Morgunblaðið - 05.05.2000, Blaðsíða 42
42 FÖSTUDAGUR 5. MAÍ 2000
MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 5. MAÍ 2000 43
STOFNAÐ 1913
ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík.
FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson.
RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
STOFNFUNDUR
SAMFYLKINGAR
SAMFYLKINGIN verður gerð að formlegum stjórn-
málaflokki, á stofnfundi, sem hefst í dag og lýkur á
morgun. Með því verða ákveðin þáttaskil í íslenzkum
stjórnmálum, þótt hin sögulegu tímamót hafi orðið, þegar
Alþýðuflokkur, Alþýðubandalag, Kvennalisti og Þjóðvaki
tóku ákvörðun um að bjóða sameiginlega fram við síðustu
alþingiskosningar undir nafni Samfylkingarinnar.
Vinstri menn bundu miklar vonir við myndun Samfylk-
ingarinnar sem kosningabandalags fyrir síðustu kosning-
ar. Þær vonir beindust að því, að þeim mundi takast að
skapa stjórnmálaafl, sem gæti komizt nálægt Sjálfstæðis-
flokknum að stærð. Þær vonir urðu ekki að veruleika í al-
þingiskosningunum á síðasta ári og skoðanakannanir und-
anfarna mánuði hafa bent til þess að Samfylkingin eigi
mjög í vök að verjast.
Strax haustið 1998, þegar fyrstu drög að stefnuskrá
Samfylkingarinnar voru kynnt, varð ljóst að hin nýja
stjórnmálahreyfing mundi eiga í erfiðleikum með að ná
áttum. í kosningabaráttunni klúðraði Samfylkingin þeirri
vígstöðu, sem hún þó hafði náð með sameiningunni með
afdrifaríkum hætti.
Á því ári, sem liðið er frá alþingiskosningunum hefur
hallað undan fæti hjá Samfylkingunni. Til þess geta legið
margar ástæður. Augljóst er að forystuleysi hefur háð
Samfylkingunni mjög en jafnframt hefur talsmönnum
hennar ekki tekizt að koma því til skila hver baráttumál
hennar eru og verða. Stefna Samfylkingarinnar hefur ver-
ið óljós. ímynd stjórnmálahreyfingarinnar þokukennd.
Verkefni stofnfundarins, sem hefst í dag, verður fyrst
og fremst tvíþætt; að skipa hinum nýja stjórnmálaflokki
forystu, sem talað getur í nafni flokksins með fullt umboð
að baki sér og leggja grundvöll að stefnu, sem getur skap-
að flokknum einhverja sérstöðu í íslenzkum stjórnmálum.
Kjósendur þurfa að vita hvað þeir eru að kjósa þegar þeir
kjósa Samfylkinguna. Það vita þeir ekki nú og vissu ekki í
síðustu kosningum.
Flokkar á borð við Samfylkinguna, sem byggja á sósíal-
demókratískum og að einhverju leyti á sósíalískum grunni
hafa átt í ákveðnum tilvistarvanda eftir hrun sósíalismans
oguppgang markaðskerfisins.
Áður var tvennt, sem einkenndi þessa flokka og skapaði
þeim sérstöðu. Þeir börðust fyrir auknum ríkisafskiptum
og þeir börðust fyrir bættum kjörum verkafólks.
Trú hins almenna borgara á ríkisafskipti er horfin og
krafan er alls staðar sú, að hverfa frá þeim í eins ríkum
mæli og hægt er. Hvernig geta þessir flokkar lagað sig að
þeim breyttu aðstæðum án þess að verða einhvers konar
eftirlíking af hægri flokkunum, sem alltaf hafa barizt
gegn ríkisafskiptum?
Baráttan fyrir bættum kjörum verkafólks var nánast
alla öldina kjarninn í stefnu þessara flokka og tryggði
þeim ákveðna virðingu. Nú eru aðstæður á vinnumark-
aðnum gjörbreyttar. Mikill hluti launþega býr við viðun-
andi kjör og í sumum tilvikum góð kjör. Við þær aðstæður
reynist þessum flokkum erfitt að finna sér nýtt hlutverk.
Vinstri grænir, sem hafa markað sér bás til vinstri við
Samfylkinguna, hafa náð að skapa sér ímynd, sem flokkur
róttækra umhverfissinna og þannig náð að endurspegla
nýja strauma í samfélaginu.
Þetta þýðir, að flokkur á borð við Samfylkinguna lendir
á milli flokkanna til hægri og vinstri og á í erfiðleikum
með að hasla sér völl.
