Morgunblaðið - 05.05.2000, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 05.05.2000, Blaðsíða 38
'á8 F^ÖÖTÚDAGIÍR 5 MÁÍ ÉÖÓO LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Engir viki- vakar! TOJVLIST Geislaplötnr blásarakvintett REYK JAVÍKUR leikur tónlist frá Færeyjum. Pauli í Sandagerði: Intermezzo nr. 1 fyrir blásarakvintett, Dialogorr fyrir flautu og óbó. Atli Petersen: Tríó fyrir flautu, klarínettu og horn, Blásarakvintett. Kári Bæk: Hug- leiðingar fyrir blásarakvintett. Elegie og Humoresque fyrir fagott og píanó. Kristian Blak: Stjornur fyrir blásarakvintett. Edvard Nyholm Debess: Báðumegin við fyrir einleiksklarínettu. Sunleif Rasmussen: Cantus Borealis fyrir blásarakvintett. Flytjendur: Blásarakvintett Reykjavíkur (Bernharður Wilkinson - flauta, Daði Kolbeinsson - óbó, Einar Jóhannesson - klarínett, Jósef Ognibene - horn, Hafsteinn Guðmundsson - fagott) og Guðríð- ur Sigurðardóttir - píanó. Utgáfa: BIS CD 1085. Heildartími: 69’15. Verð kr. 1.799. Dreifing: Japis. ÞAÐ er ekki á hverjum degi sem hlustendum á Islandi berast til eyrna tónar frá næstu nágrönnum þeirra í suðri, Færeyingum, og um- hugsunarvert er það hversu fá- breytt menningarsamskipti þessara tveggja náskyldu og nálægu þjóða eru. Undirritaður kannaðist t.a.m. aðeins við nafn eins tónskálds, Kristians Blaks, á þessum nýja diski Blásarakvintetts Reykjavikur - og finnst það reyndar heldur aum frammistaða. Þetta metnaðarfulla framtak Blásarakvintetts Reykjavíkur og ýmissa færeyskra aðila er þeim mun kærkomnara þar sem færeysk tón- list heyrist afar sjaldan utan heima- lands síns. Enda mun diskurinn vera fyrsti hljómdiskurinn sem dreift er á heimsmarkaði og er al- farið helgaður færeyskum tónsmíð- um. Þá er ekki beinlínis ónýtt að það sé gert undir merkjum einnar virtustu hljómdiskaútgáfu heims, BIS. Það sem fyrst kemur hlustandan- um á óvart er hið alþjóðlega yflr- bragð þessarar tónlistar. Af ein- hverjum ástæðum ætlast maður alltaf til þess að tónlist fámennra þjóða eigi að bera einhver þjóðleg einkenni. Líkt og þegar erlendir gagnrýnendur fjalla um íslenska tónlist þá er ávallt leitað að hinum séríslenska tóni - og hann jafnan fundinn! En á Cantus borealis er fátt sem minnir á færeyskan dans né þjóðlög. Pauli í Sandagerði (f. 1955) á tvö verk á diskinum, undurfallegt hjarðljóð sem hann nefnir Inter- mezzo og er efnið sótt í jólaguð- spjallið og Dialogorr, hnyttið smá- verk fyrir flautu og óbó. Tríó eftir Atla Petersen (f. 1963) er örstutt en velsmíðað verk - það er ótrúlegt hve miklu má koma til skila á fjór- um mínútum! Blásarakvintett Atla frá 1991 er skemmtileg og áheyrileg tónsmíð þar sem upphafskaflinn og niðurlagið einkennist af fjörugum dansi og millikaflinn er angurvær söngur án orða. Þessi sex mínútna langi þrískipti blásarakvintett er, Blásarakvintett Reykjavíkur. líkt og tríóið, lítill heimur út af fyrir sig. Fullkominn og sjálfum sér nóg- ur. Dansinn er heldur ekki langt undan í verkum Kára Bæks. Seinni kaflinn í Hugleiðingum, Allegro en- ergico, er fjörlegur „sýnkóperaður" dans sem skapar sterka andstæðu við íhugulan fyrri kafla verksins. El- egie og Humoresque sama höfundar fyrir fagott og píanó er sérkennilegt verk sem hefst á þungstígum og dökkum píanóhljómum og impróvís- erandi fagottlínu. Seinni kaflinn, Humoresque, er fjörlegur danskafli. Hljóðritun þessa verks er ekki eins skýr og hinna verkanna og verður til þess að þykkur ritháttur píanór- addarinnar nýtur sín ekki sem skyldi. Verkið Báðumegin við eftir Edvard Nyholm Debess er samið fyrir einleiksklarínettu. Verkið er áhugavert og auðheyrilega geysi- lega krefjandi fyrir einleikarann, Einar Jóhannesson, sem leikur það með fáheyrðum „bravúr“. Kristian Blak á hér verkið Stjornur sem er í fimm köflum og leiðir hlustandann út í himinhvolfið á stjörnubjartri vetrarnótt. Ekki átti undirritaður í neinum erfiðleikum með að fara þessa för með tónskáldinu um him- ingeiminn. Þetta er blæbrigðarík tónlist og lýsandi. Diskurinn endar á titilverkinu, Cantus Borealis, eftir Sunleif Rasmussen. Hljómaveröld tónskáldsins er sérkennileg, verkið er sem könnunarferð á framandi slóðir og framvindan óvænt. Tón- málið virkar alveg nýtt (hlustið t.d. á kóralinn frá 8’03 - 9’40 (nr. 17) þar sem sorgmædd óbólínan svífur yfir hyldjúpri fagottröddinni) og áhrifin eru mögnuð. Sannarlega glæsileg tónsmíð. Af ofansögðu fer varla milli mála að þessi nýjasta útgáfa Blásara- kvintetts Reykjavíkur vakti hrifn- ingu mína og það ekki síður fyrir vandaðan fiutning en áhugaverða tónlist. Við öðru var nú reyndar ekki að búast af þessum ágætu tón- listarmönnum og lausamanni þeiiTa Guðríði Sigurðardóttur píanóleik- ara. Kvintettinn hefur spilað saman í næstum tvo áratugi og að því er best verður heyrt hafa félagar hans náð hinum fullkomna samhljómi - ef hann er þá til. Hópinn má vafalaust telja til mikilvægustu útvarða ís- lensks menningarlífs og það er ánægjulegt að þeir skuli eiga aðild að þessari útgáfu sem stuðlar að því að færeysk fagurtónlist nái til áheyrenda um allan heim. Og eftir árangrinum að dæma er það löngu tímabært. Valdemar Pálsson Burtfar- arpróf í Garðabæ MARGRÉT Ás- geirsdóttir sópr- an heldur tón- leika í sal Tónlistarskóla Garðabæjar á niorgun, laugar- dag, kl. 16. Tón- leikarnir eru liður í burtfar- arprófí Mar- grétar frá skól- anum. Á efnisskrá eru íslensk og er- Iend lög eftir Eyþór Stefánsson, Ragnar H. Ragnar, Huga Guð- mundsson, F. Schubert, W. Tau- bert og L. Arditi og aríur eftir G.F. Hándel, Offenbach og G. Donizetti. _ Píanóleikari er Kolbrún Ósk Óskarsdóttir en einnig leikur Heiða Björg Jóhannsdóttir, nem- andi við skólann, með á klarinett í „Der Hirt auf dem Felsen“ eftir F. Schubert. Söngnám Margrétar hófst árið 1991 með einkanámi hjá Jóhönnu Linnet og sótti hún um leið sam- söngst.ima í Tónlistarskóla FÍH. Árið 1994 sótti hún einkatíma hjá Snæbjörgu Snæbjarnardóttur og hóf árið eftir nám við Tónlistar- skóla Garðabæjar. Þar hafa þau David Knowles og Kolbrúnu Ósk Óskarsdóttur einnig verið pfanó- leikarar hennar. Hún hefur sungið einsöng við fjölmörg