur í hlutverki Dísu. Hlutverk Steinunnar gerir miklar kröfur til leikkonunnar. íris átti að vonum í nokkrum erfiðleikum með að nálgast þá tilfinninga- legu dýpt sem hlutverkið út- heimtir en henni tókst að ná landi með einlægni og látleysi í túlkun. Linda Pálsdóttir sýndi okkur saklausa og lífsglaða stúlku sem skyndilega stendur andspænis alvöru lífsins. Styrkur þessarrar sýningar felst ekki hvað síst í þeirri ein- lægni sem einkennir leikinn. Sitthvað má finna að framsögn og framgöngu einstakra leik- enda, en það er smávægilegt miðað við þau heildaráhrif sem sýningin skilur eftir. Lokaatriði leikritsins hefur verið sviðsett með ýmsum hætti. Hér er farið eins konar bil beggja, þar sem raddir biskup- anna heyrast en Gottskálk grimmi birtist með Rauðskinnu. Nútíminn er kröfuharðari á galdur leikhússins en var í byrj- un 20. aldar og alltaf spurning hversu langt á að ganga í raun- sæinu. Hér þótti mér endirinn ekki ná því risi sem til er ætlast þó ekki verði lagt til hvernig fremur hefði átt að standa að verki. Leikstjórinn hefur að öðru leyti náð góðum árangri með fólki sínu og sett upp skýra og glögga sýningu í hefðbundnum stfl, bæði hvað varðar útlit og leikstíl. Hér hafa greinilega margir lagt hönd á plóg og upp- skorið í samræmi við erfiði sitt. Hávar Sigurjónsson STYRKUR TIL TÓNLISTARNÁMS Minningarsjóður um Jean Pierre Jacquillat mun á þessu ári veita tónlistarfólki styrk til framhaldsnáms erlendis á nœsta skólaári 2000-2001. Veittur er styrkur að upphæð kr. 500.000. Umsóknir með upplýsingum um námsferil og framtíðaráfrom sendist fyrir 25. maí nk. til formanns sjóðsins: Arnar Jóhannssonar, pósthólf 3562 123 Reykjavík. Umsóknum fylgi hljóðritanir, raddskrár frum- saminna verka og/eða önnur gögn sem sýna hæfni umsækjanda. Listaklúbbur Leikhúskjallarans Dagskrá um verk Guð- mundar Steinssonar Morgunblaðið/Ásdís Leikararnir Erlingur Gíslason, Halldóra Björnsdóttir, Ingvar E. Sigurðsson, Stefán Jónsson og Margrét Guðmundsdóttir ásamt umsjónarmanni dagskrárinnar um Guð- mund Steinsson, Jóni Viðari Jónssyni. í TILEFNI af hálfrar aldar afmæli Þjóðleikhússins heldur Lista- klúbbur Leikhúskjallarans áfram að minnast þeirra íslensku leikskálda sem hafa sett mestan svip á starf leikhússins frá upphafi. Nú er röðin komin að Guðmundi Steinssyni og verður dagskrá um verk hans flutt annað kvöld, mánudagskvöld, kl. 20.30. Guðmundur samdi 20 leikrit í fullri lengd á um 40 ára höfundar- ferli. Þekktust þeirra eru Lúkas, Stundarfriður, Sólarferð og Garðveisla. Þeg- ar Guðmundur lést fyrir fjórum árum höfðu verk hans borist víðar en nokkurs annars af leikskáldum íslendinga á síðari árum. Verk sem íslenskt leikhús hefur vanrækt „Hann samdi tuttugu leikrit en það hefur ekki nema helmingur þeirra verið leikinn. Allt hitt eru verk sem liggja og bíða þess að verða birt og flutt,“ segir Jón Viðar Jónsson, stjómandi og umsjónar- maður dagskrárinnar, en hann vinn- ur jafnframt að undirbúningi heild- arútgáfu verka Guðmundar. „Þetta er mjög sérstæður skáld- skapur og menn hafa af einhverjum sökum ekki viljað taka hann til sýn- inga eða ekki lagt í það - ég skal ekki segja hvað þar liggur að baki,“ heldur hann áfram. „Þarna liggja hlutir sem íslenskt leikhús hefur vanrækt og það þarf að bæta fyrir það. Þetta er verkefni sem íslenskt leikhúsfólk verður að takast á við fyrr eða síðar, að mínum dómi,“ seg- ir Jón Viðar. I dagskrá Listaklúbbsins annað kvöld verða leiklesin brot úr tveim- ur þessara verka, Fjölni og Húsinu. Fjölnir, sem er eitt af elstu verkum Guðmundar, lýsir baráttu ungs list- málara við list sína, sjálfan sig og umhverfið. I Húsinu fjallar skáldið um upplausn nútímafjölskyldunnar og tómleika borgaralegra