Morgunblaðið - 16.04.2000, Blaðsíða 50
50 SUNNUDAGUR 16. APRÍL 2000
MORGUNBLAÐIÐ
HUGVEKJA
ÍDAG
íkon, María Guðsmóðir með Jesúbarnið, eftir Kristínu Gunnlaugs-
dóttur. Kort útgefið af Thorvaldsenfélaginu.
Kristin ítök frá fyrstu
mannvist í landinu
Keltneskur þáttur Islands sögu er
stærri en margur hyggur. Stefán
Friðbjarnarson telur kristinn sið hafa
átt ítök hér frá fyrstu mannvist í landinu.
ÞAÐ er hafið yfir efasemdir að
mikill meirihlutí landnáms-
manna (870 tíl 930) var af nor-
rænu bergi brotinn. Hluti norrænna
landnámsmanna var á hinn bóginn
Vestmenn, en svo vóru norrænir
menn nefndir, er sezt höfðu tíma-
bundið að á Bretlandseyjum, írlandi,
Orkneyjum, Skotlandi og Suðureyj-
um. Fjölmargir Vestmanna höfðu
tekið sér maka af keltnesku kyni og
sumir hveijir tekið kristna trú.
Landnámsmenn höfðu og með sér
fjölda þræla, einkum hertekið fólk,
flest keltneskt frá Vesturhafseyjum
og írlandi. „Þrælar urðu aðalat-
vinnustétt á stórbýlum hérlendis á
10. öld og hlutfallslega fjölmennir,"
segir Einar Laxness í Islandssögu
sinni. I hópi landnámsmanna vóru og
nokkrir Keltar. Hermann Pálsson
segir í bók sinni Keltar á Islandi (Há-
skólaútgáfan 1996): „írskt þjóðerni
eða tengsl við írland eru stundum
gefin í skyn með nafni landnáms-
manns eða viðurnefni, án þess að
getíð sé berum orðum hvaðan komið
var; Bekan á Bekansstöðum, Beigan
á Beigansstöðum, Þorsteinn lunan í
Lunansholti, Þorgeir meldún i
Tungufelli.
Af írskum konum sem settust hér
að þykir mikið koma til Mýrúnar
Maddaðardóttur... írakonungs, sem
varð húsfreyja í Hraunsfirði, Myr-
gjolar Gljómalsdóttur Irakonungs...
og Grélaðar dóttur Bjartmars jarls á
írlandi, sem varð húsfreyja á Eyri í
Amarfirði... Löngu eftir að írskar
höfðingjadætur voru hættar að gift-
ast íslenzkum bændum bregður
Höskuldur Dalakollsson sér til út-
landa og kaupir ambátt á torgi og
tekur hana heim í Dali; síðar reynd-
ist hún vera Melkorka Mýrkjartans-
dóttir írlandskonungs („Hið írska
man“). Og enginn skyldi glejnna
móðerni þeirra Helga magra... og
Þorgríms Grímólfssonar..., þeir vóru
dætrasynir Kjarvals írakonungs."
Fyrir norrænt landnám, á 7. eða 8.
öld, lögðu írskir einsetumenn, kristn-
ir, leið sína til íslands. Elzta frásögn
um mannvist hér á landi er frá árinu
795. I ritínu De mesura orbis (um
stærð jarðar) greinir írskur munkur,
Dicuil að nafni, frá munkum sem
dvöldu á eyjunni Thule, „en það nafn
höfðu Irar um Island“, segir Einar
Laxness í Islandssögu sinni. Otal ís-
lenzk ömefni minna á keltneskan
upprana. Hér verða talin nokkur,
sem vísa beint til írlands, og stuðst
við fyrrnefnda bók, „Keltar á ís-
landi“, eftir Einar Pálsson.
I Ásólfsþættí alskiks í Landnámu
er getið Irár undir Eyjafjöllum. Hjá
Efra-Hvoli í Hvolhreppi er íra:
hvammur og skammt frá Iraheiði. I
bændatali frá 1681 er fyrst getið um
íragerði í Stokkseyrarhrepgi. Þar er
einnig örnefnið Iragarður. í Sogi er
írafoss. Svæðið sem íbúðarhús
Landsvirkjunar standa á heitir Yra-
holt. í Kjós er írafell og samnefndur
bær. Eggert Ólafsson og Bjarni
Pálsson geta um Irafell á Reykja-
nesi. Irafell er einnig í Helgafells:
sveit norður af Ljósufjöllum. í
Svefneyjum eru Iralönd. Hjá Myrká
í Hörgárdal er íragerði. Hér era að-
eins talin örfá af fjölmörgum ömefn-
um, sem minna á Kelta á íslandi.
