Morgunblaðið - 16.04.2000, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 16.04.2000, Blaðsíða 64
ViÐSiUPTAHUGBÚNAOtW A HEÍMSMÆiJKVAfíÖA NÝHERJI S: 569 7700 MORGUNBLAÐW, KRINGLUNNl 1,103 REYKJAVÍK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF5691181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREWSLA 5691122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTII SUNNUDAGUR 16. APRÍL 2000 VERÐ í LAUSASÖLU 150 KR. MEÐ VSK. Morgunblaðið/Golli Þingvallavatn losnar úr klakaböndum VORBOÐARNIR birtast nú hver á fætur öðrum í náttúrunni, eftir þvi sem sólin hækkar á lofti og dagurinn lengist. Sést munur dag frá degi. Þingvallavatn er nú óð- um að brjóta af sér klakabönd vetrarins og ísflekar af öllum stærðum og gerðum fljóta um vatnið, eins og myndin sem Ijtís- myndarinn tók á flugi yfir sumar- húsabyggð í Grafningnum ber með sér. Ung kona í Keflavík lést af völdum áverka eftir bitvopn í fyrrinótt Tvítugur piltur grunaður um verknaðinn ÞRÍR karlmenn um og yfir tvítugt voru í haldi lögreglunnar í Keflavík í gær vegna láts nítján ára stúlku þar í bæ í fyrrinótt. Klukkan 4:35 aðfaranótt laugar- dags barst lögreglunni í Keflavík til- kynning um að ung kona væri með alvarlega áverka eftir bitvopn á heimili sínu í Keflavík. Konan var flutt með sjúkrabifreið á Landspítal- ann í Fossvogi þar sem hún lést skömmu síðar. Lögreglan handtók í gærmorgun tvítugan mann sem kom á heimili hinnar látnu þá um morguninn. Er hann grunaður um að hafa veitt stúlkunni umrædda áverka í gleð- skap á heimili hennar um nóttina. Þá voru tveir karlmenn aðrir handtekn- ir vegna málsins sem hugsanleg vitni. Þegar Morgunblaðið fór í prentun í gærdag stóð yfir vettvangsrann- sókn og undirbúningur að fyrirtök- um. Þórir Maronsson, yfirlögreglu- þjónn, sagði að rannsókn málsins miðaði vel. --------------- Þota í innan- landsflugi ÞOTA var notuð í flugi í gærmorgun á milli Akureyrar og Reykjavíkur. Allt flug lá niðri seinnipart föstudags og á Akureyri biðu hátt í 250 farþeg- ar í gærmorgun. Flugfélagið sendi því 150 manna þotu til Akureyrar, ásamt einni Fokkervél, og lenti þot- an í Keflavík í gærmorgun en Fokk- ervélar fóru til annarra áfangastaða. Sala KEA á hlutabréfum í Húsasmiðjunni Haldið upp á sextugsafmæli Margrétar Danadrottningar Hagnaðist um hálfan milljarð KAUPFÉLAG Eyfirðinga hagnað- ist um hálfan milljarð króna með sölu á 20% hlut sínum í Húsasmiðj- unni, að því er fram kom í máli Ei- ríks S. Jóhannssonar kaupfélags- stjóra á aðalfundi félagsins sem ldinn var í gær. Vesturlína dattút RAFMAGN fór af á öllum Vestfjörð- um, nema Hólmavík og nágrenni, á föstudagsmorgun þegar vesturlína Landsvirkjunar datt út. Rafmagnsleysið varði ekki lengi þar sem keyrt var áfram á vararaf- magni. Sölvi Sólbergsson, starfs- maður Orkubús Vestfjarða, sagði í gærmorgun að vesturlínan hefði orð- ið fyrir skemmdum í Gufudal, líklega af völdum talsverðs hvassviðris þar á T&studag. Viðgerðarmenn héldu í Gufudal strax og bilunarinnar varð vart og tókst þeim að koma línunni í lag síð- degis á föstudag. Húsasmiðjan keypti á síðasta ári byggingavörudeild KEA á Lóns- bakka og eignaðist KEA við það 20% hlut í Húsasmiðjunni hf. Hlutabréfin voru seld Islandsbanka fyrr á þessu ári og nam söluhagnaður KEA um hálfum milljarði króna. Viðræður við Skagfirðinga Eiríkur greindi frá því á fundinum að innan tíðar myndi Kaupfélag Ey- firðinga gefa út nýtt greiðslukort í samvinnu við Visa ísland. Um verð- ur að ræða eins konar tryggðarkort og er markmiðið með útgáfu þess að tengja félagsmenn KEA með við- skiptalegum hætti við félagið sem og að örva viðskipti, en handhöfum kortsins munu bjóðast