Tony Blair, forsætisráðherra Breta og leiðtogi Verka-
mannaflokksins, leysti þennan sama vanda fyrir Verka-
mannaflokkinn með því að skapa sér þá ímynd, að hann
væri að móta nýjan Verkamannaflokk, sem ræki nútíma-
lega stefnu. En er nokkuð á bak við þá ímynd annað en
orðin tóm? Hefur Verkamannaflokkurinn í Bretlandi
markað nýja stefnu í einhverjum málaflokkum, sem máli
skipta? Hefur Jafnaðarmannaflokki Schröders í Þýzka-
landi tekizt að móta nokkra nýja stefnu í þýzkum stjórn-
málum?
Þess sjást engin merki. Þess vegna þarf kannski engum
að koma á óvart, að Samfylkingin standi frammi fyrir
þessum sama vanda og að lausnin sé ekki auðfundin.
En væntanlega mun stofnfundur hins nýja flokks gefa
einhverjar vísbendingar um hvaða svör íslenzkir jafnað-
armenn hafa við þessum spurningum og vandamálum,
sem skoðanabræður þeirra í nánast öllum nálægum ríkj-
um standa frammi fyrir.
Samfylkingin bindur miklar vonir við stofnun nýs flokks en búist er við ágreiningi um Evrópumál á stofnfundinum
„Það er nú
eða aldrei“
Fylgismenn Samfylkingarinnar binda miklar
vonir við stofnfund nýs stjórnmálaflokks í
dag. I grein Ómars Friðrikssonar kemur
fram að búist er við hvössum umræðum um
tillögu Félags frjálslyndra jafnaðarmanna
um fulla aðild Islands að Evrópusambandinu.
Ungir jafnaðarmenn leggja til að flokkurinn
fái nafnið Jafnaðarflokkurinn.
ETTA verður mikil hátíðar-
og gleðisamkoma," segir
samfylkingarmaður í samtali
við Morgunblaðið um stofnf-
und hins nýja stjórnmálaflokks Sam-
fylkingarinnar, sem hefst með setn-
ingarathöfn í Borgarleikhúsinu kl. 10 í
dag. Engum blöðum er um það að
fletta að það eru söguleg tíðindi í ís-
lenskum stjórnmálum þegar jafnaðar-
og vinstrimenn úr Alþýðuflokki og Al-
þýðubandalagi, sem eldað hafa grátt
silfur í áratugi, ganga til formlegrar
stofnunar nýs stjómmálaflokks á
grundvelli samkomulags sem A-flokk-
arnir og Kvennalistinn hafa náð.
Af samtölum við forystu- og fylgis-
menn Samfylkingarinnar er þó greini-
lega ofarlega í huga Samfylkingar-
fólks að reynt verði að nota þetta
tækifæri til að ná samtökunum úr
þeirri miklu fylgislægð sem þau hafa
verið í á undanförnum misserum.
Mestu skipti að vakin verði athygli á
Samfylkingunni í stjórnmálaumræð-
unni og sköpuð trú á að hún sé að rétta
úr kútnum. Allt skipulag stofnfundar-
ins er raunar hugsað í því skyni.
Strax í lok setningarhátíðar fyrir
hádegi í dag verða kynnt úrslit í for-
mannskosningu á milli þeirra Ossurar
Skarphéðinssonar og Tryggva Harð-
arsonar. Að öðru leyti er fundurinn að
mestu leyti helgaður almennum
stjómmálaumræðum. Umræður fara
m.a. fram í sjö málstofum um hins
ýmsu mál síðdegis í dag og í kvöld og á
morgun er reiknað með miklum um-
ræðum um stjórnmálaályktun fundar-
ins og framtíðarhlutverk og stefnu
hins nýja flokks.
Getum hætt að tala um umbúðir
og farið að tala um innihald
„Nú getum við hætt að tala um um-
búðir og farið að tala um stjórnmálin,
innihaldið sjálft," segir Eiríkur B. Ein-
arsson, formaður Félags frjálslyndra
jafnaðarmanna.
„Það er sáralítil undiralda í gangi
fyrir þennan fund,“ sagði annar sam-
fylkingarmaður sem hefur langa
reynslu af átakasömum landsfundum.
„Fundurinn er lagður upp þannig að
við sækjum okkur veganesti úr ýms-
um áttum til þess að vera undir það
búin að verða sá stóri og öflugi flokkur
sem að er stefnt," segir Einar Már
Sigurðarson, formaður undirbúnings-
nefndar fundarins.
„Ég tel að þetta sé mikið tækifæri
fyrir Samfylkinguna, kannski síðasta
tækifærið, að koma fram sem heil-
steyptur flokkur með vandaða stefnu
og sterka forystu. Það er nú eða
aldrei,“ segir Ágúst Einarsson pró-
fessor. „Ég hugsa að pólitíkin muni
fyrst og fremst koma fram í ræðu
væntanlegs formanns strax í upphafi
stofnfundar og svo í starfi málstofanna
eins og þær eru lagðar upp,“ segir
hann.
