Morgunblaðið - 05.05.2000, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 05.05.2000, Blaðsíða 12
12 FÖSTUDAGUR 5. MAÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið/Arni Sæberg Bandaríski sérfræðingurinn Marsden Wagner við lok fundar Ljósmæðrafélagsins ásamt Jóhönnu Hauksdóttur, Ástþóru Kristinsdóttur og Sigríði Síu Jónsdóttur. Tæknileg inngrip í fæðingar meiri á Akureyn en annars staðar á landinu Aukin áhætta TÆKNILEG inngrip í barnsfæðing- ar eru mun algengari á Fjórðungs- sjúkrahúsinu á Akureyri en á öðrum sjúkrahúsum landsins og það þrátt fyrir að erfið tilfelli séu gjaman send til fæðingardeildar Landspítalans, að sögn dr. Marsden Wagner, banda- rísks sérfræðings í barna- og ný- buralækningum, sem staddur er hér á landi í boði Ljósmæðrafélags Is- lands. Bendir hann á að tæknileg inngi-ip í fæðingar á borð við keisara- skurði fylgi ávallt mikil áhætta fyrir bæði konuna og bamið. Wagner hefur kynnt sér upplýs- ingar um bamsfæðingar hér á landi og segir í samtali við Morgunblaðið að ein af hverjum þremur konum sem ali barn sitt á Fjórðungssjúkra- húsinu á Akureyri lendi í keisara- skurði eða í því að barnið sé dregið út með sogklukku eða töngum. A öðram sjúkrahúsum á landinu, þar sem fæð- ingardeild er, er þetta hlutfall ein kona af hverjum fjóram. Þá segir dr. Wagner að mun algengara sé að fæð- ingu sé komið af stað á Fjórðungs- sjúkrahúsinu á Akureyri en á öðram sjúkrahúsum landsins. Til saman- burðar nefnir hann m.a. að hlutfallið hafi verið um 18% af öllum þeim fæð- ingum sem áttu sér stað á Fjórð- ungssjúkrahúsinu á Akureyri árið 1998 en á Landspítalanum hafi þetta hlutfall verið 12,7% árið 1998. Um skýringuna á því hvers vegna hlutfallið sé hærra á Akureyri en annars staðar á landinu segir Wagn- er, að hana megi finna í því að þar séu þrír fæðingarlæknar sem stjórni þeirri þjónustu sem bamshafandi konur fái á sjúkrahúsinu, bæði við meðgöngu og fæðingu, en læknar, segir hann, hafi mun meiri tilhneig- ingu til þess að grípa til tækninnar við bamsfæðingar en ljósmæður. „Læknar era hræddir við fæðingar," fullyrðir Wagner og heldur áfram: „Þeir einblína á þau 20% tilfella þar sem eitthvað fer úrskeiðis við fæð- ingar og sjá ekki hin 80 prósentin þar sem allt gengur eðlilega fyrir sig. Þeir era því sífellt að leita að vanda- málum og grípa til tækninnar um leið og þeir finna eitthvað sem er öðra- vísi.“ Wagner nefnir sem dæmi að á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri séu uppi reglur um að grípa til keis- araskurðar sé bamið sitjandi í móð- urkviði en fullyrðir að sjaldan sé ástæða til að grípa til slíkra aðgerða þai' sem reynd ljósmóðir ætti með auðveldum hætti að geta tekið á móti barni í sitjandi stöðu. Mikilvægt að konan nái að slaka á fyrir fæðinguna Wagner fullyrðir að engin vísinda- leg fræði mæli með því að konur fæði böm sín í sjúkrahúsi. Því fylgi í raun meiri áhætta, í fyrsta lagi vegna hræðslu fæðingarlækna við hugsan- leg vandamál, eins og greint var frá hér að ofan, en einnig vegna þess að á sjúkrahúsum séu minni líkur á því að konur nái að slaka á fyrir fæðinguna. „Um 80% kvenna geta öragglega fætt börn í heimahúsum eða á fæð- ingarheimilum og er ekkert sem bendir til þess að öraggara sé fyrir þær að fæða á sjúkrahúsum nema síður sé,“ segir hann. Wagner bendir á að við fæðingu sé mikilvægt að hin verðandi móðir sé róleg og afslöppuð því við slíkar aðstæður sé nær ör- uggt að líkami konunnar geti sjálfur séð um fæðinguna, þ.e. séð um að þrýsta barninu út án utanaðkomandi aðstoðar. Þegar kona sem komin er að því að fæða er hins vegar lögð inn á sjúkrahús þar sem á móti henni tekur ókunnugur læknir og jafnvel ókunnug ljósmóðir og alls kyns fólk sem gangi inn og út úr fæðingarher- berginu séu minni líkur á því að móð- irin nái að slaka á og líkaminn að framkalla eðlilega fæðingu. Wagner bendir á í þessu sambandi að fæðingu sé stjórnað af líkamanum á sama hátt og kynörvun og fullnæg- ingu og tekur sem dæmi að jafn ólík- legt sé að kona fái fullnægingu við aðstæður sem