Morgunblaðið - 05.05.2000, Blaðsíða 84
MORGUNBLAÐW,KmNGLUNNIl, 103 REYKJAVÍK, SÍMl 5691100, SÍMBRÉF5691181, PÓSTHÓLF 3040,
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 6691122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1
FÖSTUDAGUR 5. MAÍ 2000
VERÐ í LAUSASÖLU 150 KR. MEÐ VSK.
Bygging 240-360 þusund tonna álvers á Reyðarfirði
Stofnfundur Samfyikingarinnar
Stefnt að undirritun yfír-
lýsingar í þessum mánuði
STEFNT er að því að ganga frá
nýrri yfirlýsingu vegna byggingar
álvers á Reyðarfirði í þessum mán-
uði og eru nú staddir hér á landi
aðilar úr framkvæmdastjórn
Hydro Aluminium til undirbúnings
þess, meðal annars.
I yfirlýsingunni verður, sam-
kvæmt heimildum Morgunblaðs-
ins, útlistað hvernig staðið verður
að undirbúningi og ákvarðanatöku
vegna byggingar 240-360 þúsund
tonna álvers á Reyðarfirði í stað
þess 120 þúsund tonna álvers sem
stefnt var að áður að byggja, en
eins og kunnugt er var horfið frá
vHbyggingu þess fyrr í vor þar sem
stærð þess þótti ekki nógu hag-
kvæm.
Vegna byggingar þess álvers
var undirrituð yfirlýsing á Hall-
ormsstað snemma sumars í fyrra
þar sem kveðið var á um hvernig
staðið yrði að undirbúningi fram-
kvæmda og einstaka þættir í því
ferli tímasettir.
Einstaka þættir ekki
tímasettir jafn nákvæmlega
Sú yfirlýsing sem stefnt er að að
undirrita nú í maímánuði yrði sam-
bærileg nema hvað ólíklegt er að
einstaka þættir í ákvörðunarferl-
inu verði tímasettir jafn nákvæm-
lega og var í yfirlýsingunni sem
undirrituð var á Hallormsstað. í
yfirlýsingunni nú yrðu tilgreindir
þeir þættir sem liggja þurfa fyrir
áður en ákvörðun er tekin og
þeirri ákvörðun jafnframt sett
tímamörk, samkvæmt upplýsing-
um Morgunblaðsins.
Ljóst er að undirbúningur að
byggingu stærra álvers verður
mun tímafrekari en undirbúningur
að byggingu 120 þúsund tonna ál-
vers, þar sem ráðast þarf í virkj-
anir sem senda þarf í umhverfis-
mat áður en framkvæmdir við þær
geta hafist og sama gildir um
verksmiðjuna.
Búist við deilum
um aðild að E SB
BÚIST er við miklum og hvössum
umræðum um Evrópumál á stofn-
fundi Samfylkingarinnar í dag.
Ágreiningur er um ályktun sem
Félag frjálsiyndra jafnaðarmanna
leggur fyrir fundinn, þar sem
lagt er tii að Samfylkingin taki af
skarið og samþykki í stjórnmála-
ályktun að ísland sæki um fulla
aðild að Evrópusambandinu. Ung-
ir jafnaðarmenn hafa einnig sam-
þykkt tillögu um að sótt verði um
aðild að ESB og ætla að fylgja
henni eftir á fundinum.
Nokkrir forystumenn Samfylk-
ingarinnar, þ.á m. Margrét Frí-
mannsdóttir, talsmaður hreyfing-
arinnar, telja ekki tímabært að
afgreiða tillögu af þessu tagi og
vilja halda sig við það samkomu-
lag sem aðildarflokkar Samfylk-
ingarinnar gerðu í Evrópumálinu
fyrir síðustu kosningar. „Mér
finnst algerlega út í hött að ætla
að þvinga svona tillögu í gegn á
stofnfundi Samfylkingarinnar
vegna þess að við eigum eftir
mjög mikla og djúpa umræðu og
kynningu á málinu,“ segir Ari
Skúlason, framkvæmdastjóri ASI.
■ Höfum framselt/4
■ Drög að stjórnmálaályktun/13
■ Glenda Jackson/40
■ Nú eða aldrei/42
Breytingar á út-
hljutunarreglum
LIN samþykktar
*?JPPHÆÐ grunnframfærslu hjá
Lánasjóði íslenskra námsmanna
hækkar um 6,7% í haust, frítekju-
mark hækkar úr 250.000 í 265.000
krónur og skerðingarhlutfall vegna
tekna umfram frítekjumark lækkar
úr 50% í 40%. Þetta eru helstu
breytingar sem gerðar voru á
reglum sjóðsins á stjórnarfundi
LIN í gær. Utgjaldaaukning vegna
breytinganna nemur um 450 millj-
ónum króna.
Today
Show sent
út frá
Islandi
MORGUNÞÁTTURINN To-
day Show sem sýndur er á
bandarísku sjónvarpsstöðinni
NBC verður sendur út frá ís-
landi í dag. Má búast við því að
um sjö milljónir manna fylgist
með stjórnanda þáttarins,
Matt Lauer, við Bláa lónið milli
klukkan 7 og 9 að bandarískum
tíma eða 11 og 13 að íslenskum.
