Morgunblaðið - 05.05.2000, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
FÖSTUDAGUR 5. MAÍ 2000 49
„Al' hverju er hún dáin?“ spurði El-
ísabet þegar ég sagði henni frá því.
„Vegna þess að hún var svo veik,“
svaraði ég. Hún vildi fá nánari út-
skýringu á því hvers vegna líkaminn
þinn bilaði en áttaði sig íljótlega á
málinu og sagði: „Þá getum við aldrei
farið aftur að heimsækja ömmu
Huldu í hjólastólnum." Það var alltaf
tOhlökkunarefni að fara í heimsókn tO
þín.
Þú lumaðir á einhverju í hvert
skipti sem við komum og oftar en ekki
varstu að leggja á ráðin um að gera
eitthvað. Þú hafðir alltaf eitthvað fyr-
m stafni. Og núna síðustu vikumar
hafðir þú þessa endaleið fyiir stafni.
Þú vildir ekki láta koma þér á óvart
með dauðann eins og svo marga aðra
hluti.
Síðustu árin varstu bundin hjóla-
stól og það var þinn böggull að geta
ekki gert allt sem þú gast áður. Þú
varst alltaf að prjóna áður en þú lam-
aðist en gafst ekki upp og fórst að
prjóna á pijónastokk sem maðurinn
hennar Öddu vinkonu þinnar hann-
aði. Það liggja eftir þig ófá verkin sem
við höfum fengið að njóta, eins og
púðarnir sem við fengum.
Það var eitt einstakt sem Elísabetu
fannst við þig; þú áttir alltaf vara-
salva. Hún man það sérstaklega, að
hún varð aOtaf að fá varasalva eða
varalit hjá þér. Henni fannst alltaf
svo þægilegt að koma til þín, fór úr
flestum fötunum og lét eins og hún á
að sér, fór að kubba eða púsla.
Elísabetu fannst líka mikilvægt að
þú fengir eitthvað frá henni, þú sem
varst alltaf að gefa henni eitthvað.
Hún vildi gefa þér bleika bangsann
sinn - þann sem þú svafst alltaf með.
Hann var þér það mikilvægur að ef
hann datt frá þér á næturnar þurftu
hjúkrunarkonurnar að koma og rétta
þér hann.
Hann var í rúminu þínu þegar þú
fórst og verður með þér í kistunni
eins og þú baðst um.
Elsku amma, við verðum saman
seinna undir allt öðrum kringumst-
æðum. Þá verður þú ekki bundin við
hjólastól eða veik. Við hlökkum báðar
to.
Sjáumst,
Lilja og Elísabet Rut.
Elsku besta amma, þú varst besta
amma mín í heimi. Mér þykir leiðin-
legt að þú fórst frá mér og okkur öll-
um, samt verðurðu alltaf hjá mér í
huga.
Frá,
Ester Lind.
Með þessum Ijóðlínum langar okk-
ur að þakka þær samverustundir sem
við áttum með þér, langamma.
í þenna kæra kirkjurann
vérkomnirerumnú,
með sorg í hjarta og söknuð vom,
ensamtmeðvonogtrú.
Hér blundar hún, sem birtu og ljós
ossbarumlangastund,
og kærleik veitti ogvann í trú
sittverk með fúsri mund.
Hér situr minning mild og hrein
semmáttuggleðilind.
En manni og bömum brosir æ
íbrjóstihennarmynd.
Því vekst nú upp svo ótal margt
frááralangribraut
um hennar starf og táp og tryggð
ogtrúísældogþraut.
(Friðrik Friðriksson.)
Ingvi Hrafn, Gunnar Ægjr,
Herdís, Ólafi'a og Eydís Ósk.
Það er erfitt að setjast niður tO
þess að skrifa minningarorð um þig,
elsku Hulda mín. Þó svo að maður
vissi að hverju stefndi er höggið samt
sárt.