henni falli ekki í geð og að kona framkalli eðlilega fæð- ingu við aðstæður sem henni líka ekki. Að lokum nefnir Wagner að hópur ljósmæðra hér á landi hafi barist fyr- ir því í nokkur ár að fá aðstoð hins opinbera við að stofna fæðingar- heimili og segir að þær hafi alls stað- ar rekist á veggi. Stofnun slíks fæð- ingarheimilis hafi ekki hlotið hljómgrunn meðal íslenskra ráða- manna. Hann telur að stofnun slíks heimilis, sem gefi verðandi mæðram kost á því að fæða á fleiri stöðum en sjúkrahúsi, einungis vera til góðs og fyllyrðir jafnvel að slík heimili komi til með að auka öryggi fæðinga sem og að spara peninga í heilbrigðiskerf- inu. Schuman-fyrirlestur fluttur í fyrsta sinn hér á landi Staða minni ríkja gagnvart Evrópusam- bandinu STAÐA minni ríkja á tímum sam- rana í Evrópu er umfjöllunarefni s.k. Schumans-fyrirlesturs sem fluttur verður í fyrsta sinn hér á landi nk. þriðjudag, 9. maí. Um leið verður efnt til ráðstefnu um stöðu minni ríkja gagnvart Evrópusambandinu og breyting- um í öryggis- og varnarmálum. Samtök um vestræna sam- vinnu, Varðberg, stjórnmála- fræðiskor Háskóla Islands og Fé- lag stjórnmálafræðinga standa að fyrirlestrinum og ráðstefnunni á Hótel Sögu í samvinnu við sendi- ráð framkvæmdastjórnar Evr- ópusambandsins fyrir ísland og Noreg. 9. maí er haldinn hátíðlegur sem Schuman-dagurinn eða Evrópudagurinn víða í Evrópu og jafnan haldinn fyrirlestur um málefni sambandsins í hverju landi. Með því móti er minnst franska stjómmálamannsins Roberts Schumans. Hann var utanríkis- ráðherra Frakklands og setti fram áætlun um stofnun Kola- og stálbandalags Evrópu 9. maí 1950, en það var formlega stofnað ári síðar og batt saman framleiðslu Hollands, Belgíu, Lúxemborgar, Frakklands, Þýskalands og Ítalíu. Sambandið var undanfari Evrópubandalagsins og Evrópu- sambandsins sem nú er. Vonandi árviss viðburður Sá sem ríður á vaðið og flytur fyrsta Schuman-fyrirlesturinn hér á landi er Berter Haarder, þingmaður á Evrópuþinginu og áður ráðherra til margra ára í Danmörku. Á undan erindi Haarders heldur John Maddison, sendihen-a Evrópusambandsins á íslandi og Noregi, erindi um Evrópudaginn. Baldur Þórhallsson, lektor í stjómmálafræði við Háskóla Is- lands, segir að í nokkur ár hafi verið rætt um að gera Schuman- fyrirlestur að árlegum viðburði hér á landi. Ekki hafi hins vegar orðið af honum fyrr en nú og von- andi verði hann árviss viðburður héðan í frá. „Það varð úr að sameina fyrir- lesturinn ráðstefnu um stöðu minni ríkja í Evrópusamstarfinu, en innan Háskólans hafði lengi verið rætt um nauðsyn þess að halda slíka ráðstefnu. Staða Is- lands verður ekki, sem slík, rædd sérstaklega á ráðstefnunni, held- ur staða smærri ríkja almennt," segir Baldur. Hann segir að framsöguerindin á ráðstefnunni ættu að geta orðið mjög spennandi, ekki síst þau sem fjalli um stöðu Sviss og Noregs. Þau ríki standi að mörgu leyti í sömu sporam og Island gagnvart Evrópusambandinu og því ætti að verða fróðlegt að heyra greiningu fræðimanna á stöðu þeirra. Tvískipt ráðstefna Ráðstefnan skiptist í tvo hluta. Fyrri hlutinn fjallar um stöðu Noregs og Sviss og möguleika smærri ríkja til áhrifa innan Evrópusambandsins, en hinn seinni um öryggis- og varnarmál. Gerð verður grein fyrir breyting- um í þeim málaflokki í Evrópu og áhrifum þeirra á smærri ríki álf- unnar. Halldór Ásgrímsson, utanríkis- ráðherra, mun setja ráðstefnuna, en meðal framsögumanna á henni era Clive Archer, prófessor við háskólann í Kent, Baldur Þór- hallsson, lektor við HI, Christoph- er N. Donnelly, sérfræðingur framkvæmdastjórnar ESB í málefnum Rússlands og ríkja Mið- og Austur-Evrópu, Emil Kirchner, prófessor við háskólann í Essex og Antti Turunen, sér- fræðingur í öryggis- og varnar- málum á skrifstofu ráðherraráðs ESB í Brussel. Norrænir fyrirlesarar hrdsa ástandi í atvinnumálum á íslandi á fundi um velferðarmál á Norðurlöndum Telja að Island hljóti að vera gósenland Á RÁÐSTEFNU, sem haldin var í gær á Grand Hóteli um norræn velferðarmál, kom fram að annars staðar