Morgunblaðið - 05.05.2000, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 05.05.2000, Blaðsíða 52
52 FÖSTUDAGUR 5. MAÍ 2000 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ JENSGUNNAR FRIÐRIKSSON + Jens Gunnar Friöriksson fæddist í Reykjavík 26. október 1950. Hann varð bráð- kvaddur 26. aprfl síð- astliðinn. Jens var sonur Halldóru Óla- far Jensdóttur f. á Patreksfirði 3. sept- ember 1929, d. 19. aprfl 1979 og Frið- riks Hafsteins Guð- jónssonar, f. í '!%eykjavík 8. febrúar 1927. Systir Jens er Sjöfn Friðriksdóttir, f. 3. júní 1949. Eiginmaður hennar er Snorri Ólafur Sigurðsson f. 26. nóvember 1947. Þau eiga dóttur- ina Sigrúnu, f. 24. desember 1977. Hafsteinn og Halidóra skildu. Seinni kona Hafsteins var Ingi- björg Jóna Jónsdóttir, f. 5. desem- ber 1927. Hún lést 20. nóvember síðastliðinn. Halldóra var elst barna Guðrúnar Halldórsdóttur, f. á Mábergi 24. aprfl 1908 og Jens Árna- sonar, f. 16. mars 1891, d. 2. septem- ber 1959. Guðrún er enn á lífi og býr í Reykjavík. Jens kvæntist 20. júlí 1981 Guðríði Óskarsdóttur, f. 25. febrúar 1948 á Bassastöðum við Steingrímsfjörð og gekk í föðurstað syni hennar Óskari Daða Péturssyni, f. 24.12. 1975. Jens og Guðríður eignuðust dótturina Hafdísi Björk, f. 27. mars 1982. Jens var vélvirki að mennt og starfaði lengst af í Vélsmiðju Jens Árnasonar í Reykjavík. Útför Jens verður gerð frá Þjóðkirlgunni í Hafnarfirði í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Drottin er minn hirðir, mig mun ekkertbresta Á grænum grundum lætur hann mig hvflast, leiðir mig að vötnum, - þar sem ég má næðis njóta. Hannhressirsálmína, leiðirmigumréttavegu fyrirsakirnafnssíns. Jafnvel þótt ég fari um dimman dal, óttast ég ekkert illt, þvíaðþúerthjámér, sproti þinn og stafur hugga mig. Þúbýrðmérborð frammi fyrir fjendum mínum, þú smyrð höfuð mitt með olíu, bikar minn er barmafullur. Já gæfa og náð fylgja mér jr allaævidagamína, og í húsi Drottins bý ég langa ævi. (23. Dav.sálmur.) Elsku Jensi minn. Mig setti hljóða þegar dánarfregn þín barst. Þú kvaddir svo snöggt og óvænt. Aldrei hefði mér dottið í hug að ég ætti eftir að vera viðstödd jarðarfor þína. Við fréttir sem þessar vakna ótal erfiðar spumingar sem ekki fást svör við. Af hverju þú? Hver er tilgangurinn með því að hrífa mann í blóma lífsins burtu frá ástvinum? Fyrstu fímm æviár þín bjóstu í sama húsi og við afi þinn. Þér voru einnig gefin nöfnin okkar beggja, Jens Gunnar. Síðar fluttir þú með for- eldrum þínum og systur út á Seltjam- ^rnes og varð ég þeirrar gæfu aðnjót- andi að fá að búa tímabundið hjá ykkur. Ég minnist þín sem kraftmikils og góðhjarta drengs, sem alltaf mundi eftir ömmu sinni á Spítalastígnum. Þú varst mikill fjölskyldumaður og þú bjóst ykkur Guðríði gott heimili í Hafnaríirðinum. Frá unga aldri varstu handlaginn og vandvirkur og sást það vel af störfum þínum í vél- smiðjunni sem hann afi þinn og nafni setti á fót. Með þessum fáu línum kveð ég þig nú, elsku Jensi minn. Megi góður Guð leiða þig um ókunna heima. Ég bið Guð að