Morgunblaðið - 05.05.2000, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 05.05.2000, Blaðsíða 24
24 FÖSTUDAGUR 5. MAÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Deilt um æfíngar og sprengingar bandaríska sjóhersins á Puerto Rico Mótmælendur fjarlægð- ir af æfing’asvæðinu Viques. Reutqrs, AP. Lögreglumaður fylgir mótmælendum frá umdeildu heræfingasvæði á Puerto Rico. Fyrir miðju er Lolita Lebr- on, áttræð kona sem afplánaði 25 ára fangelsisdóm fyrir aðild að vopnaðri árás á fulltrúadeild Bandaríkjaþings árið 1954. Nokkrir þingmenn særðust. BANDARISKIR lögreglumenn handtóku í gær tugi manna, þeirra á meðal þingmenn og biskupa, er höfðu dvalið í tjöldum í rúmt ár á umdeildu æfingasvæði á eyjunni Vieques á Puerto Rico til að mótmæla æfingum og sprengingum bandaríska sjóhers- ins á svæðinu. Mótmælendumir veittu ekki mótspymu. Á meðal mótmælendanna voru nokkrir stjómmálamenn frá New York og Chicago, þeirra á meðal tveir þingmenn fulltrúadeildar Banda- ríkjaþings, en þeir era allir demó- kratar og eiga ættir að rekja til Puerto Rico. A meðal þeirra sem vora handteknir vora einnig að minnsta kosti tveir biskupar, tólf nunnur og nokkrir leiðtogar verkalýðshreyfinga og sjálfstæðissinna á Puerto Rico. Daginn áður en lögreglan lét til skarar skríða höfðu bandarísk stjóm- völd verið hvött til þess að láta mót- mælenduma í friði og efna strax til atkvæðagreiðslu meðal íbúa Vieques um hvort heimila ætti sjóhemum að halda æfingunum áfram. Rúmlega 300 lögreglumenn tóku þátt í aðgerðunum, þar af 200 frá bandarísku alríkislögreglunni FBI. Hersldp með um 1.000 hermenn vora send að eyjunni á mánudag og talið er að hermennirnir eigi að hindra frek- ari mótmæli. Dómsmálaráðuneytið í Washing- ton sagði að mótmælendumir hefðu verið fjarlægðir af svæðinu „með full- um stuðningi stjórnarinnar í Puerto Rico“. Hafa hindrað æfing- arnar í rúmt ár Mótmælendumir réðust inn á svæðið fyrir ári til að hindra frekari æfingar eftir að tvær sprengjur höfn- uðu utan æfingasvæðisins og urðu ör- yggisverði að bana. Bandaríski sjóherinn segir að æf- ingasvæðið á Vieques sé mjög mikil- vægt fyrir þjóðaröryggi Bandaríkj- anna og eini staðurinn þar sem hægt sé að æfa sprengjuárásir herskipa og flugvéla. Margir íbúar Puerto Rico era hins vegar andvígir æfingunum vegna hættunnar á að sprengjurnar missi marks og verði íbúum eyjunnar að bana, auk þess sem sprengingarn- ar valda umhverfisspjöllum. Bandaríkjastjórn náði samkomu- lagi við Pedro Rossello, ríkisstjóra Puerto Rico, í janúar um að æfingun- um yrði haldið áfram með gervi- sprengjum í þrjú ár og efna til at- kvæðagreiðslu meðal 9.400 íbúa Vieques um hvort heimila ætti æfing- arnar. Mótmælendumir hafa hafnað samkomulaginu og krafist þess að æfingunum verði hætt tafarlaust og herinn hreinsi eiturefni og ósprangn- ar sprengjur á svæðinu. Nokkrir mótmælendanna höfðu hótað að fela sig í skógi nálægt æf- ingasvæðinu en ekki var vitað í gær hvort þeir hefðu gert það. Mikil hætta er talin stafa af ósprangnum sprengjum í skóginum. Uppreisnarmenn á Fil- ippseyjum hafa skipt upp gíslunum Reyna að brjótast úr umsátrinu Jolo. Reuters. ISLAMSKIR uppreisnamienn á Jo- lo-eyju á Filippseyjum hafa skipt gíslunum, sem era 21, aðallega út- lendingar, upp í fimm hópa og reyna nú að sleppa með þá framhjá her- mönnunum, sem sitja um þá í frum- skóginum. Var það haft eftir filipps- eyskum embættismönnum í gær. Orlando Mercado, varnarmála- ráðherra Filippseyja, sagði í gær, að herinn ætti í átökum við uppreisnar- menn en gíslarnir væra allir á lífi. Vísaði hann á bug fréttum útvarps- stöðvar um, að tveimur gíslanna hefði tekist að flýja frá mannræn- ingjunum og einhverjir þeirra hefðu fallið í átökum skammt frá bæki- stöðvum uppreisnarmanna á Jolo. Islamskir uppreisnarmenn hafa einnig haft 27 filippeyska gísla á eynni Basilan, sem er nærri Jolo, en í gær myrtu þeir fjóra þeirra, tvö börn, kennara þeirra og prest. Bundu þeir hendur þeirra á bak aft- ur og skutu er stjórnarhermenn gerðu atlögu að þeim. Fimm