Morgunblaðið - 16.04.2000, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 16.04.2000, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. APRÍL 2000 27 stofnun Háskóla íslands hafi kom- ið fram athyglisverðar niðurstöður um virkni íslenskra jurta miðað við samskonar jurtir í öðrum lönd- um. „Mikilvægt er að áfram verði unnið á þessari braut þannig að unnt verði að framleiða fæðubótar- efni og jafnvel lyf í framtíðinni. Þá má einnig geta þess að kannað hefur verið hvort framleiða megi fæðubótarefni úr sjávarfangi svo sem loðnumjöli og fiskúrgangi en þau myndu innihalda mikið af Om- ega 3 og 6 og orkuefnum. Það eiga því miður ekki allir íbúar heims jafngreiðan aðgang að ferskum fiski og við hér á landi og því ár- íðandi að kanna hvort ekki megi bæta úr því með framleiðslu fæðu- bótarefna úr sjávarafurðum. Þessi markaður er nú orðinn gríðarlega stór og í Bandaríkjunum einum velti fæðubótarmarkaðurinn á síð- asta ári um 700 milljörðum ís- lenskra króna.“ Áfoi-m hefur stutt við bakið á einstaklingum sem framleiða snyrtivörur úr hráefnum úr ís- lenskri náttúru. Segir Baldvin að flest stærstu snyrtivörufyrirtæki heims hafi lagt áherslu á fram- leiðslu náttúrulegra snyrtivara. „Hér á landi eru starfandi nokkur lítil fyrirtæki sem framleiða áhugaverðar snyrtivörur úr jurt- um. Mörg þessara efna eru mjög virk og hafa vakið verðskuldaða athygli. Það þarf að styðja þetta framtak betur og greina á fagleg- an hátt innihald og áhrif efnanna. Til þess skortir þetta fólk fjármuni enda hefur það ekki fengið undir- tektir hjá fjárfestum eða opinber- um sjóðum. Háskóli íslands hefur í vaxandi mæli sýnt nýjum verk- efnum áhuga og er það vel. Von- andi fá jurtaframleiðendur stuðn- ing skólans við frekari athuganir.“ Lífvænar sjávarafurðir Baldvin telur að sjávarútvegur- inn á íslandi eigi sóknarfæri á þessu sviði. „Margar alþjóðlegar stofnanir hafa viðurkennt að fisk- veiðistjórnunarkerfi okkar Islend- inga sé eitt það fullkomnasta sem völ er á í heiminum að því leyti að veiðunum sé stjórnað með það að markmiði að þær séu í sátt við um- hverfið. Á þessum forsendum og þeim að reynslan af fiskveiði- stjórnunarkerfinu er orðin allgóð eigum við hiklaust að hafa frum- kvæði að því að votta sjávarafurðir sem lífvænar eða „Certified Org- anic Ocean Product". Alþjóðasam- tök fiskimjölsframleiðenda, IF- OMA, hafa sýnt þessu máli töluverðan áhuga enda er mjölið aðallega notað í dýrafóður. Ef það fengi lífvæna vottun gætu bændur hérlendis og erlendis notað það sem lið í því að fá lífræna vottun fyrir afurðir sínar. Samtök líf- rænna bænda hafa einnig sýnt málinu áhuga og hvor tveggja samtökin telja að Islendingar ættu að taka forystuna í þessu máli í stað þess að láta þröngva uppá sig einhverskonar stjórnun sem sam- rýmist ekki einusinni þeim kröfum sem við nú þegar gerum. Umhverfissamtök víða um heim hafa á undanförnum árum haldið því fram að fiskur sé í útrýmingar- hættu. Sum þeirra hafa meira að segja gengið svo langt að kosta öflugar auglýsingaherferðir þar sem neytendur eru hvattir til þess að kaupa ekki fisk. Þessi sömu samtök styðja hinsvegar lífvænar framleiðsluaðferðir. í reglugerð al- þjóðasamtaka lífrænna bænda er þess getið að villibráð hverskonar skuli vottuð lífræn, sé tryggt að ekki sé gengið of nærri náttúrunni og umhverfinu. Hvað yrði um okk- ar sjávarútveg, ef það næði fram að ganga að neytendur keyptu ekki lengur fisk vegna þess að hann er í útrýmingarhættu? Marg- ir af þeim umhverfissinnum sem ég hef rætt við hafa skilið málstað okkar. Það á ekki við um alla en síðarnefnda flokkinn fyllir aðallega fólk sem ekki býr við sjávarsíðuna og ekki í löndum sem eiga jafn- mikilla hagsmuna að gæta og við og hefur þar af leiðandi ekki þekk- ingu á málinu. Það er því mikil- vægt að við tökum forystu í þess- um málum á heimsvísu og það sem fyrst til að tryggja framtíð sjávar- Morgunblaðið/Golli Enn vantar nokkuð á að íslensk sauðfjárrækt geti talist lífræn. útvegs okkar. Nokkrar þjóðir eru nú í alvöru að kanna möguleika á því að votta afurðir sínar og því er ekki eftir neinu að bíða.