Morgunblaðið - 05.05.2000, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 05.05.2000, Blaðsíða 50
50 FÖSTliDAGUR 5, MAÍ -2000 MORGUIÍBIyAÖIÐ MINNINGAR ARNAR SIG URÐSSON 'mL Arnar Sigurðs- I son, Laugar- braut 12, Akranesi, fæddist á Fæðingar- heimili Reykjavíkur 6. maí 1979. Hann lést fimmtudaginn 27. apríl síðastliðinn. Foreldrar hans eru Sigurður Sigurðsson skósmiður, f. 5.11. 1957, og Barbro E. Glad sjúkraliði, f. 18.10. 1959, búsett á .Akranesi. Systkini Arnars eru Daníel, f. 2.4. 1981, nemi; Sara, f. 12.9. 1984, nemi, og Marianne, f. 28.5. 1989, nemi. Foreldrar Sigurðar eru Sigurður Sigurðsson skósmið- ur, f. 17.12. 1930, d. 19.7. 1999, og Guð- björg Kristjánsdótt- ir sjúkraliði, f. 27.6. 1933, búsett í Hafn- arfirði. Foreldrar Barbro eru Daníel Glad trúboði, f. 30.7. 1927, og Marianne Glad bankastarfs- maður, f. 28.4. 1932, búsett í Reykjavík. Arnar starfaði síðustu árin á skó- vinnustofu föður síns. Utfor Arnars fer fram frá Akraneskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. Minn Guð ég bið þig, gættu mín, ég gangi veginn heim til þín. Svo varist alla villu slóð, mér veittu sanna trúar glóð. Elsku Arnar. í fyi-stu þegar ég heyrði að þú værir látinn þá vissi ég ekki hvernig ég átti að vera. í minningu þinni mun ég muna þig eins og kvöldið sem við sátum bara tvö saman í her- bgrginu þínu og töluðum saman um allt og ekkert. Þér vil ég þakka fyrir allt það sem þú hefur gefið mér og kennt mér og ég mun minnast allra stundanna sem við áttum saman. Ég mun sakna þín eins og við öll eigum eftir að gera. En ég veit að þér líður vel þar sem þú ert núna og að hann afi okkar mun taka vel á móti þér. Við eigum öll eftir að hittast ein- hvern tímann aftur. Og með þessum orðum vil ég kveðja þig: Af eilífðar ljósi bjarma ber, I sem brautina þungu greiðir. Vort líf sem svo stutt og stopult er, það stefnir á æðri ieiðir. Og upphiminn fegri en angan sér mót öllum oss faðminn breiðir. Þín systir Sara. Elsku Arnar. Helgar raddir héðan burt þig kalla. Herrann leggi þig að brjósti sér. Vertu sæll, já sæll um eilífð alla. Englar Drottins stöðugt fylgi þér. Nú ert þú farinn frá mér, ég sem ætlaði að sýna þér leikinn sem ég fann til að finna eggið. Ég fann líka cííigatal í leiknum með öllum árun- um og myndaalbúm. Það er meira að segja hægt að prenta þær út, en til þess þarf lítinn prentara. Ég sakna þín mjög mikið, mér finnst leiðinlegt að þú ert farinn. Ég passa bangsann þinn fyrir þig og ég skírði hann Arnar. Núna er ég að hlusta á uppáhaldslagið þitt. Mig langar svo til þess að fá þig aftur en ég veit að það er ekki hægt. Þú varst svo góð- ur við alla og sagðir svo margt fynd- ið og skemmtilegt. Ég gleymi þér aldrei. Þín systir Marianne. Mér finnst ég varla heill né hálfur maður og heldur ósjálfbjarga því er verr. Ef værir þú hjá mér vildi ég glaður verðabetrienég er. Eitt sinn verða allir menn að deyja. Eftir bjartan daginn kemur nótt. Ég harma það, en samt ég verð að segja, að sumarið líður alltof fljótt. (Vilhjálmur Vilhjálmsson.) Minningarkort Hjartaverndar 535 1825 Gíró-og greiðslukortaþjónusta 1 Það verður að teljast skammt stórra högga á milli þegar sá sem öllu ræður tekur til sín tvo unga menn úr litlu bæjarfélagi með að- eins rúmra tveggja vikna millibili. Jafnaldra, bekkjarbræður og vini. Nú þegar við erum nýbúin að missa Kalla hverfur Arnar sömuleiðis á sviplegan hátt.