Morgunblaðið - 16.04.2000, Blaðsíða 2
2 SUNNUDAGUR 16. APRÍL 2000
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Aukin verkefni Tækniþjónustu Flug
leiða á Keflavíkurflugvelli
Stórskoðanir
fyrir þrjú er-
lend flugfélög
Kolufoss í vorhug
Hvammstanga. Morgunblaðið.
TÆKNIÞJÓNUSTA Plugleiða á
Keflavíkurflugvelli hefur tekið að
sér stórskoðanir á Boeing 757-flug-
vélum þriggja erlendra flugfélaga.
Gert er ráð fyrir að tekjur Tækni-
þjónustunnar vegna verkefna fyrir
erlend flugfélög nemi alls um 220
milljónum kr. á þessu ári.
Samningamir sem Tækniþjónust-
an hefur undirritað eru við spænska
flugfélagið Iberia, kanadíska flugfé-
lagið Air Transat og hollenska flug-
félagið Martinair.
í flugskýli Flugleiða á Keflavíkur-
flugvelli stendur þessa dagana yfir
stórskoðun á einni af vélum Iberia-
flugfélagsins og í maí fer fram sam-
bærileg skoðun fyrir Air Transat
sem er stærsta flugfélag Kanada.
Vonir standa til að um áframhald-
andi verkefni verði að ræða, að því er
HUGMYND er uppi um að leggja
jarðgöng fram hjá Bamafossi í
Norðlingafljóti, til þess að áin geti
orðið sjálfbær laxveiðiá. Slíkt hefur
ekki verið gert hér á landi áður, en
Norðmenn hafa langa og góða
reynslu af fiskvegagerð í formi jarð-
ganga og er á fjórða tug fiskvega þar
í landi jarðgöng.
Kostar 38 til 58 milljónir
Frá árinu 1987 hefur hafbeitarlaxi
verið sleppt í ána, en í fyrra var leyfið
fyrir sleppingu háð því að hafist yrði
handa um athuganir á þeim mögu-
leika að gera Norðlingafljót að sjálf-
bærri laxveiðiá. Veiðifélag Hvítár og
Norðlingafljóts stendur að málinu, en
fram kemur í fréttatilkynningu frá
Flugleiðum. Umfang hverrar stór-
skoðunar er á bilinu 5-10 þúsund
vinnustundir.
Viðhaldssljórn
fyrir Martinair
Samkvæmt samningum við Mart-
inair mun Tækniþjónustan jafn-
framt sjá um rekstur viðhaldskerfis
og annast viðhaldsstjóm á Boeing
757-flota Martinair. Fyrirtækið ann-
ast í dag sams konar rekstur fyrir
Greenlandair sem er með eina
Boeing 757 í rekstri.
Tækniþjónusta Flugleiða var á
síðasta ári gerð að sjálfstæðri
rekstrareiningu innan fyrirtækisins.
Starfsmenn eru 230 og veltan á
þessu ári áætluð um 2,4 mifljarðar
króna.
þeir Sigurður Már Einarsson fiski-
fræðingur og Vífill Oddsson verk-
fræðingur hafa kannað málið nánar.
Barnafoss er friðaður og því hefur
sá möguleiki að setja þar hefðbundna
laxastiga ekki verið fyrir hendi. Sam-
kvæmt hugmyndum Vífils Oddsson-
ar þyrfti innganga í göngin að koma
til 150 metrum neðan við fossinn og
gera kostnaðaráætlanir ráð fyrir að
framkvæmdin muni kosta 38 til 58
mifljónir, eftir því hvort útbúin yrði
göngubraut til hliðar við fiskveginn
til viðhalds og eftirlits. Gerð hefð-
bundins laxastiga í Bamafoss myndi
kosta um 27 milljónir.
■ Jardgöng fyrir/28
Nú undir sumarmál eru margir
farnir að þrá hlýnandi veður.
Náttúran er einnig að búa sig
undir vorkomuna, en vetur kon-
ungur reynir að halda völdum.
