Morgunblaðið - 04.06.2000, Síða 16
16 SUNNUDAGUR 4. JÚNÍ 2000
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
Á ferð með
Atla Heimi
Fyrsta tónskáldaþingið af sex á hátíðinni Menning og náttúru-
auðæfí í Grindavík fer fram annað kvöld. Tónskáldin sem fram
koma, sex að tölu, munu rita greinar í Morgunblaðið hvert um
annað. Bandaríkjamaðurinn Gerald Shapiro ríður á vaðið og
skrifar um Atla Heimi Sveinsson.
/
G kynntist hinu virta íslenska tón-
skáldi Atla Heimi Sveinssyni í
Voyages tónleikaferð í Bandaríkj-
unum sl. haust. Mér vildi það til
happs að við Atli Heimir ókum saman frá
Washington til New York. Þegar ég síðan
heimsótti Island fyrir tveimur mánuðum var
hann svo vinsamlegur að vera leiðsögumaður
minn á skoðunarferð um landið.
Það er ekki hægt að finna betri ferðafélaga
en Atla Heimi. Hann er hrífandi, félagslynd-
ur og orðheppinn á þægilegan máta, þó þar
leynist stundum háð. Athygli hans og ákafi
eru síbreytileg og hjá Atla Heimi fljúga hug-
myndir og sögur hjá í takt við hraða bílsins.
Sé honum látið eftir að ráða för samræðn-
anna getur hann vísvitandi haldið uppi ein-
tali, hér um bil án afláts. Um leið og ferðafé-
lagar Atla Heimis mæla síðan þagnar hann
og hlustar af slíkum áhuga að það getur sett
fólk út af laginu.
Þegar ég var beðinn að skrifa stutta kynn-
ingu á Atla Heimi og tónlist hans brást ég við
með því að setja saman brot minninga af
ferðum okkar saman.
Þegar við ökum til New Jersey ræðir Atli
Heimir um tónlist. Tónlist sem hann hefur
samið, tónlist sem hann var að semja á þeim
tíma, tónlist sem hann ætlar sér að semja og
tónlist annarra. Náin tengsl hans við hljóma
eru augljós. Þegar Atli Heimir lýsir tónverki
verður hlustandanum ljóst að hann er að lýsa
einhverju sem er honum mjög svo raunveru-
legt. Hlut sem er áþreifanlegur eyranu á
sama hátt og vatn er flngrum.
Þessi áþreifanleiki kemur skýrt fram í
tónlist Atla Heimis. Hún býr yfír þeim eigin-
leikum sem tónskáld nefna „vel hljómandi“,
sem þýðir að Atli Heimir sér tónana ná-
kvæmlega fyrir sér við samningu hvers tón-
verks. Lesandi kann að spyrja hvort öll tón-
skáld þurfi ekki að búa yfir þessari getu?
Líkist hún ekki teiknigetu listamannsins? Að
vissu leyti má segja að svo sé. Við öll - bæði
tónskáld og myndlistarmenn - gerum okkar
besta til að ná hugmyndinni ljóslifandi fram.
Þetta er eitt af grundvallaratriðum góðs
listaverks, þó það nægi ekki eitt sér. Sum
okkar eru þó bara fær um að ná útlínum
þessara hugmynda, á meðan tóniist Atla
Heimis nær full-
kominni nálægð
við hugmyndir
hans og er sem
slík sönn ánægja á
að hlýða.
Við förum til
Þingvalla og ökum
umhverfis vatnið.
Þó nú sé síðla
aprílmánaðar er
hráslagalegt úti
fyrir. Tóftir
fornra húsa gægj-
ast í gegnum
slydduna, en þrátt
fyrir það er Atli
Heimir í góðu
skapi. „Sjáðu,
þarna er refur - enn í vetrarfeldi sínum.“
Gleði hans er mikil og barnsleg.
Ég minnist þess skyndilega er við ókum
eftir þjóðvegi nokkrum í Bandaríkjunum,
það kann að hafa verið í Maryland, eða e.t.v.
Delaware. Áður en ég kynntist Atla Heimi
sjálfum var ég einungis kunnur einu tón-
verka hans, „Dal Regno del Silenzio," sem
var samið fyrir selló. Þegar ég heyrði þetta
verk fyrst fyrir nokkrum árum náði það tök-
um á mér þannig
að ég hlustaði á
það aftur og aftur.
Þetta verk er í
senn dapurlegt og
sérlega áhrifamik-
ið. Þögn titilsins
er þungamiðja
verksins sjálfs.
Það snerti ein-
hverjar taugar í
mér.
Skyndilega seg-
ir Atli Heimir eitt-
hvað sem minnir
mig á verkið, en
ég hafði ekki
hugsað um það
a.m.k. í tvö ár. Ég
reyni að segja honum að tónlist hans sé mér
einhvers virði, en hann gerir lítið úr því af
einskærri hógværð. Nú get ég séð glitta í
vissan alvarleika, jafnvel svolítinn dapurleik,
í þeirri þögn myndast í annars glaðlegu ein-
tali hans.
Við erum staddir nærri ströndinni. Það er
1. maí og erfitt að finna opinn veitingastað.