Fjölmörg bæjar- og mannanöfn
benda tíl sömu áttar. Niðurstöður
nýlegra rannsókna um uppruna ís-
lenzkra kvenna, er benda til Bret-
landseyja ekkert síður en Noregs,
þurfa ekki að koma neinum í opna
skjöldu. Við eram norræn þjóð en
teljum jafnframt til frændsemi við
íbúa Bretlandseyja, ekki sízt Kelta.
Keltneskt fólk, frjálst og hernum-
ið, sem hér settist að á landnámsöld,
var flest kristíð, að ekki sé nú talað
um Papana, er hér dvöldu á 7. og 8.
öld. Vestmenn, norrænir menn, sem
sezt höfðu að á Bretlandseyjum, og
komu þaðan til Islands, vora og sum-
ir hverjir kristnir. Það er því ljóst að
kristinn siður hefur haft ítök hér á
landi allar götur frá fyrstu mannvist í
landinu. Kristinn siður er lögtekinn á
Alþingi árið 1000. Þá vóra aðeins 130
ár frá því norrænt landnám hófst og
70 ár frá því íslenzkt ríki varð til
(með stofnun Alþingis árið 930). Það
er því ljóst að heiðinn siður spannar
tiltölulega stuttan kafla í þjóðarsög-
unni. íslenzk kristni rekur hins veg-
ar rætur tíl Papa, sem hér dvöldu
löngu fyrir norrænt landnám. Hún
verður og vegvísir okkar inn í 21. öld-
VELVAKAIVDI
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15
frá mánudeg’i til föstudags
Hver þekkir fólkið
á myndunum?
í myndaalbúmi móður
minnar, Helenu Sigur-
björnsdóttur, f. 1917, voru
þessar myndir. Móðir mín
bjó í Reykjavík áður en
hún fluttist út. Hún gekk í
Miðbæjarbamaskólann
og fermdist 1932. Móðir
mín lést áður en hún hafði
merkt allar myndirnar.
Þætti mér vænt um ef les-
endur Morgunblaðsins
gætu gefið mér einhverjar
upplýsingar um þessar
myndir.
Með fyrirfram þökk
fyrir mikilvæga aðstoð.
Gunnar Jakobsen,
Bokngata 24,
5500 Haugesund,
Norge.
SKAK
Um.sjón Ilelgi Áss
Grétarsson
Hið skemmtilega Amber mót
í Mónókó er haldið á hverju ári.
Þar etja kappi saman margir af
bestu skákmönnum heims í at-
skák og blindskák. Meðfylgj-
andi staða er frá mótínu í ár en
þá áttust við í blindskák Ind-
verjinn Vishy Anand (2.769) og
blóðheiti júgóslavneski stór-
meistarinn Ljubomir Ljuboejvic
(2.559) 35. e5! dxe5 36. De4 Kg8
Nú gat hvítur einfaldlega leikið 37.
Dh7+ Kf8 38. Bc5+ og svartur
verður óumflýjanlega mát. 37. Bc5
var hinsvegar nógu gott til að
neyða svartan til að leggja niður
vopnin þar sem eftir 37. ... g6 38.
Hxg6+ fxg6 39. Dxg6+ Bg7 40.
Dh7+ Kf7 41. Bg6+ Kf6 42. Re4
verður svartur mát.
Vfkverji skrifar...
IDAG kl. 12:30 fer fram á Wembl-
ey leikvangnum í Lundúnum úr-
slitaleikur í svonefndri Auto-Wind-
screen bikarkeppni í knattspyrnu.
Uppselt er á leikinn; tæplega 70 þús-
und áhorfendur hafa því greitt tals-
vert fé til að fylgjast með Bristol
City etja kappi við ensk/íslenska lið-
ið Stoke City undir stjórn Guðjóns
Þórðarsonar.
