Morgunblaðið - 05.05.2000, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 05.05.2000, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 TBL. 88. ÁRG. FÖSTUDAGUR 5. MAÍ 2000 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Livingstone spáð yfír- burða sigri London. Morgunblaðið. KOSNINGASPÁR á tólfta tímanum í gærkvöldi spáðu Ken Livingstone sigri í borgarstjórakosningunum í London, reyndar með aðeins 42% at- kvæða í fyrsta sæti, en 51% í fyrsta og annað. Samkvæmt sömu spám hafði Ihaldsflokkurinn náð því marki að vinna 400 sveitarstjórnarsæti, sem var talið ótvírætt merki um að flokkurinn væri að styrkjast. Kosn- ingaþátttaka var aðeins 27%. Ken Livingstone lét í sjónvarps- viðtali í gærkvöldi í það skína að hann muni láta sverfa til stáls milli sín og ríkisstjórnarinnar um málefni neðanjarðarlestanna í London. Pá AP Coulthard til Spánar BRESKI kappakstursmaðurinn David Coulthard, sem slapp með minniháttar meiðsl er þota sem hann hafði tekið á leigu brotlenti í Lyon í Frakklandi í byrjun vikunn- ar, sést hér við komuna til Barce- lona í gær. Coulthard tekur þátt í Spánarkappakstrinum á sunnudag. Hann ræddi í gær í fyrsta skipti við fjölmiðla um flugslysið, en báðir flugmenn vélarinnar létu lifíð. Coulthard, vinkona hans og þjálfari sluppu hins vegar lítið meidd og gátu þau klifrað út úr braki vélar- innar eftir að nauðlending mis- tókst. kvaðst Livingstone vilja vinna að sigri Verkamannaflokksins í næstu þingkosningum, en Keith Hill, sem fer með málefni London, sagði sömu reglur gilda um Livingstone og aðra, honum hefði verið vikið úr flokknum til fimm ára og þar við sæti. Meirihluti með frjálslyndum Af 25 sætum í borgarráði London stefndi í að Verkamannaflokkurinn fengi 8-10, íhaldsflokkurinn 7-9, frjálslyndir 4-6 og grænir 3. Verka- mannaflokkurinn ætti því að geta myndað meirihluta með frjálslynd- um og þannig haft hemil á Living- stone. Miðað við atkvæðatölur á lands- vísu var hlutur Ihaldsflokksins 37%, sem er það hlutfall sem flokkurinn fékk í síðustu aukakosningum. Verkamannaflokkurinn hlaut 30% og Frjálslyndir 28%. Reuters Uppblásnar blöðrur af frambjtíðendum fyrir embætti borgarstjtíra London. Kosningamar fóru fram í gær og var þetta í fyrsta skipti sem kosið er um embætti borgarstjtíra. Óháði frambjtíðandinn, Ken Livingstone, þykir líklegastur til að bera sigur úr býtum, en blaðran lengst til hægri á myndinni er í líki Livingstones. 95.000 félagar norska alþýðusambandsins í verkfalli Hert skal á verk- fallsaðgerðum Ósld. Morg-unblaðiO. NORSKA alþýðusambandið sam- þykkti í gær að herða enn frekar á verkfallsaðgerðum í alvarlegasta verkfalli sem komið hefur til í land- inu sl. 14 ár. Um 85.000 launþegar eru nú þegar í verkfalli og nk. þriðju- dag munu 10.000 manns til viðbótar leggja niður vinnu. Við þær aðgerðir mun um 30% af fiskútflutningi Norðmanna til Evrópu stöðvast, auk þess sem áhrifa verður vart í áfengissölu, pappírsframleiðslu, hótelrekstri og jafnvel hjá íþróttafélögum. „Aiþýðusambandið ætlar sér að valda slíkum usla að vinnuveitendur neyðist til að setjast að samninga- borðinu og leggja fram nýjar tillög- ur,“ sagði Yngve Hágesen, formaður alþýðusambandsins. Sambandið hef- ur þó gætt þess að fara ekki yfir strikið þannig að sérstakri launa- nefnd verði falið að blanda sér í mál- ið. Teljist verkfallið hins vegar stéfna lífi og heilsu fólks í hættu kann til þess að koma. Dagblaðið Aftenpost- en lýsti hertum verkfallsaðgerðum vegna þessa sem „varkárum.