styrkja og blessa Guðríði, Óskar Daða, Hafdísi Björk og aðra Íðstandendur í sorg þeirra. Missir eirra er mikill. Amma. Við áttum erfitt með að trúa, að hann Jens væri dáinn. Þó nokkrn- dagar séu liðnir er enn erfitt að átta sig á því að eiga ekki von á honum glaðbeittum í heimsókn til að drífa okkur áfram með framkvæmdir, hjálpa og gefa góð ráð, eða bara til að spjalla yfir kaffikrús. Ég man vel eftir íyrstu kynnum okkar Jens þegar hann og Guðríður sýstir voru í tilhugalífinu. Mér þótti maðurinn nokkuð stórkarlalegur ef ég man rétt, en ekki þurfti löng kynni til að finna þá hlýju er inni fyrir bjó. Hann var drengur góður og hjálp- semi hans og greiðasemi með ólíkind- um og óteljandi öll þau viðvik sem hann gerði fyrir vini, ættingja og tjpgdafólk. Þau Guðríðui' byggðu fallegt hús á Reyniberginu og alltaf var Jens að á kvöldin og um helgar. Þegar húsinu vai- fulllokið var tekið til við fram- kvæmdii- í garðinum og alltaf hægt að bæta við og gera betur. Þrátt fyrir þessar framkvæmdir hafði hann alltaf tíma til að leggja öðr- um lið og fórum við systkinin ekki varhluta af því né heldur mamma. Við hjónin vorum svo heppin að fá að kynnast Jens og finna hvern mann hann hafði að geyma. Við munum þó helst hugsa til liðins árs, en þá stóðu fyrir dyrum hjá okkur miklar fram- kvæmdir sem satt að segja uxu okkur í augum. Það var okkur til happs að leita ráða hjá Jens, því ekki var nóg með að hann hefði ráð undir rifi hverju, heldur má segja að hann hafi tekið þetta verkefni í fóstur. Það þurfti ekki að biðja hann um hjálp, hún var alltaf auðfengin og veitt af mikilli ánægju.Vandamál voru tíl þess að leysa þau og verkin til þess að vinna þau. Bara bretta upp ermar og vinda sér í málið. Oft var sest með kaffibolla að dagsverki loknu og rætt um allt milli himins og jarðar. Pers- ónuleg málefni voru stundum rædd, og við kynntumst enn betur þama í eldhúskróknum og fannst enn vænna um þennan dugnaðarfork fyrir vikið. Jens varð fyrir því að meiðast illa á öxl og var hálf handlama öðrum meg- in í langan tíma. Hann var þó ekkert að fjasa óþarflega um slíkt og Þór- hildur minnist sérstaklega einhvem tíma er þær mæðgur vora að bera spýtur og ekki margar í einu, að Jens hóf hvert buntið á fætur öðru upp með heilu hendinni og bar inn. Þegar hún spurði hann hvernig hann gæti þetta var svarið: „Nú, það er ekkert að þessari öxlinni." Þetta lýsir honum mági mínum betur en flest annað. Hann fékk sýkingu í auga ungur að áram og þrátt fyrir aðgerðir á auga sá hann lítið með öðra auga og sjón einn- ig skert á hinu. AJdrei varð maður var við að hann léti þetta aftra sér á neinn hátt og rennismíði og önnur ná- kvæmnisvinna lék í höndunum á hon- um. Honum fannst trúlega ekki ástæða til að gera mikið veður yfir því, það var svo sem ekkert mikið að hinu auganu. Jens hafði gaman af veiðiskap og við fóram stundum saman að renna fyrir fisk, en þó vora þær stundir of fáar. Við töldum okkur svo sem hafa nægan tíma til þess í framtíðinni, bráðungir mennirnir. Það er þó ekki að