tækifæri, þar á meðal við vígslu á nýju húsnæði Tónlist- arskóla Garðabæjar þar sem hún tók þátt í frumflutningi á verki eftir Huga Guðmundsson. ---------------- Krieg’ í Nema hvað ÞÝSKA listakonan Kerstin Krieg opnar sýningu í Galleríi Nema hvað, Skólavörðustíg 22, í dag, föstudag, kl. 17. Galleríið er opið frá kl. 14—18 en sýningin stendur til 14. maí. Margrét Asgeirsdóttir Landið í ljósi þjóðsögunnar BÆKUR í s 1 e n s k f r æ ð i ÞJÓÐSÖGUR VIÐ ÞJÓÐVEGINN cftir Jón R. Hjálmarsson. 223 bls. Almenna bókafélagið. Prentun: Oddi hf. Reykjavík, 2000. MÖRGUM hefur Jón R. Hjálm- arsson fylgt um landið, byggðir jafnt sem óbyggðir. Leiðsögn hans þykir í senn lífleg og afar fróðleg. Fáum hefur betur tekist að tengja söguna við staðfræðina. En þjóðsagan er eins og fjórða víddin í landslaginu. Hversu fjarstæðukennt sem efni hennar kann að virðast er hún að því leyti sönn að hún lýsir inn í hugar- heim horfinna kynslóða. Þar að auki býr mörg þjóðsagan yfir hagnýtri líf- speki sem byggð er á reynslu kyn- slóðanna, aldimar í gegnum. Jón R. Hjálmarsson hefur þann háttinn á að fyrst lýsir hann stað- háttum almennt, síðan sögusviðinu en að því búnu kemur svo sagan sjálf, endursögð í samræmi við til- gang og markmið frásagnarinnar. Sumar sögurnar eru raunar svo al- kunnar að þær koma ósjálfrátt upp í hugann þegar farið er um viðkom- andi slóðir. Þjóðtrúin er sem greypt í landslagið og örnefnin. Svo er t.d. um Helgafell vestra og Lagarfljót eystra. Jón getur þess að átrúnað, tengdan Helgafelli, megi rekja aftur til landnáms. »Þórólfur landnáms- maður lagði svo mikinn trúnað á helgi þess, að hann mælti svo fyrir að þangað mætti enginn óþveginn líta.« Nú á dögum mun þó gestum og gangandi ofar í sinni að á Helgafelli má óska sér ef rétt er að farið. Jón R. Hjálmarsson lýsir því svo: »Lagt skal af stað frá leiði Guðrúnar Ósvíf- ursdóttur og gengið upp á fellið. Aldrei skal litið aftur og ekkert orð talað á leiðinni. Þegar upp er komið, skal staðnæmst á kapellutóttinni, horft til austurs og þrjár óskir born- ar fram í hljóði.« Trúin á Lagarfljótsorminn á vafa- laust rætur að rekja til ævafornra germanskra arfsagna af svipuðu tagi, t.d. sagnanna af Fáfni. Að hinu leytinu hefur svo - sakir hins sér- stæða umhverfis - þótt tilvalið að tengja minnið við þennan stað, öðr- um stöðum fremur. Jón upplýsir að vatnið sé hið þriðja stærsta á landi hér og firnadjúpt, dýpstu staðirnir 90 metra undir yfmborði sjávar. Sums staðar streymir gas upp af botni þess. Og þar leggur ekki á vetrum. »Gruggugt yfirbragð vatns- ins, dýpið mikla og gasuppstreymið hafa í sameiningu átt þátt í að gera vatnið harla dulúðugt og leyndar- dómsfullt, svo að um það mynduðust snemma ýmsar þjóðsögur.