Morgunblaðið - 05.05.2000, Blaðsíða 72

Morgunblaðið - 05.05.2000, Blaðsíða 72
MORGUNBLAÐIÐ 72 FÖSTUDAGUR 5. MAI2000 Brúðhjón Allnr borðbiínaöur ■ Glæsileg gjafavara - Briíðlrjónalistar 9\Oúe^^S>^Í- 3 VEItSLUNIN Laugavegi 52, s. 562 4244. rHUSASKILTI — 10°/o afsláttur ef pantað er fyrir 15. maí. PIPAR OG SALT Klapparstíg 44 Sími 562 3614 j VÍMUVARNAHLAUP LIONS í Hafnarfirði BÚNAÐARBANKINN HAFNARFIRÐI 6. maí kl. 11.00, 2,2 eða 4,5 km Skráning í Skátaheimilinu við Hjallabraut i dag, 5. maí, kl. 15—19 og á morgun frá kl. 9—10.30 Þátttökugjald kr. 600 en kr. 500 f. börn fædd 1984 eða síðar. Engin tímataka. Glæsilegir bikarar verða veittir 3 grunnskólum Hafnarfjarðar sem eru hlutfallslega með besta þátttöku í hlaupinu. Glæsilegur verðlaunapeningur fyrir alla. Frítt í Suðurbæjarlaug. Fjöldi útdráttarverðlauna verða gefin af veitingastöðum bæjarins. Vonumst eftir góðri þátttöku fólks á öllum aldri. Lionsklúbbarnir í Hafnarfirði. SJOVAaiOALMENNAR Hafnarfirði spfh» SPARlSjÓÐUR HAFNARFjARÐAR Biblíuleg stef í íslenskum fornbókmenntum Málþing í Skálholti á vegum Skálholtsskóla og Hugvísindastofnunar Háskóla íslands 6.-7. maí. 4 Laugardagur 6. maí Kl. 13.30-18.00 Fyrirlestrar og umræður. Málþingið sett: Séra Sigurður Sigurðarson vígslubiskup. Fyrirlesarar: Guðrún Nordal, Sverrir Tómasson, Ásdís Egilsdóttir, Torfi Tuliníus og Kári Bjarnason. Kl. 18.00 Tíðagjörð í Skálholtsdómkirkju. Kl. 19.00 Miðaldahlaðborð. Sunnudagur 7. maí Kl. 9.00-12.30 Fyrirlestrar og umræður. Fyrirlesarar: Gunnlaugur A. Jónssom Einar Sigurbjörnsson, Bergljót Kristjánsdóttir, Svanhildur Oskarsdóttir og Jónas Kristjánsson. Kl. 14.00 Miðaldamessa. Voces Thules flytja klassíska liði messunnar. Upplýsingar í síma 486 8870 ÍDAG BRIDS llmsjon Biiiliniiiiilur l'áll Arnar.vim ZIA Mahmood er alls staðar. Hann var með í Politiken- mótinu, en spilafélagi hans þar var Kínverjinn Fu Zhong. Þeir enduðu í 7. sæti. Danirnir Boesgaard og Hans Chr. Nielsen, sem fengu silf- urverðlaun mótsins, eru hér í vöm gegn þremur gröndum Fu og verða að gæta sín vel í lokastöðunni. Noröur * AD6 v G8643 * 1.076 * A2 Vestur Austur + K874 «92 »975 » KD2 ♦ KD98 ♦ 5432 + G6 + D1083 Suður * G1053 » Á10 ♦ ÁG + K9754 Boesgaard var í vestur og kom út með tígulkóng. Fu tók slaginn, spilaði iaufi á ás og dúkkaði svo lauf yfir á gosa vesturs. Boesgaard fann nú gott framhald þegar hann spilaði smáum tígli, sem suður fékk á gosann heima. Óttaðist Fu að tígull- inn væri 5-3 og þorði því ekki að gefa annan iaufslag. Eftir að hafa tekið laufkóng, fór hann í spaðann og eftir tvær svíningar sá hann að liturinn var aðeins upp á þrjá slagi. Nú var of seint að fara í lauf- ið og Fu spilaði tígli af rælni í þeirri von að eitthvað kæmi út úr því. Ekki munaði miklu. Norður + - G86 ♦ - + - Vestur Austur + K + - »97 » KD ♦ - ♦ - + - + D Suður + - »Á10 ♦ - + 9 Vömin hefur nú tekið tíg- ulslagina og Boesgaard er inni í vestur. Spaðakóngur- inn er auðvitað slagur, en ef hann er tekinn þá þvingast austur í hjarta og laufi! Svok- ölluð „harakiri“-þvingun. En Boesgaard hélt vöku sinni; hann lét spaðakónginn eiga sig og spilaði hjarta. Austur fékk þá tvo síðustu slagina. VELVAKAIVDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Tvíhliða samskipti? ÞARF að taka það fram þegar fulltrúar tveggja