“ Nú þegar hafa verkfallsaðgerðirn- ar áhrif á flugumferð, eldsneytis- vinnslu, ferjusiglingar og dagblaða- útgáfu. Olíuvinnsla er hins vegar enn í gangi og hefur dráttarbátum verið veitt undanþága til að aðstoða olíu- skip. Fjölgi síðan þeim launþegum sem í verkfalli eru mun það einnig hafa áhrif á fiskútflutning, nokkrar greinar matvælaiðnaðarins, ferða- iðnaðinn og starfsmenn í pappírs- framleiðslu. Stöðvist pappírsfram- leiðslan kann það að hafa enn víðtækari áhrif á norska blaðaútgáfu en orðið er. Sænskir kaupmenn fagna Þótt verkfallið valdi miklum afföll- um í atvinnulífinu segir Aftenposten það ekki torvelda líf hins almenna borgara svo nokkru nemi. Skortur á ferjusamgöngum kunni þó að valda ýmsum erfiðleikum. Sænskir kaupmenn eru sagðir ánægðir. Tómar hillur norskra versl- ana hafi það nefnilega £ för með sér að margir Norðmenn leiti nú yfir landamærinn til Svíþjóðar til matar- innkaupa. Skæður tölvuvírus dreifír sér með örskotshraða um heim allan New York, Washington. AP, AFP. ,ÁSTARTÖLVUVÍRUSINN“ svo- kallaði fór eins og eldur í sinu um tölvukerfi heimsins í gær. Hann olli miklum usla hjá fyi-irtækjum og stofnunum í Evrópu, Bandaríkj- unum og Asíu og var snemma í gærkvöldi talið að tæplega 1,3 milljónir tölva hefðu smitast og þurfti m.a. að loka tölvukerfi neðri deildar breska þingsins um tíma. Vírusinn telja tölvusérfræðingar í Hong Kong vera kominn frá Filippseyjum. Hann fór á kreik að- faranótt fimmtudags og ferðaðist með örskotshraða um heim allan í formi tölvubréfa merktra ILOVE- Yfír milljón tölvur smitaðar YOU. Vírusinn margfaldaði sig síð- an í hvert sinn við það að tölvubréf- in voru opnuð, sendi póst á önnur netföng í netfangaskrá tölvunnar og lokaði fyrir annan póst. Loka þurfti tölvupóstkerfum Hvíta hússins, bandaríska varnar- málaráðuneytisins og Bandaríkja- þings um tíma vegna tölvubréfa sem innihéldu „ástarvfrusinn." Þá varð tölvukerfi danska þingsins einnig fyrir skaða sem og fjar- skiptafyrirtækið Tele Danmark, sjónvarpsstöðin TV2 og danska umhverfis- og orkuráðuneytið. Það voru einkum fjármálafyrir- tæki, eða fyrirtæki á sviði al- mannatengsla sem urðu fyrir barð- inu á vírusnum. Dow Jones fréttaþjónustan í Asíu og asíska út- gáfa dagblaðsins Wall Street Journal voru þeirra á meðal. Þá varð einnig að loka tölvupóstkerfi um 30% breskra fyrirtækja um tíma og í Svíþjóð náði þessi tala 80%. Vírusinn byggist á öryggisgalla í Outlook-tölvupóstforritunum. Veir- an er skrifuð á Visual Basic Script- forritunarmálinu og treystir á svokallaða fjölvakeyrslu í Micro- soft-forritum. ■ Útbreiddasti/2 Hyggjast einrækta útdautt pokadýr Sydney. AP, AFP. ÁSTRALSKIR vísindamenn sögðust í gær hafa fundið arf- bera útdauðrar dýrategundar, tasmaníuúlfsins, og ætla að endurskapa hana með nýjustu tækni á sviði einræktunar. Tasmaníuúlfur, rándýr af gokaúlfaætt, var algengur í Ástralíu og lifði síðast á Tasm- aníu. Síðasta þekkta dýrið náð- ist lifandi árið 1933 en drapst í dýragarði þremur árum síðar. Vísindamennirnir náðu DNA- sýnum úr pokaylfingi og telja líklegt að hægt verði að ein- rækta dýrið, en pokaylfingur- inn fannst í geymslu á safni í Ástralíu fyrir ári. Einn vísindamannanna, Don Colgan, sagði þá telja að í sýn- unum væru nógu margir arf- berar nánast allra gena tasm- aníuúlfsins til að hægt yrði að einrækta hann. Næsta skref væri að rannsaka og flokka arf- berana og stefnt væri að því að einrækta dýrið innan nokkurra ára. Frumukjarni úr ylfingnum yrði þá settur í eggfrumu ann- ars dýrs, líklegast tasmaníu- skolla, pokadýrs sem liflr nú eingöngu á Tasmaníu. Colgan sagði að ef tilraunin tækist væri líklega hægt að ein- rækta mörg önnur útdauð dýr. MORGUNBLAÐK) 5. MAI 2000 690900 090000
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.