Morgunblaðið - 16.04.2000, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 16.04.2000, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 16. APRÍL 2000 41 ERLA LÁR USDÓTTIR + Erla Lárusdóttir fæddist í Reykja- vík 11. nóvember 1935. Hún lést 8. jan- úar síðastliðinn og fór útfor hennar fram frá Kotstrand- arkirkju í Olfusi 18. janúar. Elsku mamma mín, nú eru rúmir þrír mán- uðir liðnir frá því þú fórst svo snögglega frá okkur. Það eru margir sem sakna þín hér frá Denver, eins og heima á íslandi. Eitt af því sem þú kenndir okkur systkinunum og þér fannst mikilvægt, var að hjálpa þeim sem áttu erfitt, enda varst þú alltaf að hjálpa fólki sem kom til þín, bæði skyldfólki og öðrum. Ég er svo hrygg yfir því að hafa ekki átt tök á að koma heim með fjögur yngri bömin mín og leyfa þeim að sjá þig í „Sigga Sveit“, þau hefðu haft gaman af því. Kristín, Shanda, Ashiey og Travis fannst svo gaman þegar þú komst til Denver síðast. Travis litli vissi að þegar hann langaði í „nammi“, þá var amma allt- af með eitthvað í pokanum fyrir hann. Þegar þú hringdir í okkur frá íslandi, var Travis litli oftast heima og vildi segja „hæ, amma hvað ertu að gera“. Núna segja þau öll að amma sé í himna- ríki með Jögga langafa og þau hafi það gott hjá Jesú og Guði. Mamma, nú er komin þín hvíld og ró, af hjarta léttir þér. Sofir þú nú djúpt og vært, elsku mamma mín. Magga og fjölskylda í Denver. Kveðið á Sandi Yfir kaldan eyðisand einn um nótt ég sveima. Nú er horfið Norðurland, núáéghvergiheima. (KristjánJónsson.) Ég man eftir þér sem mjög góðri ömmu. Ég man þegar þú komst hingað einu sinni um jól, hvað við skemmt- um okkur konunglega og hlógum mikið. Síðast þegar þú hringdir í okkur, var ég sú eina sem var vakandi og man ég hvert einasta orð sem þú sagðir við mig. Þú fórst svo snögg- lega frá okkur, þú munt alltaf vera í hjarta mínu og í huga mínum. Hvern einasta dag hugsa ég til þín og ég er stolt og glöð að hafa átt þig fyrir ömmu. Þú varst mín besta amma. Ég veit þú munt alltaf vera með okkur um ókomin ár. Þín Kristín Erla. Það sem ég man um ömmu mína, var að þú varst alltaf góð við okkur. Hvert skipti sem þú komst hingað til Denver, þá varst þú alltaf með eitthvað handa okkur. Ég mun sakna þín og mér fannst svo mikið vænt um þig. Þótt ég hafi ekki alltaf skilið vel það sem þú sagðir, þá bað ég mömmu um að þýða það fyrir mig. Ég kallaði þig alltaf ömmu, en ekki ,;grandma“, af því þú áttir heima á Islandi. Þín Shanda Ann. Amma, ég man eftir því að þú varst alltaf svo góð við okkur. Oft þegar þú komst hingað til okk- ar, þá fórum við í búðir til að versla m.a. handa krökkunum á íslandi, þá gafst þú okkur alltaf eitthvað fallegt líka. Ég man að þér fannst gott að fá góðan bolla af kaffi með mömmu, þótt mamma gerði kaffið ekki alltaf nógu sterkt fyrir þig. Ég man þig alltaf og sakna þín, amma mín. Þín Ashley Marie. ALMA ELISABET HANSEN + Alma Elísabet Hansen fæddist á Siglufirði 20. júní 1935. Hún lést á kvennadeild Land- spítalans 22. mars síðastliðinn og fór útfór hennar fram í kyrrþey. Hún var fyrsta vin- konan sem ég eignað- ist. Við vorum sex ára stelpur á Siglufirði - bjuggum báðar við ást og umhyggju í for- eldrahúsum. Veröldin var fjörðurinn okkar fagri um- kringdur fjöllunum háu. í minning- unni var lífið litríkt - sumrin heit og sólrík og þó að hvítur snjórinn setti flestallt í kaf á veturna, gaf hann möguleika til margs konar leikja og félagslífið blómstraði. Hún var lágvaxin og grönn, ljós- hærð og bláéygð, brosmild og blíð. Samt bjó þessi netta kona yfir ótrúlegum dugnaði og viljastyrk. Mér er minnisstætt heimili Han- senshjónanna, enda var ég heima- gangur þar. Þau voru samhent hjónin, Margrét og Rudolf, um að búa börnunum fimm gott heimili. Það var skemmtilegt og líflegt að sækja þau heim, enda gestkvæmt og átti tónlistin stóran þátt í því. Börnin lærðu að spila á hljóðfæri og sum þeirra höfðu það að ævi- starfi að kenna þá leikn. Við vorum samrýndar vinkon- urnar og varla leið sá dagur að við ekki hittumst. Okkur kom afar vel saman, sennilega hefur ljúfa skap- ið hennar Ölmu átt stóran þátt í því. Við vorum nýbyrjaðar í skóla þegar fjölskylda hennar ákvað að flytja til höfuðborgarinnar. Mér fannst veröldin hrynja, svo mikill var söknuðurinn eftir vinkonunni góðu. Ég man vel, stuttu eftir að þau vora farin, að ég stóð á skólalóðinni, fannst ég fjarska einmana, horfði til fjallanna og óskaði þess að Alma kæmi