ríkja ræða samskipti þeirra, að þeir séu að „ræða tvíhliða samskipti ríkjanna"? Ég hef veitt því athygli um nokkurt skeið að fjölmiðlar nota gjarnan orðið tvíhliða, þegar þeir greina frá samningum eða sam- skiptaviðræðum milli tveggja ríkja. Síðast var þetta í Morgunblaðinu sunnudaginn 30. apríl sl. Þar sagði í fyrirsögn: „Utanríkisráðherrar Is- lands og Bandaríkjanna á fundi. Ræða tvíhliða sam- skipti ríkjanna." I mínum huga er ástæðulaust að taka svona til orða þegar um er að ræða samninga eða samræður milli tveggja aðila. Það ætti að liggja í augum uppi að viðræð- urnar eru tvíhliða. Nú má svo vera að mér sé ekki ljós einhver dýpri lagaleg merking þessa máls og þætti mér vænt um að fá á því skýringu. Ég spyr því blaðið hvort það hefði ekki verið nóg að segja: „Ræða samskipti ríkj- anna“ og sleppa orðinu tvíhliða? Örlygur Hálfdánarson. Sérmerkt bílastæði KONA hafði samband við Velvakanda og er alveg að gefast upp. Ég er ör- yrki og er með P-merki í bílnum. Fólk virðir ekki þessi merki og leggur í merktu bílastæðin. Fyrir utan Nettó í Mjódd eru tii dæmis þrjú stæði illa merkt og þar er aldrei hægt að komast í stæðin. Ég er gjörsamlega að gefast upp. A sumum stöðum er bara eitt stæði og fólk leggur í þau stæði alveg miskunnarlaust. Ég var fyrir utan Landspít- alann miðvikudagsmorg- uninn 3. maí sl. og þegar ég ætlaði að leggja í stæðin voru þar fyrir jeppar. Ég leitaði og fékk loks stæði, en þegar ég kom klukkutíma síðar voru jepparnir þar enn. Þeir voru ekki með P- merki. Mér finnst alveg hrikalegt að fólk skuli ekki virða þessar merk- ingar, því þetta getur verið óskaplega óþægi- legt fyrir fólk sem á rétt á þessum stæðum. Ég vona að í framtíðinni taki fólk meira tillit hvort til annars. Tapaó/fundid Svart strákahjól tapaðist SVART Trek strákahjól tapaðist frá Stórholti 12 um páskahelgina. Þetta er í þriðja skiptið sem hjólið tapast og hefur valdið ungum eiganda ómældum vandræðum að komast ferða sinna. Ef einhver hefur orðið var við hjólið eða veit hvar það er niðurkomið er hann vinsamlega beðinn að hafa samband við An- ton í síma 551-0085 eða 864-3414 eða í vinnusíma, Ásbjörg, 569-1201. Dökkgrá drengja- úlpa í óskilum DÖKKGRÁ drengjaúlpa í óskilum á Leirubakka. Upplýsingar í síma 557- 3990. Brún babie born- dúkka og -bílstóll töpuðust BRÚN babie born-dúkka og babie born-bílstóll töp- uðust fyrir neðan Selja- kirkju við göngubrú eftir kl. 16 1. maí sl. Dúkkan og stóllinn eru lítilli stúlku afar kær og hefur hún fellt mörg tár yfir tapinu. Skilvís finnandi er vinsamlegast beðinn að hafa samband í síma 557- 1478. Fundarlaun. Uppáhaldspeysan mín er týnd ÉG heiti Jórunn og ég týndi peysunni minni. Hún er í miklu uppáhaldi hjá mér, en amma mín prjónaði hana á mig. Ég er ekki viss um hvar hún týndist, líklega í Hvera- gerði, ég kom þaðan, eða þá í Breiðholti. Hún er hvít með grænum rönd- um langsum, einnig er grænn, stór tígull framan á henni. Ef hún finnst vinsamlegast látið vita í síma 567-0992 eða 861- 4595. Blár páfagaukur í óskilum BLÁR, lítill páfagaukur flaug inn um glugga við Hafnarstræti í Reykjavík sunnudagskvöldið 30. apríl sl. Upplýsingar í síma 561-7260. Raddir framtíóar Hvað er það að fara út í buskann? Efmaöur fer upp á fjall sér maöur buskartn Fljúga upp ígeiminn Leika viö Jesús Að leika