Morgunblaðið - 16.04.2000, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 16.04.2000, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. APRÍL 2000 31 í krafti stærðarinnar getum við boðið lægra verð á afurðum okkar en á sama tíma starfa dótturfélögin með sjálfstæðum hætti, hvert á sínum markaði með tilheyrandi sveigjanleika. augnm að styrkja stöðu okkar enn frekar." Markmiðið að auka hagnað Lýður segir stefnu félagsins snúa að því að viðhalda þeirri upp- byggingu sem átt hefur sér stað á evrópskum mörkuðum. Hann legg- ur þó áherslu á að stefnan sé ekki að stækka og auka umsvifm ein- göngu stærðarinnar vegna heldur sé markmiðið fyrst og fremst að skila hagnaði. „Hvað framtíðar- uppbyggingu varðar, þá horfum við aðallega á þá markaði þar sem erlendu stórmarkaðskeðjurnar eru að byggja upp sína starfsemi og að sjálfsögðu þeirra svæða þar sem neysla á okkar vörum er fyrir hendi.“ Þeir bræður segjast fullvissir um að frekari sóknarfæri séu til staðar í framleiðslu og sölu kældra sjávarafurða. Ágúst segir stefnu félagsins miða að 20-30% vexti ár- lega á næstu árum. Hann bendir í því sambandi á að í Frakklandi, einum sterkasta markaði félagsins, selji samstæðan vörur sínar í ein- ungis fímm af tíu stærstu versl- anakeðjunum. Þá séu einnig mikl- ar vonir bundnar við markaðinn í Póllandi og raunar fleiri löndum Austur-Evrópu en þar er mikil hefð fyrir kældum sjávarafurðum. „Við sjáum framá að sú samþjöpp- un sem átt hefur sér stað í verslun í Evrópu á undanförnum árum muni aukast enn frekar og við því verðum við að bregðast. Með því að fjölga framleiðslueiningum og söluskrifstofum með þeim mark- vissa hætti sem unnið hefur verið að á liðnum árum, náum við að auka stærðarhagkvæmni í fram- leiðslu auk þess sem það styrkir stöðu fyrirtækisins að vera birgir alþjóðlegra verslanakeðja á sem flestum landssvæðum sem þær starfa á.“ Áhættuþættir í lágmarki Gæði og öryggi afurða er nokk- uð sem matvælaframleiðendur á samkeppnismarkaði leggja mikla áherslu á að hafa í lagi enda neyt- endur fljótir að snúa baki við vöru- flokkum sem hafa reynst „vafa- samir“. Með því að halda utan um öll stig framleiðslunnar, þ.e.v- innslu, pökkun og dreifingu, nær Bakkavör að lágmarka þessa áhættuþætti. Aðspurðir um áhættu og áhrif sveiflna í veiði á reksturinn, segja þeir bræður óveruleg. Að sögn Lýðs er ekki hægt að flokka Bakkavör Group hf. með hefð- bundnum íslenskum sjávarútvegs- og fiskvinnslufyrirtækjum sem eru að miklu leyti háð veiðum, kvótum og veðrum. „Fyrirtækið sem við starfrækjum er fyrst og síðast matvælavinnslufyrirtæki sem framleiðir tilbúnar neytendavörur. Fyrirtækið kaupir inn hráefni í framleiðslu sína á alþjóðlegum mörkuðum og því ekki háð þeim sveiflum sem annars einkenna gjarnan afkomu íslenskra sjávar- útvegsfyrirtækja. Það vekur athygli að fyrirtækið er komið í hóp stærri sjávarút- vegsfyrirtækja á Islandi en hefur samt sem áður aldrei átt kvóta. Ágúst segir þá staðreynd vissulega veita þeim nokkra sérstöðu í greininni. „Við erum ánægðir með að hafa náð að byggja okkur fram- tíð með aðgangi að mörkuðum og þeirri þekkingu sem við höfum öðl- ast í gegnum árin. Þá er sú mikla tækniþekking sem við búum yfir