Morgunblaðið - 16.04.2000, Blaðsíða 24
24 SUNNUDAGUR 16. APRÍL 2000
MORGUNBLAÐIÐ
Erum oft ósammála
en eigum líka margt
sameig'inlegt
Sambúðarvandi bókstafstrúarmanna og veraldlega sinnaðra gyð-
inga setur svip sinn á flesta þætti ísraelsks samfélags. Flokkar
trúaðra komast gjarnan í lykilstöðu í stjórnarmyndunarviðræð-
um vegna þess hversu lítill munur er á fylgi hægri- og vinstrif-
lokkanna og því njóta trúaðir pólitískra áhrifa sem eru ekki í
nokkru samræmi við fjölda þeirra. Sigrún Birna Birnisdóttir
hitti þrjár konur, sem tengjast með einhverjum hætti samfélagi
bókstafstrúarmanna, forvitnaðist um lífshlaup þeirra og kynnti
sér viðhorf þeirra til nokkurra helstu ágreiningsmála samtímans.
Zvia Greenfeld
ZVIA Greenfeld ólst upp í
samfélagi Hareidi-bók-
stafstrúarmanna í ísrael
og býr enn í samfélagi
þeirra þó hún sé málsvari ýmissa
sjónarmiða sem eru andstæð skoð-
unum flestra bókstafstrúarmanna.
Hún kveðst líta á sig sem Hareidi
enda búi hún í samfélagi þeirra og
sæki samkomuhús þeirra. „Okkur
greinir vissulega á um ýmislegt og
það kemur oft til deilna á milli okk-
ar,“ segir hún. „Því er ekki að neita
að samfélag Hareidi-gyðinga er
mjög íhaldssamt. En það er ólíkt
fólk innan allra samfélaga og þó við
séum oft ósammála eigum við líka
margt sameiginlegt. Eg held því að
ég sé að mestu leyti samþykkt innan
samfélagsins þó það vilji ekki gera
mig að fulltrúa sínum út á við.“
Foreldrar Zviu komu til ísraels
frá Austurríki fyrir seinna stríð.
Hún segir að þau hafi verið mjög
trúuð en búið að evrópskri hefð sem
sé mjög ólík þeirri hefð sem síðar
hafí orðið ríkjandi meðal ísraelskra
Hareidi-gyðinga og að hún telji sig
mjög heppna að hafa alist upp við þá
samsetningu.
„Faðir minn var verkfræðingur
og þrátt fyrir að hann væri mjög
trúaður var hann einnig mjög opinn
fyrir nýjum hugmyndum,“ segir
hún. „Með tímanum varð fjölskylda
mín íhaldssamari og hægrisinnaðri
en ég hef haldið fast í hefðir og gildi
foreldra minna.“ Hún segir þetta
vissulega hafa skapað spennu innan
fjölskyldunnar en með tímanum hafi
hún lært að búa saman.
„Það er auðvitað mismunandi eft-
ir fólki hversu reiðubúið það er að
fyrirgefa mér skoðanir mínar,“ seg-
ir hún „en þeir sem þekkja mig vita
að ég hef mjög sterkan persónuleika
og að ég hef aldrei látið kúga mig.
Þá hef ég alltaf verið trú því hegð-
unarmunstri sem krafist er af kon-
um innan samfélagsins og það hefur
auðveldað fjölskyldu minni að sætta
sig við skoðanir mínar. Þau eiga hins
vegar ennþá erfitt með að sætta sig
við að vera dæmd út frá mér þegar
þau eru mér ekki sammála."
„Konur njóta fjölbreyttari
menntunar en karlar“
Zvia kveðst hafa fengið að lesa allt
það sem hún vildi þegar hún var að
alast upp. Foreldrar hennar hafí
hins vegar lagst gegn því að hún
legði stund á háskólanám. Vegna
andstöðu þeirra hafi hún frestað há-
skólanámi um eitt ár en að því loknu
ákveðið að halda sínu striki og hefja
háskólanám þar sem hún gæti aldrei
sættsigviðannað.