Þvílíkt óréttlæti, því- líkur harmur. I sama mánuði hverfa tveir úr bekknum okkar. Hversu mikið er hægt að leggja á fólk og hvers vegna? En örlög okkar eru eitthvað sem okkur er varla ætlað að skilja og þess vegna verðum við að trúa því að tilgangur atburðanna sem valda okkur svo mikilli sorg sé æðri og meiri en okkar mannlegi skilningur nemur. Arnar var hraustur og hress strákur sem ólst upp í hlýjum faðmi yndislegrar fjölskyldu. Hann hafði heilmikinn áhuga á íþróttum og æfði meðal annars sund með góðum árangri. Með öði'um orðum hafði Arnar alltaf heilmikið til brunns að bera. Eftir grunnskólanám tók hann sér ýmislegt fyrir hendur og stóð sig vel þótt síðustu árin að minnsta kosti hafi tilveran stundum reynst honum erfið. Daginn áður en Arnar var kallað- ur burt úr þessum heimi hringdi hann í mig og við áttum saman stutt spjall. Fyrir það verð ég alltaf þakk- látur. Ég geri orð Biblíunnar að mínum þegar ég segi að vegir guðs eru órannsakanlegir. Þau orð tel ég að geti veitt þeim sem nú standa eftir og horfa á eftir elskulegum ástvini sínum mikla huggun og styrk. Trúin að á einhvem óútskýranlegan hátt eigi ástvinmnir okkar aðra og æðri tilveru í vændum þegar þessari jarðvist er lokið. Eins og ég sagði í minningarorð- unum mínum um Kalla óttast ég ekki dauðann lengur og á því hefur ekki orðið nein breyting. Að sjá Arnar og Kalla brosa aftur er eitt- hvað sem ég mun ávallt á minni lífs- göngu hlakka mikið til. Arnar var vinmargur og vinur vina sinna sem alla tíð hafa verið velkomnir á heimili fjölskyldunnar. Alltaf var hann hress og opinskár við fólk bæði sem hann þekkti og sömuleiðis þá sem hann þekkti ekki endilega mikið. Ég kem alltaf til með að muna fé- lagann sem fór sínar eigin leiðir og lét álit samferðamanna sinna sig oft litlu skipta. Hann gerði yfirleitt það sem hann langaði sjálfan til og að mörgu leyti er það til eftirbreytni. Arnar var alltaf til í að rétta hjálparhönd þegar eitthvað bjátaði á og það fer ekkert á milli mála að á bak við grímuna sem hann bar oft var góð sál sem öllum vildi vel. Hlý- leg og skemmtileg framkoma hans er eitthvað sem ég mun alla tíð muna. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. (V. Briem.) Elsku Siggi, Barbro, Daníel, Sara, Maríanne, ömmur, afi, aðrir ættingjar og vinir, ég finn engin orð til að lýsa tilfinningum mínum, þið eigið alla samúð mína og minnar fjölskyldu. En trúið mér, þrátt fyrir sorgina og söknuðinn sem nú nístir hverja sál munu allar góðu minning- arnar um ykkar yndislega ástvin með tímanum ylja ykkur um hjarta- ræturnar og hjálpa um ókomin ár. Elsku Arnar minn, við þessu gat enginn búist. Ég vona að ég megi segja að samskiptin okkar hafi iðu- lega verið góð, enda á ég aðeins ljúf- ar minningar um þig. Eg kveð þig með söknuði og trega en sömuleiðis virðingu og þakklæti fyrir allt sem þú varst mér í gegnum tíðina. Sorgin er ólýsanleg en von mín er sú að fólkið þitt geti fengið styrk í trúnni á æðri mátt sem ræður gangi veraldarinnar sem og hvað hjá öðru þótt svo óendanlega sárt sé að missa þig í blóma þessa lífs. Og þrátt fyrir allt er það huggun harmi gegn að geta trúað því að Kalli vinur okkar hafi tekið vel á móti þér handan við móðuna miklu. „Þegar þú ert sorgmæddur, skoð- aðu þá aftur huga þinn, og þú munt sjá, að þú grætur vegna þess, sem var gleði þín.