Morgunblaðið - 16.04.2000, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 16.04.2000, Blaðsíða 28
28 SUNNUDAGUR 16. APRÍL 2000 MORGUNBLAÐIÐ Mikil náttúrufegurð er við Norðlingafljót. JARÐGÖNG FYRIR HREISTRAÐA Ahugamenn um laxrækt hafa lengi rennt hýru auga til Norðlingafljóts í Borgarfirði, enda hefur grunur leikið á að þar sé allt sem villtur laxastofn þurfí sér til viðurværis. Gallinn er bara sá að ekki er laxgengt í þessa borgfírsku perlu, Barnafoss í Hvítá sér til þess. Barnafoss er friðaður og því vart inni í myndinni að breyta ásýnd hans með laxastiga. Guðmundur Guðjónsson kynnti sér hugmyndir manna á dögunum og fregnaði þá að jarðgöng gagnast fleirum en mannskepnunni. háð því skilyrði að hafist yrði handa með athuganir á því hvort eigi væri hægt að gera Norðlinga- fljót að sjálfbærri laxveiðiá. Það er Veiðifélag Hvítár og Norðlinga- fljóts sem stendur að málinu, en tveir aðilar hafa öðrum fremur komið að þeim athugunum, Sigurð- ur Már Einarsson fiskifræðingur hjá Vesturlandsdeild Veiðimála- stofnunar og Vífill Oddsson, verk- fræðingur sem athugaði svæðið með tilliti til fiskvegagerðar. „Norðlingafljót er laxveiðiá af guðs náð og því verðugt verkefni að finna út hvernig greiða megi laxi aðgengi að ánni,“ segir Sig- urður Már, sem vann í fyrra mats- skýrslu á framleiðslugetu árinnar fyrir lax. Niðurstöður skýrslunar eru mjög jákvæðar og telur Sig- urður að með markvissri ræktun og fiskvegagerð megi koma up sjálfbærum laxastofni sem gefi 700 til 1000 laxa veiði á sumri. Margslungin á Norðlingafljót fellur í Hvítá skammt ofan við svokallað Hunda- vað í Hvítá, um 4 kflómetra ofan við Bamafoss í Hvítá. Fljótið er 66 kílómetrar að lengd fram í efstu drög. Vatnasviðið er 920 ferkíló- metrar, sem er um 24% af vatna- sviði Hvítár. Norðlingafljót flokk- ast sem dragá, en hefur auk þess sterk lindáreinkenni og einnig jökuláreinkenni. Jökulþátturinn er nokkuð stór, en áætlað hefur verið að um 200 ferkílómetrar af vatna- sviði Fljótsins komi frá jöklum, eða um 22% af aðrennslissvæði Norðlingafljóts. Þrátt fyrir það, er Fljótið ekki oft skolað og margar Borgarfjarðarhérað er mesta laxakista ís- lands. Stóra slagæðin er Hvítá í Borgarfirði og í hana renna allar minni æðarnar, m.a. Norðurá, Þverá/Kjarrá og Grímsá, sem allar eru í hópi allra bestu laxveiðiáa landsins. Þarna eru og fleiri þekktar ár, Flóka, Gljúfurá, Reykjadalsá og Langá, sem renn- ur að vísu ekki í Hvítá, heldur inn á leirusvæði botns Borgarfjarðar, skammt vestan við Borgarnes. Það er því skrýtið að líta augum gríð- arlega fallega og vatnsmikla á í þessu héraði og vita að hún á sér engan laxastofn. Samt hefur verið laxveiði í Norðlingafljóti síðan árið 1987, en sú veiði hefur byggst á því að leigutakar árinnar hafa keypt haf- beitarlaxa, oftast frá Lárósi, sleppt þeim í ána og girt hana af niður undir ármótunum við Hvítá. Sigmar Björnsson hefur leigt ána síðustu ár og haft þennan háttinn á. Fyrirkomulagið nýtur vinsælda og Sigmari hefur gengið vel að selja veiðileyfin. Sumir vilja trygg- inguna sem fylgir því að vita nán- ast upp á lax hvað er af fiski í ánni. Sleppingar á hafbeitarlaxi hafa þó alltaf verið fremur um- deild athöfn og háð tilskildum leyf- um frá veiðimálastjóra og fisksjúk- dómanefnd. Þeir sem eru mótfallnir sleppingu framandi laxa á þennan hátt bera fyrir sig kunn- uglegar útskýringar, stofnablönd- un við villta stofna nærliggjandi áa og sjúkdómahættu. Það var svo í fyrra, að leyfi fyrir flutningi á hafbeitarlaxi í ána var Smiðjuásfoss Tunga Hunda- vaðsfos: Barnafoss Halafoss hvítá Hraunsás Húsafell Jarðgöng með fiskiveg jökulkvíslar frá Langjökli og Eir- íksjökli ná ekki að renna til Norðl- ingafljóts, heldur hverfa ofan í jörðina, enda á ferð yfir fremur ung og hriplek hraun. Megnið af vatni Norðlingafljóts er upprunnið í vötnum og tjörnum á Arnarvatnsheiði, þar sem lands- lagið einkennist af sléttum heiða- löndum. Fljótið telst því að mestu leyti vera heiðavotlendisvatn, en einkenni slíkra áa er að vatnið er að safnast saman smátt og smátt, er mjög næringarríkt og hefur hagstætt hitafar og rafleiðni. Slík- ar ár framleiða oft mikið af