„Ég vænti mjög mikils af stofnun
formlegs flokks vegna þess að það er
erfiðara að vera með lausbeislaða fylk-
ingu. Við þurfum öflugt bakland og
formleg félög sem taka þátt í mótun
pólitískrar stefnu okkar,“ segir Mar-
grét Frímannsdóttir sem verið hefur
talsmaður Samfylkingarinnar og gef-
ur nú kost á sér í varaformanns-
embætti hins nýja flokks. Athygli vek-
ur að ekki skuli gert ráð fyrir
samþykkt ályktana í helstu málaflokk-
um á þessum fundi eða skýrri stefnu-
mörkun fyrir hinn nýja flokk. Afgreiða
á þó stjórnmálaályktun á fundinum á
morgun, sem nokkrir þingmenn Sam-
fylkingarinnar hafa samið drög að en
mikil leynd hvílir yfir.
„Við höfum okkar málefnaskrá frá
síðustu kosningum og samkomulag
milli þeirra flokka sem að Samfylking-
unni standa. Þetta er stofnfundur en
við verðum með málstofur og saman-
tekt úr þeim verður góður grundvöllur
fyrir vinnuna sem framundan er,“ seg-
ir Margrét Frímannsdóttir.
Ágúst Einarsson segir það miður að
ekki var farið í málefnavinnu innan
Samfylkingarinnar strax í kjölfar
kosninganna í fyrra. „En það þýðir
ekkert að horfa til baka heldur verður
bara að líta fram á við og ég held að
svona sé þetta langbest, að það komi
bara fram mjög skýr stefnumörkun af
hálfu hins nýja formanns, fólk fylki sér
að baki hans og taki þennan slag og að
Samfylkingin verði alvöruflokkur. 20-
25% lu-eyfing er einskis virði í mínum
huga. Þetta verður að vera afl sem
verður með a.m.k. 35% fylgi og leiðir
næstu ríkisstjórn," segir Ágúst.
Ágreiningur um tillögu um
aðild að Evrópusambandinu
Þótt ekki sé gert ráð fyrir að fund-
urinn samþykki stefnu í hinum ýmsu
málaflokkum er þegar orðið ljóst að
miklar og hvassar umræður munu fara
fram á stofnfundinum um Evrópumál
eftir að í ljós hefur komið að Félag
frjálslyndra jafnaðarmanna hefur
ákveðið að leggja ályktun um aðild að
Evrópusambandinu fyrir fundinn.
Mjög skiptar skoðanir eru um
hversu ákveðna stefnu flokkurinn á að
marka sér varðandi aðild að ESB á
þessu stigi. í stefnuyfirlýsingu Sam-
fylkingarinnar fyrir kosningar í iyrra
sagði að stöðugt þyrfti að fara fram
umræða um stöðu Islands í Evrópu en
ekki væri áformað að ísland sækti um
aðild að ESB á kjörtímabilinu.
Félag frjálslyndra jafnaðarmanna
kom saman á dögunum og samþykkti
ályktun í Evrópumálum sem lögð
verður fram á stofnfundinum, þar sem
lagt er til að Samfylkingin taki af skar-
ið og samþykki í stjórnmálaályktun
fundarins skýra stefnu um að Island
gangi í Evrópusambandið. Þessi til-
laga hefur þegar valdið töluverðum
titringi innan Samfylkingarinnar.
Hin nýstofnuðu Samtök ungra jafn-
aðarmanna hafa einnig ályktað í sömu
veru en þau eru stærsta einstaka að-
ildarfélag Samfylkingarinnar, með um
3.500 félagsmenn, skv. upplýsingum
Vilhjálms H. Vilhjálmssonar, for-
manns samtakanna.
Ályktun Félags frjálslyndra jafnað-
armanna í Evrópumálum er svohljóð-
andi: „ísland er óaðskiljanlegur hluti
alþjóðasamfélagsins og á að taka þátt í
athöfnum þess á jafnréttisgrundvelli.
íslendingar eru Evrópuþjóð og eiga
heima í samfélagi lýðræðisþjóða
Evrópu. Þannig ber stjómvöldum að
sækja um fulla aðild að Evrópusam-
bandinu, stærsta og öflugasta lýðræð-
isbandalagi heims. Niðurstöður samn-
inga verði lagðar fyrir þjóðina í
atkvæðagreiðslu."