“ (Kahlil Gibran.) Ég veit þú skilar kveðjum, ykkur félögum eru ætluð hlutverk sem þið einir skiljið nú. Takk fyrir samfylgdina, elsku vinurinn minn, minning þín lifir. Drottinn blessi þig og varðveiti sem og alla ástvini þína. Hvíl í friði hins almáttuga föður uns við hittumst á ný. Þinn vinur og bekkjarbróðir, Bjarki Þór Jónsson. Hann hafði fallegt bros og blíð augu, en hann átti oft erfitt með sjálfan sig. Ég kynntist Arnari vet- urinn þegar ég varð umsjónarkenn- ari hans. Við vorum fjarskyld, bæði af Knudsensættinni, sem ég minnti hann gjarna á honum til mjög hóf- legrar ánægju en mér til meiri. Ekkert sérstaklega smart að vera skyldur dönskukennaranum. í skól- anum áttum við okkar góðu stundir en líka hinar, eins og gengur. Hann átti vini í bekknum sínum og góða og yndislega foreldra, en stundum eru góðir foreldrar ekki einu sinni nóg. Eftir að leiðir skildi í Brekkubæj- arskóla hittumst við af og til þegar hann stundaði rúntinn eins og sann- ur ungur Skagamaður eða á vinnu- stofunni hjá pabba hans. Þá var gjarna glaðlegt yfir honum, hress afgreiðslumaður reiðubúinn að þjónusta kúnnann og þá fékk ég að sjá fallega brosið. Lífið var leit að stað og hlutverki, með góðum stuðningi að heiman, en það var eitthvað svo erfitt að finna og þreytandi að leita, jafnvel þótt hann væri gæddur mörgum góðum hæfileikum. Nú er kvatt með eftir- sjá eftir ungum manni sem ekki náði fullum blóma en kvaddi þegar að vori. Barbró, Sigga, Daníel og Söru sendi ég mínar innilegustu samúð- arkveðjur nú þegar hræðileg sorg hefur barið að dyrum. Ingunn Anna Jónasdóttir. Arnar, elsku besti vinur okkar. Nú ert þú farinn frá okkur og sökn- uðurinn er mjög mikill. Við sitjum hérna tvær saman og hugsum um allar góðu stundirnar sem við áttum saman og það sem kemur efst í huga okkar er þegar elsku besti bíllinn þinn stoppaði á rúntinum og startar- inn var bilaður svo við enduðum með að ýta bflnum allan rúntinn. Þetta var eitt af mörgum ævintýrum sem við lentum í með þér. En nú ertu farinn frá okkur og það eina sem við eigum eftir eru allar góðu minning- arnar um þig. Við munum enn og alltaf eftir mikla og fallega brosinu þínu og þegar kom vandamál eða þegar okkur leið illa þá leituðum við alltaf til þín því þú varst alltaf í góðu skapi og komst okkur alltaf til að brosa og líta á björtu hliðarnar. Arnar þú varst líka besti vinur sem maður gat hugsað sér og þú varst alltaf til í allt. Við hefðum aldrei vilj- að neitt frekar en að kynnast þér og enda sem bestu vinkonurnar þínar. En nú kveðjum við þig og viljum votta foreldrum þínum og systkin- um okkar innilegustu samúð og biðj- um Guð að veita þeim styrk á þess- ari erfiðu stundu. Þínar bestu vinkonur, fris Ósk og Edda Ósk. Hvað er að gerast, hvernig má þetta vera? Spurningar sem þessar komu þegar fram í hugann er við fengum þessa ótrúlegu og óvæntu fregn að annar bekkjarbróðir okkar væri látinn. Tveir æskumenn, bekkjarbræður okkar og vinir, látn- ir með stuttu millibili. Utför Kalla á miðvikudegi og Arnar látinn rúmri viku síðar. Þannig er þó lífið, það