Ég er búin að þekkja þig síðan ég
man eftir mér. Besta vinkonan henn-
ar mömmu. Vonið þið einlægar vin-
konur alla tíð. Og eftir að ég missti
mömmu hafðh- þú alltaf samband til
að vita hvernig ég og systkini mín
hefðum það. Þú vissir hvað við höfð-
um misst mikið og sýndir svo mikla
hlýju. Sennilega fannst þér við systk-
inin vera eins og höfuðlaus her þegar
foringinn var faOinn frá.
Fyrir tæpum þremur árum upp-
götvaðist þú með krabbamehi og á
meðan á meðferð stóð fékkstu blóð-
tappa í heila og lamaðist hægra meg-
in. Lengi vel var þér ekki hugað líf en
seiglan og lífsviljinn voru svo mikO að
þú reifst þig upp. Mörgum fannst að
ekki væri eftir miklu að slægjast og
að kannski væri best fyrir þig að fá að
fara frekar en að lifa áfram svona
mOtið fötluð. En þú varst svo sannar-
lega ekki á því að gefast upp og lengi
vel vonaðist þú til að fá einhvem mátt.
En þú tókst því eins og stórkostleg
hetja að ekki væri nein von tO þess og
horfðir fram á veginn og á lífið með
þínum PoOýönnuhugsunarhætti. Og
hvað þú gast fengið mikla ánægju út
úr lífinu og virkilega notið óteljandi
hluta var hreint ótrúlegt. Þú geislaðir
blátt áfram af lífsþrá og oftast af lífs-
gleði og gafst af þér í ómældum
skömmtum ást, umhyggju, hlýju,
samúð og gleði til allra barna þinna,
tengdabama og bamabama, systk-
ina, ættingja og vistmanna í Skógar-
bæ. Gæskubrunnur þinn var ótæm-
andi. Það hlýtur að vera mútill
sjónarsviptir að þér á Skógarbæ þar
sem þú breiddir þig líka yfir alla vist-
mennina, ekki bai’a með þinni ein-
stöku hlýju heldur líka með hressi-
leika þínum og geislandi lífsorku.
En þú áttir líka alveg einstök börn.
Eftir að þú veiktist slógu systkinin
sex skjaldborg um þig og þú varst
miðpunkturinn í lífi þeirra og allt
þeirra líf snerist um þig. Þau samein-
uðust í ást sinni og virðingu á þér. Það
var ekkert nógu gott fyrir mömmu og
þau gerðu allt sem í þeirra valdi stóð
til þess að líf þitt yrði sem innihalds-
ríkast og ánægjulegast. Og alltaf var
svo mikið líf og fjör í kringum þig og
börnin þín. Það heyrðist langar leiðir
hvellur og glaðlegur hláturinn í ykkur
og fjörlegar samræðui-nar. Ast og
umhyggja bama þinna er eitt af því
fallegasta sem ég hef upphfað. Þau
áttu stórkostlega mömmu og þau létu
þig svo sannarlega finna væntum-
þykju sína.
Enda varstu þvílíkt aðdráttarafl
fyrir mig og mér fannst alltaf jafn
gaman og notalegt að koma tú þín. Ég
fór heldur ekki varhluta af hlýju þinni
og persónutöfrum frekar en aðrir. Og
þú lést mig Kka finna hversu vænt þér
þótti um mig.
Elsku hjartans Hulda mín. Þakka
þér fyrh' allt.
Elsku Herdís, Þór, Þómnn, Hulda
Fríða, Herborg, Ingvar. Okkar inni-
legustu samúðarkveðjur til ykkar og
fjölskyldu ykkar frá okkur Hallgrími
og dætmm. Hugur okkar er hjá ykk-
ur.
Ágústa.
Mig langar að minnast móður
minnar með nokkmm orðum. Það
koma mörg mmningabrot í huga
minn á stund sem þessari og hugur-
inn hverfur aftur í tímann. Eg minn-
ist móður minnar sem glæsúegrar
konu sem ég var stoltur af og bar
mikla virðingu fyrir.
Ég man þann tíma er ég bjó í
Keílavík og þurfti að sækja vinnu í
bæinn, þá kom ég alltaf í kaffi heim á
Bústaðaveginn, þar sem við sátum oft
tvö og ræddum málin. Og ef ég kom
ekki hringdir þú og sagðir að kaffið
væri til.