„tít í hött að ætla að þvinga
svona tillögu í gegn“
„Við viljum að þessi fundur taki af
tvímæli um að jafnaðarmenn séu
Evrópusinnar,“ segir Eiríkur B. Ein-
arsson. „Ég tel það vera grundvallar-
mál fyrir Samfylkinguna, að hún fari
að átta sig á hvar hún vill vera í ís-
lenskum stjórnmálum. Helsti akkiles-
arhællinn fram að þessu hefur skiljan-
lega verið sá, að menn hafa ekki haft
umboð til að tala nægjanlega skýrt, en
með þessum fundi lýkur því. Þess
vegna hlýtur Samfylkingin að verða
mun beittara stjómmálafl fyrir vikið,“
segir Eiríkur.
„Mér finnst tillagan vera fljótfærn-
isleg. Nú emm við komin með gagn í
hendurnar sem er skýrsla utanríkis-
ráðhema sem gerir okkur fært að
ræða málin miklu raunhæfar en áður
og til hlítar. Mér finnst frjálslyndu
jafnaðarmennimir falla ofan í þann
pytt, sem flestir hafa fallið í, að
Evrópuumræðan sé mjög einföld,
snúist um fáa hluti og þetta blasi allt
saman við. Fyrir mér er þetta alls ekki
svona. Evrópuumræðan og staða okk-
ar í Evrópusamfélaginu er mjög viða-
mikið og flókið mál, sem snertir nánast
alla samfélagsgerðina. Það er alveg
augljóst að það er engin sátt um þau
mál hér á landi. Mér finnst algerlega
út í hött að ætla að þvinga svona tillögu
í gegn á stofnfundi Samfylkingarinnar
vegna þess að við eigum eftir mjög
mikla og djúpa umræðu og kynningu á
málinu," segir Ari Skúlason,
framkvmdastjóri ASÍ. „Mér finnst
mjög rangt að taka afstöðu í svona
máli að vanhugsuðu máli og málið er
enn vanhugsað," bætir hann við.
Engar byltingarkenndar
breytingar á þessum fundi
„Það er löngu tímabært að stjórn-
málaflokkar taki þetta mál fyrir með
skilmerkilegum hætti.
Skýrsla utanríkisráðherra er mjög
góður grunnur til að byggja á en ég tel
nauðsynlegt fyrir Samfylkinguna, sem
og önnur stjórnmálaöfl, að taka þessa
skýrslu rækilega fyrir, kafla fyrir
kafla, ræða málið innan flokks í sumar
og óska svo eftir umræðu aftur í
haust,“ segir Margrét Frímannsdótt-
MIKIL umræða hefur farið fram á
um hin ýmsu málefni fyrir stofnfund
Samfylkingarinnar í umræðuhópi á
vefsíðu samtakanna Samfylking.is.
Hér má sjá sýnishorn af skoðana-
skiptunum.
Aðild að Evrópusambandinu
Svala Jónsdóttir: Það virðast vera
margir sanntrúaðir Evrópusinnar
innan raða Samfylkingarinnar, en ég
er ein af þeim sem efast og svo er enn
um veruiegan hluta þjóðarinnar.
Ari Skúlason: Þótt ég sé sammála
því að fsland eigi að sækja um aðild
að ESB verð ég að lýsa undrun minni
á tillögu Félags fijálslyndra jafnað-
armanna sem mér finnst afleit að
mörgu leyti. Hreinn Hreinsson: Ég er
satt að segja mjög hissa á afstöðu
þinni Ari Skúlason og vænti þess að
hér sé um fyrirstofnfundarspennu að
ræða en við verðum samt að muna að
sameiningarferlinu er að Ijúka og
klofningshræðslan með sinni lamandi
hönd má ekki taka völdin enn á ný.
Eirfkur B. Einarsson: í skýrslu ut-
anrfkisráðherra um málið kom ekk-
ert nýtt fram, sem ekki var vitað áð-
ur. Það er rangt að þjóðin sé ekki
tilbúin að sækja um aðild.
Morgunblaðið/Kristinn
Kjörstjórn Samfylkingarinnar kom saman í gær til að flokka atkvæði í formannskjörinu og aðrir starfsmenn unnu
að undirbúningi stofnfundarins í Alþýðuhúsinu við Hverfisgötu.
ir. Hún telur ekki tímabært að af-
greiða ályktanir í þessu máli nú á
stofnfundi flokksins.
„Ég á von á að fram komi skýrar yf-
irlýsingar um Evrópumál. Það þýðir
raunverulega að innan Samfylkingar-
innar er sú ákvörðun að mótast að við
eigum að sækja um aðild þegar búið er
að skilgreina og ná samstöðu um
samningsmarkmið,“ segir Ágúst Ein-
arsson.
„Við eigum að framfylgja þeirri
stefnu sem mörkuð var á síðasta ári og
fara í almennilega umræðu um stöðu
okkar. Nú gefst tækifæri til að hefja
þá umræðu, meðal annars með því að
fara gaumgæfilega í gegnum skýrslu
utanríkisráðherra. Við lítum svo á að
það sé aðeins upphafið að ferli sem
getur staðið í einhver misseri,“ segir
Þórunn Sveinbjarnardóttir þingmað-
ur.
