Morgunblaðið - 16.04.2000, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 16.04.2000, Blaðsíða 14
14 SUNNUDAGUR 16. APRÍL 2000 MORGUNBLAÐIÐ ÍÞRÓTTIR Ljósmynd/Jason Green Leikmenn Stoke hafa undirbúið sig fyrir átökin á Wembley í London síðan á föstudag. Bjarni Guð- jónsson er fremstur til hægri, fyrir aftan hann eru þeir Brynjar Bjöm Gunnarsson og Arnar Gunn- laugsson. Leikur Stoke og Bristol City verður sýndur beint á Sýn kl. 12 í dag. ísland á Wembley ÞAÐ er leikinn úrslitaleikur á Wembley-leikvanginum í Lon- don í dag. Þetta er ekki Úrslita- leikurinn, með stórum staf; þann leik spila Chelsea og Ast- on Villa síðla maímánaðar. Þennan úrslitaleik spila tvö lið úr 2. deiid ensku knattspyrn- unnar. Stoke, sem er í 6. sæti, og Bristol City, sem er í 9. sæti, miðað við stöðuna fyrir leiki laugardagsins þar sem bæði sátu að sjálfsögðu hjá. Þau standa eftir tvö af 48 liðum 2. og 3. deildar sem hófu bikarkeppni neðrideildarliðanna fyrr í vetur. Þessi keppni hefur verið haldin lengi - frá 1984. Leikurinn í dag er 17. úrslitaleikurinn en til ^IÞessa hafa íslenskir viðjr áhugamenn um Sigurðsson enska knattspyrnu skrifar látið sér keppnina í frá London léttii rúmi liggja. Fæstir hafa vitað að hún væri til. Það var ekki fyrr en eftir að stór- huga íslenskir fjárfestar höfðu keypt meirihluta í Stoke City síðla árs 1999 að hún var nefnd að ein- hverju marki í íslenskúm fjölmið- lum. Og ekki með stórum fyrirsögn- um til að byrja með. En einhvern tíma um það leyti sem hún hófst sagði Guðjón Þórðarson um hana: ,Ailar leiðir sem liggja til Wembley eru góðar leiðir." Og þá leið hafa Guðjón og lærisveinar hans fetað í vetur, í hjáverkum með stóra verk- efninu sem að sjálfsögðu er að reisa Stoke City til vegs og virðingar á ný með því að koma félaginu upp úr neðri helmingi ensku deildakeppn- innar. En eins og Guðjón benti á í Morgunblaðinu í gær leikur þátt- taka Stoke í þessum úrslitaleik stórt hlutverk í þeirri baráttu. Yfirtöku Islendinganna á Stoke City á haust- mánuðum var misjafnlega tekið á íslandi, sem í ensku miðlandaborg- inni. í dag er óhætt að segja að á báðum stöðum hafí stuðningsmönn- um hennar fjölgað verulega. Allir aðilar tengdir Stoke sem ég hef rætt við fyrir úrslitaleikinn á Wembley eru á einu máli um að félagið hafi breytt um yfirbragð, bjartsýni hefur tekið við af svartsýni, og í borginni kraumar knattspyrnuáhuginn undir niðri eftir margra ára ládeyðu. Það sést best á því að Stoke City seldi alla 36 þúsund miðana sem félagið fékk fyrir úrslitaleikinn í dag. Ibúar Stoke setja það ekki fyrir sig að ferðast í nokkra klukkutíma á sunnudegi til að verða vitni að því þegar félagið þeirra ieikur á þjóðar- leikvanginum eina og sanna. Þetta fólk mun mæta á Britannia Stadium þegar Stoke kemst ofar í deilda- keppninni. Áhuginn stöðugt vaxandi Á íslandi fer áhuginn fyrir Is- lendingaliðinu Stoke City stöðugt vaxandi. I janúarmánuði sat ég á þétt setnum veitingastað í Kópavogi og horfði á Stoke sigra Preston. Mörkum Stoke, sérstaklega sigur- markinu á lokamínútunum, var fagnað eins og mörkum íslenska landsliðsins gegn Frökkum. Meðal áhorfenda þá var æskufélagi minn sem þótti dálítið sérlundaður í gamla daga austur á fjörðum. Hann hélt nefnilega með Stoke City og háði vonlitla baráttu við okkur hina sem héldum með Derby County og fleiri stórliðum áttunda áratugarins. Hann brosti breitt þetta janúar- kvöld. Nú er hann ekki lengur einn á báti, félagið hans hefur eignast þúsundir íslenskra stuðningsmanna. Þeim virðist fjölga stöðugt. Sennilega á persónufylgi Guðjóns Þórðarsonar stærstan þátt í því hve miklu ástfóstri Islendingar hafa tek- ið við þetta enska félag sem hefur