því spurt þegar kallið kemur. Einhvem tímann í vetur voram við að ræða verðbréfakaup og það taum- lausa gróða- og efnishyggjusjónarmið sem ríður húsum á Islandi. Ég taldi að það sem mestu skipti værí hvemig við kæmum fram við þá sem umhverf- is okkur era, hvemig við reynumst þeim, sem mest þurfa á okkur að halda og hvaða minningar og tilfinn- ingar við skiljum eftir hjá bömunum okkar. Ef til vill ekki merldleg vísindi og engan vegin ný. Hann Jens hefur trúlega ekkert velt því fyrir sér að hann hafði í rauninni lifað nákvæm- lega samkvæmt þessari kenningu og minningin sem hann skilur eftir er um hlýju, hjálpsemi og ótrúlega ósér- hlífni. Við kveðjum þig í dag, Jens minn, þökkum þér allt sem þú gerðir fyrir okkur og eram þakklát fyrir að hafa kynnst þér. Við vottum þeim samúð okkar sem um sárast eiga að binda og biðjum ykkur blessunar. Hrafnkell Óskarsson og fjölskylda. Það var fyrir um það bil 22 áram, sem ég hitti Jens Gunnar Friðriksson fyrst. Guðríður systh- mín bjó þá með Óskari Daða syni sínum á Mýi’argötu í Hafnarílrði, þar sem ég var mikill heimagangur. Eitthvert veður hafði ég af því að hún væri búin að eignast vin og var nokkuð spennt að hitta þennan mann sem kominn var inn í líf hennar. Ég man vel er ég hitti hann í fyrsta sinn. Hann kom á móti mér og kynnti sig, stór og sterklegur maður með rauðleitt hár og skegg. Brosti sínu kankvísa brosi og handtakið var þétt. Þóttist ég strax finna, að hér var kom- inn góður maður sem reynast myndi þeim mæðginunum vel. ■ Samband okkar systra hefui- alltaf verið náið og ekki fækkaði samver- ustundunum eftir að Jens kom til sög- unnar. Þvert á móti mynduðust enn sterkari tengsl á milli fjölskyldnanna. Jens og Guðríður bjuggu á Sel- tjamarnesi í mörg ár, á fyrram æsku- heimili Jens, og þar fæddist þeim dóttirin Hafdís Björk. Hún er jafn- gömul Brynjari syni mínum og vora þau frændsystkin skírð saman í Grindavíkurkirkju. Jens var víkingur til vinnu, eins og allir vita sem til hans þekktu. Þegai’ Jens og Guðríður hófu byggingu húss síns í Reynibergi í Hafnarfirði var ekki slegið slöku við enda gekk allt fljótt og vel, og þar er vel til alls vand- að. Ég dáðist oft að því hvað þau vora samhent í öllum sínum verkum, enda hörkudugleg bæði. Garðurinn við Reynibergið er kap- ítuli út af fyrir sig. I hann lögðu þau mikla vinnu enda er hann verðlaunað- ur og einstaklega fallegur. Heimili Jens og Guðríðar hefur alltaf staðið okkur opið og þar hefur verið gott að koma. Þegar strákamir mínir vora litlir og við þurftum pössun fyrir þá var oft leitað til Guðríðar og Jens og alltaf vora þau boðin og búin að hjálpa til. Eins var þegar Tommi elsti sonur okkar og síðan Jóhann fóra að heim- an til að sækja framhaldsskóla í Reykjavík. Það var auðsótt mál að taka þá inn á heimilið og fengu þeir fæði og húsaskjól hjá Jens og Guðríði fyrstu veturna, sem var ómetanlegt. Strákamir tala oft um það hve Jens var þeim hjálplegur. Þeir áttu báðir gamla bíla sem biluðu stundum eins og gengur en Jens gekk strax í það að