Morgunblaðið - 05.05.2000, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
FÖSTUDAGUR 5. MAÍ 2000 25
Tugum friðargæsluliða haldið 1 gíslingu í Sierra Leone
Sankoh neitar því
að liðsmenn sínir
haldi gíslunum
Freetown, Sameinuðu þjóðunum. AP, AFP.
STARFSMENN Sameinuðu þjóð-
anna reyndu í gær að koma í veg
fyrir frekari átök milli friðargæslul-
iða og uppreisnarmanna sem eru
sakaðir um að hafa tekið tugi
friðargæsluliða og starfsmanna SÞ
í gíslingu.
Talsmaður Sameinuðu þjóðanna
sagði í gær að leiðtogi uppreisnar-
hreyfmgarinnar RUF, Foday
Sankoh, hefði lýst því yfir að liðs-
menn hreyfingarinnar héldu engum
friðargæsluliðum í gíslingu. Tals-
maðurinn bætti við að sú yfirlýsing
væri ósönn. Daginn áður hafði San-
koh lofað að beita sér fyrir því að
„öllum gíslum sem kunna að vera í
haldi liðsmanna RUF“ yrði sleppt.
Embættismenn Sameinuðu þjóð-
anna segja að uppreisnarmennirnir
hafi tekið um 50 manns, aðallega
hermenn í friðargæsluliði samtak-
anna, í gíslingu á mánudag og
þriðjudag.
Talsmaður Sameinuðu þjóðanna
sagði í gær að fjórir friðargæslulið-
ar frá Kenýa hefðu fallið í átökum
við uppreisnarmennina, en ekki sjö
eins og sagt var í fyrstu.
Friðargæsluliðarnir voru sendir
til Sierra Leone til að framfylgja
friðarsamningi sem Sankoh og
Ahmad Kabbah, forseti landsins,
undirrituðu 7. júlí til að binda enda
á eina af grimmilegustu borgar-
astyrjöldum Afríku. Friðargæslul-
iðið á að aðstoða við að afvopna um
45.000 manns, sem börðust í stríð-
inu, og rúmlega 23.000 þeirra hafa
látið vopn sín af hendi, en aðeins um
5.000 þeirra voru í RUF.
Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna
samþykkti í febrúar að fjölga frið-
Framkvæmda-
stjórn ESB
Grikkir fái
aðild að
EMU
Brussel. AFP.
FRAMKVÆMDASTJÓRN Evr-
ópusambandsins mælti á miðviku-
dag með því að Grikkir fengju að
gerast aðilar að efnahags- og mynt-
bandalagi Evrópu, EMU, í janúar á
næsta ári. Lokaákvörðun verður
tekin á leiðtogafundi ESB í Portúgal
íjúní.
Grikkir uppfylltu ekki, einir aðild-
arþjóða, Maastricht-skilyi-ðin um
stjórn og ástand efnahagsmála í jan-
úar í fyrra þegar ákveðið var hvaða
þjóðir sambandsins fengju að taka
þátt í samstarfinu um sameiginlega
gjaldmiðilinn, evruna. Svíar, Danir
og Bretai' ákváðu á hinn bóginn
sjálfir að vera ekki með, að minnsta
kosti í bili.
I skýrslu framkvæmdastjórnar-
innar var Grikkjum hrósað fyrir að
hafa hrundið í framkvæmd ströng-
um umbótaaðgerðum í efnahagsmál-
um og sagt að í aðalatriðum full-
nægðu þeir nú settum skilyrðum.
Pedro Solbes, sem fer með efnahags-
mál í framkvæmdastjórninni, benti á
að fjárlagahallinn í Grikklandi hefði
farið niður í 1,6% af þjóðarfram-
leiðslu 1999 og gæti farið í 1,3% á
þessu ári.
A hinn bóginn sagði seðlabanki
ESB að fara yrði að öllu með gát og
efast mætti um að hlutfallið milli op-
inberra skulda og þjóðarframleiðslu
yi'ði viðunandi á næsta ári.
argæsluliðunum í 11.100. Um 8.700
hermenn eru nú í friðargæslusveit-
unum, flestir þeiiTa frá þróunar-
ríkjum eins og Gíneu, Indlandi,
Jórdaníu, Kenýa og Nígeríu.
