Morgunblaðið - 05.05.2000, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 05.05.2000, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR FÖSTUDAGUR 5. MAÍ 2000 29. Biblíuleg stef í íslenskum fornbók- menntum á málþingi í Skálholti Trúarlegt sam- hengi í Eglu Morgunblaðið/Kristinn Þessi skúta er meðal sýningargripa í Þjóðarbókhlöðu. Gestasýning frá Bremen í Þjóðarbókhlöðu DAGANA 6.-7. maí verður málþing í Skálholti á vegum Skálholtsskóla og Hugvísindastofnunar Háskóla Is- lands. Fjölmargir fræðimenn munu halda fyrirlestra um margvíslegt efni er tengist biblíulegum stefum í ís- lenskum fornbókmenntum. Þingið er haldið að frumkvæði Péturs Péturs- sonar guðfræðings og prófessors í guðfræðideild, en hann er rektor í Skálholti þetta árið. Hugvísinda- stofnun háskólans stendur einnig að þinginu ásamt Skálholtsskóla. Meðal þeirra sem flytja munu er- indi er Torfí Tuliníus dósent sem í fyrirlestri sínum veltir því fyrir sér hvort hægt sé að finna biblíustef í kveðskap Egils Skallagrímssonar. Torfi sagði í samtali við Morgunblað- ið að á málþinginu yrði kannað að hve miklu leyti fornsögurnar byggjast á hugmyndum úr biblíunni, en augljós dæmi um slíkt má sjá t.d. í Lilju, sem er auðvitað trúarkvæði, og augljós- lega má leita að biblíuáhrifum í Þor- lákssögu helga og jafnvel í drótt- kvæðum miðalda eins og fram kemur í erindi Guðrúnar Nordal. „En ólík- legra finnst manni að leita slíkra áhrifa í íslendingasögum,“ segir Torfi. „Ég ætla að kanna hvort finna megi biblíustef í kveðskap Egils, en ég hef um árabil verið að rannsaka Egilssögu og hef þá aðallega einblínt á lausamálið. Það er náttúrlega aug- ljóst að höfundurinn er kristinn á 12. og 13. öld, en ég tel mig hafa sýnt fram á að það sem knýr hann til skrifta sé hugsað í kristnu samhengi. í sögunni eru stef eins og bróður- morð er tengist sögunni af Kain og Abel, en einnig er ákveðið ferli sem Egill gengur í gegnum, þ.e.a.s. ferli syndarans. Honum er refsað fyrir synd sína og iðrast hennar. En þetta er allt saman mjög dulið í sögunni og verður ekki lesið nema eins og í dróttkvæði; í gegnum vísanir og byggingaitæknileg atriði.“ Ætlunin að skoða kveðskapinn fyrst og fremst „I erindinu sem ég ætla að flytja á málþinginu er ætlunin að skoða kveð- skapinn fyrst og fremst,“ segir Torfi. „Hann er mjög áhugaverður vegna þess að margir hafa viljað halda í þá trú að kveðskapur Egils eins og hann er tilfærður í sögunni sé að mestu leyti eftir Egil, þ.e.a.s. eftir heiðingja frá 10. öld. Ég ætla að taka nokkur dæmi sem ég tel mig hafa fundið bæði í lausavísum og í stóru kvæðun- um, þar sem ég tel að höfundur þessa kveðskapar, hvort sem það var höf- undur Eglu eða einhver annar, sé að vísa í biblíufrásagnir til að gefa vís- unum merkingu. Þessi dæmi eru góð bæði fyrir þær sakir að erfitt er að af- sanna að það sé verið að vísa í bibl- íuna, og ekki síður af því að þau falla vel að því trúarlega samhengi sem er í sögunni og þeirri trúarlegu merk- ingu sem ég hef verið að vinna við að draga fram í gegnum tíðina," sagði Torfi Tuliníus að lokum. Ráðstefnugjald (fæði og gisting) er 6.500 kr., en upplýsingar fást í Skál- holtsskóla sem einnig sér um skrán- ingu. KLERKAR - kaupmenn - karfa- mið: Islandsferðir Brimara í 1.000 ár er yfirskrift sýningar sem opnuð verður í Þjóðarbók- hlöðu í dag, föstudag, kl. 16. Sýn- ingin er gestasýning á vegum yf- irvalda í sambandsrikinu Breinen og á að endurspegla tengsl borg- arinnar við Island bæði að fornu og að nýju. Hún byggist upp á gögnum og munum, m.a. frá dómkirkjusafninu, ríkisskjala- safninu og þýska sjóferðasafninu í Bremen. Meðal muna á sýningunni er líkan af dómkirkjunni í Bremen og afsteypur af höfði súlna sem eru inni í henni en þar sjást Fenrisúlfur og Miðgarðsormur. Einnig eru afrit af þýskum handritum, skjöl og viðskipta- skrár kaupmanna og skipslíkön. Sýningin er hluti af Reykjavík - menningarborg Evrópu árið 2000. Sýningin stendur til mið- vikudagsins 31. maí. Safnið er op- ið mánudaga til fimmtudaga kl. 8.15-22, föstudaga til kl. 19, laug- ardaga kl. 9-17 og sunnudag kl. 11-17. Atli Heimir Sóirún Braga- Sveinsson dóttir Sólrún Bragadóttir ^yngur í Islensku óperunni SÓLRÚN Bragadóttir sópran- söngkona og hinn kunni norski píanóleikari Einar Steen-Nokle- berg halda tónleika í húsakynnum fslensku óperunnar sunnudaginn 14. maí kl. 20.30. Efnisskráin samanstendur af norrænni ljóðatónlist. Frumflutt verður nýtt verk eftir Atla Heimi Sveinsson við ljóð Einars Bene- diktssonar, Útsær, og ljóðaflokkur- inn „Haugtussa" eftir Edvard Grieg verður sunginn í heild. Þá verða einnig flutt sönglög eftir Sibelius, Rangström, Nielsen og Sjögren. Nordvest Musik stendur fyrir tónleikunum í samvinnu við menn- ingarborgina. Tónleikarnir eru styrktir meðal annars af Norræna menningarsjóðnum, Ríkissljórn Is- lands, Atlantic Airways og Flugfé- lagi Islands. Forsala aðgöngumiða að tónleik- unum er nú hafln en hægt er að nálgast miða í Blómálfinum, Vest- urgötu 2 og í verslunum Japis á Laugavegi og í Kringlunni. Miða- verð er kr. 2000. HAGKAUP jí iflf.8 Si@> ... Meira úrval - betrikaup
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.