Morgunblaðið - 05.05.2000, Síða 33

Morgunblaðið - 05.05.2000, Síða 33
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. MAÍ 2000 33 LISTIR Leir, gler og málmur MYNDLIST Stöðlakoí, Bókhlöðust í g LEIRLIST - HELGA JÓHANNESDÓTTIR Til 7. maí. Opið daglega frá kl. 15-18 nema mánudaga. HELGA Jóhannesdóttir sýnir á báðum hæðum Stöðlakots ýmsar teg- undir bakka, platta, stöpla og högg- mynda. Flest eru verk hennar njhja- hlutir á leið úr röðum notagildis í áttina til skrautheima. Þegar jafn nytjatengd list og leirlistin hefur sig upp yfir uppruna sinn verður tvennt að gerast. Leirlistarmeistarinn verður að sanna að hann geti óragur róið á önnur mið en brúksgrunnið, en hann verður að forðast um leið allt óhófið sem því íylgir að hleypa heimdraganum. Helgu tekst hvorugt. Verk hennar eni umbreyttir nytjahlutir án þess að notagildið sé marktækt. Þá eru borin í þau slík kynstur af misjöfnum efni- viði, lit og mynsturgerðum að allt formrænt inntak fer veg allra vega og kafnar í þrúgandi ofhlæði. Þetta er slæmt því ef það er eitthvað sem íslenskan listheim vanhagar ekki um þá er skrautið. Pjatt, punt, sætleiki og prjál liggur eins og of feit mara á listmenningu okkar, til þess eins - að því er best verður séð - að listamenn geti smjaðrað sem árangursríkast fyrir smekklausum almenningi. En Helga er ekki ein um að ganga með barokkgerilinn í maganum. Varla er að finna bók eða bækling, bunustokk eða byggingu sem ekki er að drukkna í formleysu eins og súr- volgar kremtertur. Þörf okkar fyrir prjál virðist vera í réttu hlutfalli við sykurátið. Það eru ekki bara tennur okkar sem skemmast; torgin í bæjum okkar og borg eru mörg hver ónýt af óþarfa íburði, pírumpári og dinglum- dangli sem útiýmir öllu heilbrigðu látleysi. Stundum mætti ætla að smekkvísi okkar hefði hlotið eldskírn sína á spilavítunum í Las Vegas. Svo bókmenntamenn skilji hvert ég er að fara þá má líkja stórum hiutá Morgunblaðið/Halldór Runólfsson Frá sýningu Helgu Jóhannesdóttur í Stöðlakoti við Bókhlöðustíg. íslenskrar mynd-, nytja- og skipu- lagslistar - síðustu áratugina - við of- stuðlun og óhóf í myndlíkingum. Væru íslenskar bókmenntir betri hefði Sfefán Hörður Grímsson tekið framgangsmáta Bing Crosby eða Liberace sér til fyrirmyndar? Hvað Helgu Jóhannesdóttur áhrærir þá er leið hennar út úr ógöngunum næsta borðleggjandi. Hún þai’f einungis að gera minna og hugsa meira um það minna sem hún gerir. Hvort slíkar ráðleggingar hitta í mark er svo ann- að mál. En enn og aftur; hún er ekki ein um að þurfa að fara í listrænt fitu- sog. Þjóðin öll þarf að endurheimta þær látlausu og hrífandi línur sem finna má í fegurstu sveitakirkjum okkar frá liðnum öldum. En til þess þarf hún að ná af sér allmörgum aukatonnum af smekkleysu og óþarfa bruðli. Halldór Björn Runólfsson Vélarstærð Hestöfl ABS Loftpúðar 1800 cc 112 já 2 Breidd Verð frá 1.589.000 kr. Hnakkapuoar 5 Hatalarar 4 Lengd 4,60 m 1.77 m Peugeot 406 er aðlaðandi bifreið hvernig sem á hana er litið. Sumir heillast af frábærum aksturseiginleikum, aðrir af fágaðri útlitshönnuninni og öryggi bílsins er í margra augum það sem skiptir mestu máli. Peugeot 406 er stór bíll á verði smábíls, - kjörgripur á hjólum. y " ' ' ' ' ' Gunnar Bernhard ehf. Vatnagörðum 24 • s. 520 1100 Sýningar og prufubílar eru einnig á eftirtöldum stöðum: Akranes: Bílver s. 431 1985, Akureyri: Bílasala Akureyrar s. 461 2533, Vestmannaeyjar: Bilaverkstæðið Bragginn s. 481 1535, Keflavík: Bílavík ehf. s. 421 7800. PEUGEOT
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.