laxi. Sérfræðingar sem rætt hefur verið við, Sigurður Már, Vífill Oddsson og Sigmar Helgason, sá er hefur flutt hafbeitarlax í ána síðustu ár- in, tala gjarnan um samlíkingu milli Norðlingafljóts og Kjarrár. Það er ekki leiðum að líkjast, en ástæðan er augljós, Kjarrá á einn- ig upptök í vötnum og tjörnum Arnarvatnsheiðar og Tvídægru, hefur alla sömu góðu kostina og er ein mesta laxveiðiá landsins. Það er ekki nóg með að fiski- fræðingurinn hafi séð á athugun- um sínum að lax muni þrífast vel í Norðlingafljóti, heldur hefur það þegar komið fram. Leigutakinn Sigmar Helgason hefur fiutt lax í ána síðustu ár og veiðin hefur ver- ið að jafnaði um eða yfir 900 laxar á 75 veiðidögum. Segir hann það um það bil 75,5% þess fjölda sem hann hafi sleppt í ána. Eftirlegu- laxar hafa hrygnt í ánni og náð góðum árangri þótt seiðaþéttleiki sé ekki mikill og suma árganga vanti. Segir Sigmar aukna laxveiði ofarlega í Hvítá, hjá Stórási og Bjarnastöðum trúlega stafa af þessari hrygningu. Sigurður Már segir í skýrslu sinni að afrakstursgeta Norðlinga- fljóts sé umtalsverð og mikilvægt atriði sé að seiði í ánni nái sjó- göngustærð á þremur árum sem er mjög gott hér á landi. í skýrsl- unni stendur: „Sé miðað við að búsvæði Norðlingafljóts frá Ár- mótum að Bjarnafossi (22 kíló- metra frá ármótum) væru fullnýtt með tilliti til hrygningar og seiða- uppeldis, er áætlað samkvæmt fyrrgreindu sambandi framleiðslu- eininga og meðalveiði á laxi, að Norðlingafljót gæti gefið af sér ríf- lega 1000 laxa veiði að meðaltali. Líklegt er þó að þessi tala geti verið nokkru lægri, þar sem Norðlingafljót er aðeins jökulskot- ið og liggur mun hærra yfir sjáv- armáli en búsvæði í viðmiðunarám, þannig að hér er gert ráð fyrir að í Norðlingafljóti gætu veiðst á bil- inu 700 til 1000 laxar“ Síðar í skýrslunni er hugleiðing um hvað svona lagað tæki langan tíma: „Nokkur tími myndi líða þar til sjálfbær stofn yrði til af þessari stærð. Landnám lax á nýju lands- svæði gerist yfirleitt ekki mjög hratt. Til að flýta fyrir slíku land- námi yrði að stunda mjög öflugar sleppingar seiða í nokkur ár með laxastofni sem er uppruninn við svipaðar aðstæður. Bent er á að stofn Kjarrár í Borgarfirði er sá laxastofn sem ætti að henta best, því árnar hafa uppruna af sama landssvæði og eru hluti af vatna- kerfi Hvítár. Tilvist á sjálfbærum laxastofni í Norðlingafljóti er háð því að fisk- gengt væri i Norðlingafljót. Mögu- leikar til þess felast einkum í því að Barnafoss í Hvítá væri fisk- gengur, en einnig eru möguleikar á því að veita hluta Norðlingafljóts í Litlafljót, sem fellur í Hvítá skammt neðan við Barnafoss. Ef Barnafoss í Hvítá væri fiskgengur, myndu búsvæði í Hvítá og öðrum þverám ofan við fossinn opnast og gæti bleikjustofn Hvítár hugsan- lega nýtt sér það þó þeir mögu- leikar hafi ekki verið rannsakaðir." Jarðgöng fyrir hreistraða Þá er það spurningin hvernig koma megi göngufiskum, laxi í Norðlingafljót og bleikju upp fyrir Barnafoss, og þar kom til kasta Vífils Oddssonar hjá Teiknistof- unni Óðinstorgi, en hann er í hópi reyndustu verkfræðinga landsins þar sem fiskvegir eru annars veg- ar. Út í þá vinnu fóru menn vitandi að vart fengist leyfi til að hrófla við Barnafossi þar sem hann er friðlýstur. Tveir kostir voru samt fyrir hendi, annar að veita Norðl- ingafljóti yfir hraunið og yfir í Lit- lafljót sem rennur í Hvítá skammt neðan við Hraunfossa og Barna- foss eða, það sem aldrei hefur ver- ið gert hér á landi, að leggja jarð- göng fram hjá Barnafossi. Það er ekki eins og hugmyndin hafi skyndilega sprottið upp, Norð- menn hafa nokkuð langa og góða reynslu af fiskvegagerð í formi jarðganga og er á fjórða tug fisk- vega þar í landi jarðgöng. I skýrslu sem Vífill hefur afhent veiðiréttareigendum og er unnin af honum og Sigurði Má fiskifræðingi segir eftirfarandi um kosti og galla fiskvegagerðar við Barnafoss. Kostirnir fyrst: a) Öll búsvæði Norðlingafljóts myndu nýtast til framleiðslu á laxi. Ef aðrar leiðir eru valdar, er hætta á að sá hluti Fljótsins sem er neðan við veitu út í Litlafljót, nýttist ekki til seiða-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.