viö engla. Börn frá Jöklaborg Víkverji skrifar... VÍKVERJI hefur oft velt því fyrir sér hvort hægt sé að réttlæta með skynsamlegum hætti að stéttar- félög séu að kaupa og reka sumarhús fyrir félagsmenn sína. Að sjálfsögðu er enginn vandi að segja að það sé fólki hollt að verja nokkrum dögum á ári utan þéttbýlis- ins. En þarfirnar eru margar og mis- jafnar og vandinn er að stéttarfélög hljóta að reyna að takmarka starfssvið sitt við þarfir sem allir eru sammála um að sérhver félagsmaður hafi. Allir verða t.d. að fá kaup til að lifa nema þeir geti gengið á eignir sínar. Félögin geta ekki sinnt öllu sem einhver hópur álítur að geti verið hollt, gott og skemmtilegt. Ef dvöl í orlofshúsi er þörf sem óhjákvæmi- legt er að stéttarfélag fullnægi vill Víkverji spyrja hvort ekki sé rétt að að þau reki líkamsræktarstöðvar og kvikmyndahús. Mörgum finnst bráð- nauðsynlegt að efla reglulega lík- amann í tækjum og tólum eða styrkjaandann með því að fara í bíó. Stéttarfélög eiga ekki að ráðskast endalaust með frítíma okkar, eitt- hvað hljótum við að geta ákveðið án aðstoðar barnfóstranna. En Víkverja dagsins blöskraði fyrst þegar hann sá að elli- og ör- orkulífeyrisþegar hafa minni mögu- leika en aðrir félagsmenn hjá Efl- ingu til að fá úthlutað orlofshúsum yfir sumartímann. Astæðan? Rétt- indin eru miðuð við iðgjöld síðustu ellefu ára. Þegar fólk hættir að vinna greiðir það ekki lengur iðgjöld og missir því smám saman þennan rétt. Það er sem sé ekki nóg með að verið sé að halda uppi þjónustu sem er að- eins leifar af gömlum hugsunarhætti forsjárhyggjunnar heldur er fólk þar að auki svipt henni fyrir að eldast! XXX EIN af mörgum vinkonum Vík- verja fór nýlega með tólf manna hópi fólks til Færeyja þar sem verið var að fjalla um viðskipti þjóðanna á kaupstefnu. Leigð var lítil flugvél hjá Flugfélagi Islands til fararinnar. Þegar heim skyldi haldið var farið á völlinn við Vága og stundarfjórðungi áður en þangað kom fengust þær upplýsingar að heimferðinni myndi seinka vegna þoku á staðnum. Þegar þangað kom var Ijóst að þokutalið var stórlega orðum aukið enda höfðu tvær vélar á leið til Danmerkur nýl- ega hafið sig á loft. Nú var hringt til Akureyrar til að heyra í fulltrúa flug- félagsins og kom þá í ljós að þar á bæ höfðu menn látið nægja að fylgjast með veðurfréttum en ekki haft fyrir því að kanna málið með því að hringja til vallarstarfsmanna í Vág- ar. Getur verið að þetta sé vinnuregl- an í tilvikum sem þessum? Er ekki reynt að afla nákvæmari upplýsinga um aðstæður á sjálfu flugvallarsvæð- inu heldur veðurspáin fyrir Færeyj- ar látin ráða? xxx VÍKVERJA létti þegar hann heyrði ágrip af ræðu forseta Al- þýðusambands Islands á baráttudegi verkalýðsins. Forsetinn sagði það vera meðal annars á ábyrgð stjórn- valda að tryggja kaupmátt launa en heimtaði ekki 50% kauphækkun og það strax. Það fer ekki milli mála að tími hetjulegra yfirlýsinga um að nú skuli sýna auðvaldinu í tvo heimana með því að berja í gegn gríðarlega kauphækkun, sem auðvitað var alltaf étin upp af verðbólgunni á leiftur- hraða, er liðinn. Víkverji saknar ekki stóru orðanna og mannalátanna sem voru álíka saðsöm launþegum og guf- an af soðna slátrinu var skáldinu fá- tæka, Bólu-Hjálmari, í vísunni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.