Þátturinn er einn vinsælasti
morgunþátturinn í bandarísku
sjónvarpi og binda menn í ís-
lenskri ferðaþjónustu mikiar
vonir við þá miklu landkynn-
ingu sem talið er að þátturinn
muni skila.
Eiríkur Jónsson, formaður Stú-
dentaráðs og fulltrúi þess í stjórn
LÍN, segir breytingarnar áfanga-
sigur fyrir stúdenta og fagnar því að
grunnframfærsla hafi verið hækkuð
meira en gert var ráð fyrir í fyrstu
tillögum stjórnarmeirihluta.
„Við gagnrýndum að hækkunin
færi að mestu i lækkun tekjuskerð-
ingarhlutfallsins og sögðum að það
kæmi fyrst og fremst þeim tekjuháu
til góða. Niðurstaðan var að heildar-
útlánaaukning hækkar um u.þ.b.
100 milljónir umfram fyrstu tillögur
og fer þessi breyting að mestu leyti í
grunnframfærsluna," segir Eiríkur.
„Þetta er mikil kjarabót fyrir
námsmenn og það má segja að hér
njóti þeir góðærisins eins og aðrir í
þjóðfélaginu," segir Gunnar Birgis-
son, formaður stjórnar LÍN. „Þetta
er mjög mikil hækkun, 450 milljón-
ir, þannig að ljóst er að ríkisstjórnin
hefur tekið mjög vel á þessu“
Morgunblaðið/Kristinn
Hin heimskunna leikkona Glenda Jackson, þingmaður Verkamannaflokksins í Bretlandi, kom til landsins í gær
en hún verður viðstödd stofnfund Samfylkingarinnar 'sem hefst í dag. Rannveig Guðmundsdóttir, þingflokks-
formaður Samfylkingarinnar, og Þórunn Sveinbjarnardóttir þingmaður tóku á móti Glendu Jackson í Leifsstöð
og færðu henni rósir.
Mjólkurfræðingar undirrituðu nýjan kjarasamning í gærkvöld
Mjólk í verslanir í dag
NÝR kjarasamningur milli Mjólk-
urfræðingafélags Islands og Sam-
taka atvinnulífsins, vegna mjólkur-
fræðinga hjá afurðastöðvum, var
undirritaður um klukkan níu í
gærkvöldi. Þar með var verkfalli
Óvissa á miðnætti í deilu
farmanna og skipafélaga
Maestro NTT FÉ HVAR SEM
ÞU ERT
mjólkurfræðinga, sem staðið hafði
frá miðnætti, frestað til 30. maí og
kemur það ekki til framkvæmda
nema samningurinn verði felldur í
atkvæðagreiðslu fyrir 24. maí.
Samningurinn, sem verður kynnt-
ur félagsmönnum á næstu dögum,
gildir til 31. janúar 2004 og tekur
mið af samningum Flóabandalags-
ins, auk þeirrar hækkunar sem
hlýst af lengri samningstíma.
Samningafundur mjólkurfræð-
inga og viðsemjenda þeirra í hús-
næði ríkissáttasemjara hafði staðið
yfir í meira en sólarhring þegar
samningur var undirritaður, en
fundurinn hófst klukkan 15 á mið-
vikudag.
Mjólkurfræðingar mæta til
vinnu í dag og er gert ráð fyrir að
mjólk verði komin í margar versl-
anir þegar þær verða opnaðar.
„Við ætlum að byrja að pakka
mjólkinni klukkan sex,“ segir Leif-
ur Örn Leifsson forstöðumaður
sölu- og dreifingarsviðs Mjólkur-
samsölunnar. Hann segir að tekn-
ar hafi verið niður pantanir frá
verslunum í gær og í fyrradag,
með fyrirvara um að verkfallið
myndi leysast.
„Þessar pantanir eru til af-
greiðslu strax og mun mjólkin
byrja að streyma í verslanir milli
klukkan átta og níu.“
Leifur segir að gríðarlegt álag
hafi verið á Mjólkursamsölunni í
allan gærdag, bæði í söludeild og
afgreiðslu. Hann segist hafa orðið
var við það í samtölum við verslun-
areigendur að neytendur hafi verið
farnir að hamstra bæði drykkjar-
mjólk og aðrar mjólkurvörur í
nokkrum mæli.
Leifur segist gera ráð fyrir að
nokkrar tafir verði á dreifingunni í
dag og að álag verði áfram mikið.
„Ég geri ráð fyrir að það verði
einhverra klukkustunda tafir í út-
keyrslunni hjá okkur, en ég tel að
við ættum að geta náð þessu vel og
seinni partinn ætti að vera komin
mjólk í flestallar ef ekki allar
verslanir," segir Leifur.
Kjaradeila
Sjómannafélagsins
Klukkan þrjú í gærdag hófst
fundur í kjaradeilu Sjómannafé-
lags íslands og viðsemjenda hjá
sáttasemjara. Síðdegis í gær voru
taldar nokkrar líkur á að lausn
fyndist í deilunni í þessari lotu, en
á miðnætti var staðan talin mjög
óljós.