Morgunblaðið - 05.05.2000, Blaðsíða 26
26 FÖSTUDAGUR 5. MAÍ 2000
MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
Morgunblaðið/Ilmars Znotins
Hátíðahöld í Riga
40 ára hátíðarfundur Fríverzlunarsamtaka Evrdpu í Genf
EFTA verður áfram
gagnlegt tæki en
óvíst hve lengi
Á hátíðarfundi í höfuðstöðvum EFTA
í Genf í gær litu embættismenn, stjórnmála-
menn og fræðimenn yfir 40 ára sögu
samtakanna og spáðu í hvaða framtíð lægi
fyrir þeim. Auðunn Arnórsson hlýddi
á erindin og umræðuna.
HALLDÓR Blöndal, forseti Alþingis,
var í gœr viðstaddur hátíðahöld í
Riga í tilefni af tíu ára afmæli sjálf-
stæðisyfirlýsingar Lettlands og 80
ára afmæli lettneskaþingsins.
Myndin var tekin eftir að blömsveig-
ur var lagður að Frelsisstyttunni í
Riga. Hátiðahöldin hófust í fyrradag
ROMANO PRODI, forseti fram-
kvæmdastjórnar Evrópusambands-
ins (ESB), kynnti á miðvikudag
breytingar á starfsliði sínu og eru
þær raktar til gagnrýni sem hann
hefur sætt að undanförnu fyrir
embættisfærslu sína. Meðal þeirra
sem voru „færðir til“ í starfi var
talsmaður Prodis, Ricardo Levi,
sem hefur sætt gagnrýni fyrir að
spilla samskiptum Prodis við aðra
meðlimi framkvæmdastjórnarinnar
og fyrir að bregðast því hlutverki
sínu að verja yfirmann sinn í fjöl-
miðlum. „Við höfum unnið saman í
fjölda ára. Ekkert þessu líkt hefur
gerst áður og þó eru ítalskir fjöl-
miðlar allt annað en óvægnir. An
þess að kenna nokkrum um held ég
að tími breytinga hafi verið runninn
upp,“ sagði Prodi í gær í samtali við
breska blaðið The Daily Telegraph.
Einnig var Carlo Trojan, aðalrit-
ari og starfsmannastjóri fram-
kvæmdastjórnarinnar látinn víkja.
Honum hefur verið legið á hálsi fyr-
ir að hlífa embættismönnum innan
framkvæmdastjómarinnar sem
sakaðir hafa verið um spillingu.
Fór út fyrir valdsvið sitt
Hermt er að Prodi hafi á síðustu
vikum misst tiltrú meðal þingmanna
Evrópuþingsins, umboðsmanns
þingsins, starfsliðs framkvæmda-
stjómarinnar og, síðast en ekki síst,
ríkisstjórna aðildarríkja ESB. Að
sögn The Daily Telegraph era það
eingöngu Bretar sem nú styðja
Prodi.
með fundi erlendra gesta frá Eist-
landi, Finnlandi, Frakklandi, íslandi,
Litháen, Noregi, Póllandi, Svíþjóð
og Þýskalandi með forseta lettneska
þingsins. Gestirair snæddu kvöld-
verð í boði forseta þingsins í gær-
kvöldi og þeim var síðan boðið á há-
tiðartónleika í óperuhúsinu í Riga.
Forsetinn er sagður hafa reynt að
reka framkvæmdastjórnina eins og
fjölskyldufyrirtæki og aðeins haft
samráð við lítinn hóp náinna sam-
starfsmanna. Þá gramdist ýmsum
ráðamönnum í ríkjum ESB það
mjög er Gaddafi, leiðtogi Líbyu, til-
kynnti það í sjónvarpsávarpi
skömmu eftir ármótin að Prodi
hefði boðið sér í opinbera heimsókn
til Brussel. Enda þótt embættis-
menn framkvæmdastjórnarinnar
hafi keppst við að neita því að Prodi
hefði sett fram formlegt boð til
Gaddafis, viðurkenndu þeir að hann
hefði í samtali við Líbyuleiðtogann
borið upp þá hugmynd að hann
heimsækti höfuðstöðvar ESB. Sam-
kvæmt heimildum The Daily Tele-
graph telja margir að Prodi hafi
með því að orða hugmyndina farið
út fyrir valdsvið sitt.
Málið er flókið og pólitískt við-
kvæmt, ekki síst vegna þess að
valddreifing milli aðildarríkjanna
og ESB hefur löngum þótt óljós
þegar kemur að samskiptum við er-
lend ríki. Utanríkismál snerta sjálf-
an kjarnann í fullveldi ríkjanna og
hafa því gjarnan valdið spennu í
samskiptum stofnana ESB og aðild-
arríkjanna. Þau hafa einnig verið
viðkvæmt deiluefni þegar samið
hefur verið um breytingar á grann-
sáttmálum sambandsins.