Guðmundur Árni Stefánsson segir
að ályktun Félags frjálslyndra jafnað-
armanna gangi talsvert langt í Evr-
ópumálunum. „Ég held að menn muni
taka öllu markvissari skref í pólitískri
skírskotun en gert var í síðustu kosn-
ingabaráttu, en það verða ekki tekin
nein risaskref í þeim efnum. Ég held
að menn muni frekar hnykkja á sjón-
armiðum í Evrópumálum o.fl. en það
verða engar byltingarkenndar breyt-
ingar gerðar frá því samkomulagi sem
flokkarnir urðu ásáttir um í aðdrag-
anda síðustu kosninga," segir hann.
Vilhjálmur H. Vilhjámsson bendir á
að Samtök ungra jafnaðarmanna hafi
samþykkt að jgfnaðarflokkurinn eigi
að hafa á stefnuskrá sinni að sótt verði
um aðild að ESB og niðurstaðan úr að-
ildarviðræðum verði svo borin undir
þjóðaratkvæði. „Það er enn bjargföst
skoðun okkar og við munum leggja
það til á þessum fundi,“ segir hann, en
telur þó ólíklegt að þessi tillaga verði
afgreidd á stofnfundi, heldur verði
málinu vísað til áframhaldandi um-
ræðna og afstaða tekin í framhaldi af
því.
„Þriðja leiðin“ eða hefðbundin
jafnaðarstefna?
Hvar ætlar svo hinn nýi flokkur að
staðsetja sig í stjórnmálum? Hvers
konar flokk er verið að búa til? Svörin
eru á ýmsa lund. Athygli hefur vakið
að Össur Skarphéðinsson hefur lýst
yfir að flokkurinn eigi að taka mið af
franska sósíalistaflokknum og honum
hugnist ekki sú endurnýjun sem
breski Verkamannaflokkurinn er að
ganga í gegnum undir forystu Tonys
Blairs. Ljóst er af samtölum við sam-
fylkingarfólk að nokkuð mismunandi
skoðanir eru á því hvort hin nýju
stjórnmálasamtök eigi að ráðast í
samskonar endurnýjun og jafnaðar-
mannaflokkar í flestum öðrum þing-
ræðislöndum eru að ganga í gegnum á
seinustu árum. Hvort fara eigi hina
svokölluðu „þriðju leið“ breska Verka-
mannaflokksins og inn á „hina nýju
miðju“ eins og þýskir jafnaðarmenn
nefna endurnýjun jafnaðarstefnunnar,
eða halda sig á hinn bóginn við hefð-
bundna jafnaðarstefnu að skandina-
vískri og franskri fyrirmynd.
„Samfylkingin er evrópskur jafnað-
armannaflokkm’. Þessir flokkar hafa
gengið í endurnýjun lífdaganna á und-
anförnum árum og ég held að Sam-
fylkingin sé engin undantekning frá
því. Persónulega lít ég til Bretlands og
þess sem Verkamannaflokkurinn þar
hefur gert. Hann hefur fært sig yfir í
að vera kjósanlegur frá því sem hann
var áður; algerlega ókjósanlegur fyrir
stóran hluta almennings. Nútímaleg
jafnaðarmannastefna í anda Anthonys
Giddens er það sem Samylkingin þarf
að tileinka sér,“ segir Eiríkur.
Innihaldslaust og tómt
að finna hliðstæður
„Mér finnst innihaldslaust og tómt
þegar menn eru að fara í einhverjar
smiðjur og finna einhveijar hliðstæð-
ur. Þessir jafnaðarmannaflokkar í
Evrópu hafa tekið breytingum sjálfir
en meginatriðið er að við erum að
stofna breiðan jafnaðarmannaflokk
sem mun vafalaust spanna breitt litróf
í afstöðu til dægurmála. En það er ekki
nokkur spuming um það að þetta er
flokkur sem er vinstra megin við miðju
og ætlar að vera raunverulegt mót-
vægi við hægriflokkana í íslenskum
stjórnmálum," segir Guðmundur Árni.
„í mínum huga á hann [nýi stjórn-
málaflokkurinn] að vera jafnaðar-
mannaflokkur í evrópskum skilningi,
eins og þeir hafa þróast á undanförn-
um árum. Þeir hafa haft stærðina fram
yfir íslenska systurflokka en þeir hafa
líka gengið í gegnum endurnýjun hug-
myndafræði og lagað sig að nýjum að-
stæðum. í mínum huga á Samfylking-
in að tileinka sér þessa strauma," segir
Ágúst Einarsson.