Og mútið varst þú glöð er við fjöl-
skyldan fluttum í bæinn, í Smáíbúða-
hverfið svo nálægt þér að þú gast
labbað við er þú varst á ferð. Þú varst
alltaf gangandi. Svo kom tími veik-
inda þmna, með elju og dugnaði gast
þú notið þessai’a þriggja ára ótrúlega
vel. Þú varst hrókur alls fagnaðar, þó
að þú ættir líka erfiða tíma. Þú barst
þig alltaf með mikúli reisn og varst
drifkraftur margi’a.
En nú ert þú sofnuð, móðir mín.
Það verður skrýtið að hafa þig ekki,
þú varst jú einhvern veginn miðja
okkar systkinanna. Megi Guð minn-
ast þín.
Þinn „prins",
Ingvar.
• Fleirí minningargreinar
um Huldu Berndsen bíða birtingar
og munu birtast í blaðinu næstu
daga.
ÞÓRÓLFUR ALVIN
GUNNARSSON
+ Þórólfur Alvin
Gunnarsson
fæddist á Hvamms-
tanga hinn 16. jan-
úar 1981. Hann lést á
heimili sínu á
Hvammstanga 20.
apríl síðastliðinn.
Foreldrar hans
eru Gréta Jósefsdótt-
ir, f. 21. febrúar
1955, og Gunnar Örn
Þorvaldsson, f. 12.
febrúar 1955. Systir
Þórólfs er Unnur
Elva Gunnarsdóttir,
f. 17. júlí 1975. Maki
hennar er Þorsteinn Austri
Björnsson, f. 19. nóvember 1971.
Þeirra sonur er Elvar Austri, f.
19. mars 1996.
Útför Þórólfs fer fram frá
Hvammstangakirkju í dag og
hefst athöfnin klukkan 14.
Fréttin kom eins og reiðarslag.
Að þú værir dáinn, það féllu tár,
missirinn er svo mikill.
En minningin lifír um góðan
dreng. Við vorum á Litla-Ósi, fórum
á Góða Rauð, en hann áttum við
saman. Þú ungur að árum en dug-
legur að hjálpa afa.
Svo líða ár, þú ferð að fara einn á
Góða Rauð, síðan kemur vélsleðinn
til sögunnar. Þú fórst frjáls eins og
fuglinn yfir snjóbreiðurnar, djarfur
og öruggur. Sveitavinnan á sumrin
þar sem þú komst þér svo vel. Jepp-
inn hans pabba þíns sem þú lærðir
á, svo þinn eigin bíll sem þú fórst á
suður yfir heiðar til náms og starfa.
En þú komst heim flestar helgar.
Þar átth’ þú þitt góða og ástríka
heimili sem þér þótti svo vænt um.
Þar beið þín hlýja og ást, herbergið
þitt hlýja og bjarta með öllum mun-
unum þínum. Þér gekk alltaf vel að
fara suður og norður þótt stundum
væru vond veður.
Við skiljum ekki almættið að taka
þig héðan því okkur fannst þú eiga
svo bjarta og góða framtíð. Kannski
ertu kallaður til meiri starfa annars
staðar þar sem þín er meiri þörf.
Við vitum að það verður tekið á
móti þér af frændum og vinum sem
leiða þig yfir landamærin. Gréta,
Gunnar, Unnur, Steini og litli Elvar.
I hljóðri bæn biðjum við okkar
góðu vættir að styrkja ykkur og
hjálpa yfir þessa erfiðu tíma því
missirinn er mikill.
Þórólfur, far þú í friði. Friður
Guðs sé með þér og hafðu þökk fyr-
ir allt og allt.
Nú vaki ég aleinn og komið er kvöld
og kyrrð yfir heimilið mitt
Eg skrifa á himinsins heiðríkjutjöld
í huganum nafnið þitt.
(Fr. H.)
Afi og amma.
í dag kveðjum við elskulegan
systurson minn, Þórólf Alvin. Mig
langar að minnast hans með nokkr-
um fátæklegum orðum.