ekki leikið í efstu deild í 15 ár. Eftir farsælan feril sem félagsþjálfari heima á íslandi urðu persónuleg vandamál til þess að Skagamaður- inn hrökklaðist af þeim vettvangi, gegn vilja sínum. Sem nýr maður með breytta lifnaðarhætti tók hann við íslenska landsliðinu ríflega hálfu ári síðar. Þá sögu þarf ekki að rifja upp, eftir glæsilegasta árangur Is- lands á alþjóðavettvangi nýtur Guð- jón ákveðinnar lýðhylli. Hún er í raun lykillinn að öllu Stokeævintýr- inu. Út í það var farið vegna þess að þeir sem að því stóðu höfðu tröllatrú á því að Guðjón væri maðurinn sem hægt væri að vinna með slíka land- vinninga á enskri grund. Á aðeins 5 mánuðum hefur hann áunnið sér fylgi og traust í Stoke. Mister G, eins og hann er kallaður á þeim slóðum, er þegar orðinn afar vin- Arnar Bjarni Guðjón sæll, bæði hjá þeim sem starfa mest hjá félaginu og hjá stuðningsfólki þess. Það er ekki laust við að sumir hafí gert grín að þessu íslenska upp- hlaupi í ensku knattspyrnunni. Jafn- vel í fréttatímum hefur verið gant- ast með keppnina sem lýkur með úrslitaleiknum á Wembley í dag. Leikur sem laðar að sér hátt í 80 þúsund áhorfendur er ekkert grín. í þeim leik tekur þátt félag sem er í eigu Islendinga, er með íslenskan knattspyrnustjóra, þijá íslenska leikmenn í byrjunarliði og íslenskan sjúkraþjálfara á bekknum. Fyrir ut- an Wembley í dag verður íslenski fáninn til sölu, bolir með fánanum áprentuðum og fleira mun minna á litla ísland, eyjuna sem er með jafn- marga íbúa og Meðal-Egilsstaðir í Englandi. Hundruð íslenskra knatt- spyrnuáhugamanna verða á meðal áhorfenda, fleiri en á nokkrum öðr- um leik milli tveggja erlendra liða utan landsteinanna. Landkynningin er meiri en flestir hafa enn áttað sig á. Takist Stoke að sigra í dag, verð- ur hún meiri en nokkurn órar fyrir. Brynjar Björn Stoke Stoke City er eitt elsta knatt- spyrnufélag Englands. Stofn- árið er sagt vera 1863 en aldrei hafa fundist öruggar heimildir sem staðfesta tilvist félagsins fyrr en árið 1868. Þá hét það Stoke Ramblers og bar það nafn til 1870 en hét síðan Stoke til 1925 þegar City var bætt aftan við. Árið 1908 varð félagið gjaldþrota en nýtt var stofnað með sama nafni. Stoke var eitt af stofnliðum ensku dcildakeppninnar árið 1888. Félagið missti sæti sitt 1890 en endurheimti það árið eftir. Stoke féll úr efstu deild 1907 og eftir gjaldþrotið 1908 lék það ekki aftur í deildakeppninni fyrr en 1919. Frá þeim tíma hefur það leikið í efstu deild árin 1922-23, 1933-1953,1963-1977 og 1979- 1985. Stoke lék í núverandi 1. deild 1993-1998 en er nú að spila sitt annað tímabil í röð í 2. deild. Besti árangur Stoke City í efstu deild er 4. sæti árin 1936 og 1947. I ensku bikarkeppninni hefur fé- lagið aldrei leikið til úrslita en þrí- vegis komist í undanúrslit, sfðast 1972. Það sama ár vann félagið sinn eina stóra titil í ensku knatt- spyrnunni þegar það sigraði í deildabikarkeppninni. I kjölfarið lék Stoke í UEFA-bikarnum í tví- gang, 1972-73 og 1974-75. Stoke hefur einnig sigraö einu sinni í bikarkeppni neðrideildarliðanna. Það var árið 1992 en þá vann Stoke sigur á Stockport á Wem- bley, 1:0, að viðstöddum 50 þús- und áhorfendum. Þó Stoke hafi ekki unnið stóra titla í ensku knattspymunni hefur það oft á tíðum verið hátt skrifað og skartað mörgum snjöllum leik- mönnum. Frá fyrri tíð stendur hinn nýlátni töframaður Stanley Matthews uppúr, enda einn vin- sælasti knattspyrnumaður Eng- lands fyrr og síðar. Guðjón Þórðarson er þriðji knattspyrnustjórinn sem leiðir Stoke City til leiks á Wembley. Hinir em Tony Waddington, í úr- slitaleik deildabikarsins 1972, og Lou Macari, f þessari sömu keppni árið 1992. Brístol City Bristol City