gísl- anna, þar af þrjú börn, særðust. Talsmaður hersins sagði í gær, að 35 manns hefðu týnt lífi er ein hreyfing uppreisnai-manna gerði árás á flugvöll á Mindanao og sprengdi sprengjur í þremur borg- um, General Santos, Cotabato og Pagadian. Estrada hafnar vopnahléi Joseph Estrada, forseti Filipps- eyja, neitaði í gær að verða við áskorunum um vopnahlé gagnvart uppreisnarmönnum. Sagði hann, að þeir myndu aðeins nota það til að styrkja stöðu sína en haft er eftir heimildum, að Hashim Salamat, leiðtogi einnar uppreisnarhreyfing- arinnar, hafi sent fulltrúa sinn á fund Estrada til að ræða um leiðir til að binda enda á átökin. Réttarhöldin hafín vegna brunans 1 Gautaborg Aðstandendur fdrnarlamba vilja stærri réttarsal Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. EINN af fjórum ákærðu kveikti í, tveir horfðu á og sá fjórði sá hugs- anlega ekki hvað fram fór. Allir fjórir eru ákærðir fyrir að hafa með íkveikju valdið mannskæðum brana. Þetta er kjarninn í ákær- unni, sem lögð var fram af Ulf Norén saksóknara í réttarsalnum í Gautaborg, þegar réttarhöldin hóf- ust á miðvikudaginn yfir fjórum ungum mönnum vegna brunans í Gautaborg 29. október 1998, þegar 63 fórast. Um 300 manns fylgdust með fyrsta daginn, en aðeins hluti þeirra kemst fyrir í dómssalnum. Aðrir sitja í aðliggjandi sal, þar sem sjónvarpað er frá réttarhöld- unum. Margir aðstandenda eru reiðir yfir að fjórmenningarnir sjást mjög illa á sjónvarpsmynd- inni. í gær fóru dómarar og aðrir á brunastaðinn til að skoða verks- ummerki. Ljóst er að sænskir fjölmiðlar munu einbeita sér mjög að frétta- flutningi frá réttarhöldunum. Dag- ens Nyheter hefur skrifstofu á hjólum við dómssalinn og sænska útvarpið hefur fengið lögfræðing til að segja álit sitt og skýra út lagaleg atriði. „Ég vil geta horfst í augu við þá“ Norén byggir ákæru sína á að öllum hafi verið ljóst að ætlunin væri að kveikja í og þeim hafi staðið á sama um örlög félaga sinna þegar þeir höfðu kveikt í og yfirgáfu staðinn. Einn þeirra hefur viðurkennt að hafa kveikt í en ekki að bruninn hafi verið ásetningur. Hinir segja sig saklausa. Verjendur strákanna hafa allir haldið fram sakleysi skjólstæðinga sinna á ólíkum forsendum. Andrúmsloftinu í og við dómsal- inn er miðlað um allt land af sænskum fjölmiðlum, sem vaka þar yfir hverri hreyfingu og ræða við aðstandendur og ungmenni, sem sluppu úr eldinum. Það hefur vakið reiði aðstandenda hve dóms- salurinn er lítill, svo aðeins fáir komast þar inn. Yfirvöld hafa ekki gefið ádrátt um að réttarhöldin verði flutt í stærri sal. Viðbrögð aðstandenda og þeirra er komust af hafa almennt verið að þeir óski þess að sjá framan í sak- borningana. „Ég vil geta horfst í augu við þá“, er viðkvæðið hjá þeim ílestum. Þeir segjast vilja horfast í augu við þá, sem hafi or- sakað dauða og kvöl svo margra. Á skjánum koma hins vegar aðeins fram óljósar útlínur hinna fjög- urra, séðar úr einni myndavél aft- ast í dómssalnum og myndgæðin eru léleg. Umfjöllun fjölmiðla meiri en áður hefur sést Viðbúnaður fjölmiðla er meiri en nokkra sinni hefur sést í Svíþjóð. Það eitt á öragglega eftir að verða mjög til umræðu hvernig farið sé að og hvort þessi umfjöllun sé við- eigandi og til góðs. Efnistökin beinast bæði að því sem fer fram í réttarsalnum og eins beinist athyglin að þeim sem era viðstaddir. Ljóst verður að framburður vitna og málflutningur sækjenda og verjenda verður rak- inn í smáatriðum næstu mánuði. AP Valon Nikq, hvítklædda konan á myndinni, er ein þeirra sem lifðu af brunann í Gautaborg. Hún fylgist hér með réttarhöldunum vegna íkveikjunnar. Ekki er leyft að taka myndir í réttarsalnum, svo blaðateiknarar sitja og teikna sakborningana og sviðið í salnum. Mikið er lagt í að ná upp andrúmslofti stundar og staðar og láta þá, sem fylgjast með taka til orða. Myndir frá branastaðnum eru notaðar í réttarsalnum, en fjölmiðlar hafa sjálfir einnig lagt til myndir, einnig myndbandsupp- tökur þaðan og ýmis gögn, sem fylgja málskjölum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.