skiptast svo oft á skin og skuggar, ljós og myrkur. Þannig má segja að líf okkar kæra vinar, hans Arnars, hafi verið. Við vorum öll saman í glöðum hópi í barnaskólanum, allir vinir, allt var svo bjart, áttum góða foreldra, höfðum góða kennara, vor- um hamingjusöm. Hvernig gat framtíðin orðið öðruvísi? Skemmtileg uppátæki voru hon- um í blóð borin. Éitt sinn vorum við á ferðalagi en ekkert sjónvarp var á gistiheimilinu. Þá tók vinur okkar til sinna ráða. Hann gekk á milli húsa til þess að fá lánað sjónvarp. Að sjálfsögðu tókst honum ætlunar- verkið og kom til baka með sigur- bros og myndbandstæki að auki. En lífið er ekki aðeins skóli, heim- ili og leikur. Það eru svo margar hliðar sem lífið sýnir er heimi barns- ins lýkur, svo margt sem breytist, líka við sjálf. Þannig var það með vin okkar, það breyttist svo margt. Við skiljum ekki hvað olli því, en áfram var þó góður drengur á ferð, ljúfur í viðmóti, en einhver óskiljanlegur, ef til vill ólæknanlegur sjúkdómur varð birtunni yfirsterkari. Öll viljum við helst ganga í birtunni og ljósun- um og þess erum við fullviss að svo var einnig með Arnar. Við kveðjum þig nú kæri vinur, þökkum þér allt gott og biðjum Guð að blessa þig og leyfa þér að líða vel í landi ljósanna þar sem hin eilífa birta ríkir. Hans góðu foreldrum og systkinum send- um við innilegar samúðarkveðjur. Áslaug, Berglind og Guðni. Harmur Bláeygur dagur með ijósgult hár aðleik í garði mínum og blómin syngja en slysin gera ekki boð á undan sér og sólarlagið hljómar dapurlega og það er klökkvi í lit blómanna undir kvöld (Ingi Steinar Gunnlaugsson.) Það er enn drungi yfir bænum okkar eftir sviplegt andlát ungs manns þegar bekkjarfélagi manns og vinur, Arnar Sigurðsson, fellur frá, tæplega 21 árs. Arnar var skemmtilegur nemandi og yndislegur við kennarann sinn og bekkjarfélaga. Hann gat oft fundið upp á ýmsu skemmtilegu en þess á milli var hann töluverður einfari og var honum ekki haggað ef hann tók þann pól í hæðina. Fannst mér lítill strákur oft vera of áhyggjufullur út af ýmsu sem virtist lítið mál. Honum leist t.d. ekki á blikuna ef kennarinn kom gangandi með blaðabunka und- ir hendinni og spurði þá með mikl- um áhyggjusvip: „Er próf?“ Arnar var góður námsmaður, svo ekki þurfti hann að óttast þau. Eftir að unglingsárin tóku við vissi ég að honum leið stundum illa. Þrátt fyrir að eiga yndislega foreldra og systk- ini sem gerðu allt fyrir hann þá fór hann einförum en vinirnir hans gáf- ust aldrei upp og voru honum frá- bærlega góðir. Svo voru glaðir og góðir tímar á milli, hann kom stund- um í heimsókn og oft hittumst við á förnum vegi og spjölluðum saman og hann gerði endalaust grín að Lödu-druslunum mínum, fannst slíkar dósir ekki hæfa góðri vinkonu sinni. Hann hafði heilmikinn áhuga á bílum og sá ég hann oft á rúntin- um, hallandi sér aðeins út í aðra hliðina með bros á vör. Hann langaði að eignast nýjan glæsilegan bíl og er ég viss um að nú ekur hann um í „Gullvagninum" í hæstu hæðum. Ég sé hann fyrir mér með sitt ljúfa og fallega bros og þannig ætla ég að muna hann alltaf. Elsku Barbro, Siggi, Sara, Daníel og Marianne, aðrir ættingjar og vin- ir. Guð styrki ykkur og blessi minn- ingu ykkar yndislega drengs. Hrönn Eggertsdöttir. Þegar þessar