Morgunblaðið - 05.05.2000, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 05.05.2000, Blaðsíða 58
58 FÖSTUDAGUR 5. MAÍ 2000 > MORGUNBDAÐIÐ UMRÆÐAN______ Aðvörun til tjónþoia, lögmanna og þingmanna SÍÐAN skaðabóta- lög nr.50/1993 voru staðfest á Alþingi og örorkunefnd var skip- uð í kjölfari þeirra hafa bótasjóðir trygg- ingafélaga orðið að óhugnanlegri pen- ingamaskínu. Skrif- '-^fiega hefur örorku- nefndin viðurkennt að þeir fari ekki eftir stjórnarskránni og misnota jafnræðis- reglu hennar er þeir mismuna tjónþolum. Texti matsbeiðni þeirra um samþykki tjónþola við því að nefndin afli sjálf gagna beint frá læknum, sjúkrastofnunum og öðr- um opinberum aðilum er ólöglegur og ekki samkvæmt reglugerð. Þá er textinn einnig ólöglegur því sumir fá að strika yflr hann en aðrir ekki. En hverjir fá sérmeðferð hjá örorkunefndinni með því að strika --Ujflr hann? Eru það vinir og vanda- menn? Alþingismenn verða að at- huga þetta. Því svona mismunun gagnvart slösuðum er ekki verjandi. I reglugerð örorkunefndar stendur, að þeir verði að óska eftir við mats- beiðanda eða tjónþola að leggja fram viðbótargögn, eins og siðaðir menn gera, enn ekki stela sjúkra- skrám. Þá skrifaði örorkunefndin að í hvert sinn sem hún aflar upplýsinga úr sjúkraskrám eða skýrslum sjúkrahúsa stendm- læknir að slíkri beiðni. Þetta er ekkert annað en gróf fölsun, því ég hef það staðfest skrif- lega frá forstöðulækni Sjúkrahús Reykjavík- ur að örorkunefndin fór ekki skriflega fram á að fá sjúkraskrár mínar. Þeir stálu þeim bara og hvað þá að þeir hafi kvittað fyrir eins og lög gera ráð fyrir. Og ekki höfðu þeir samþykki mitt og ekki fékk ég lögbund- inn andmælarétt stjórnsýslulaga, sem þeir viðurkenna að hafa brotið á mér mörgum sinnum, þegar hvorki mér né lögmanni mínum var gefinn kostur á að tjá okkur um stolnu sjúkragögnin áður en þeir notuðu þau og fölsuðu upp úr einni sjúkra- skránni lömun. Að þurfa að lesa frá örorkunefnd, að hafa verið lamaður á tvíhöfðavöðva er fáránlegt og síð- an að lesa frá þeim í bréfi til Land- læknisembætisins að þeir hafi að sjálfsögðu gert sér grein fyrir að ég væri ekki lamaður á tvíhöfðavöðva er stór furðulegt. Hvað á að gera við nefnd er bullar svona? Ég fékk dómskvaðningu mats- manna í Héraðsdómi Reykjavíkur í ágúst 1999 og þar er staðfest að ör- orkunefndin fór vísvitandi með rangt mál er þeir fölsuðu veikleika upp úr stolinni sjúkraskrá minni. Guðmundur Ingi Kristinsson Örorka Af hverju senda tryggingafélögin nær öll mál til örorkunefnd- ar? spyr Guðmundur Ingi Kristinsson. Ekki af góðmennsku við tjónþola, heldur vegna þess að þau eru ánægð með niðurstöður hennar og það segir allt sem segja þarf. Ég fékk 75% örorku og 45% miska frá dómskvaðningunni. En aðeins 30% örorku og 30% miska frá ör- orkunefnd og það þrátt fyrir að ör- orkunefndin segði mig svo alvarlega slasaðan að því eina framtíðarstarfí sem ég mögulega væri fær um að vinna mætti ekki fylgja líkamleg áreynsla eða álag. Hafið þið heyrt það betra? Þá fór örorkunefndin fram á það við röntgenlækni sem kom að mínu máli á slysadeild SHR vegna um- ferðarslysins 1993 að hann endur- skoðaði fyrri niðurstöður sínar rúm- um fjórum árum síðar, eða í ágúst 1998. Þessi röntgenlæknir kom fram með allt aðra niðurstöðu við þessa endurskoðun en hann hafði gert fyrir mig 1993. Hvor þeirra er þá rétt og það sem er