Morgunblaðið - 05.05.2000, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
FÖSTUDAGUR 5. MAÍ 2000 29.
Biblíuleg stef í íslenskum fornbók-
menntum á málþingi í Skálholti
Trúarlegt sam-
hengi í Eglu
Morgunblaðið/Kristinn
Þessi skúta er meðal sýningargripa í Þjóðarbókhlöðu.
Gestasýning
frá Bremen
í Þjóðarbókhlöðu
DAGANA 6.-7. maí verður málþing í
Skálholti á vegum Skálholtsskóla og
Hugvísindastofnunar Háskóla Is-
lands. Fjölmargir fræðimenn munu
halda fyrirlestra um margvíslegt efni
er tengist biblíulegum stefum í ís-
lenskum fornbókmenntum. Þingið er
haldið að frumkvæði Péturs Péturs-
sonar guðfræðings og prófessors í
guðfræðideild, en hann er rektor í
Skálholti þetta árið. Hugvísinda-
stofnun háskólans stendur einnig að
þinginu ásamt Skálholtsskóla.
Meðal þeirra sem flytja munu er-
indi er Torfí Tuliníus dósent sem í
fyrirlestri sínum veltir því fyrir sér
hvort hægt sé að finna biblíustef í
kveðskap Egils Skallagrímssonar.
Torfi sagði í samtali við Morgunblað-
ið að á málþinginu yrði kannað að hve
miklu leyti fornsögurnar byggjast á
hugmyndum úr biblíunni, en augljós
dæmi um slíkt má sjá t.d. í Lilju, sem
er auðvitað trúarkvæði, og augljós-
lega má leita að biblíuáhrifum í Þor-
lákssögu helga og jafnvel í drótt-
kvæðum miðalda eins og fram kemur
í erindi Guðrúnar Nordal. „En ólík-
legra finnst manni að leita slíkra
áhrifa í íslendingasögum,“ segir
Torfi. „Ég ætla að kanna hvort finna
megi biblíustef í kveðskap Egils, en
ég hef um árabil verið að rannsaka
Egilssögu og hef þá aðallega einblínt
á lausamálið. Það er náttúrlega aug-
ljóst að höfundurinn er kristinn á 12.
og 13. öld, en ég tel mig hafa sýnt
fram á að það sem knýr hann til
skrifta sé hugsað í kristnu samhengi.
í sögunni eru stef eins og bróður-
morð er tengist sögunni af Kain og
Abel, en einnig er ákveðið ferli sem
Egill gengur í gegnum, þ.e.a.s. ferli
syndarans. Honum er refsað fyrir
synd sína og iðrast hennar. En þetta
er allt saman mjög dulið í sögunni og
verður ekki lesið nema eins og í
dróttkvæði; í gegnum vísanir og
byggingaitæknileg atriði.“
Ætlunin að skoða
kveðskapinn fyrst og fremst
„I erindinu sem ég ætla að flytja á
málþinginu er ætlunin að skoða kveð-
skapinn fyrst og fremst,“ segir Torfi.
„Hann er mjög áhugaverður vegna
þess að margir hafa viljað halda í þá
trú að kveðskapur Egils eins og hann
er tilfærður í sögunni sé að mestu
leyti eftir Egil, þ.e.a.s. eftir heiðingja
frá 10. öld. Ég ætla að taka nokkur
dæmi sem ég tel mig hafa fundið
bæði í lausavísum og í stóru kvæðun-
um, þar sem ég tel að höfundur þessa
kveðskapar, hvort sem það var höf-
undur Eglu eða einhver annar, sé að
vísa í biblíufrásagnir til að gefa vís-
unum merkingu. Þessi dæmi eru góð
bæði fyrir þær sakir að erfitt er að af-
sanna að það sé verið að vísa í bibl-
íuna, og ekki síður af því að þau falla
vel að því trúarlega samhengi sem er
í sögunni og þeirri trúarlegu merk-
ingu sem ég hef verið að vinna við að
draga fram í gegnum tíðina," sagði
Torfi Tuliníus að lokum.
Ráðstefnugjald (fæði og gisting) er
6.500 kr., en upplýsingar fást í Skál-
holtsskóla sem einnig sér um skrán-
ingu.
KLERKAR - kaupmenn - karfa-
mið: Islandsferðir Brimara í
1.000 ár er yfirskrift sýningar
sem opnuð verður í Þjóðarbók-
hlöðu í dag, föstudag, kl. 16. Sýn-
ingin er gestasýning á vegum yf-
irvalda í sambandsrikinu Breinen
og á að endurspegla tengsl borg-
arinnar við Island bæði að fornu
og að nýju. Hún byggist upp á
gögnum og munum, m.a. frá
dómkirkjusafninu, ríkisskjala-
safninu og þýska sjóferðasafninu
í Bremen.
Meðal muna á sýningunni er
líkan af dómkirkjunni í Bremen
og afsteypur af höfði súlna sem
eru inni í henni en þar sjást
Fenrisúlfur og Miðgarðsormur.
Einnig eru afrit af þýskum
handritum, skjöl og viðskipta-
skrár kaupmanna og skipslíkön.
Sýningin er hluti af Reykjavík
- menningarborg Evrópu árið
2000. Sýningin stendur til mið-
vikudagsins 31. maí. Safnið er op-
ið mánudaga til fimmtudaga kl.
8.15-22, föstudaga til kl. 19, laug-
ardaga kl. 9-17 og sunnudag kl.
11-17.
Atli Heimir Sóirún Braga-
Sveinsson dóttir
Sólrún
Bragadóttir
^yngur í
Islensku
óperunni
SÓLRÚN Bragadóttir sópran-
söngkona og hinn kunni norski
píanóleikari Einar Steen-Nokle-
berg halda tónleika í húsakynnum
fslensku óperunnar sunnudaginn
14. maí kl. 20.30.
Efnisskráin samanstendur af
norrænni ljóðatónlist. Frumflutt
verður nýtt verk eftir Atla Heimi
Sveinsson við ljóð Einars Bene-
diktssonar, Útsær, og ljóðaflokkur-
inn „Haugtussa" eftir Edvard Grieg
verður sunginn í heild. Þá verða
einnig flutt sönglög eftir Sibelius,
Rangström, Nielsen og Sjögren.
Nordvest Musik stendur fyrir
tónleikunum í samvinnu við menn-
ingarborgina. Tónleikarnir eru
styrktir meðal annars af Norræna
menningarsjóðnum, Ríkissljórn Is-
lands, Atlantic Airways og Flugfé-
lagi Islands.
Forsala aðgöngumiða að tónleik-
unum er nú hafln en hægt er að
nálgast miða í Blómálfinum, Vest-
urgötu 2 og í verslunum Japis á
Laugavegi og í Kringlunni. Miða-
verð er kr. 2000.
HAGKAUP
jí iflf.8 Si@>
...
Meira úrval - betrikaup