var stofnað árið 1894 undir nafninu Bristol South End en hefur borið núver- andi nafn frá 1897. Félagið fékk aðild að deildakeppninni árið 1901 og hefur verið þar samfleytt síðan. Árið 1906 komst það í efstu deild í fyrsta skipti og náði strax á fyrsta tímabili, 1906-07, sínum besta árangri frá upphafi þegar félagið hafnaði í öðru sæti. Vorið 1909 komst Bristol City í úrslit ensku bikarkeppninnar en tapaði fyrir Manchester United, 1:0. Bristol City féll á ný árið 1911 og komst ekki aftur í hóp hinna bestu fyrr en árið 1976. Þá náði fé- lagið að halda sér í fjögur ár í deildinni en féll 1980 og hefur síð- an leikið í neðri deildunum þremur á víxl. Síðast var Bristol City í nú- verandi 1. deild á síðasta tímabili en féll eftir eins árs dvöl. Liðið er nú 9. sæti 2. deildar, aðeins þrem- ur sætum á eftir Stoke, en þó skilja 13 stig liðin að og Bristol City á enga möguleika á að komast í úrslitakeppnina um sæti í 1. deildinni. Fyrir utan annað sæti í deild og bikar á fyrsta áratug al- darinnar eru helstu afrek Bristol City þau að félagið komst í undan- úrslit deildabikarsins árin 1971 og 1989 og hefur tvívegis leikið til úr- slita í bikarkeppni neðrideildarlið- anna. Bristol City lagði Bolton, 3:0, í úrslitaleiknum árið 1986 en beið lægri hlut fyrir Mansfíeld í vítaspyrnukeppni árið eftir en lið- in skildu þá jöfn, 1:1. í bæði skipt- in mættu tæplega 60 þúsund áhorfendur á Wembley. Bristol City kemur frá hafnar- borginni Bristol í suðvesturhluta Englands. Heimavöllur liðsins heitir Ashton Gate en hann var byggður árið 1904 og rúmar nú 21 þúsund áhorfendur. Tony Fawthrop er knattspyrnu- stjóri Bristol City en hann var ráð- inn út þetta tímabil eftir að Tony Pulis var sagt upp störfum í febr- úar. Byrjunin var góð því Fawt- hrop var valinn knattspyrnustjóri mánaðarins í 2. deild eftir fyrsta mánuð sinn í starfí. Hann hefur starfað hjá Bristol City síðan 1989 og var aðstoðarmaður knatt- spyrnustjóra félagsins þar til í febrúar. Tony Thorpe er marksæknasti leikmaður Bristol City en hann hefur skorað 18 mörk á tímabilinu. Thorpe er 26 ára og lék áður með Luton, Reading og Fulham en Bristol City keypti hann fyrir 117 milljónir króna frá Fulham fyrir tveimur árum. Hann er annar dýr- asti leikmaður félagsins frá upp- hafi. Thorpe gekk illa á síðasta tímabili og var settur á sölulista að því loknu en hefur sprungið út í vetur. Keith Millen er fyrirliði Bristol City en hann var keyptur frá Wat- ford í byrjun nóvember. Millen á að baki um 500 deildaleiki með Watford og Brentford og tók við fyrirliðastöðunni hálfum mánuði eftir að hann var keyptur - gegndi henni einmitt í fyrsta skipti þegar Bristol sótti Stoke heim í nóvem- ber, helgina sem yfírtaka íslend- inganna á Stoke var kunngjörð. Andrew Jordan hefur verið mest í sviðsljósinu af leikmönnum Bristol City síðustu dagana, þó hann sé aðeins tvítugur og að leika sitt fyrsta tímabil sem fastamaður. Hann er nefnilega sonur Joe Jord- ans, fyrrum landsliðsmanns Skota, sem var leikmaður og knattspyrn- ustjóri Bristol City árin 1988-1990 og stýrði liðinu aftur á árunum 1994-97. Jordan yngri þykir mjög efnilegur varnarmaður. Ivan Tistimetanu er eini lands- liðsmaður Bristol City en hann er frá Moldavíu þar sem hann varð meistari fjögur ár í röð með Zimbru áður en Bristol City keypti hann fyrir tveimur árum. Tistimetanu hefur átt í erfiðleik- um vegna meiðsla á þessu tíma- bili og ekki átt fast sæti í liðinu. Bristol City hefur aðeins tapað einum heimaleik í 2. deild í vetur, færri en nokkurt annað lið, en hinsvegar gert 13 jafntefli á heimavelli og 18 alls, sem er það mesta í deildinni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.