„Ég hef lengi verið þeirrar skoðun-
ar að allt tal um vinstri og hægri sé
löngu úrelt. Sem femínisti hef ég
aldrei staðsett mig sérstaklega til
vinstri eða hægri í pólitík. Ég tel að að-
alverkefni Samfylkingarinnar sé að
vera stjórnmálahreyfing, sem gengur í
takt við tímann. Ég held að vandi ís-
lenskra stjórnmála og lýðræðislegrar
umræðu í landinu sé sá að það er óra-
langt á milli þess sem er að gerast í
samfélaginu og gamalla og gamaldags
Mikil skoðana-
skipti á
Húlmfriður Sveinsdúttir: Þjúðin er
vissulega ekki tilbúin til að S AM-
ÞYKKJA aðild að svo stöddu máli en
ég er sannfærð um að við (þjúðin) er-
um komin á þann tímapunkt (kannski
fyrir löngu) að stjúrnvöld eigi að
leggja inn umsúkn um aðildarvið-
ræður.
Vilmar Pétursson: Ef við færum
inn gætum við e.t.v. sett fram kröfur
um að tekið væri tillit til okkar sér-
stöðu og þá ekki endilega að auka
styrki til Iandbúnaðar.
Magnús Ámi Magnússon: Það
skyldi þú aldrei vera að íslendingur-
inn myndi sækja sér meira lýðræði ef
ísland gengi í Evrúpusambandið?
Nýtt nafn á flokkinn?
Magnús M. Norðdahl: Samfylking
hefur enga skfrskotun, hvorki til nú-
tfðar eða framtfðar og hvorki til inn-
+
N etinu
lendra eða erlendra strauma í púlitfk.
Þetta er úttalegur bastarður, eins
gott að losa sig við það sem fyrst áður
en það geimeglir sig á flokkinn.
Júhann Geirdal: Eruð þið ekki búin
að fá nóg af því að vera stöðugt að
skipta um heiti, þetta minnir mig
helst á framkvæmdamann sem skipti
alltaf um kennitölu á fyrirtækinu srnu
þegar viðskiptavildin var orðin léleg.
Hrafnkell Tjörvi Stefánsson: Úr
því að menn eru farnir að grafa upp
gömul framboð jafnaðarmanna (sbr.
Sameiningarflokkur alþýðu) legg ég
til nafnið Bandalag jafnaðarmanna,
enda er ég einlægur aðdáandi Vil-
mundar heitins Gyifasonar.
Sigurður Haukur Gfslason: Jafnað-
arflokkur finnst mér vera misheppn-
uð afbökun á orðinu Jafnaðarmanna-
flokkur. Þá getum við alveg eins
kallað flokkinn Verkaflokkurinn.
Kolbeinn Stefánsson: Það er hjá-
kátleg hugmynd að ætla að nefna
flokkinn Verkamannaflokk. Ekki er
það þjálla en Jafnaðarmannaflokkur.
Annað sem ég skil ekki er þessi and-
úð kvennalistans á þessu „manna“
viðskeyti.
Eirfkur Bergmann Einarsson: Sú
þýðing sem notuð hefur verið uppá ís-
lensku um orðið „Social Democrat"
er jafnaðarmennska. Þannig tölum
við um flokka sósfaldemókrata f
Evrúpu sem jafnaðarmannaflokka.
Við ætlum nú að stofna einn slfkan
flokk á íslandi, en hingað til hafa ís-
lenskir jafnaðarmenn starfað í ýms-
um smáflokkum. Hið náttúrulega
heiti flokksins hlýtur því að vera
JAFNAÐARMANNAFLOKKURINN.
Finnur Birgisson: Hvernig væri að
leysa málið með þvf að taka okkur
nafnið Samfylkingjafnaðarmanna?
-Er það ekki einmitt það sem við er-
um? Guðmundur Rúnar Árnason:
...legg ég til að ákvörðun um nafn á
flokkinn verði frestað um úákveðinn
tfma. Málinu verði haldið opnu og f
úvissu. Þar með tryggjum við „mál-
efnalega" umræðu og lifandi um
úkomna tíð og þurfum ekki að vesen-
ast f erfiðari málum.
stjórnmálaflokka, sem höndla ekki
nýja tíma. Ef Samfylkingunni tekst að
höndla nýja tíma og ganga fram sem
málsvari almannahagsmuna, réttlætis
og lýðræðis þá tekst okkur það sem við
ætlum okkur að gera. Það er ekkert
aðalatriði í mínum huga hvort ein-
hverjum öðrum tekst að flokka okkur
meira til hægri eða vinstri. Aðalatriðið
er að við ráðum við þessi flóknu við-
fangsefni og fáum stuðning til þess,“
segir Þórunn Sveinbjamardóttir.