Atli Heimir, sem hinn sanni gestgjafi, hefur
hins vegar pantað borð fyrir fram.
Atli Heimir er sannur menntamaður og
sannarlega fjölfróður. Fjölbreytni hans og
ástríða á hugðarefnum sínum er ótrúleg og
samt eru kröfur hans sjálfs svo litlar. Hann
talar um að finna sér kyrrlátari stað til að
lesa og semja tónlist og líkt og áður eru
áform hans margvísleg: Island, Ohio, Prag?
„Við erum svo heppnir," segir hann og finnur
af örlæti sínu rúm fyrir mig í hugarheimi sín-
um. „Allt sem við þurfum á að halda eru
nokkrar bækur, kyrrlátur staður og við erum
fullkomlega hamingjusamir."
Hann ræðir um tónlistarmenn og mér
virðist sem Atli Heimir hafi þekkt persónu-
lega hvern einasta markverða evrópska og
bandaríska tónlistarmann sl. 50 ára. Heilu
fjölskyldur tónlistarmanna, kynslóðir og
tónlistarstefnur allt frá Vín til Parísar og Sao
Paulo.
Mikilsvirtur tónlistarfræðingur við háskól-
ann minn, sem fæddur var í Ungverjalandi,
sagði eitt sinn við mig með kankvíst bros
mið-Evrópubúa á vör: „Að vera sagnfræð-
ingur er að vera vel að sér í gömlum kjafta-
sögum.“ Þannig er Atli Heimir.
Þegar við ökum í gegnum göng á leið til
New York ræðir Atli Heimir um verk mitt
fyrir Voyages tónleikaferðina. Skynjun hans
er svo næm, svo nákvæm. Hann veit ná-
kvæmlega hvað er rétt og hvað þarfnast
frekari vinnu. Hve gaman það væri að hafa
hann fyrir tónsmíðakennara.
Verk Atla Heimis fyrir tónleikaferðina
nefnist Dolorosa. Þetta er annað dapurlegt
verk, ekki ólíkt sellóverkinu að sumu leyti.
Það er fullt af þögn sem ristir dýpra en hljóð-
in sem hana umkringir. Þessi tónlist byggir á
einfaldleika, ekki í líkingu við einfaldleika
„New York Repetitious School", heldur hef-
ur hér allt nema nauðsynlegustu frumþættir
verið þurrkað út þannig að eftir stendur
átakamikill kjarninn... sterkasta tjáningin.
Atli Heimir andvarpar þegar við ökum inn
í illa viðhaldið úthverfi Manhattan en hress-
ist síðan aftur og fer að vísa mér leiðina að
íbúð vinar hans þar sem leiðir okkar skiljast.
Hann ræðir um dvöl sína í New York, vinina
sem hann heimsækir, veitingastaðina, bóka-
búðirnar og söfnin. Hann segir að við munum
hittast fljótlega aftur og ég vona að svo verði.
Má ekki taka
sig of hátíðlega
Brúðubílinn: Helga Steffensen, Sigrún Edda Björnsdóttir, Sigrún Erla Sigurðardóttir og Frímann Sigurðsson.
„HAFGÚUR er eins konar gjörn-
ingur sem ég hef sett saman fyrir
slipphljóðfæri, togara, flugelda, hal-
íukrana, eimpípur og aðra hljóðgjafa
sem tengjast atvinnustarfsemi og
náttúruauðæfum Grindavíkur," seg-
ir tónskáldið Atli Heimir Sveinsson,
sem undanfarið hefur ásamt heima-
mönnum unnið að undirbúningi
Grindavíkurgjörningsins Hafgúur.
Verður hann fluttur við Grindavík-
urhöfn í dag kl. 14.45.
„Þátttakendur í þessu með mér
eru skólabörn og aðrir íbúar Grinda-
víkur ásamt nokkrum bæjarstofnun-
um eins og t.d. slökkviliðinu. Tón-
listarmennirnir Guðni Franzson og
Edvard Fredrikssen leika af fingr-
um fram á á ýmis hljóðfæri, s.s. eins
og didjerídú og básúnur. Þarna
verður blandað saman umhverfis-
hljóðum úr Grindavík, sem segja
kannski eitthvað um bæinn, og ein-
hverju úr mínum verkum í bland.
Sumt er fastákveðið og annað spilast
eftir hendinni. Eins og gjörninga er
siður er þessu ætlað að grípa inn í
hið daglega amstur og sýna hvers-
dagsleikann í nýju ljósi. Þessu er
líka ætlað að vera fólki til skemmt-
unar og ánægju og minna á að ekki
eigi að taka sjálfan sig of hátíðlega.
Mér hefur oft fundist nútíminn taka
sig of hátíðlega, neysluþjóðfélagið
tekur sig ákaflega hátíðlega og vís-
indin taka sig geysilega hátíðlega
með vísindagrobbi og vísindamonti.
Einna verstir eru náttúrlega fjöl-
miðlarnir, sem halda að þeir séu
burðarás alls, og þennan gjörning
má gjarnan líta á sem svolitla æf-
ingu í því að stunda hinn óbærilega
léttleika tilverunnar," segir Atli
Heimir.