línur eru skrifaðar eru réttar tvær vikur síðan við kvöddum harmi slegin fyrrum fé- laga okkar Karl K. Kristjánsson. Engan gnmaði að svo fljótt aftur yrði maðurinn með ljáinn á ferðinni. Enn erum við harmi slegin, annar fyrrum félagi okkar, og góður vinur Kalla, Arnar Sigurðsson hefur verið frá okkur tekinn. Arnar æfði og keppti fyrir félagið í nokkur ár. Hann var góður sund- maður og hefði eflaust getað náð langt hefði hann haldið iðkuninni áfram. Ai’nar var ekki stór vexti en hann var íþróttamannslega vaxinn og í honum bjó mikill kraftur sem hann nýtti sér vel í sundinu. Arnar hafði notalega nærveru, var ekki fyrirferðarmikill en gat þó látið að sér kveða í hinum ýmsu uppátækj- um sem hann tók sér fyrir hendur. Mörg þeirra lifa í minningunni og verður talað um í mörg ár innan fé- lagsins, eins og eitt sinn þegar hóp- urinn var í æfingabúðum í Kópa- vogi. Það var gist í skátaheimili, og um kvöldið varð einhverjum að orði að það væri nú gaman ef þarna væri sjónvarp svo hægt væri að horfa á myndband. Ekki vafðist þetta fyrir Arnari, hann rölti í nærliggjandi íbúðarhús og til baka kom hann með sjónvarp og myndbandstæki sem hann hafði fengið lánað. Þannig var hann, á hljóðlátan og skemmtilegan hátt leysti hann málin. Ai’nar hafði mjög hlýtt viðmót, alltaf heilsaði hann kumpánlega þegar maður hitti hann og gaf sér tíma til að spjalla, og alltaf þegar hann var staddur á íþróttasvæðinu okkar kom hann inn og spjallaði við gamla þjálfarann sinn um lífsins gagn og nauðsynjar. Nú hefur Arnar verið kallaður burt úr þessum heimi, honum hefur verið ætlað annað og meira hlutverk hjá æðri máttarvöldum, en eftir sitj- um við hnípin og söknum góðs vinar og félaga til margra ára. En minn- ingin um góðan dreng lifir og yljar okkur um hjartarætur og þökkum við fyrir að hafa fengið að kynnast honum og eiga hann að í félaginu okkar. I spakmæla- og bænabók Maríu- reglunnar, sem er systraregla sem starfar í nágrannalöndum okkar, standa þessi fallegu orð: SegviðGuðíneyðþinni: Faðir minn, ég skil þig ekki, en ég treysti þér. Og þér mun hlotnast hjálp. Við gerum þessi orð að okkar og beinum þeim til foreldra, systkina og annarra ástvina Arnars og von- um að þau veiti þeim huggun í harmi þeirra. Við sendum þeim hugheilar samúðarkveðjur og kveðjum góðan dreng. • Sundfélag Akraness. Það eru liðin þó nokkur ár síðan ég kynntist honum Arnari fyrst er við gengum saman í sjö ára bekk Brekkubæjarskóla á Akranesi. Síð- an hefur mikið vatn runnið til sjáv- ar, en nú er svo komið að leiðir okk- ar hefur skyndilega skilið á svo sorglegan hátt sem raun ber vitni. Þó að kynni okkar nái þetta langt aftur í tímann, þá var það ekki fyrr en Arnar hóf síðar að iðka sund- íþróttina að ég fór að kynnast hon- um betur, en þá hafði ég sjálfur æft sund í nokkur ár. Sundið er afar tímafrek íþrótt þannig að við hitt- umst mörgum sinnum í viku til að sinna þessu sameiginlega áhugamáli okkar. Með okkur tókst fljótlega góð vinátta, bæði í sundinu og hinu daglega lífi. Arnar var alla tíð „vígalegur“ persónuleiki eins og sagt er á Skag- anum. Hann var skemmtilegur, uppátækjasamur og hafði oftar en ekki ákveðnar skoðanir á hlutunum. Arnar var efnilegur í sundinu og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.