kaupa varahluti og gera við það sem aflaga fór. Jens og Guðríður höfðu mjög gam- an af að ferðast, fyrst með tjald en síðar fengu þau sér tjaldvagn. Við reyndum ef mögulegt var að fara saman eða hittast einhvers staðar á leiðinni og ég minnist margra ferða, til dæmis austur á Kirkjubæjar- klaustur, á Strandimar og í Borgar- fjörðinn. Fyrir fimm áram fóram við saman íjölskyldumar með yngstu bömin til Mallorca og dvöldum þar hálfan mán- uð. Ótal minningar era bundnar þess- um ferðum. Það var gott að vera með þeim og alltaf líf og fjör. Jens var einstaklega hjálpfús mað- ur og ósérhlífinn. Ef hann vissi af því að okkur, tengdafólk hans, vantaði hjálp var hann oftar en ekki farinn að hjálpa til eða ýta á eftir að verkið yrði unnið. Tengdaforeldrum sínum, og síðar tengdamóður, reyndist hann alla tíð einstaklega vel og bauð fram krafta sína ef eitthvað stóð til. Jens var traustur maður, vinur vina sinna og naut sín vel í góðum hópi. Guðríði reyndist hann ástríkur eig- inmaður cig bömum sínum, Hafdísi Björk og Óskari Daða, góður faðir. Jens og Guðríður vora að koma úr utanlandsferð þegar kallið kom. Fráfall hans var ótímabært og mik- ið áfall fjölskyldunni og öllum þeim sem hann þekktu. Leiðum hugann að því, hvað raun- veralega skiptir okkur máli í lífinu. Okkai- líf snýst svo mikið um hið dag- lega amstur, vinnu og starfsframa, að ástvinir okkar og vinir verða oft af- skiptir. Á stundu sem þessari skynjar maðui- það enn betur en ella, að góð heilsa, ástvinir, fjölskylda og traustir vinh- er það sem gefur lífinu gildi. Að leiðarlokum þökkum við Jens samfylgdina og vináttu, sem aldrei bar skugga á. Innilegar samúðarkveðjur sendum við Hafsteini, sem nú sér á eftir einkasyni sínum, Sjöfn systur Jens, Snoraa og Sigrúnu dóttur þeirra. Elsku Guðríður, Óskai’ Daði og Hafdís Björk. Guð veiti ykkm- styi-k til að takast á við erfiðar stundir sem í hönd fara. Rut, Gunnar og fjölskylda, Grindavík. Sú harmafregn bai-st mér að frændi minn og vinur Jens G. Frið- riksson væri dáinn. Mig sem aðra setti hljóðan. Jens var fæddur á Spítalastíg 6 í Reykjavík. Sonur hjónanna Halldóra Jensdóttur og Friðriks Hafsteins Guðjónssonar. í húsakynnum afa síns og ömmu sem hann ber nafn af, Jens Amasonar jámsmiðs og ömmu sinn- ar Guðrúnar Halldórsdóttur konu hans, en þar hófu foreldrar hans einn- ig sinn búskap. Jens var tápmikill strákur sem barn, alltaf glaður og augasteinn afa síns, hjá honum mátti hann allt gera og þó mörgum þætti ótæpilega farið með efni þá tók afinn það sem eljusemi í stráknum og hast- aði á aðra. Afi Jens, Jens Amason, f. 16.3.1891, d. 2.10. 1959, þá 68 ára, stofnaði vélsmiðju sína á Geirseyri við Patreksfjörð og rak frá 1930-1940 þar til hann flutti suður og gerðist for- stöðumaður vélaverkstæðis í Innri- Njarðvík. 