“ Brottkast fisks og úrgangs frá fiskiskipunum er ákveðið vanda- mál, að mati Baldvins. Segist hann vera viss um að á allra næstu misserum átti menn sig á því að í úrkastinu felist verðmæti sem beri að nýta og það muni borga sig fyr- ir útgerðina og þjóðina alla að draga allt að landi sem úr hafinu kemur. Enda sé það skylt sam- kvæmt samþykkt Sameinuðu þjóð- anna um sjálfbæra þróun. Vistvænt Island Baldvin telur raunar að stefna ætti að yfirlýsingu um að ísland sé lífræn eða að minnsta kosti vist- væn eyja. Það hefur verið gert á nokkrum stöðum, meðal annars á Cookeyju og Trinidad & Tobago með einfaldri yfirlýsingu æðstu ráðamanna þjóðanna og því hefur einnig verið lýst yfir að nokkrar Kyrrahafseyjar stefni að því að ná sama takmarki innan þriggja ára. Þá segir hann að Danmörk, Aust- urríki og Sviss kynni sig sem vist- væn og/eða lífræn lönd. Danmörk kynni sig sem landið græna, Aust- urríki sem vistvænt land og Sviss- lendingar séu nú með herferð sem gangi út á lífrænt Sviss þó svo ein- ungis 8% landsins séu vottuð líf- ræn. „Þjóðirnar hafa sett sér þessi markmið þó svo að þær eigi allar enn lengra í land með að ná áfang- anum en við íslendingar.“ Með nauðsynlegum undirbúningi og yfirlýsingu um að ísland væri lífræn eyja væri að mati Baldvins hægt að staðsetja landið og afurð- irnar sem hér eru framleiddar á þeim mörkuðum sem greiða hæsta verðið. Lífrænt Island myndi að mati Baldvins einnig hjálpa ferðaþjón- ustunni. Unnt yrði að höfða til þess fólks sem kýs svokallaða græna ferðamennsku. Og í þessu eins og öðru sé fólk reiðubúið að greiða sanngjarnt verð fyrir betri þjónustu. En forsendan fyrir öllu þessu, lífrænum landbúnaði og sjávarút- vegi og grænni ferðamennsku, er að áliti Baldvins sú að fólk búi um allt land. „Það er afar mikilvægt fyrir þjóðina alla að það sé sátt um að landinu verði haldið í byggð. Ferðaþjónusta í landinu öllu verð- ur vart stunduð af neinu viti nema að þar búi fólk, jafnt í sveitum og sjávarþorpum. Einhverjir verða að vera vörslumenn þeirrar auðlindar sem við tölum um. Ekki má gleyma því að menningararfur sveitanna er verðmæti sem þjóðin þarf að varðveita. Ekki má heldur gleyma mikilvægi þess að af land- inu séu framleidd matvæli þannig að þjóðin verði aldrei öðrum þjóð- um háð um brýnustu lífsnauðsynj- ar og verði þannig sjálfbær og sjálfstæð þjóð. Ég sakna þess hinsvegar að ekki skuli fleira af okkar unga og efnilega fólki sjá sér hag í því að vinna við undir- stöðuatvinnugreinar þjóðfélagsins, sjávarútveg og landbúnað. Það vel menntaða, víðsýna og efnilega fólk sem nú er að vaxa úr grasi í heimi sem er orðinn eitt samfélag mun vonandi fljótlega sjá hverskonar auðlind felst í landinu sjálfu. Þeg- ar að því kemur mun verða að veruleika draumurinn um að á Isl- andi, „matvælamiðstöð hollra mat- væla“, verði framleiddar vörur í sátt við umhverfið, náttúruna og dýrin. Það mun vekja áhuga fleira fólks á að heimsækja landið og kaupa afurðir þess. Lífið í landinu verður ekki enda- laust hægt að byggja á verðbréfa- viðskiptum, það grundvallast á því að nýta þá auðlind sem í landinu býr. Draumurinn er að árið 2015 verði á Islandi stunduð fjölbreytt framleiðsla á eftirsóttum úrvalsaf- urðum sem upprunnar eru úr auð- lindum landsins, hafi, landi og vatni. Stunduð verði ferðaþjónusta sem veiti hæfilega mörgum ferða- mönnum sem greiða sanngjarnt gjald aðgang að fegurð landsins. Nýtt verði skynsamlega sú hreina raforka sem í fallvötnum landsins felst og hugvit landsmanna verði virkjað enn frekar til auðlinda- sköpunar á heimsvísu. Við eigum að stefna að því, vegna fámennis og þeirrar dýrmætu auðlindar sem í landinu, hafinu og fólkinu býr að framleiða lítið fyrir mikið í stað þess að framleiða mikið fyrir lítið,“ segir Baldvin Jónsson. Rockwood 1980 Rider 105.000,- kr. ódýrariengerðX EVRÖ Rockwood 1620 Ranger meira en 70.000.- kr. ódýrari en geróX ★ SKEIFUNNI SÍMI: 533 1414 WWW.EVRO.IS ★
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.