Óhætt mun að fullyrða að leikur-
inn á Wembley í dag sé sögulegur
fyrir margra hluta sakir. Ekki ein-
asta verður Guðjón Þórðarson fyrsti
norræni knattspyrnustjórinn til að
leiða lið sitt út á hinn fræga þjóðar-
leikvang Englendinga, heldur er hitt
ekki síður merkilegt að útlit er fyrir
að þrír leikmenn íslenskir muni taka
þátt í leiknum; verða annað hvort í
byrjunarliðinu eða meðal varamanna
á bekknum. Ekki þarf að taka fram
að fjórir íslendingar hafa ekki áður
tekið þátt í leik sem þessum á er-
lendri grundu.
xxx
NÚ er það svo að AWS-bikar-
keppnin er keppni liða í neðri
deildum ensku knattspyrnunnar,
nánar tiltekið liðum úr 2. og 3. deild,
og kannski því ekki beinlínis árangur
á heimsmælikvarða að komast með
lið í úrslit keppninnar. Engu að síður
er keppikeíli liðanna í deildunum
tveimur á hverri leiktíð ávallt að
komast í úrslitin, enda eru verðlaun-
in ekki af verri endanum; úrslitaleik-
ur á Wembley. Æðsti draumur
margra knattspyrnumanna er að
leika listir sínar á vellinum þeim og
það er til marks um stemmninguna
fyrir leiknum nú að uppselt skuli á
hann. Hvort lið um sig hefur ráðstaf-
að sínum 35.000 miðum og það er
ekki svo lítið þegar haft er í huga að
um tíu þúsund áhorfendur sækja að
jafnaði leiki Stoke City á Britannia,
heimavelli liðsins, og í tilfelli Bristol
City er sú tala jafnvel lægri. Af
þessu má ráða að fjölmargir áhang-
endur liðanna sem alla jafna sækja
þó ekki leiki muni verða á meðal
áhorfenda á Wembley í dag.
xxx
YÍKVERJI naut þess fyrr í vetur
að sækja heim Stoke-on-Trent
héraðið og fylgdist með þegar stolt
borgarinnar, knattspymuliðið Stoke
City, komst í eigu íslenskra fjárfesta.
Undrunarsvipur sumra íbúa hefði
vart verið meiri þótt geimverur hefði
keypt knattspyrnuliðið, en fjárfest-
arnir íslensku báðu fólk sýna þolin-
mæði; betri tíð væri í vændum.
Framhaldið hefur síðan verið upp og
ofan og miður hefur gengið í mörg-
um leilqum við markaskorun, en
þegar fimm leikir eru eftir af leiktíð-
inni - fimmtán stig í pottinum - á
Stoke City enn raunhæfan mögu-
leika á að komast í umspil um sæti í
1. deild að ári. Ekki er síður um vert
að Guðjón gulldrengur Þórðarson á
raunhæfa möguleika í dag á að næla
sér í enn ein sigurverðlaunin.
X x x
ENSKIR fjölmiðlar hafa sýnt úr-
slitaleiknum áhuga að undan-
fömu og rifjuð hefur verið upp nær
samfelld sigurganga Guðjóns í ís-
lenskri knattspyrnu, með KA, ÍA og
KR. Frá föstudeginum 7. ágúst 1992,
þegar ÍA undir stjórn Guðjóns tap-
aði fyrir KA, hefiir lið undir hans
stjóm nefnilega ekki beðið lægri hlut
í bikarkeppni hér á landi. Fjögur ár í
röð hampaði Guðjón bikarnum, með
ÍA og KR, árin 1993, 94, 95 og 96 og
að viðbættri sigurgöngu Stoke City í
AWS-keppninni nú má fullyrða að
hann hafi ekki tapað bikarleik sem
þjálfari í átta ár.
Frá þessu og meiru til er greint í
sérdeilis ítarlegum Stoke-vef á vef-
ritinu deiglan.com.
xxx
EKKI er að efa að fjölmargir ís-
lendingar munu setjast fyrir
framan sjónvarpsskjáinn í dag og
fylgjast með leiknum í beinni út-
sendingu á Sýn. í það minnsta mun
Víkverji sitja límdur við skjáinn og
hrópa: Afram ísland! Afram Stoke
City!