1946 kaupir hann húseign á Spítalastíg 6 í Reykjavík og hefur smiðjustarfsemi þar í skúr í portinu sem Vélsmiðja Jens Árnasonar hf. var svo stofnuð 1959 með konu sinni og bömum: Áma, Guðbjörgu, Gylfa, Hafdísi, Halldóra og Friðriki Haf- steini tengdasyni sínum, sem var skipasmiður og var að Ijúka námi í vélvirkjun hjá tengdafóður sínum. Vélsmiðjan var starfrækt á Spítala- stígnum við þröngan húsakost, Jens gamli vai' mjög áhugasamm- um sem nýjastan vélakost og fjárfesti í vélum svo orð fór af og varð eftirsótt verk- stæði til vandasamra og stærri verk- efna í rennismíði. Sem dæmi um framtakssemi Jens brá hann sér á tékknesku iðnsýninguna sem haldin var í Austurbæjarbarnaskólanum 1950 og keypti nýjustu rennibekki og fræsara sem þar vora. Engum af sýn- endunum hafði dottið tiþhugar að slíkai' vélar yrðu eftir á Islandi þá. Þessar vélar era enn í notkun. Þetta er það umhverfi sem Jens Gunnai- fæðist og elst upp í. Þar til foreldrar hans flytja með bömin sín tvö, Sjöfn og Jens, í nýtt hús sem þau höfðu byggt á Melabraut 2 á Seltjam- arnesi 1955. Þar ól hann sín unglings- ár. Hugur hans stóð fljótt til véla og tækja og hóf hann nám í vélvirkjun strax eftir barnaskóla og lauk vélvir- kjaprófi með meistarabréfi 1974 hjá föður sínum sem þá hafði tekið við rekstri vélsmiðjunnar og byggt nýtt og glæsilegt hús í Súðavogi 14 í Reykjavík, sem þeir fluttu í 1966. í þessu húsi vann Jens alla sína tíð að undansskildu einu ári sem hann var vélamaður á Brúarfossi 1974. Og síð- ar sem hann var frá vegna slyss og skemmda á sjón sem átti eftir að há honum mjög við rennismíðina, sem hann varð að mestu að draga sig út úr og snúa sér að grófari vinnu og haga störfum eftir getu. Jens var alla tíð mjög áhugasamur og duglegur í sínu fagi og átti vélvirkjunin hug hans all- an. Jens var alla tíð hlýr og góður for- eldram sínum og reyndi ætíð að verða við þeirra óskum. Móður sína missir hann 1979. Árinu áður hafði hann kynnst Guðríði Óskarsdóttur kenn- ara og flytur til hennar á Mýrargöt- una í Hafnarfirði. Ári síðar flytja þau á æskuheimili Jens á Melabraut 2. Þau ganga í hjónaband 20. júlí 1981 og eignast dótturina Hafdísi Björk 27. mars 1982. Fyrir átti Guðríður son, Óskar. Þau byggðu sér nýtt og glæsilegt einbýlishús í Reynibergi 9, Hafnarfirði, sem þau fluttu í 1989. Heimili þein-a var alla tíð mjög bjart og hlýlegt og allt vandað, þang- að var gott að koma. Saman áttu Jens og Guðríður góða daga og nutu fé- lagsskapar hvort annars. Jens gekk Óskari í föðurstað og leit á hann sem sinn son og sjálfan sig sem föður tveggja barna og gerði aldrei greinar- mun þar á milli. Hann ræktaði vel sinn garð og hlúði að fjölskyldunni eins og mest hann mátti. Við Jens voram systkinasynir úr samhentum systkinahópi, sem vildi láta böm sín þekkjast. Okkur Jens tókst að halda þessari frændsemi alla tíð án þess að nokkurntíma bæri skugga þai’ á. Viðmót hans var alla tíð hlýtt og traust. Sambandið varð nán- ara þegar leið að fullorðinsáranum og við gátum notið vinnu hvor annars. Jens hafði aðstöðu í smiðju föður síns, sem mörgum manninum þótti fengur í að nýta sér við hugðarefni sín. Þá var gott að koma til Jens, bera þau undir hann og njóta hans verklags og þekkingar. Viðmótið var ætíð slíkt að þá var málið orðið