margvísleg hagstæð kjör hjá verslunum félags- ins. Jóhannes Geir Sigurgeirsson stjórnarformaður sagði á fundinum að viðræður hefðu að undanfömu staðið yfir milli forsvarsmanna fé- lagsins og Kaupfélags Skagfirðinga um samvinnu þessara tveggja kaup- félaga og væri einlægur vilji til þess að auka samstarf þeirra á næstu misserum. Nýr spennandi fjárfestingakostur ÍKT Ibsí; BUNAÐARBANKINN VERÐBRÉF Forseti gefur silfur- skjöld með frétt um fæð- ingu drottningar ISEXTUGSAFMÆLI Mar- náttúru og allt hvflir þetta svo á góðu íslensku grjóti." grétar Danadrottningar í dag mun forseti íslands, Olafur Ragnar Grímsson, færa henni að gjöf silfurskjöld sem fréttir Morgunblaðsins af fæðingu hennar og skím hafa verið grafnar í. Skjöldurinn styðst við tvær súlur sem einnig em úr silfri og standa á grágrýtis- steini. Gripurinn er gerður af Guðbrandi J. Jezorski gull- smiði. „Þegar ég fór að hugleiða hvað gefa ætti Margréti drottningu á þessum tímamót- um, þá var nokkur vandi á höndum því bæði hún, Qöl- skylda hennar og ætt öll eiga margt stórra gripa," segir Ólafur Ragnar Grímsson, for- seti íslands, í samtali við Morgunblaðið af þessu tilefni. „Þá kom mér í hug að kanna með hvaða hætti íslensk blöð hefðu greint frá fæðingu hennar og skírn og þegar Morgunblaðinu var flett kom í ljós ansi skemmtileg frétt í blaðinu í aprfl 1940. Fyrst greindi blaðið frá fæðingu prinsessu í Danmörku, fyrsta barns ríkisarfans Friðriks konungs og Ingiríðar krónprinsessu, með mjög skemmtilegri mynd af Ingi- ríði. Nokkru síðar greindi blaðið frá því að litla stúlkan hefði auk nafnsins Margrét verið skírð ís- Ienska nafninu Þórhildur. Margrét var að sjálfsögðu á þeirri tíð íslensk prinsessa eins og dönsk og þegar ég sá hvernig blað- ið greindi frá þessum viðburði mót- aðist með mér sú hugmynd að fá ís- lenskan gullsmið til þess að kanna Skemmtilegt verkefni Guðbrandur J. Jezorski gullsmiður segir að hugmynd- in að afmælisgjöfinni hafi komið frá forsetanum og síð- an þróast þeirra í milli þar til endanleg útfærsla lá fyrir. Hann segir að starfsmenn Morgunblaðsins hafi stækkað fréttina upp og síðan hafí hann fengið fyrirtæki í Þýska- landi til að grafa hana á silf- urskjöldinn með geislatækni. Umrædd frétt birtist í Morgunblaðinu 17. aprfl 1940 og bar fyrirsögnina: Ingiríður prinsessa eignaðist dóttur í gær. Fréttin um skím Mar- grétar birtist síðan í blaðinu 25. maí. Guðbrandur segist aldrei hafa gert neitt þessu líkt, en verkefnið hafi verið skemmti- legt og haxm segist ánægður með útkomuna. „Ég vona að drottningin á afmæli sínu kunni að meta það að fá í hendur silfurslegna þessa frásögn Morgunblaðsins af fæðingu hennar og skírn,“ segir Ólafur Ragnar, „og skilji það sem vináttuvott og virðingu okkar ís- lendinga, bæði gagnvart henni og fjölskyldu hennar. Mér finnst einn- ig skemmtilegt að Ingiríður drottn- ing, sem á myndinni í Morgunblað- inu birtist sem glæsileg móðir, skuli nýlega hafa haldið upp á 90 ára af- mæli sitt. Það verður gaman að sýna þeim báðum þennan grip og þessa frá- sögn,“ segir forseti íslands. Morgunblaðið/Jim Smart Afmælisgjöf forseta Islands til Margrétar Danadrottningar. það fyrir mig hvort hægt væri að greypa fréttina í silfur, óafmáan- lega, og gera í kringum það um- gjörð sem minnti á Island. Það ánægjulega er að Guðbrandi Jezorski hefur tekist að leysa þetta á skemmtilegan hátt, með því að beita nýjustu geislatækni til þess að fella fréttina inn í silfrið þó að hún líti út fyrir að svífa á fletinum. I kringum fréttina eru súlur, eins- konar öndvegissúlur, sem í litadýrð minna á margbreytileika íslenskrar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.