á framleiðsluvörum okkar afar mik- ilvægur þáttur í frekari uppbygg- ingu og framgöngu félagsins á al- þjóðlegum mörkuðum sem við hlökkum til við að takast á við í framtíðinni," að sögn Ágústs. Fundur um húsnæðis- mál FÉLAGSFRÆÐINGAFÉLAG ís- lands efnir til hádegisfundar þriðju- daginn 18. apríl í Odda, stofu 201, um húsnæðismál kl. 12. Á fundinum mun Jón Rúnar Sveinsson, félagsfræð- ingur hjá íbúðalánasjóði, fjalla um efnið „Islenska húsnæðiskerfið í al- þjóðlegu samhengi". Jón Rúnar hefur nýlega sent frá sér bókina „Society, Urbanity and Housing in Iceland“ þar sem hann m.a. veltir fyrir sér stöðu íslenskra húsnæðismála í erlendum saman- burði, ekki síst sjálfseignar- og sjálfsbjargarstefnu Islendinga. í er- indi sínu mun Jón Rúnar fjalla um sérstöðu og séreinkenni húsnæðis- mála á Islandi og velta fyrir sér bæði skyldleika og frábrigðileika við Norðurlönd og engilsaxneskar þjóð- ir. Fundurinn er opinn öllum meðan húsrúm leyfir. Fundarstjóri verður Helgi Gunnlaugsspn dósent í félags- fræði við Háskóla Islands. Nemendasýn- ing Jazzball- ettskóla Báru JAZZBALLETTSKÓLI Báru held- ur nemendadag í Borgarleikhúsinu mánudaginn 17. apríl. Tvær sýning- ar verða að þessu sinni kl. 17.30 og 19.30. Um 300 nemendur munu stíga á sviðið og segir í tilkynningu að mikil fjölbreytni einkenni sýninguna og sé kvikmyndatónlistin þema hennar. Nemendur frá 1. stigi upp í 6. stig á aldrinum 7 til 20 ára munu sýna. Miðasala er í Borgarleikhúsinu. Fræðslufundur Garð^rkjufé- lags fslands GARÐYRKJUFÉLAG íslands og Garðyrkjuskóli ríkisins efnir til fræðslufundar í Norræna húsinu í Reykjavík mánudagskvöldið 17. apríl. Paul Jackson yfirgarðyrkju- maður í Threave garðinum í Skot- landi, flytur erindi um enska garða í máli og myndum Fyrirlesturinn hefst kl. 20:30, hann verður þýddur og er öllum opinn LEIÐRÉTT Rangt kórnafn Tveir kórar syngja í Háteigs- kirkju í dag, sunnudag, kl. 17. Nafnið á öðrum kórnum var ekki rétt í blaðinu á föstudag. Það eru Breiðfirðingakórinn og Kvöldvöku- kórinn sem þarna syngja. Beðist er velvirðingar á mistök- unum. Fréttagetraun á Netinu S' mbl.is _/\LL.TA/= eiTTH\SA£) A/ÝTT Aventis AVENTIS ER EITT AF ALLRA STÆRSTU LYFJAFYRIRTÆKJUM HEIMS Nafnið Aventis kallar fram hugmyndir um nýjungar, þróun, vísindi og stöðugar framfarir. Aventis er auðvelt í framburði hvar sem er í heiminum. Fyrsta táknið stendur fyrir nákvæmni og vísar til tækni og ögunar vísindanna. Ljósblái liturinn táknar sérstöðu og nýsköpun. L ■ I Miðjutáknið, röð depla á hreyfingu, táknar bygg- ingu sameinda og lyf. Blái liturinn táknar styrk og stöðugleika. % % % % Þriðja táknið - pensilstroka - táknar sköpunargleði mannsins sem er uppspretta vísindanna. Lífræn lögun þess minnir á vöxt og viðhald. Græni liturinn gefur til kynna þann þrótt sem uppgötvanir hafa í för með sér. Hringurinn sameinar og fullkomnar merkið. Saman mynda táknin heild sem stendur fyrir samtvinnun Iffs og vísinda. Aventis var stofnað í desember 1999 með sameiningu fyrirtækjanna Hoechst Marion Roussel og Rhðne-Poulenc Rorer. Umboðsaðili á íslandi: Pharmaco hf. Hörgatúni 2 • 210 Garðabæ • Sími 535 7000 • Fax 565 6485
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.