Morgunblaðið - 16.04.2000, Blaðsíða 57
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 16. APRÍL 2000 57
FÓLK í FRÉTTUM
Stefán Jörgen bjó til skrímslið úr myndinni Amerískum varúlfí í London. Hann ýtti inn hveiju
einasta hári með þar til gerðri nál.
loftpressa til að sprauta málningu á
grímur og nota í mótagerð.
„Hrærivélina nota ég til að hræra
froðulatexið til að nota í grímur til
að breyta andlitsfalli fólks. Það hef-
ur verið notað mest í kvikmyndum.
Ég geri afsteypu af leikaranum úr
gifsi, leira síðan yfir það og bý til
mót af því sem ég set froðulatex eða
gelatín í og geri þannig grímu sem
passar algjörlega á andlitið og þá
getur leikarinn hreyft andlitið eðli-
lega.“
- Ertu ekki kominn langt íþessu?
„Það er fátt sem kemur mér á
óvart lengur og ég hef lesið mér
mjög mikið til.“
- Hvað gerðir þú í Myrkrahöfð-
ingjanum?
„Við Sigurjón unnum í tvo mánuði
við myndina og gerðum drukknuðu
konuna í vatninu, nokkur brennd
höfuð, líkama til að henda á eldinn
og líkið sem er á bak við hurðina.
Þetta átti að vera náungi sem var
búið að hengja, en var síðan ekki
notaður.
I Oiko lokos hjálpaði Sigurjón
mér líka og þar gerðum við fimmtán
grímur, og við unnum við það í tvö
sumur. Það var mjög mikil vinna, en
ég hannaði og gerði allar geimver-
urnar, auk þess að sjá um förðunina.
Svo vann ég með Guðmundi
Kárasyni í fjóra mánuði við að
smíða þrettán gúmmídúkkur fyrir
Latabæ, sem var fin lífsreynsla."
Skrímsli í uppeldinu
- Hvort er skemmtilegra að
hanna geimverur eða lík, eða fást
við fólk og breyta því?
„Mér finnst hvort tveggja jafn-
spennandi og það er gott að geta
skipt á milli upp á fjölbreytnina. Ef
fæ ekki vinnu í sumar hér á landi,
ætla ég að reyna erlendis. Mig lang-
ar ekki í skóla. ég þarf bara enn
meiri reynslu."
- Er draumurinn að vinna með
Rick Baker?
„Já, að fá að vinna með frægustu
köllum, Rick Baker og hitta Dick
Smith. Hann er guðfaðir þessarar
tegundar förðunar og fann upp fullt
af aðferðum. Hann er afi allra
tæknibrellu- og fórðunarkarla, en er
hættur að farða og er að hjálpa ung-
um mönnum að koma sér áfram og
er með námskeið sem ég hef m.a.
keypt.“
- Er þetta algjör karlagrein ?
„Já, mér sýnist það. Ein frægasta
forðunarkonan, Vanille, setur bara
stykkin á, en býr þau ekki til. Fræg-
ustu nöfnin eru allt karlar. Ég veit
ekki af hverju. Ætli það hafi ekki
með uppeldið að gera. Strákar eru
aldir upp við það að „fíla“ skrímsh
og ógeð, á meðan stelpurnar eru í
barbíleik. En annars er ég að kenna
núna fjórum stelpum sem sýna að
þær hafa hæfileika og það gæti vel
orðið eitthvað úr þeim.“
NO NAME
----COSMETICS----
Snyrtivöru-
kynning
Þriójud. 18. apríl Miðvikud. 19. apriT
Silla Make Up Studio Lyf og heilsa
Firóinum, Hafnarfirði Melhaga 20-22
kl. 14-1» kl. 13-17
Miðvikud. 19. apríl
Silla Make Up Studio, Firðinum, Hafnarfirði, kl. 14-18
FÖRÐUNARFRÆÐINGUR
NO NAME veitir ráðleggingar
Viitu skyggnast
inn í heim Netsins?
Netið er nýtt sérblað sem fylgir
Morgunblaðinu annan hvern
miðvikudag. í Netinu er að finna
fullt af fréttum, greinum, viðtölum
og fróðleik um Netið.
. >.
Skilafrestur auglýsingapantana
f næsta blað er til kl. 16.00
þriðjudaginn 18. apríl.
Sími: 569 1111 * Brétsími: 569 1115’ Netfang: augl@mhl.is
INGÓLFSSTRÆTI 5 • 101 REYKJAVÍK • S í M I 551 5080
GOTT fðU McCANN-EltlCICSON ■ SlA ■ 10156