Fransk-þýskt samsæri?
í síðasta mánuði sló hið virta
þýska blað Frankfurter Allgemeine
Zeitung því upp sem forsíðufrétt að
EFTA hefur í 40 ára sögu sinni
nýtzt aðildarríkjum sínum vel og
skilað árangursríku starfi. Um
þetta voru ræðumenn þessa af-
mælisfundar EFTA sammála. Að
samtökin, sem vora stofnuð með
undirritun Stokkhólmssamningsins
svokallaða fyrir réttum 40 árum,
myndu lifa fram að öðrum stór-
afmælisdegi vildu hins vegar fæst-
ir spá með vissu.
„Ég hef trú á því að EFTA verði
áfram tæki aðildarlandanna svona
hálfan til heilan áratug í viðbót.
Hvað gerist eftir þann tíma er
ekki nokkur vegur að geta sér til
um,“ sagði Kjartan Jóhannsson,
framkvæmdastjóri EFTA, í sam-
tali við Morgunblaðið. Hann sagdi
að meðal aðildarlandanna - Is-
lands, Noregs, Liechtenstein og
Sviss - væri greinilega mikill
áhugi fyrir því að viðhalda EFTA
sem gagnlegu sameiginlegu tæki,
einkum til að halda utan um svo-
kölluð „þriðju-landa-samskipti“,
þ.e. það kerfi fríverzlunar- og við-
tveir meðlimir framkvæmdastjórn-
arinnar, Neil Kinnock og Cris Patt-
en, væru að undirbúa hallarbyltingu
gegn Prodi. Blaðið vitnaði til ónafn-
greindra heimilda sem kváðu að
ástæðan væri óánægjan með vinnu-
brögð og starfshætti Prodis en að
ekki væri vitað hvort þeirra Pattens
eða Kinnocks ætlaði sér að hreppa
embættið. Meðlimir framkvæmda-
stjórnarinnar brugðust þegar
ókvæða við fréttinni og sendu
stjórnendum blaðsins bréf þar sem
fréttaflutningnum var harðlega
mótmælt. Þeir þverneita að hafa
haft nokkuð af þessu tagi í undir-
búningi.
Sumir hafa að undanförnu þóst
geta greint vaxandi andúð í garð
Prodis í þýskum fjölmiðlum. Að
sögn blaðamanna The Daily Telegr-
aph er það altalað í Brussel að neik-
væð umfjöllun um Prodi í Þýska-
landi eigi sér upprana hjá Frökkum.
Vitað er að í röðum franskra ráða-
manna er að finna marga af hörð-
ustu andstæðingum Prodis, Jacques
Chirac er sagður vera einn þeirra.
Samkvæmt skilningi blaðamann-
anna má greina það af eðli umfjöll-
unar þýskra fjölmiðla að valdhöfum
í Þýskalandi og Frakklandi hefur
orðið uppsigað við Prodi vegna þess
að hann hefur hróflað við rótgrón-
um aðferðum þessara ríkja við að
stýra málum í Brussel. Prodi er
sagður vera of hallur undir Breta að
mati Þjóðverja og Frakka, hann
vilji alltaf tala ensku og hafi „bresk-
ar“ skoðanir á efnahagsmálum.
skiptasamninga sem komið hefur
verið upp við lönd utan Evrópu-
sambandsins á síðustu 10 árum.
Nú era í gildi fríverzlunarsamn-
ingar EFTA-ríkjanna við 14 ríki,
flest í Mið- og Austur-Evrópu og
við Miðjarðarhafið og fleiri í undir-
búningi, m.a. við Kanada.
Hagsmunabandalag þjóða
sem deila sömu gildum
Forseti ráðherraráðs EFTA,
Svisslendingurinn Pascal Couchep-
in, sagði í sínu erindi, að hefði ein-
hver sagt honum fyrir einum ára-
tug að EFTA yrði eins og
samtökin eru í dag hefði hann „ef-
ast um geðheilsu" viðkomandi.
Sagði hann það eitt aðaleinkenni
EFTA sem stofnunar, að hún væri
fær um að taka stökkbreytingu í
hvert sinn sem hagsmunir aðildar-
ríkjanna krefðust þess. Lýsti
Couchepin EFTA dagsins í dag
sem eins konar hagsmunabanda-
lagi („Zweckverbund") þjóða sem
deildu sömu gildum og væru mjög
ákafir fylgjendur fríverzlunar.