„Það er verið að stofna flokk félags-
hyggju, jafnaðar og kvenfrelsis. Flokk
sem tvímælalaust er vinstra megin við
miðjuna," segir Margrét Frímanns-
dóttir.
, Auðvitað hljótum við að taka mið af
þeim flokkum sem við störfum með í
löndunum í kringum okkur,“ segir
hún. „Störf og stefna stjórnmálaflokks
hljóta þó alltaf að taka fyrst og fremst
mið af því umhverfi sem við búum við,“
bætir hún við.
„ Jafnaðarmenn hafa fyrir löngu fall-
ist á að hér eigi að vera ríkjandi mark-
aðshagkerfi, þótt við viljum ekki endi-
lega játast undir markaðssamfélag.
Við teljum að einstaklingarnir eigi að
keppa sín á milli og þar eigi menn að
vera frjálsir til orða og athafna. Við
eigum að láta ríkisvaldið hafa eftirlit
með þessari samkeppni með mjög
virkum samkeppnisreglum en síðan
eru ýmis önnur svið á borð við mennt-
un og heilbrigði það mikilvæg að gæð-
um þess verður ekki útdeilt þar með
þessum hætti. Við eigum að skilgreina
vel þau verkefni sem ríkið á að hafa
með höndum. Ríkið á ekki að standa í
samkeppnisrekstri heldur láta ein-
staklingana sjá um það en einbeita sér
að því að tryggja öllum mönnum jafn-
an aðgang að menntun og heilbrigði.
Það mun þessi flokkur standa fyrir,“
segir Vilhjálmur H. Vilhjálmsson.
Aðspurður segist Vilhjálmur vera
afskaplega hrifinn af þeim leiðum sem
breski Verkamannaflokkurinn hefur
fylgt og af þeirri „þriðju leið“, sem
kynnt hefur verið til sögunnar þar.
„Ég held að það sé einmitt slíkur
flokkur sem við þurfum á að halda hér
á íslandi," segir Vilhjálmur.
Ólík sjónarmið um tengslin við
verkalýðshreyfínguna
„Ég vona að menn séu að stofna
jafnaðarmannaflokk eins og við þekkj-
um þá að norrænni fyrirmynd," segir
Ari Skúlason. „Þar eru góð tengsl á
milli verkalýðshreyfingar og jafnaðar-
mannaflokkanna. Þau eru reyndar
mjög formleg og föst alls staðar á
Norðurlöndunum," segir hann.
Aðspurður hvort ágreiningur væri
um grundvallarsýn á stefnu Samfylk-
ingarinnar sagði Ari Skúlason að
áherslumunur væri þar á. „Það eru
þarna hópar sem hugsa sem svo að nú-
tíma jafnaðarmannaflokkur hafi ekk-
ert með verkalýðshreyfingu að gera og
eigi ekki að tengjast henni frekar en
einhverjum öðrum hreyfingum. Þau
sjónarmið heyrast og það verður ef-
laust tekist á um þau og það er ekkert
athugavert við það,“ segir Ari.
Tekist á
við kosningar
Þótt ekki sé reiknað með að hörð
átök verði í kringum kosningar í helstu
forystustöður flokksins á fundinum er
þó búist við að að margir muni sækja
stíft að komast í ellefu manna fram-
kvæmdastjórn og að tekist verði á
þegar kosnir verða sex fulltrúar í
framkvæmdastjórn hins nýja flokks á
laugardag. Einnig má reikna með tölu-
verðri spennu í kringum kosningar til
þrjátíu manna flokksstjórnar sem
mun fara með æðsta vald á milli
landsfunda. Enn sem komið er hafa
engir lýst yfir framboði til formennsku
í framkvæmdastjórn en mörg nöfn
verið nefnd í samtölum.
Meðal þeirra sem nefndir hafa verið
í starf ritara eru Steinunn Óskarsdótt-
ir borgarfulltrúi, Örlygur Hnefill
Jónsson lögfræðingur og ungir jafnað-
armenn munu tefla fram Katrínu Júl-
íusdóttur, varaformanni samtaka
þeirra, í embætti ritara.
Ekki búist við mótframboði
gegn Margréti Frímannsdóttur
Fæstir eiga von á mótframboði gegn
Margréti Frímannsdóttur, sem hefur
gefið kost á sér í embætti varafor-
manns. „Það er nokkurs konar þegj-
andi samkomulag um að bjóða ekki
fram gegn henni,“ sagði einn heimild-
armanna. Flestir virðast einnig ganga
út frá því vísu að Össur Skarphéðins-
son verði kjörinn formaður hins nýja
flokks þótt ljóst sé að ekki er einhugur
um formennsku hans innan Samfylk^
ingarinnar. „Það er þó engin spenna í
þessu og hefur aldrei verið,“ segir einn
viðmælenda innan Samfylkingarinnar.