lífshátta. í dagskránni koma fram leikar- arnir Ingvar E. Sigurðsson, Hall- dóra Björnsdótth-, Stefán Jónsson, Erlingur Gíslason og Margrét Guð- mundsdóttir. Ungt fólká 20. öld LIST OG HÖNIVUN Bnrgarskjalasafn Reykjavíkur, Tr ýggvagntu 11) MUNDU MIG, ÉG MAN ÞIG UNGTFÓLK í REYKJA- VÍK Á TUTTUGUSTUOLD Opið alla daga frá 13-17 og á fimmtudögum til kl. 21. Aðgangur ókeypis. Veggspjald 100 krónur. ÞAÐ er sérstæð og sérkennileg sýning uppi í fyrrum og til langs tíma húsakynnum Myndlistaskóla Reykjavíkur, sem nú er fluttur burt, en Borgarskjalasafn inn. Sérstæð á nýrri öld vegna þess að hún tekur fyrir efni sem ekki hefur verið rækt- að nægilega og sérkennileg vegna vinnubragðanna við uppsetningu hennar sem minna helst á skólasýn- ingar um og eftir miðbik síðustu al- dar. Er líkast sem tíminn hafí staðið kyrr og svipar um sumt til viðamik- illar skólasýningar í öllum Miðbæj- arskólanum 1958, sem ég átti örlít- inn þátt í að setja upp. Efniviðurinn sem menn höfðu milli handanna svo yfirgripsmikill og spennandi að þeim hefur verið mikill vandi á höndum sem stóðu að uppsetningu hennar og skipulagi. En einmitt þessi fjölþætti efniviður gerir sýninguna heimsókn- ar virði, einkum fyrir fólk sem man þessa tíma, sem í tækniveröld dags- ins virðast órafjarri, en eru þó í mörgum skilningi einungis núliðin tíð. Tók raunar einnig eftir því í tveim heimsóknum mínum að mun yngra fólk skoðaði sýninguna af stakri athygli og virtist eitt og annað úr fortíðinni vekja drjúga kátínu þess. Innst í salnum er mjög áhuga- vert myndband, gert uppúr kvik- mynd er segir af heilsugæslu og skólalífi í Miðbæjarskólanum 1948, Ljósmynd/Bragi Ásgeirsson Gullfallegar barnateikningar eru meðal sýningarefnisins. LjósmyniFBragi Ásgeirsson Teikning úr einu skólablaðanna af stúlku í búningi í íslenzku fánalitunum teiknuð 18. júnf 1944. þar var að verki S. Sörensson undir stjórn Jónasar B. Jónssonar, og er þetta eina tilvikið þá nútíminn er að hluta til með í spilinu, en að öðru leyti er sýningin afar strembin og tímafrek eigi hún að komast til skila. Helst sækja því miður hinir miklu og vannýttu möguleikar á, sem við blasa úr hverju horni, því að ekki þarf mikinn kunnáttumann til að sjá að hér var fyrir hendi efniviður í stórmerkilega sýningu ef rétt hefði verið að málum staðið. Sýningu sem hefði jafnvel getað fært fram- kvæmdaraðilum drjúgan skilding í lófa þótt kostað hefði verið margfalt meira til hennar, undirbúningur vandaðri og öll nútækni tekin í gagn- ið. Þrátt fyrir öll þessi tækniundur sem landinn er svo snöggur að gína yfir virðist ýmislegt mæta afgangi sem aðrar þóðir hafa fyrir löngu komið auga á og tekið í þjónustu sína. Hér hefði þurft fleiri og stærri myndskjái og viðvarandi áherslu- stígandi, þ.e. ýmislegt dregið sér- staklega fram með stærra letri/ myndum og aðeins þetta tvennt hefði gert sýninguna til muna skilvn-kari og margfalt áhugaverðari. Svo hefði auðvitað mátt koma fram í sérstök- um bás hvernig þesslags sýningar voru settar upp fyrir margt margt löngu svona til samanburðar. En fyr- ir fólk sem vill rifja upp gamla tí- mann og ungum til fróðleiks um frumstæð vinnubrögð á árum áður, sautján hundruð og súrkál, er sýn- ingin hin áhugaverðasta sé hún skoð- uð í kjölinn. Framkvæmdin er hluti af dagskrá Reykjavík -menningarborg Evrópu árið 2000, eins og stendur á fjörlegu og einkennandi veggspjaldi sem gef- ið hefur verið út í tilefni sýningarinn- ar, en hins vegar var engin sýningar- skrá sýnileg. Ekki björgulegt í heildina skyldi þetta einkennandi dæmi um metnaðinn varðandi hlut sjónrænna mennta á dagskránni, því hér er lifað í krukku en ekki lukku.... Bragi Ásgeirsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.