Hún segir stöðu konunnar innan
samfélags trúaðra vera erfiða en
bætir því við að vandamálum
trúaðra kvenna svipi mjög til vanda
annarra kvenna enda standi konur
um allan heim frammi fyrir svipuð-
um vandamálum. „Helsti vandi
trúaðra kvenna er krafa samfélags-
ins um stórar fjölskyldur," segir
hún. „En ég hef trú á því að með
aukinni menntun kvenna verði þessi
vandi leystur. Menntun er að mínu
mati lausn flestra vandamála og
þegar ég lít til þess að strangtrúaðar
konur hljóta í dag fjölbreyttari
menntun en karlar, sem læra bara
Biblíuna, get ég ekki verið annað en
bjartsýn á þróun mála.“
Zvia segist sammála því að rekja
megi stærsta hluta sambúðarvanda
trúaðra og veraldlega sinnaðra til
trúaðra sem vilji ráðskast með aðra
þjóðfélagshópa. Þá segir hún að
leiða megi rök að því að bókstafs-
trúarmenn hafi staðið í vegi fyrir
eðlilegri þróun í landinu. „í stað
þess að eyða orkunni í framþróun
eyðum við henni í innbyrðis deilur,“
segir hún. „Rót vandans liggur hins
vegar í skilgreiningu ísraels sem
gyðinglegs ríkis. Spurningin snýst
ekki um lífsmáta einstaklinganna
heldur um það hversu langt ríkið
eigi að ganga í því að fylgja lögmál-
um gyðingdómsins."
Eins og flestir bókstafstrúar-
menn er fjölskylda Zviu andsnúin
herskyldu. Hún segist hins vegar
hafa gert sér grein fyrir mikilvægi
þess að gyðingar gætu varið sig þeg-
ar hún vann á skjalasafni helfarar-
safnsins í Jerúsalem. „í framhaldi af
því varð ég eindreginn stuðnings-
maður herþjónustu og ákvað að
gera allt sem ég gæti til þess að
hvetja börnin mín til að sinna her-
þjónustu," segir hún. „Á sama tíma
er ég mikill friðarsinni og finnst það
alls ekki þurfa að vera mótsögn. Ég
er á móti herjum og stríðum en eftir
helförina tel ég okkur ekki hafa haft
neitt val. Við verðum að geta varið
okkur. Þá tel ég að það einangri
bókstafstrúarmenn að þeir gegni
ekki herskyldu og víki sér þannig
undan því að taka þátt í þeim mann-
fórnum sem þjóðin þarf að færa.“
Zvia kveðst reiðubúin til að skila
Gólanhæðunum enda telji hún þær
ekki skipta sköpum í vörnum Isra-
ela. Þá hefur hún barist gegn her-
setu Israela í Suður-Líbanon sem
hún segir algerlega gagnslausa. „Ég
Hef aldrei séð eftir því að
hafa farið mína leið
RAYA Ginzburg er fædd í
Rússlandi en fluttist
með foreldrum sínum til
ísraels þegar hún var
barn að aldri. Eftir komuna til
ísraels gengu foreldrar hennar til
liðs við bókstafstrúarmenn sem
nefna sig Hareidi Leumi. Fjöl-
skyldan settist að í landnema-
byggð gyðinga í Hebron þar sem
Raya hlaut strangt trúarlegt upp-
eldi enda segir hún foreldra sína
hafa verið óvenju heittrúaða eins
og algengt sé meðal fólks sem
gengið hefur til liðs við bóksta-
fstrúarmenn en er ekki alið upp í
samfélagi þeirra. Foreldrar henn-
ar hafi því tekið því illa þegar hún
á ungiingsárum fór að spyrja
gagnrýnna spurninga.
Raya segir efasemdir sinar fyrst
hafa vaknað í sambandi við stöðu
konunnar innan samfélags bók-
stafstrúarmanna. „Ég trúði því
ekki að Guð, sem hefði skapað eitt-
hvað jafnstórfenglegt og jörðina,
væri að skipta sér af smáatriðum
eins og pilsa- eða ermalengd,“ seg-
ir hún. „Mér fannst tilhugsunin
hreinlega gera lítið úr Guði.“
Hún segist hafa farið að rífast
við kennarana sína og krefjast
þess að fá að lesa verk á borð við
Antígónu. I framhaldi af því hafi
hún fengið á sig orð fyrir að vera
vandræðagemlingur og þegar hún
var sautján ára var hún rekin úr
skóla fyrir að neita að leyfa lækni
að ganga úr skugga um að hún
væi-i hrein mey.
f kjölfarið fór hún að heiman.
