Morgunblaðið - 05.05.2000, Síða 25

Morgunblaðið - 05.05.2000, Síða 25
MORGUNBLAÐIÐ ERLENT FÖSTUDAGUR 5. MAÍ 2000 25 Tugum friðargæsluliða haldið 1 gíslingu í Sierra Leone Sankoh neitar því að liðsmenn sínir haldi gíslunum Freetown, Sameinuðu þjóðunum. AP, AFP. STARFSMENN Sameinuðu þjóð- anna reyndu í gær að koma í veg fyrir frekari átök milli friðargæslul- iða og uppreisnarmanna sem eru sakaðir um að hafa tekið tugi friðargæsluliða og starfsmanna SÞ í gíslingu. Talsmaður Sameinuðu þjóðanna sagði í gær að leiðtogi uppreisnar- hreyfmgarinnar RUF, Foday Sankoh, hefði lýst því yfir að liðs- menn hreyfingarinnar héldu engum friðargæsluliðum í gíslingu. Tals- maðurinn bætti við að sú yfirlýsing væri ósönn. Daginn áður hafði San- koh lofað að beita sér fyrir því að „öllum gíslum sem kunna að vera í haldi liðsmanna RUF“ yrði sleppt. Embættismenn Sameinuðu þjóð- anna segja að uppreisnarmennirnir hafi tekið um 50 manns, aðallega hermenn í friðargæsluliði samtak- anna, í gíslingu á mánudag og þriðjudag. Talsmaður Sameinuðu þjóðanna sagði í gær að fjórir friðargæslulið- ar frá Kenýa hefðu fallið í átökum við uppreisnarmennina, en ekki sjö eins og sagt var í fyrstu. Friðargæsluliðarnir voru sendir til Sierra Leone til að framfylgja friðarsamningi sem Sankoh og Ahmad Kabbah, forseti landsins, undirrituðu 7. júlí til að binda enda á eina af grimmilegustu borgar- astyrjöldum Afríku. Friðargæslul- iðið á að aðstoða við að afvopna um 45.000 manns, sem börðust í stríð- inu, og rúmlega 23.000 þeirra hafa látið vopn sín af hendi, en aðeins um 5.000 þeirra voru í RUF. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti í febrúar að fjölga frið- Framkvæmda- stjórn ESB Grikkir fái aðild að EMU Brussel. AFP. FRAMKVÆMDASTJÓRN Evr- ópusambandsins mælti á miðviku- dag með því að Grikkir fengju að gerast aðilar að efnahags- og mynt- bandalagi Evrópu, EMU, í janúar á næsta ári. Lokaákvörðun verður tekin á leiðtogafundi ESB í Portúgal íjúní. Grikkir uppfylltu ekki, einir aðild- arþjóða, Maastricht-skilyi-ðin um stjórn og ástand efnahagsmála í jan- úar í fyrra þegar ákveðið var hvaða þjóðir sambandsins fengju að taka þátt í samstarfinu um sameiginlega gjaldmiðilinn, evruna. Svíar, Danir og Bretai' ákváðu á hinn bóginn sjálfir að vera ekki með, að minnsta kosti í bili. I skýrslu framkvæmdastjórnar- innar var Grikkjum hrósað fyrir að hafa hrundið í framkvæmd ströng- um umbótaaðgerðum í efnahagsmál- um og sagt að í aðalatriðum full- nægðu þeir nú settum skilyrðum. Pedro Solbes, sem fer með efnahags- mál í framkvæmdastjórninni, benti á að fjárlagahallinn í Grikklandi hefði farið niður í 1,6% af þjóðarfram- leiðslu 1999 og gæti farið í 1,3% á þessu ári. A hinn bóginn sagði seðlabanki ESB að fara yrði að öllu með gát og efast mætti um að hlutfallið milli op- inberra skulda og þjóðarframleiðslu yi'ði viðunandi á næsta ári. argæsluliðunum í 11.100. Um 8.700 hermenn eru nú í