á Norðurlöndunum horfa margir öfundaraugum til ástands- ins á vinnumarkaði á íslandi - lítils atvinnuleysis og langrar starfsævi - á meðan hérlendis telja margir að norrænir grannar okkar séu öf- undsverðir. Sagði Ari Skúlason, framkvæmdastjóri Alþýðusam- bands íslands, að erlendu fyrirles- ararnir á ráðstefnunni hefðu litið svo á að ísland hlyti að vera gós- enland og Norðurlönd þyrftu að- eins að tileinka sér íslenska hætti til að kippa ástandinu í sínum at- vinnumálum í lag. Á ráðstefnunni fluttu erindi Ole Stavad, skattamálaráðherra Dan- merkur og varaformaður danska jafnaðarmannaflokksins, sem talaði um norræn velferðarmál, og Johan Peanberg, framkvæmdastjóri nor- rænna starfsmanna sveitarfélaga, sem fjallaði um velferðarmál í sam- hengi við sveitarstjórnarstigið. Ari Skúlason var meðal fulltrúa á ráðstefnunni og sagði hann að mikið hefði verið íjallað um það starf, sem unnið hefði verið á veg- um SAMAK, samstarfsvettvangs norrænu alþýðusambandanna og jafnaðarmannaflokkanna. Alþýðu- sambandið öðlaðist nýlega form- lega aðild að SAMAK. Ari sagði að töluverð umræða hefði verið um það með hvaða hætti ísland skæri sig úr miðað við hin Norðurlöndin. „Til dæmis er vinnutími lengri hér, starfsævin er lengri og fleiri taka þátt á vinnumarkaði," sagði hann. „Einnig var mikið rætt um lífeyriskerfið hér og hvernig þau mál er frábrugðin því, sem gerist á Norðurlöndunum." Hér hljóti allt að vera gott Ari sagði að fyrirlesararnir, sem hefðu einfaldlega séð stöðuna á ís- lenskum vinnumarkaði í samnor- rænni tölfræði, brygðust við með því að líta svo á að hér hlyti allt að vera mjög gott. „Þeir miða við sig,“ sagði hann. „Hjá þeim hefur vinnutími styst mjög mikið, þátttaka á vinnumark- aði mætti vera meiri og starfsævin hefur styst veralega í efri endan- um. Þeir segja sem svo að ísland hljóti að vera gósenland, ef þeir gerðu hlutina eins og íslendingar hyrfu öll vandamál." Ari sagði að hér á íslandi væru þessi mál hins vegar litin öðrum augum: „Okkur finnst við kannski vinna einum of mikið, sem þýðir slit, streitu og fjarveru frá börn- um.“ Hann sagði að reyndar skýrði mismunur á vinnutímamælingu og ýmislegt annað hluta af þessu, en ekki allt. „En allir vita að við byggjum lífsgæði okkar svolítið mikið á puði,“ sagði hann. „Við vinnum mikið, erum mörg að því og lengi. Mynstrið er svolítið ólíkt.“ Hann sagði að segja mætti að sumu leyti að staðan væri sú að á hinum Norðurlöndunum væri horft til ástandsins á íslenskum vinnu- markaði með nokkurri öfund á meðan á íslandi þætti grasið grænna hinum megin girðingarinn- ar. Flutningur velferðarþjónustu firrir ríkið ekki ábyrgð Að sögn Ara var einnig mikið rætt um ílutning á velferðarþjón- ustu frá ríki til sveitarfélaga, enda væri sá málaflokkur í deiglunni á íslandi nú. „Það var rætt um reynslu hinna Norðurlandanna af slíkum yfir- flutningi," sagði hann og bætti við að í þeim efnum mætti horfa til hinna Norðurlandanna. „Það kem- ur náttúrulega í ljós að þar horfa menn svolítið í það að þótt einhver þjónusta sé flutt yfir til sveitarfé- laganna til að framkvæma hana hverfur ekki ábyrgðin. Þetta sagði danski skattamálaráðherrann og vísaði til ábyrgðar danska þjóð- þingsins. Þetta er annar tónn en maður hefur heyrt hér, til dæmis í sambandi við flutninginn á grunn- skólanum þar sem heyi-a má á máli menntamálaráðherra að ríkið beri enga ábyrgð og þetta sé málefni sveitarfélaganna. Það er greinilegt að á Norðurlöndunum er hugað miklu meira að því að ábyrgðin á því að mennta þegnana fer ekkert við þetta, stjórnvaldið ber ábyrgð- ina þótt það feli sveitarfélögunum að sjá um framkvæmd á mála- flokknum." Ari sagði að þessar umræður hefðu verið mjög gagnlegar. Það gæfi augaleið að velferðarmálum væri öðruvísi háttað á íslandi en annars staðar á Norðurlöndunum, þar sem jafnaðarmannaflokkarnir hefðu byggt upp velferðarkerfið. Á vegum SAMAK gæfist því tæki- færi til að ræða við fólk, sem þekkti vel söguna og vissi hvar vandamál- in væru.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.