« Jón rek- ur síðan hina fornu sögu af orminum sem á það sammerkt með öðrum slíkum að maður eða menn taka sér fyrir hendur að vinna á skepnunni eða gera hana óskaðlega. Sum náttúruundur vekja tak- markaða athygli þótt við alfaraleið liggi. Svo er til að mynda um Kolu- gljúfur í Víðidal. Margur ferðamaður ekur viðstöðulaust gegnum Húna- þing án þess að líta til hægri né vinstri, þar sé ekkert að sjá. Sú er þó hvergi raunin. Kolugljúfur eru bæði hrikaleg og mikilfengleg, nefnd eftir Kolu tröllkonu. Jón minnir á að fleiri örnefni þar í grennd séu eftir henni heitin. Til trölla er reyndar kenndur fjöldinn allur af fossum og gljúfrum á landi hér, Hítará, Gýgjarfoss og Tröllkonuhlaup svo fátt eitt sé nefnt. En fleira ber fyrir augu í Húnaþingi. Borgarvirki, sem rís upp af ásunum milli Vesturhóps og Víði- dals, er ekki síður áhugavert til skoðunar. Sé mannvirkið frá sögu- öld má slík varðveisla teljast til einsdæma á landi hér. Jón R. Hjálm- arsson rekur munnmæli og getgátur um tilurð þess og aldur. Helst er það talið tengjast at- burðum sem frá er greint í Heiðarvíga sögu. En því miður er ekkert á það minnst í sögunni, né öðrum fornritum. Hvort telja beri eitt hérað sögufrægara en annað og einn stað öðr- um merkari? Það er að sjálfsögðu álitamál. Staðir þeir, sem standa í nánd við þéttbýlið á suð-vesturhorni landsins, verða þó jafnan fjölsóttast- m. Jón R. Hjálmarsson bendir á Gullfoss sem dæmi um eins konar löghelgaðan áfangastað, minnir á að lengi hafi tíðkast að aka þangað »með alla opinbera gesti á vegum ríkisins sem og allar konunglegar tignir og aðrar frægðarpersónur sem hingað slæðast.« Þá rekur Jón söguna af bóndasyninum í Brattholti og heimasætunni í Hamarsholti sem mæltu sér mót hvort sínum megin árinnar, skammt fyrir ofan fossinn. Að lokum bað pilturinn stúlkunnar sem hét að taka bónorði hans ef hann væði yfir ána til sín. Elskhuginn lét ekki segja sér það tvisvar! Jón getur ekki um heiti á vaðinu. Undirritaður hefur heyrt það nefnt Leikuvuð. í Ijósi sögunnar er nafngiftin sú bæði skiljanleg og rökrétt þar sem leika merkti forðum leiksystir eða ást- mær. En dropinn hol- ar steininn og getur Jón þess að straum- þunginn sé stöðugt að sverfa bergið með þeim afleiðingum að gljúfrið lengist og Gullfoss færist upp eftm ánni, um 25 cm á ári. Það gerir hvorki meira né minna en 25 metra á öld! Því er engan veginn hægt að gera sér í hugarlund hvers konar Gullfoss hefur blasað hér við landnámsmönnum í öndverðu né hvernig hann kann að líta út að nokkur hundruð árum liðnum. Eða hvort hann verður þá til sem slíkur. Þjóðsögur við veginn er afar pers- ónuleg bók; kemur ekki í stað ann- arra þjóðsagnasafna, gerir þau ekki óþörf né geta aðrar bækur komið í hennar stað. I inngangsgreinunum, sem sumar eru lengri en sagan sjálf, er margs konar hagnýtan fróðleik að finna sem kemur sér vel þegar ferð- ast er um landið. Heimur sá, sem skóp þjóðsögurnar, er auðvitað löngu horfinn. Búningurinn, sem Jón R. Hjálmarsson sníður þeim, hentar því sem best má verða á líðandi stund. Texti bókarinnar er sem heild vel skipulegur. Og höfundur, sem er sögumaður góður, veit af reynslu sinni sem kennari, rithöfundur og leiðsögumaður hvernig hentast er að kveikja áhuga nýrra kynslóða á þessum gömlu en sígildu fræðum. Erlendur Jónsson Jón R. Hjálmarsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.