Morgunblaðið - 16.04.2000, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 16.04.2000, Blaðsíða 1
immttMitM STOFNAÐ 1913 91. TBL. 88. ARG. SUNNUDAGUR 16. APRIL 2000 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Fundur fulltrúa sjö helstu iðnríkja heims í Washington Rætt um ástandið á hlutabréfamörkuðum Washington, New York. AP, AFP. VERÐFALL á hlutabréfamörkuðum setti mark sitt á fund fulltrúa sjö helstu iðnríkja heims sem hófst í Washington á laugardag en lögregla hefur einnig mikinn viðbúnað í borg- inni vegna fjölda mótmælenda sem þangað er kominn í tengslum við fundinn. Mótmælendur beina spjót- um sínum einkum að stefnu og starfs- háttum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (IMF) og Alþjóðabankans (World Bank) en fulltrúamir munu m.a. ræða áætlun um endurskoðun á skipulagi þessara stofnana. Fjármálaráðherra Bandaríkjanna, Lawrence Summers, sagði í viðtali við CAN-sjónvarpsstöðina á föstudag að bandarískt efnahagslíf stæði enn traustum fótum þrátt fyrir ástandið á hlutabréfamörkuðunum. Alþjóða- gjaldeyrissjóðurinn varaði nýlega við því að efnahagslífi heimsins stafaði hætta af verðfalli hlutabréfa í Banda- ríkjunum. Summers sagði í viðtalinu við CNN að samkeppnishæfni banda- rísks atvinnulífs og sú stefna stjórn- arinnar að greiða niður skuldir hins opinbera boðuðu gott íyrir framtíð- ina. Púsundir mótmælenda eru nú tald- ar vera komnar til Washington og hefur fólkið m.a. hótað því að vama fuiltrúum á fundi iðnríkjanna sjö inn- göngu í byggingar Alþjóðagjaldeyris- sjóðsins og Alþjóðabankans. Á föstu- dag sturtuðu mótmælendur kúamykju á stétt fyrir framan höfuð- stöðvar Aiþjóðabankans, sem em steinsnar frá Hvíta húsinu. Mótmæl- endur telja að fátækari þjóðir heims hafi ekki fengið sanngjaman skerf af hnattvæðingu efnahagslífsins og kenna m.a. alþjóðastofnunum um. Yf- irvöld í Washington hafa heitið því að koma í veg fyrir að mótmælin nái að tmfla fundahöldin á sama hátt og raunin varð á fundi Alþjóðaviðskipta- stofnunarinnar (WTO) í Seattle á síð- astaári. Nauðsynleg „Ieiðrétting“? Á föstudag féllu hlutabréf í Banda- ríkjunum mikið í verði, einkum hluta- bréf í hátæknifyriríækjum. Talið er að verðlækkun fyrirtækja í Banda- ríkjunum hafi alls numið að minnsta kosti eittþúsund milljörðum Banda- ríkjadollara, jafnvirði um 73.000 millj- arða íslenskra króna. Aðalvísitala Nasdaq-kauphallarinnar í New York féll um 9,7% og hefur aldrei lækkað Reuters Lögregla fylgist með mótmælendum nálægt höfuðstöðvum Alþjóðabankans í gær. Fulltrúar sjö helstu iðnríkja heims munu m.a. fjalla um hugsanlegar breytingar á starfsemi Alþjóðabankans og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. meira á einum degi. Hlutabréf lækk- uðu einnig mikið í verði í kauphöllinni á Wall Street (NYSE). Þar lækkaði Dow Jones-hlutabréfavísitalan um 5,6%. Er óttast að áhrifa af verðfall- inu í Bandaríkjunum muni gæta á hlutabréfamörkuðum í Evrópu þegar þeir verða opnaðir á mánudag. Margir skýrendur telja að verðfall- ið hafi verið nauðsynleg ,Jeiðrétting“ og muni þegar fram í sækir verða tii góðs. Verðið hafi verið orðið allt of hátt skráð og væntingamar allt of miklar, sérstaklega að því er varðar netfyrirtæki. Lækkunin muni leiða til þess að þau fyririæki sem byggjast á raunhæfum viðskiptahugmyndum muni lifa af en önnur hverfa úr sög- unni. Sumir skýrendur benda á að sér- staklega