friðargæslusveit- unum, flestir þeiiTa frá þróunar- ríkjum eins og Gíneu, Indlandi, Jórdaníu, Kenýa og Nígeríu. Embættismenn Sameinuðu þjóð- anna hafa kvartað yfir því að sveit- irnar hafi ekki fengið þann búnað og stuðning sem auðugari ríki hefðu lofað. Uppreisnarmenn í RUF hafa reynt að hindra starfsemi friðar- gæsluliðsins frá því hún hófst, með- ai annars með því að herja á friðar- gæsluliða sem sendir hafa verið á yfirráðasvæði uppreisnarhreyfing- arinnar. Embættismenn SÞ segja að bar- dagarnir hafi hafist á mánudag þeg- ar liðsmenn RUF hafi ráðist á af- vopnunarmiðstöð í miðhluta lands- ins. Sankoh segir hins vegar að friðargæsluliðarnir hafi átt upptök- in að átökunum og reynt að afvopna uppreisnarmennina með valdi. Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, kenndi Sank- oh um árásina og gíslatökuna og sagði að hann yrði dreginn til ábyrgðar. Hermt var að friðar- gæsluliðar hefðu umkringt dvalar- stað Sankoh í Freetown en stjórn- arerindrekar sögðu að ekki væri ráðgert að handtaka hann. Bandaríkjastjórn fordæmdi að- gerðir uppreisnarmannanna og íhugaði tillögu um að Sankoh yrði sóttur til saka fyrir stríðsglæpi. Embættismenn Sameinuðu þjóð- anna segja að liðsmenn hans hafi beitt mjög grimmilegum aðferðum í stríðinu, sem staðið hefur í tæp níu ár, m.a. aflimað saklausa borgara og neytt þúsundir barna til að berj- ast. Gæti graflð undan friðargæslu í Afríku Stjórnarerindrekar sögðu að átökin í Sierra Leone gætu orðið til þess að vestræn ríki yrðu enn treg- ari en áður til að taka þátt í friðar- gæslu í Afríku. Öryggisráð Samein- uðu þjóðanna hefur heimilað að 5.500 friðargæsluliðar verði sendir til Lýðveldisins Kongó en nokkrir stjórnarerindrekar segja að friðar- gæslusveitirnar þurfi að vera fjór- um sinnum fjölmennari til að koma á friði í landinu, einu víðfeðmasta ríki álfunnar. „Ef þeim mistekst í Sierra Leone, í baráttu við smákarl eins og Sankoh, hvaða möguleika hafa þeir þá í Lýðveldinu Kongó og öðrum átakasvæðum?" spurði sendiherra Sierra Leone hjá Sam- einuðu þjóðunum. „Við vitum að þjóðir heims og vestrænu ríkin vildu ekki fara til Rúanda. Eftir atburðina í Sierra Leone tel ég mjög ólíklegt að nokk- urt þeirra vilji taka þátt í aðgerðun- um í Afríku,“ sagði Kofi Annan. „Við vitum nú þegar hvað gerðist eftir atburðina hörmulegu í Sóma- líu,“ bætti Annan við og vísaði til misheppnaðrar íhlutunar banda- rískra hermanna í Mogadishu sem kostaði 18 þeirra lífið árið 1993. Mannfallið varð til þess að banda- rísku hermennirnir voru fluttir frá Sómalíu og Bandaríkjastjórn vildi ekki styðja friðargæslu í álfunni á vegum Sameinuðu þjóðanna þar til í fyrra þegar friðargæslan 1 Sierra Leone var samþykkt. Þaö sem skiptir máli er aö vera meö... Fjárfestu á hlutabréfamarkaði án þess að taka áhættu FORGJOF Þú getur ekki tapað Sölutimabil 4.-26. mai •i=n»i»i»i'iOi>ia tié« tu iti Landsbankinn
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.