Kolufoss í Kolugljúfri í Víðidal
var umluktur fönn og hrímúðinn
lá á klettunum. Ekki duldist þó
vorhljúðið í gljúfrabúanum sem
flytur leysingavatnið frá hún-
vetnsku heiðunum um Víðidalsá
til Hóps og hafs. Með hlýnandi
veðri og vatni er svo von á laxin-
um, sem veitir veiðimönnum gleði
og landeigendum einnig bættan
hag.
Sex á dag til
höfuðborg-
arsvæðisins
ALLS fluttu 572 umfram brottflutta
til höfuðborgarsvæðisins á fyrsta
fjórðungi ársins, skv. tölum Hag-
stofu Islands, 368 af landsbyggðinni
og 204 frá útlöndum. Þetta jafngildir
því að sex manns hafi flust til höfuð-
borgarsvæðisins á degi hverjum
fyrstu þrjá mánuði ársins.
I öðrum landshlutum, nema á Suð-
urnesjum, voru brottfluttir fleiri en
aðfluttir. Flestir, eða 87, fluttu frá
Norðurlandi eystra. Af einstökum
sveitarfélögum fluttust flestir til
Reykjavíkur, eða 212, 178 til Kópa-
vogs, en flestir frá Akureyri, eða 42,
ogVestmannaeyjum, 41.
A fyrsta fjórðungi ársins voru
skráðar 11.747 breytingar á lög-
heimili einstaklinga í þjóðskrá. Þar
af fluttu 6.493 innan sama sveitarfé-
lags, 3.665 milli sveitarfélaga, 960 til
landsins og 629 frá því.
A tímabilinu fluttust 331 fleiri ein-
staklingar til landsins en frá því. Þar
af voru aðfluttir íslendingar 70 fleiri
en brottfluttir og aðfluttir erlendir
ríkisborgarar 261 fleiri en brottflutt-
ir.
--------------
Umboðsmaður barna
Leiðbeinendur
leggi fram
sakavottorð
UMBOÐSMAÐUR barna, Þórhild-
ur Líndal, hefur lagt til við yfirvöld
að þau setji reglur um hæfni leið-
beinenda og veltir því upp hvort ekki
ætti að gera kröfur um að umsækj-
endur um þessi störf leggi fram
sakavottorð sem sýni að þeir hafi
ekki gerst brotlegir gegn bömum.
„Reyndar er ég þeirrar skoðunar að
allir þeir sem vinna með bömum
ættu að leggja fram sakavottorð þeg-
ar sótt er um slík störf,“ segir hún.
Það kemur fram í máli Þórhildar
að í Noregi hafi verið mikil umræða
um hvort ekki eigi að gera þessa
kröfu til leikskóla- og grunnskóla-
kennara og annarra sem vinna með
börnum. „Ég tel eðlilegt að hér á
landi verði þetta einnig tekið til um-
ræðu,“ segir hún.
■ Verðum að sýna í verki/10
Jarðgöng fyrir
laxagengd
Þjófavarnakerfí sett upp í útibúum Borgarbókasafns
Tæplega 1.000 eintök
glatast á hverju ári
Morgunblaðið/Ásdís
Þjófavarnakerfi Borgarbókasafns svipar til þess
kerfis sem er við útgöngudyr margra verslana.
TÆPLEGA 4.000 eintök af
hverskyns gögnum útibús
Borgarbókasafns í Gerðu-
bergi hafa glatast síðastlið-
in fjögur ár, þar með talin
blöð og bækur safnsins.
Nýlega var sett upp þjófa-
varnakerfi í Gerðubergi til
að stemma stigu við rýmun
gagnanna sem er um 1% á
ári eða tæplega 1.000 ein-
tök. Útibúið í Gerðubergi
er þriðja útibú Borgarbóka-
safns sem útbúið er með
þjófavarnakerfi en fyrir yar
þjófavarnakerfi í Sólheima-
safni og Foldasafni í Graf-
arvogi, þar sem rýrnunin
var álíka mikil.
Einstaklingar stela
gögnum af söfnunum
Að sögn Erlu K. Jónasdóttur,
safnstjóra aðalsafns Borgarbóka-
safns, má að sumu leyti rekja rýrn-
un bókakosts Borgarbókasafns til
þess að bækur og blöð eyðileggjast
af eðlilegum orsökum en afskrán-
ing þeirra misferst.