hluti af hans máli. Jens var ætíð glaður við vinnu sína og naut sín best þegar hann gat lagt góð ráð til verksins. Ríkulega áttum við feðgar, ég og sonur minn, eftir að njóta þessarar hjálpsemi frænda okkar. Sonur minn fékk áhuga fyrir vélsleðamennsku á unga aldri og þá vantaði kerru undir sleðann. Þú getur smíðað svona kerra, pabbi, og Jens var svo bætt við með áherslutón. Við báram upp er- indið og var tekið með hlýju (brosi og góðri athugasemd). Síðan var lagt á ráðin og hafist handa. Kerran sú ai-na var aldrei ætluð til annars en flytja einn sleða í Bláfjöll og nágrenni. En æskan varir ekki eilíflega, bamið vex en brókin ekki. Vélsleðamaðurinn hafði fundið íþrótt sína og óx með henni til að taka þátt í keppnum. Kerran varð of lítil. Til Jens var alltaf hægt að koma með allar hugmyndir, nú var hugmyndin sú að kljúfa hana eftir endilöngu og bæta í hana og gera hana fyrir tvo sleða. Jens hafði gaman að hugmyndinni, þekkti bita og burð- argetu vel og við hrandum verkinu af stað. Mig furðaði hve vel hann hafði kynnt sér smíði á felgum og vögnum og hvaða skilyrði þyrfti að uppfylla til að þeir fari vel aftan í dráttartæki. Jens hafði úthugsað hvert smáatriði og lagt í sinn reynslubanka og miðlaði öðram. Ef festa skal yfirbyggingu á vagn á þá skrúfboltinn að snúa með róna upp eða niður? Niður, sagði Jens, ef róin fer af þá er boltinn eftir í gatinu, annars dettur hann úr. Hjóla- búnaðurinn var tekinn af gömlum bíl sem Jens vildi setja á öxul efth- eigin hugmynd ef skyldi þurfa að hreyfa við síðar. I allri sinni smíði var Jens vand- virkur og lét aldrei hlut frá sér fara ef hann vissi að hægt væri að gera hann betur, og bar ríka ábyrgðarkennd fyrir því sem hann hafði gert alla tíð eftir afhendingu. Kerran okkar feðga var nú komin með það hlutverk að fai-a á hvert vél- sleðamótið á eftir öðru á Mývatni, Ak- ureyi-i og Ólafsfirði og á jökla lands- ins. í Ólafsfjarðarferð einni urðum við fyrir því óhappi að kvöldi dags að hjólabúnaðurinn gaf sig ofan Staðar- skála. Hringt var í Jens og bilun lýst, nú kom hönnun öxulsins sér vel. Hægt vai- að taka bilaða hlutinn af og fara með hann til viðgerðar. Ég get verið kominn inn í smiðju eftir klukkutíma, sagði Jens. Þegar þang- að kom var Jens búinn að draga fram nýtt ná, hann hafði þá tekið allan hjólabúnaðinn úr gamla bílnum ef eitthvað mundi bila síðar. Það er aldrei að vita hverju þarf á að halda þegar verið er að smíða úr gömlu, sagði Jens. Skiúfu skyldi maður aldrei henda. Snemma næsta dag voram við lagðir af stað með hlutinn viðgerðan. Gott er að eiga hauk í horni þegar svona stendur á. Við átt- um Jens. Þetta var hans verk og hans vinna sem hafði bilað, nú var ekki ver- ið að spyrja um hvað klukkan var þegar á viðgerð þurfti að halda. Á síðustu áram vora þau hjónin farin að ferðast meira og fara í skoð- unarferðú um heiminn sem þeim þótti mjög gaman og nú um páskana átti að fara til Krítar og koma aftur á miðvikudag. En þetta varð ferðin
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.