Hlými á tónskáldaþingi
Mánudaginn 5. júní kl. 17 verður
haldið tónskáldaþing í Illahrauni.
Þar flytur Atli Heimir aðfaraorð að
heimsfrumflutningi á hljóðupptöku
Sinfóníuhljómsveitar Pólska út-
varpsins og Baltnesku fílharmón-
íunnar á einu fyrsta verki Atla
Heimis er hann nefndi Hlými og var
frumflutt af Musica Nova á tónleik-
um á Hótel Sögu árið 1965. „Ýmsum
þótti þetta ekki góð list og töldu að
menn ættu ekki skrifa svona músík
og urðu mjög reiðir yfir þessu. Is-
lenskt tónlistarlíf var á þeim tíma
mjög lokað og menn voru svolítið
innilokaðir í sinni sjálfsánægju og
vildu lítið fylgjast með. Þeir voru
hræddir við að ganga á hólm við
samtímann og fannst allt vont.
Þessu fylgdi öryggisleysi sem sner-
ist upp í hroka og sjálfumgleði. Ég
var nýkominn frá Evrópu og hafði
drukkið í mig það sem þar var að
gerast. Það má segja að í Hlými
kristallist þeir samtímastraumar
sterkar en í verkum annarra ís-
lenskra tónskálda á þeim tíma.“
Sem dæmi um hversu sterkt
menn snerust gegn þessu verki Atla
Heimis fékkst verkið ekki hljóðritað
eða flutt í Ríkisútvarpinu. „Það kom
engin umfjöllun um verkið en Morg-
unblaðið birti skopmyndir af mér
tvo daga í röð. Hins vegar vissi ég
aldrei hvað var svona voðalegt við
verkið og hafði satt að segja engar
áhyggjur af þessu. Ég hafði svo
sterka trú á því sem ég var að gera
að ég lét þetta ekkert á mig fá.“
Hlými var svo flutt tveimur árum
síðar á Norrænum músíkdögum og
vakti mikla hrifningu og var flutt af
Sinfóníuhljómsveit Islands nokkrum
árum síðar. „Þegar ég hlusta á þessa
upptöku núna heyrist mér þetta
næstum því vera impressjónismi,
seríalismi þessara ára, þunglyndis-
legt með ævintýrablæ. Mér þykir
vænt um að Hlými er nú til á hljóm-
diski. Ég hef alltaf saknað þess að
geta ekki hlustað á þetta verk,“ seg-
ir tónskáldið Atli Heimir Sveinsson.
LEIKHÚS Helgu Steffensen hefur
séð um sýningar Brúðubflsins í 20
ár. Sýningin á afmælisárinu heitir
Brúðu-kabarett og verður frum-
sýnd á gæsluvellinum við Amar-
bakka í Breiðholti, á morgun,
mánudag, kl. 14. Einnig verða
sýndir valdir kaflar úr sýningum
fyrri ára ásamt nýjum þáttum.
Hið nýja leikrit er eftir Helgu
Steffensen og Sigrúnu Eddu
Bjömsdóttur, sem er leikstjóri sýn-
ingarinnar, en þetta er í fimmta
sinn sem Sigrún Edda Ieikstýrir
Brúðubílnum. Brúðumar hannar
Helga og stjómar þeim ásamt Sig-
rúnu Erlu Sigurðardóttur og Frí-
manni Sigurðssyni. Tónlistarstjóri
er Vilhjálmur Guðjónsson.
Helga Steffensen segir að í dag-
Ný sýning
á 20 ára
afmælisári
skrá leikhússins rúmist bæði
skemmtun og fræðsla: Sögur, gaml-
ar og nýjar, leikrit, dans og söngur.
í sumar munu mæta bæði gamlir fé-
lagar og nýir bætast í hópinn. Sýn-
ingar í Reykjavík verða alls um 70,
á öllum gæsluvöllum og nokkrum
útivistarsvæðum. Einnig verður
sýnt í nágrannabæjunum og út um
landsbyggðina. En sýningar Brúðu-
bflsins eru yfír 100 á ári hverju.
Næstu sýningar verða í Austur-
bæjarskóla og Barðavogi 6. júní, í
Bleikjukvísl 7. júní, 8. júní í
Brekkuhúsi og Fannafold, 9. júní í
Skeijafirði v. Reykjavíkurveg og á
Freyjugötu, 13. júní í Fífuseli og við
Árbæjarsafn, 14. júní í Fróðengi og
Frostaslqóli, 15. júní við Hlað-
hamra og í Malarási, 16. júní í Ljós-
heimum, 19. júní á Njálsgötu og í
Safamýri, 20. júní á Kjalarnesi og í
Rofabæ, 21. júní í Stakkahlíð og í
Rauðalæk, 22. júní í Vesturbergi,
23. júní á Tunguvegi, 26. júní á
Vesturgötu og á Kambsvegi.
Sýningin í júlí heitir Dýrin í
Afríku.
Sýningar Brúðubflsins eru á veg-
um fþrótta- og tómstundráðs og er
aðgangur ókeypis.