Morgunblaðið - 16.04.2000, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 16.04.2000, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. APRÍL 2000 29 Barnafoss í Hvítá. framleiðslu nema að litlu leyti og stofnstærð laxastofnsins myndi minnka í réttu hlutfalli við skerð- ingu búsvæða. b) Nokkrir núverandi veiðistaðir í Norðlingafljóti myndu ekki nýt- ast, en fjöldi þeirra færi eftir stað- setningu á Litla-Fljótsveitu. c) Búsvæði í Hvítá og öðrum Þverám ofan við Barnafoss myndu opnast fyrir fiskframleiðslu og veiði. Líklegt er að það myndi einkum nýtast bleikju, en stór sjó- bleikjustofn er í Hvítá neðan við Barnafoss. d) Engin hætta er á breytingum á lindarrennsli til Hraunfossa. e) Engar breytingar yrðu á eignarhaldi og arði til landeigenda. Gallar: a) Kostnaður við framkvæmdina er töluverður bæði við Barnafoss, auk lagfæringar á hindrunum í Hvítá og neðsta hluta Norðlinga- fljóts. b) Barnafoss er friðlýstur. Ekki er vitað hvort leyfi fæst til fram- kvæmda. c) Vatnshiti er lágur í Hvítá vegna mikils innstreymis á lindar- vatni. Áhrif vatnshitans á göngu- tíma lax og göngur lax um fiskveg í Barnafossi eru óljós. Á mynd sem þessari grein fylgir má sjá hvernig Vífill hugsar sér að göngin liggi. Þau eru býsna löng þar eð mikill og ógnvænlegur straumur er í gljúfrinu niður af Barnafossi og innganga í göngin þarf að koma til um 150 metrum fyrir neðan fossinn. Vifill leggur fram áætlunartölur um kostnað við jarðgangagerðina og sækir þar m.a. í smiðju Jónasar Frímanns- sonar, verkfræðings hjá Istaki. Tvær kostnaðaráætlanir eru upp á 58 milljónir sú dýrari og 38 millj- ónir sú ódýrari. Munurinn liggur í gerð göngubrautar til hliðar við fiskveginn til viðhalds og eftirlits. Er það dýrari kosturinn, en slíkri braut er sleppt í ódýrari kostinum. Þeir félagar nefna í leiðinni að gerð hefðbundins laxastiga í Barnafoss myndi kosta um 27 milljónir. Ef þessi leið yrði farin, að gera fiskveg með jarðgöngum við Barnafoss þyrfti einnig að ráðast í lagfæringar á öðrum fyrirstöðum ofar á svæðinu. Skammt ofan við Hraunsás er t.d. Halafoss í Hvítá. Þar þarf að sprengja rauf í suður- hluta fossins til að auðvelda upp- gönguna. Kostar það um hálfa milljón. Um hálfum kílómetra fyrir neð- an ármót Hvítár og Norðlinga- fljóts er síðan Hundavaðsfoss, en hæð hans er 2,6 metrar. Ekki er fullkannað hvort þurfi að gera þar fiskveg eða sprengingar þar sem dæmi eru um að laxar ráði við enn hærri fossa. En komi til aðgerða við Hundavaðsfoss þyrfti að gera í hann laxastiga upp á hálfu fimmtu milljón króna. Skammt ofan ármóta Hvítár og Norðlingafljóts er Smiðjuásfoss í Norðlingafljóti. í skýrslunni stendur þetta um Smiðjuásfoss: „Þetta er eina verulega hindrunin í Norðlingafljóti þar til kemur að Bjarnafossi, u.þ.b. 22 kílómetra fyrir ofan ármótin. Heildarhæðar- munur í Smiðjuásfossi er 4 metrar. Fossinn er í nokkrum stöllum og er fremur flúð en foss. Ef hann er ekki þegar laxgengur, þá ætti að vera hægt að gera hann laxgengan með því að lækka nokkuð foss- brúnina við austurbakkann. Neðstu stailarnir eru um það bil 1,5 metrar á hæð og efri stallarnir um það bil 2,5 metrar á hæð. Ef sá stallur yrði lækkaður um 0,5 til 1,0 meter með sprengingum ætti foss- inn að verða laxgengur. Kostnaður við slíka aðgerð er áætlaður 1 milljón króna. Ef aftur á móti yrði settur stigi í fossinn má áætla kostnað við þá framkvæmd á um 7 milljónir króna.“ Hraunveitur og hitastig Tvær aðrar leiðir hafa verið nefndar, þ.e. að veita hluta Norðl- ingafljóts í Litlafljót sem fellur í Hvítá að norðanverðu fyrir neðan gljúfrin sem hýsa Barnafoss og hina frægu Hraunfossa, þar sem kalt lindan'atnið sprettur út úr hraunkantinum á löngu svæði og fossar út í Hvítá. Það eru bæði kostir og gallar við hraunveituleiðirnar. Kostnaður við hinar ýmsu út- færslur hraunveitunnar er ýmist hærri eða lægri heldur en jarð- gangagerðin og meðal kosta við hraunveiturnar er nefnt að hugs- anlega gengi betur að fá lax til að ganga upp Litlafljót heldur en um fiskveg í Barnafossi vegna lágs vatnshita í Hvítá neðan Barnafoss. Mikið innstreymi lindarvatns er í Hvítá á því svæði og mælingar á vatnshita í Hvítá við Bjarnastaði, nokkru neðar, síðasta sumar, sýna að vatnshitinn er að hlaupa á bil- inu 4 til 9 gráður og er afar oft í kring um sex gráður. Þetta er nokkuð kalt fyrir lax og hitinn fer lækkandi er nær dregur Hraun- fossunum sem valda þessum kulda. Þeir Vífill, Sigurður Már og Sig- mar eru allir sammála um að í vatnshitanum liggi stærsta spurn- ingarmerkið sem hangi yfir jarð- gangagerðinni. Vífill sagði að á ráðstefnu sem hann sat nýverið í Noregi, þar sem fjallað var um fiskvegagerð, hefðu sérfræðingar talað um að við sex gráður breytt- ist mjög athafnagleði laxa og þar með göngugleði. Spurningum um þetta verði þó varla svarað nema með því að láta reyna á hlutina. Það er að heyra á þeim félögum að þrátt fyrir umrætt spurningar- merki sé jarðgangagerðin fýsilegri kostur heldur en hraunveitan, því með hraunveitunni tapist stór og góð búsvæði í Norðlingafljóti og ekki sé víst að jafngóð eða betri komi í staðinn í Litlafljóti. Fjöldi veiðistaða myndi einnig hverfa og arðskrármál yrðu flóknari. í sumar halda rannsóknir og undirbúningur áfram. Það styttist í ákvarðanatöku. Sunnudagar eru fjölskyldudagar Kringlan er opin á sunnudögum og þar finna allir í fjölskyldunni eitthvaá við sitt hæfi. FLESTAR VERSLANIR frá kl. 13.00 - 17.00 STJÖRNUTORG skyndibita- og veitingasvæbiö frákl. 11.00-21.00 alla daga. Aðrir veitingastaðir og Kringlubíó eru meó opið fram eftir kvöldi. KríKCi(csj\ i> fl R SfM/flJflRTflfl 5 L If R
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.