„Ég sé ekki annað en það verði sjálf-
kjörið í flest embætti á fundinum,
nema í framkvæmdastjórnina," sagði
annar.
Setja þarf hinum nýja flokki lög og
hefur mikil vinna farið í undirbúning
að skipulagi flokksins að undanförnu.
Að sögn Ingvars Sverrissonar, fram-
kvæmdastjóra Samfylkingarinnar,
verða afgreidd lög á stofnfundinum en
þau síðan send til laganefndar til frek-
ari skoðunar fram að fyrsta landsfundi
flokksins. Drög að lögum Samfylking-
arinnar verða lögð fyrir fundinn en
þau eru unnin og samþykkt af við-
ræðunefnd A-flokkanna og Kvenna-
lista til kynningar og afgreiðslu. Til að
forðast það að fundartíminn fari allur í
þras um lög og skipulag er aðeins gert
ráð fyrir hálftíma í kynningu og um-
ræðu um lög flokksins á dagskrá fund-
arins.
Ólíkar hugmyndir um breytingu
á nafni Samfylkingarinnar
Samtök ungra jafnaðarmanna ætla
að leggja fram tillögu á fundinum um
að nafni Samfylkingarinnar verði
breytt í Jafnaðarflokkurinn. Miklar
umræður hafa farið fram að undan-
förnu um hvort ástæða sé til að breyta
nafni Samfylkingarinnar, hvort það sé
tímabært og þá hvaða nafn verði fyrir
valinu. Hafa komið fram hugmyndir
um ýmis nöfn s.s. Jafnaðarmanna-
flokkurinn, Jafnaðarflokkurinn, Sam-
fylking jafnaðarmanna, Verkamanna-
flokkurinn o.s.frv. Hér er um
viðkvæmt mál að ræða vegna sögu-
legra tengsla við gömlu stjórnmála-
hreyfingarnar sem standa að Samfylk-
ingunni.
„Persónulega finnst mér eðlilegast
að flokkurinn heiti Jafnaðarmanna'-
flokkurinn en ég get vel skilið að ein-
hverjum finnist það full gildishlaðið.
Ég held að nafnið skipti ekki höfuð-
máli og mun sætta mig við hvaðeina
sem út úr þessu kemur,“ segir Eirikur
B. Einarsson.
„Samfylkingin var aldrei neitt óska-
nafn eins eða neins,“ segir Guðmundur
Árni. „Ég held að það sé spurning um
tíma hvenær jafnaðarmannaheitið
verður komið á Samfylkinguna, hvort
sem það verður á þessum stofnfundi
eða síðar,“ segir hann.
Ari Skúlason er alfarið á móti því að
Samfylkingunni verði gefið nýtt nafn á
stofnfundinum, þótt hann segist telja
rétt að gera það síðar. „Mér finnst al-
veg fáránlegt að eyða tíma á stofnþingi
í að ræða um umbúðir, sem nafn er
auðvitað. Ef skipt verður um nafn á
Samfylkingunnni núna verður það
fullkomlega vanhugsað og við sitjum
svo uppi með það,“ segir Ari.
„Ég hef ekki tekið neina afgerandi
afstöðu í nafnamálinu og finnst nafn á
stjórnmálaflokki ekki vera það sem
skiptir höfuðmáli. Ég tel best að það
verði skoðað fram að fyrsta landsfundi
en ekki verði rasað um ráð fram,“ seg-
ir Margrét Frímannsdóttir.
Engar ákvarðanir verið teknar
um að leggja A-flokkana niður
Engar ákvarðanir hafa verið teknar
um að leggja Alþýðuflokkinn eða Al-
þýðubandalagið niður að sinni a.m.k.,
þrátt fyrir stofnun hins nýja stjórn-
málaflokks. „Gömlu flokkarnir munu
hver um sig afgreiða sín mál áður en til
þess kemur og það tekur einhvern
tíma,“ sagði einn heimildarmanna
blaðsins.
„Flokkarnir hafa tekið þá ákvörðun
að taka þátt í stofnun Samfylkingai’-
innar. Við höfum gengið frá öllum
lausum endum hvað tæknileg atriði,
fjármál og fleira varðar. Hins vegar
eru þessir flokkar til og verða sjálfsagt
til í einhvern tíma,“ segir Margrét Frí-
mannsdóttir. Alþýðubandalagið sam-
þykkti á síðasta landsfundi að taka
þátt í stofnun Samfylkingarinnar en
alþýðuflokksmenn boðuðu til flokks-
þings í gærkvöldi þar sem samþykkja
átti formlega heimild til handa forystu
flokksins að standa að storfnun hins
nýja stjómmálaflokks.
„Hinn nýi flokkur byrjar með
hreint borð,“ segir Einar Már Sigurð-
arson.