hafi verið of miklar vonir bundnar við vöxt netverslana. „Hveitibrauðsdagar netverslunarinn- ar eru taldir,“ er haft eftir Joe Sawyer, bandarískum sérfræðingi um hlutabréfamarkað. Hann hefur birt skýrslu þar sem hann spáir því að meirihluti þeirra netverslana sem nú hafa starfsemi muni leggja upp laup- anainnanárs. Noregur Aukinn stuðning- ur við ESB-aðild STUÐNINGUR við aðild Noregs að Evrópusambandinu (ESB) hefur vaxið um 6% á síðustu fjórum mánuðum, samkvæmt nýrri könnun sem gerð var á vegum Aftenpost- en. Ails svöruðu 56,1% að- spurðra í könnuninni því til að þeir væru hlynntir aðild lands- ins að ESB en um 44% voru á móti. 11% voru óákveðin. Meirihluti il)úa í N-Noregi nú hlynntur aðild Athygli vekur að meirihluti íbúa í Norður-Noregi er nú fylgjandi ESB-aðild sam- kvæmt könnuninni, en þar hefur hingað til verið að finna hörðustu andstæðinga aðildar. Talið er að aukið fylgi við aðild megi m.a. rekja til þess að ný ríkisstjórn hefur tekið við völdum í Noregi sem hefur mun jákvæðari afstöðu til ESB en stjórn Bondeviks hafði. Mun fleiri karlar styðja aðild en konur. 57% karla styðja nú ESB-aðild Noregs samkvæmt könnuninni, en 43% kvenna. Nyrup sagður ætla of lítinn tíma í viðræður Þórshöfn. Morgunblaðið. LÖGMAÐUR Færeyja, Anfinn Kallsberg, segir að Poul Nyrup Rasmussen, forsætisráðherra Dan- inerkur, ætli sér of lítinn tíma í við- ræður við Færeyinga um fullveldis- málið. Rasmussen hefur ætlað sér 7 og hálfa klukkustund til viðræðna við fulltrúa Færeyja á næsta fundi þjóðanna sem áætlað er að halda 2. maí næstkomandi. „Þetta er allt of skammur tími til að geta rætt ítarlega færeysku til- lögurnar,“ segir Kallsberg. Hann kveður tilraunir sínar til að fá fund- inn lengdan hafa reynst árangurs- lausar. Áætlað er að fulltrúar þjóðanna hittist í danska forsætisráðuneytinu klukkan hálftvö og verður fundin- um að vera lokið klukkan níu því þá Poul Nyrup Rasmussen Anfinn Kallsberg þarf forsætisráðherrann að halda af stað í opinbera heimsókn til Kína. En þrátt fyrir óánægju með hversu knappur tími er til stefnu á fundin- um, segist lögmaður Færeyja gera sér vonir um að hann skili einhverj- um árangri. Hann segir að fær- LIFRÆN EYJA JARÐGONG FYRIR HREISTRAÐA KVOTALAUS RISI í SJÁVARÚTVEGI ■ MMM >«< eyska landstjórnin muni á fundin- um geta lagt fram margar ólíkar tillögur til lausnar því sem er helsta deiluefni þjóðanna í fullveldismál- inu, þ.e. hvernig fjárhagslegum tengslum þeirra skuli háttað eftir að Færeyjar verða fullvalda ríki. Danska stjórnin leggur nú árlega fram 1,3 milljarða danskra króna til Færeyinga, jafnvirði um 12,2 millj- arða íslenskra króna. Á fyrsta fundi þjóðanna þar sem fullveldisáform Færeyinga voru á dagskrá, lögðu færeysku samningamennirnir fram tillögur sem gerðu ráð fyrir að framlag Dana skyldi minnka á næstu árum í takt við vaxandi landsframleiðslu í Færeyjum. Sam- tímis skyldi skuld Færeyinga við Dani upp á 4,5 milljarða danskra króna, jafnvirði um 42,3 milljarða íslenskra króna, falla niður. Landstjórnin hefur nú tilkynnt að hún hafi fallið frá tillögunni um að styrkur Dana skuli minnka í takt við landsframleiðslu í Færeyjum. Þess í stað hyggst hún beita sér fyr- ir því að Danir samþykki að styrk- urinn minnki um fasta upphæð á ári, óháð efnahagsástandi í Færeyj- MORGUNBLAÐIÐ 16. APRÍL 2000 5 690900 090000
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.