Auk „þriðju-landa-samskipt-
anna“ snýst starfsemi EFTA eins
og er að mestu um rekstur EES-
samningsins. Einar Bull, sendi-
herra Noregs hjá Evrópusam-
bandinu, sagði í erindi sínu um
reynslu EFTA af EES-samstarf-
inu að það væri hans trú að þetta
samstarf mundi lifa eins lengi og
aðildarríkin sæju sér hag í því að
viðhalda því. Fram að þessu hefði
það gengið ágætlega. Að sjálf-
sögðu væri ljóst, að eftir að Island,
Noregur og Liechtenstein urðu
einu ríkin í EFTA-stoð EES, með
innan við 5 milljónir íbúa samtals,
hallaði mjög á EFTA-stoðina í
EES-samstarfinu andspænis ESB-
stoðinni með 370 milljónir íbúa, en
með sveigjanleika og árvekni væri
vel hægt að viðhalda EES-samn-
ingnum. Æskilegra væri að Sviss,
stærsta ríkið í EFTA, gengi til liðs
við EES, en eins og kunnugt er
hafnaði meirihluti Svisslendinga
EES-aðild í þjóðaratkvæða-
greiðslu í desember 1992. Eftir sjö
ára samningaviðræður hefur nú
loks verið gengið frá tvíhliða
samningum milli Sviss og ESB,
sem gengið verður til þjóðar-
atkvæðis um í lok þessa mánaðar,
en svissneskir ráðamenn era von-
góðir um að samningarnir verði
samþykktir. Andrea Willi, utanrík-
isráðherra Liechtenstein, sagði í
samtali við Morgunblaðið að hún
sæi ekki annað en að þessi breyt-
ing á tengslum Sviss við ESB
mundi ekki breyta neinu um þátt-
töku Sviss í EFTA, nema, ef eitt-
hvað er, til hins betra frá sjónar-
hóli EFTA-landanna sem eru í
EES.
Mikilvæg hugmyndasmiðja
Hanspeter Tscháni, fyrrverandi
yfirmaður vöruviðskiptamála á að-
alskrifstofu EFTA, kynnti á fund-
inum nýútkomna bók um þá lær-
dóma sem hægt er að draga af
fjögurra áratuga reynslu EFTA,
en höfundar bókarinnar eru flestir
núverandi og fyrrverandi innan-
búðarmenn stofnunarinnar. Sagði
Tschani EFTA hafa verið mikil-
væga hugmyndasmiðju um frjáls
viðskipti og hefði með starfi sínu
að mörgu leyti átt frumkvæði að
ýmsu því sem síðan hefði verið
tekið upp út um allan heim.
Grunnhugmyndin um fríverzlun,
sem hrint hefði verið í framkvæmd
af raunsæi, hefði þar ætíð verið
höfð að leiðarljósi. Nytjahyggja
var enda það orð sem oftast kom
fyrir í lýsingum ræðumanna á af-
mælisbarninu.
Einar Bull varpaði reyndar fram
í umræðuna hugmynd sem hreyft
hefur verið í herbúðum ESB-efa-
semdarmanna í röðum brezka
íhaldsflokksins, um að Bretland
gangi úr ESB og til liðs við
EFTA-stoð EES. Sem EFTA-ríki
stæði Bretlandi það líka opið að
ganga til liðs við NAFTA, N-amer-
íska fríverzlunarsvæðið, sem sum-
um í nefndum herbúðum þykir at-
hyglisverður kostur, en sem
ESB-aðildarríki væri sá kostur
útilokaður.
Voru menn þó sammála um að
þessi hugmynd væri óraunhæf. Yf-
irleitt virtist ríkja einhugur um að
ekki væri við því að búast að nokk-
urt ríki ætti eftir að bætast í hóp
fullgildra aðildarríkja EFTA. Öllu
hættara væri við því að þess væri
ekki langt að bíða að eitt eða fleiri
EFTA-ríkjanna fjögurra fylgdu
öðram fyrrverandi EFTA-ríkjum
yfir í ESB.
Svissneski ráðherrann Couchep-
in lauk lýsingu sinni á fertugsa-
fmælisbarninu með því að vitna í
orð Benjamins Franklins; „við-
skipti hafa aldrei rekið neina þjóð í
þrot“. EFTA hafi lagt mikilvægan
skerf til þess að koma á frjálsum
viðskiptum í heiminum og því hafi
þeir sem að þessum samtökum
standa ástæðu til að fagna á þess-
um tímamótum.
Ólafur Davíðsson, ráðuneytis-
stjóri forsætisráðuneytisins, stýrði
umræðunum fyrri hluta dagskrár-
innar en Kjartan Jóhannsson eftir
hádegi.
Langur laugardagur
Fallegtir fatnaður.
Spennandí tííboð.
Víð seljum líka stór númer.
LINDIN
Tískuverslun
Eyravegi 7, Selfossi, sími 482 1800
(gegnt Hótel Selfossi)
Stofnanir og aðildarríki ESB sögð hafa misst tiltrú á Prodi
Nýtur aðeins stuðnings
bresku stjórnarinnar