„Það er hins vegar ljóst að meiri-
hluti gagnanna hverfur vegna þess
að þeim er stolið af söfnunum. Þar
er um að ræða einstaklinga sem
hafa ekki keypt sér bókasafnsskír-
teini og stela þess í stað bókum eða
öðrum lánsgögnum," segir Erla.
Hún segir erfitt að átta sig á því
hve miklir fjármunir glatast árlega
vegna rýrnunar í söfnunum enda
er meðalverð hvers safngagns ekki
auðfundið þar sem gögnin
eru misgömul og verðmæti
þeirra breytilegt. „Við þurf-
um hins vegar að finna eitt-
hvert meðalverð og við síð-
ustu eignatalningu notaði ég
1.500 krónur til viðmiðunar á
hvert gagn og út frá því ætti
að vera unnt að sjá í hendi
sér árlegan fórnarkostnað
vegna rýrnunar í hverju úti-
búi.“
Stofnkostnaður við upp-
setningu þjófavarnakerfisins
er um 1.700 þúsund krónur í
hverju útibúi en Erla segir
að ef miðað sé við að safn-
gögn í hverju útibúi glatist
fyrir tæplega 1,5 milljónir króna á
ári megi reikna með að þjófavarna-
kerfið borgi sig upp á 1-2 árum.
Sett verður upp þjófavarnakerfi
í Bústaðasafni, sem flyst í Kringl-
una á næsta ári, og safn Borgar-
bókasafnsins, sem flyst í Grófar-
húsið við Tryggvagötu 15 í sumar.
Þar verða Ljósmyndasafn Reykja-
víkur og Borgarskjalasafn einnig
til húsa.
Yfír 7.200 á
biðlistum heil-
brigðisstofnana
FÓLKI á biðlistum heilbrigðis-
stofnana hefur fjölgað lítillega í
vetur. Samkvæmt yfirliti land-
læknisembættisins voru 7.229 á
biðlistum í janúar og febrúar en
6.988 í október síðastliðnum.
Lítilsháttar fjölgun hefur orðið á
biðlistum frá 1997 en það ár
nærri tvöfaldaðist fjöldi þeirra
sem biðu eftir lækningu.
Flestir eru á bliðlistum bækl-
unardeilda, 977, en á þeim lista
hefur heldur fækkað á undan-
förnum árum. Þannig biðu 1.169
í október sl. og 1.458 fyrir þrem-
ur árum. Mesta breytingin er á
Landspítala, Fossvogi, en þar
hefur sjúklingum á biðlista
fækkað um helming á fjórum ár-
um.
Erfíðara að fá
hjartaþræðingu
Talsverð bið er einnig á al-
mennum skurðdeildum þar sem
930 eru á þiðlista, háls-, nef- og
eyrnadeildum þar sem 907 bíða,
á endurhæfingardeildum, 708
manns, og kvensjúkdómadeild-
um þar sem 655 bíða lækningar.
Biðlisti eftir hjartaþræðingu
hefur stöðugt lengst frá árinu
1996. Þá biðu 158 en nú bíða 252
eftir aðgerð. Frá síðustu athug-
un á biðlistum hjartadeildanna, í
október á síðasta ári, hefur
nokkuð fjölgað á listanum, eða
um 37 sjúklinga. Landlæknisem-
bættið telur að um geti verið að
ræða árstíðabundna sveiflu þar
sem biðlistinn nái hámarki á
þessum tíma árs en sé oftast í
lágmarki á haustin. Þess er getið
að fjöldi hjartaþræðinga á Land-
spítalanum hafi verið svipaður
frá 1997.
Nú bíða nokkuð færri börn
eftir meðferð á barna- og ungl-
ingageðdeild en fyrr í vetur, eða
62 börn í stað 90. Biðlisti inn á
deildina hefur ekki verið svo
stuttur síðan 1996. Þess er þó
getið að innri biðlisti á deildinni
er nokkur, eða 19 börn. Eru það
börn sem hafa fengið greiningu
en bíða eftir frekari þjónustu.