enn undar- legra var, að þegar þeim var bent á að þetta væri ólöglegt vegna van- hæfi hans og vegna læknalaga sögðu þeir að þrátt fyrir ítarlega umfjöllun um gögn málsins hafi þeim verið ókunnugt um að hann hefði áður komið að mínum málum. Þetta er ekkert annað en lýgi því yfirlæknir slysadeildar Borgarspít- ala 1993 var annar örorkunefndar- læknirinn og starfsmaður VÍS 1992-3 eða í sjö mánuði. Honum bar því skylda til að athuga þetta. Strax og hann sá fyrri niðurstöðu undir- manns síns, sem á stóð Borgarspít- ali. Þá segir umboðsmaður Alþingis árið 1994 að um meðferð einkamála verði að telja, að nefndarmaður ör- orkunefndar sé vanhæfur til með- ferðar máls hafi hann áður annast læknisskoðun á aðila málsins og lát- ið í Ijós mat sitt á ástandi sjúklings. Beiðni VIS til örorkunefndarinn- ar í mínu máli var einnig ólögleg og það viðurkennt ■ skriflega af þeim, því hún á að vera nákvæmlega eins og frá örorkunefnd. Tjónþolar sem eru óánægðir með niðurstöðu ör- orkunefndar látið athuga þetta. Ör- orkunefndin gaf manni 10% örorku, en dómstólar sögðu þetta fáránlegt og úrakurðuðu honum 100%. Örork- unefnd gaf 7% örorku, dómstólar 70%. Er furða að maður velti því fyrir sér fyrir hverja þessir menn eru að vinna, því þeir lögðu mig í einelti og það þrátt fyrir hversu illa slasaður ég var eftir tvær stórað- gerðir á hrygg og fl. Það á að vera lámarks krafa að þessir menn fari að lögum og séu hlutlausir og slas- aðir geti lagt sig alla fram um að ná heilsu, en þurfi ekki að vera að berj- ast við óheiðarlega og vanhæfa ör- orkunefnd sem er skipuð af ríkinu. Því eiga tjónþolar og lögmenn þeirra að hafna örorkunefnd. Strik- ið annars út ólöglega klausu þeirra, sem þeir hafa til að geta stolið sjúkraskrám. Þingmenn (ráðherrar einnig) endurskoðið allar niður- stöður örorkunefndar og kannið og sjáið með eigin augum mismuninn á örorku sem þeir gefa og örorku er dómstólar gefa. Af hverju senda tryggingafélögin nær öll mál til ör- orkunefndar? Ekki af góðmennsku við tjónþola, heldur vegna þess að þau eru ánægð með niðurstöður hennar og það segir allt sem segja þarf. Frá 2. desember 1998 hefur kvörtun mín vegna örorkunefndar, tölvunefndar, yfirstjórnar Sjúkra- húss Reykjavík og fl. verið hjá Um- boðsmanni Alþingis. Það í nær 17 mánuði og það vegna fjárleysis og málafjölda hjá honum. Niðurstaðan er að koma frá honum á næstu dög- um og þarf að vera komin áður en þingmenn fara í sumarfrí. Svo að þeir vonandi sjái hversu alvarleg meinsemd þessi öroi’kunefnd er. Höfundur er öryrki. tískuhús ‘ PP * . | Lifleöf áötulif á Löneum (aueardeei Kynnum bað Verslunin hættir mm frá Poiaroid Síðustu ðagar! Allt á að seljast! Opið frá kl. 10-18 Laugavegi 101, sími 562 1510 (á móti Tryggingarstofnun) Lítil hljómlistarsveit verður á sveimi með nýja og hressa tðnlist. The Mighty Gareth verður með sínar einstöku götusýningar og sýnir listir sem enginn leikur eftir. Ótrúlegar tískusýningar sem hata ekki sést áður Dansarar sýna nýjustu dansana ásamt ótal öðrum uppákomum, sem eiga að koma á óvart. ,fi f GLERAUGNABÚDIN ’ I| tfelmomKajdlct j Laugavegi 36 Sími 551 1945 ésvieí$f>si ogr áMófáœeyityeá&e. ^XfáeeirX oe&essiére eé Úé QA 'ssipiáfzaepcr e 'ffSt/'ff-j/f'ff'/f OV StffffSTStStf IfrnMm,. H líniSiléreft t)Q//AnOVA B SPAKS manns SPJ ARI R mm tella unniTði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.