Það var sorgleg og ótrúleg fréttin
sem ég fékk sumardaginn fyrsta, að
hann Þórólfur væri dáinn. Þetta var
eins og martröð, þetta gat ekki ver-
ið satt, en jú, þetta var staðreynd
sem ekki var hægt að flýja.
Hvern skyldi hafa órað fyrir slíku
hinn 17. júlí í fyrra þegar fjölskyld-
ur, frændfólk og vinir Unnar og
Steina samglöddust þeim í brúð-
kaupi og var Þórólfur ekill þeiira,
að áður en ár yrði liðið myndum við
fylgja honum til grafar. Nei, það gat
engan órað fyrir því.
Það er sagt að þeir deyi ungir
sem guð elskar. Og - þá er það
kannski ekki skrítið að Þórólfur
deyi ungur, við Lolli höfum stund-
um talað um það, ekki bara núna, að
hann Þórólfur væri alveg sérstakur
drengur því alltaf ef maður rakst á
hann úti á götu ef við vorum í
kaupstaðarferð, var hann alltaf jafn
hress og heilsaði manni oft að fyrra
bragði. Hann var svo heilbrigður og
góður drengur.
Það má segja að Þórólfur hafi
verið nokkurs konar
afastrákur Bangsa, því
að þegar Unnur stóra
systir var orðin svo
stór dama að hún
hætti að fara í bíltúr
með Bangsa, var Þór-
ólfur svo heppinn að
taka við af henni að
fara í ökuferðir með
Bangsa.
Margt brölluðu þeir
saman, það var held ég
til dæmis fastur siður
hjá þeim að búa til
jólagjöf handa Stellu í
Gröf og skreppa með
hana á aðfangadag.
Sóknarpresturinn okkar séra Sig-
urður Grétar á miklar þakkir skild-
ar, fyrir þá ástúð, hlýju og styrk
sem hann hefur veitt okkur öllum.
Grétu og Gunnari hefur hann reynst
einstaklega vel, hann hefur verið
boðinn og búinn til að aðstoðar við
fjölskylduna á allan hátt, og veit ég
að þau kunna vel að meta það.
Élsku Gréta, Gunnar, Unnur,
Steini, Elfar Austri, Unnur og Valli.
Missir ykkar er mikill, og vil ég
biðja góðan Guð að styrkja ykkur,
og okkur öll í þessari miklu sorg.
Elsku Þórólfur ég veit að afi og
amma frá Hvoli taka á móti þér.
Hvíl þú í friði.
Kristín Guðrún Jósefsdóttir.
Mig langar til að minnast frænda
míns og vinar, Þórólfs Alvins Gunn-
arssonar, fáeinum orðum. Þegar ég
kom norður í heimsókn vildi ég
hvergi vera nema heima hjá honum,
enda brölluðum við margt saman.
Þótt ég væri tveimur árum yngri lét
hann mig aldrei finna fyrir því.
Hann var alltaf svo hress og kátur,
alltaf með bros á vör, að ógleymdri
derhúfunni, skildi hana aldrei við
sig. Oft var gantast með það að
hann yrði sköllóttur ef hann tæki
aldrei húfuna niður. En hann hló
bara, enda var þetta Þórólfur.
Okkur þótti mjög vænt hvorum
um annan. Þótt við fjarlægðumst
núna síðustu árin er ég viss um að
við hefðum náð saman aftur ef þér
hefði enst aldur til þess. Oft er ég
búinn að óska þess að ég ætti tíma-
vél síðan þú kvaddir þennan heim
og gæti spólað til baka. En lífið er
ekki svona auðvelt. Heimur harðn-
andi fer.
Með þessum fátæklegu orðum
kveð ég að leiðarlokum kæran vin
og frænda.
Ég þakkir færi
því nú skilja leiðir.
Þigg þú litla gjöf
úr hendi mér.
Ég bið að þínir
vegir verði greiðir
ég veit að ég mun
aldrei gleyma þér.
(G.V.G.)