Embættismenn Sameinuðu þjóð-
anna hafa kvartað yfir því að sveit-
irnar hafi ekki fengið þann búnað
og stuðning sem auðugari ríki hefðu
lofað.
Uppreisnarmenn í RUF hafa
reynt að hindra starfsemi friðar-
gæsluliðsins frá því hún hófst, með-
ai annars með því að herja á friðar-
gæsluliða sem sendir hafa verið á
yfirráðasvæði uppreisnarhreyfing-
arinnar.
Embættismenn SÞ segja að bar-
dagarnir hafi hafist á mánudag þeg-
ar liðsmenn RUF hafi ráðist á af-
vopnunarmiðstöð í miðhluta lands-
ins. Sankoh segir hins vegar að
friðargæsluliðarnir hafi átt upptök-
in að átökunum og reynt að afvopna
uppreisnarmennina með valdi.
Kofi Annan, framkvæmdastjóri
Sameinuðu þjóðanna, kenndi Sank-
oh um árásina og gíslatökuna og
sagði að hann yrði dreginn til
ábyrgðar. Hermt var að friðar-
gæsluliðar hefðu umkringt dvalar-
stað Sankoh í Freetown en stjórn-
arerindrekar sögðu að ekki væri
ráðgert að handtaka hann.
Bandaríkjastjórn fordæmdi að-
gerðir uppreisnarmannanna og
íhugaði tillögu um að Sankoh yrði
sóttur til saka fyrir stríðsglæpi.
Embættismenn Sameinuðu þjóð-
anna segja að liðsmenn hans hafi
beitt mjög grimmilegum aðferðum í
stríðinu, sem staðið hefur í tæp níu
ár, m.a. aflimað saklausa borgara
og neytt þúsundir barna til að berj-
ast.
Gæti graflð undan
friðargæslu í Afríku
Stjórnarerindrekar sögðu að
átökin í Sierra Leone gætu orðið til
þess að vestræn ríki yrðu enn treg-
ari en áður til að taka þátt í friðar-
gæslu í Afríku. Öryggisráð Samein-
uðu þjóðanna hefur heimilað að
5.500 friðargæsluliðar verði sendir
til Lýðveldisins Kongó en nokkrir
stjórnarerindrekar segja að friðar-
gæslusveitirnar þurfi að vera fjór-
um sinnum fjölmennari til að koma
á friði í landinu, einu víðfeðmasta
ríki álfunnar. „Ef þeim mistekst í
Sierra Leone, í baráttu við smákarl
eins og Sankoh, hvaða möguleika
hafa þeir þá í Lýðveldinu Kongó og
öðrum átakasvæðum?" spurði
sendiherra Sierra Leone hjá Sam-
einuðu þjóðunum.
„Við vitum að þjóðir heims og
vestrænu ríkin vildu ekki fara til
Rúanda. Eftir atburðina í Sierra
Leone tel ég mjög ólíklegt að nokk-
urt þeirra vilji taka þátt í aðgerðun-
um í Afríku,“ sagði Kofi Annan.
„Við vitum nú þegar hvað gerðist
eftir atburðina hörmulegu í Sóma-
líu,“ bætti Annan við og vísaði til
misheppnaðrar íhlutunar banda-
rískra hermanna í Mogadishu sem
kostaði 18 þeirra lífið árið 1993.
Mannfallið varð til þess að banda-
rísku hermennirnir voru fluttir frá
Sómalíu og Bandaríkjastjórn vildi
ekki styðja friðargæslu í álfunni á
vegum Sameinuðu þjóðanna þar til í
fyrra þegar friðargæslan 1 Sierra
Leone var samþykkt.
Þaö sem
skiptir máli er
aö vera meö...
Fjárfestu á hlutabréfamarkaði án þess að taka áhættu
FORGJOF
Þú getur ekki tapað
Sölutimabil 4.-26. mai
•i=n»i»i»i'iOi>ia tié« tu iti
Landsbankinn