fljúgandi yfir þau til mín. Nokkrum árum seinna fluttumst við, eins og svo marg- ir aðrir á þeim árum, til Reykjavíkur og þá tókum við upp þráð- inn á ný. Hún bjó á Nýlendugötunni, en ég í Laugamesinu, svo langt var að fara á milli. Ekki voru bílar á heimilunum og gekk strætó aðeins niður á Lækjartorg. Við létura það samt ekki á okkur fá, en fengum stundum að gista hvor hjá annarri. Leiðir okkar skildust, þegar ég fluttist til annarrar álfu, en hún fór til Þýskalands stuttu eftir stúd- entspróf og nam fiðluleik og lista- sögu, enda hafði hún yndi af öllu því sem tilheyrði list. Öðru hverju skrifuðumst við á og hún sendi mér stúdentsmyndina af sér og hana geymi ég vel. Þó að bréfa- skriftir yrðu ekki miklar, slitnaði í raun og veru aldrei vináttan. Löngu seinna, þegar hún var orðin veik, höfðum við samband aftur. Þrátt fyrir veikindi sín, bar hún mig og mitt fólk mikið fyrir brjósti og minntist okkar í bænum sínum. Alma var trúuð kona og bænheit. Fyrir síðustu jól sendi hún mér jólakort, þar sem hún bað mér og fjölskyldu minni blessunar og minntist með þakklæti áranna löngu liðnu og einnig hinna þegar við endurnýjuðum vináttuna. Nú er hún farin, vinkonan góða, en minningin um hana lifir og þakk- lætið fyrir kærleika hennar og vin- áttu. Eg og fjölskylda mín vottum systrum hennar okkar innilegustu samúð og biðjum þeim blessunar Guðs. Ebba Sigurðardóttir. Móðir mín, + ÁSA ÞURÍÐUR GISSURARDÓTTIR, er látin. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Ásbjörg Helgadóttir. UTFARARSTOFAISLANDS Sjáum um alla þá þætti sem hafa ber í huga er andlát verður Útfararstofan sér um stóran hluta af útförum á höfuðborgarsvæðinu og er samkvæmt verðkönnun Mbl. með lægstu þjónustugjöldin v. kistulagningar og/eða útfarar. Útfararstjórar okkar búa yfir áratuga reynslu af störfum við útfararþjónustu. Sverrir Einarsson útfararstjóri. sími 896 8242 Sverrir Olseti útfararstjóri. Baldur Bóbó Frederiksen útfararstjóri. sími 895 9199 Útfararstofa íslands, Suðurhlíð 35, Fossvogi. Sími 581 3300. Þjónusta allan sólarhringinn. www.utfararstofa.ehf.is + Þökkum þeim fjölmörgu sem sýndu okkur samúð, hlýhug og vináttu í veikindum og við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, bróður, föður okkar, stjúpföður, tengdaföður og afa, MAGNÚSAR INGIMARSSONAR hljómlistarmanns, Hjarðarhaga 21, Reykjavík. Alúðarþakkir til lækna og starfsfólks á deild A-5, Landspítala í Fossvogi, líknardeildar Landspítala í Kópavogi og Heimahlynningar Krabbameins- félagsins, svo og til þeirra listamanna sem heiðruðu minningu hans með hljóðfæraleik og söng við útför hans. Ingibjörg Bjömsdóttir, Ingibjörg Ingimarsdóttir, ' 1 Einar Ingi Magnússon, Sigrún Guðmundsdóttir, Gunnar Magnússon, Maria G. Palma Rocha, Sigrún Magnúsdóttir, Jón Helgason, Ása Magnúsdóttir, Ragnhiidur Magnúsdóttir, Hjörtur Kristjánsson, Halldóra Viðarsdóttir, Jóhann Úlfarsson, Kristín Viðarsdóttir, Bjöm Leví Viðarsson, Ásta Lára Sigurðardóttir og barnabörn. + Innilegar þakkir sendi ég öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærrar dóttur minnar, móður okkar, tengdamóður, systur, mágkonu og ömmu, ÞÓRUNNAR RÖGNU TÓMASDÓTTUR, Kleppsvegi 106, Reykjavík. Ólafía Guðbjörnsdóttir, Ólafía Kr. Sigurðardóttir, Lúðvík R. Kemp, Jónína G. Sigurðardóttir, Witek Bogdanski, Bjöm Tómas Sigurðsson, Rúnar Gunnarsson, Guðmundur Tómasson, Elsa Elíasdóttir, Sigurður Tómasson, Kristbjörg Þórarinsdóttir og barnabörn. r + Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður, tengdaföður og afa, HINRIKS ANDRÉSSONAR frá Siglufirði. Margrét Pétursdóttir, Theodór óttósson, Ámý Elíasdóttir, Jón Andrjes Hinriksson, Brynja Gísladóttir, Ingibjörg Hinriksdóttir, Andrés Ragnarsson og bamaböm. I + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vináttu við andlát og útför ástkærrar móður okkar og tengdamóður, ÞÓRUNNAR EGILSDÓTTUR húsmóður, vistheimilinu Seljahlið, áður Úthlíð 10, Reykjavík. Egill Ásgrímsson, Sigríður Lúthersdóttir, Ragnheiður M. Ásgrímsdóttir, Guðbjartur Sigfússon, Ásgrímur Þór Ásgrímsson, Marta K. Sigmarsdóttir, Jóhann G. Ásgrímsson, Herdís Alfreðsdóttír. + Innilegt þakklæti til allra sem heiðruðu útför VALGEIRS JÓNSSONAR frá Ingólfsfirði. Sérstakar þakkir til Jóns Þorsteinssonar, söngfólksins og allra þeirra sem veittu mér ómetanlegan stuðning. Guð blessi ykkur öll. Drottinn gefi dánum ró og hinum líkn sem lifa. Helga Skaftfeld.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.