Elsku Gréta, Gunnar, Unnsa,
Steini og Elvar litli. Megi Guð
styrkja ykkur í ykkar miklu sorg.
Þess óskar ykkar,
Jósef Karl Gunnarsson.
Elsku Þórólfur. Við kveðjum þig
með miklum söknuði. Við áttum dá-
samlegar stundir saman og þar var
gleðin allsráðandi. Þú varst vandað-
ur og góður ungur maður, sá besti
af okkur öllum. Maður veit ekki
hvað átt hefur fyrr en misst hefur.
Við héldum að tíminn væri nógur en
hann var það ekki, hann leið allt of
fljótt. Sorg okkar er djúp en minn-
ingarnar sem við eigum um þig eru
yndislegar og þær geymum við í
hjarta okkar.
Kallið er komið,
komin er nú stundin,
vinaskilnaðar viðkvæm stund.
Vinimir kveðja
vininn sinn látna,
er sefur hér hinn síðsta blund.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi, v
hafðu þökk fyrir allt og allt
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem.)
Elsku Gunnar, Gréta, Unnur,
Steini og Elvar, Guð blessi ykkur í
þessari miklu sorg.
Þínir vinir,
Þoi’valdur og Anna.
Hinn 20. apríl gerðist sá hræði-
legi atburður að fyrrverandi bekkj-
arfélagi og góður vinur, Þórólfur Al-
vin, lést. Þetta er mikill missir fyrir
þá sem þekktu hann.
Þórólfur var mjög lífsglaður
strákur og eigum við margar
skemmtilegar og góðar minningar
um hann. Alltaf gat hann komið öll-
um til að hlæja og naut hann þess
að fá alla athyglina. Sérstaklega er
okkur minnisstæð skólataskan hans,
sem hann var með frá 0. bekk og al-
veg upp í 9. bekk. Og var hann mjög
stoltur af henni. Svo megum við
ekki gleyma flotta dansinum hans
og Tomma, sem sló í gegn á þorra-
blótinu 97. Svo var það húfan hans,
eða pottlokið réttara sagt. Alltaf
fannst honum hann glæsilegur með
þetta blessaða pottlok. Þórólfur var
mjög iðinn við íþróttir og stundaði
einna helst fótbolta og körfubolta.
Og líktist það heimsendi þegar hann
tapaði. Þá máttu allir forða sér!
Eftir grunnskólann fór hann í
Iðnskólann í Hafnarfirði. Þar fór
hann á grunndeild málmiðnaðar.
Þar gekk honum mjög vel. Síðan fór
hann að vinna hjá Héðni.
Elsku Þórólfur, við vonum að þér
líði vel þar sem þú ert.
Minning þín lifir ávallt með okk-
ur. rF
Kallið er komið
komin er nú stundin,
vinaskibiaðar viðkvæm stund.
Vinimir kveðja
vininn sinn látna,
er sefur hér hinn síðsta blund.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
(V. Briem.)
Elsku Gunnar, Gréta, Unnur,
Steini, Elvar Austri og ástvinir. Við
vottum ykkur okkar dýpstu samúðt
Megi guð gefa ykkur styrk um
ókomna framtíð.
Þínir vinir og fyrrverandi
bekkjarfclagar í grunn-
skóla Hvammstanga.
Skilafrest-
ur minn-
ingar-
greina
EIGI minningargrein að birt-
ast á útfarardegi (eða í sunnu-
dagsblaði ef útför er á mánu-
degi), er skilafrestur sem hér
segir: I sunnudags- og þriðju-
dagsblað þarf grein að berast
fyrir hádegi á föstudag. í mið-
vikudags-, fimmtudags-, föstu-
dags- og laugardagsblað þarf
greinin að berast fyrir hádegi
tveimur virkum dögum fyrir
birtingardag. Berist grein eftir
að skilafrestur er útrunninn
eða eftir að útför hefur farið
fram, er ekki unnt að lofa
ákveðnum birtingardegi. Þar
sem pláss er takmarkað getur
þurft að fresta birtingu greina,
enda þótt þær berist innan hins
tiltekna skilafrests.