Hún var á þvælingi í tvo mánuði en
gafst þá upp og flutti aftur heim.
„Foreldrar mínir voru á þessum
tfma að skilja og kenndu álaginu
sem ég hafði orsakað um skilnað-
inn,“ segir hún. „Þegar ég kom aft-
ur heim létu þau að því liggja að ég
gæti bætt fyrir þann álitshnekki
sem ég hafði valdið þeim með því
að ganga í hjónaband. Ég hafði
verð mjög náin foreldrum mfnum
og ég stóðst ekki álagið og sam-
þykkti því að gifta mig. Ég vissi
innst inni að hjónabandið myndi
ekki endast en ákvað að reyna til
að græða sár fjölskyldunnar."
„Gáfur ekki taldar
konum til hróss“
Raya segir fólk vera verðlagt
eftir virðingu á hjónabandsmark-
aði bókstafstrúarmanna og þegar
hér hafi verið komið hafi hún verið
fallin í verði. „Áður en ég fór að
heiman hafði ég fengið fimmtán
bónorð, þar sem faðir minn var
virtur í samfélaginu," segir hún
hlæjandi. „En nú heyrðist ekki í
símanum."
Eftir nokkra leit féllst þó vinur
fjölskyldunnar á að kvænast henni
en hann hafði sjálfur tekið gyð-
ingatrú á fullorðinsaldri og átti því
ekki kost á betra gjaforði. Raya
kveðst hafa vonast til þess að hann
hefði meiri skilning á skoðunum
hennar vegna bakgrunns síns en
svo reyndist ekki vera. Hún segir
hann hafa verið mikinn öfgamann
og þvf hafi hún farið fram á skiln-
að eftir eins árs hjónaband. „Mað-
urinn minn vildi ekki veita mér
skilnað en ég krafðist þess að við
færum til rabbfnadómstólsins sem
sér um að veita skilnaði," segir
hún. „Ég mætti þangað f pfnupilsi
og fleginni skyrtu til að leggja
áherslu á að ég hefði gengið af
trúnni en maðurinn minn var
klæddur á hefðbundinn hátt með
svartan hatt og í svartri kápu. Yf-
irleitt veitir rabbínadómstóllinn
ekki skilnað nema báðir aðilar séu
honum fylgjandi en þegar rabbín-
inn sá mig ráðlagði hann mannin-
um mfnum að veita mér skilnað
þar sem hann sagðist óttast að ég
hefði slæm áhrif á hann.“
Skilnaðurinn gekk f gegn á
tveimur dögum en var þeim skil-
yrðum bundinn að eiginmaður
Rayu fengi allar eigur þeirra en
hún tæki á sig allar skuldirnar.
Eftir skilnaðinn flutti hún til Jer-
úsalem þar sem hún leigði her-
bergi og vann baki brotnu við að
greiða upp skuldirnar. Hún segir
þetta vissulega hafa verið erfiðan
tfma meðal annars vegna þess að
fjölskylda hennar hafi neitað að
tala við hana. Þegar hér hafi verið
komið hafi hún hins vegar verið
undir það búin að standa á eigin
fótum og taka því sem að höndum
bæri og hún hafi aldrei séð eftir
því að hafa farið sína leið.
Raya undirbýr sig nú undir há-
skólanám en sú menntun sem hún
hlaut í Hebron stenst engan veginn
þær kröfur sem gerðar eru við
upphaf háskólanáms. „Við lásum
Biblfuna aftur og aftur en lærðun
hvorki ensku, stærðfræði né sögu
þótt það hafi verið á námskránni
þar sem trúaðir líta svo á að stúlk-
ur þurfi ekki á menntun að halda,“
segir hún. „Gáfur eru ekki taldar
trúuðum konum til hróss enda er
litið svo á að því minna sem þær
kunni því betra."