Morgunblaðið - 04.06.2000, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 04.06.2000, Qupperneq 18
18 SUNNUDAGUR 4. JÚNÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Gunnar Sigurðsson leikstjöri og Skúli Gautason, leikari og tónlistar- maður, ásamt þremur ungum leikendum. Leikfélag Sólheima Sýna Arfínn í Þjóðleikhúsinu LEIKFÉLAG Sólheima mun flytja sýninguna Arfurinn í Þjóðleikhúsinu þriðjudagskvöldið 6. júní kl. 20.00. Sýningin var frumsýnd í íþróttahús- inu á Sólheimum í apríl á skírdag en sýningar hafa verið fáar síðan og er sýningin í Þjóðleikhúsinu sannarlega hápunktur þess starfs sem unnið hef- ur verið af leikfélaginu á Sólheimum í vetur. Sýningin er liður í afmælis- hátíð Sólheima en 70 ár eru liðin síð- an Sesselja Hreindís Sigmundsdóttir settist þar að og stofnaði Sólheima. Titill sýningarinnar ber það með sér að vera tileinkaður sögu Sól- heima og starfí Sesselju en einnig er rifjaður upp sagnaarfur þjóðarinnar, sögur af þekktum útilegumönnum og útigangsmönnum, Fjalla-Eyvindi, Höllu, Sölva Helgasyni o.fl. Rfflega 30 flytjendur koma fram í sýningunni en höfundar handrits eru Gunnar Sigurðsson og Brynhildur Bjömsdóttir. Skúli Gautason sér um tónlistarstjóm og lýsingu og gegnir einnig hlutverki sögumanns ásamt Brynhildi Bjömsdóttur. Leikmynd gerði Gerhard König. Gunnar Sigurðsson leikstjóri sagði í samtali við Morgunblaðið að þetta væri í þriðja sinn sem hann stýrði Leikfélagi Sólheima og það væri jafnmikil ánægja í hvert sinn. „Þetta er viðamesta verkefnið sem við höf- um ráðist í til þessa og hugmyndirn- ar að sýningunni hafa að miklu leyti tír sýningu Leikfélags Sólheima á Arfinum. komið frá leikendunum sjálfum. Þau vildu gera leikrit um útilegumenn og þegar ég fór að spyrja þau hvað þau vissu um útilegumenn kom í ljós að þau þekktu sögurnar af Fjalla- Eyvindi og Höllu, Gretti Ásmunds- syni. Við höfum svo fengið gott fólk í lið með okkur og flytjendur sýning- arinnar em íbúar hér á Sólheimum, vistmenn og starfsfólk og nokkur börn þeirra auk Brynhildar og Skúla.“ Islenskir „Tónar og hálftónar“ Tónar og hálftónar eru yfirskrift tónleika Kammersveitar Reykja- víkur sem haldnir verða á mánudag. Efniviður tónleikanna er tónsköp- ----7------------------ un Islendinga frá stofn- un lýðveldisins til ársins 1985, og einnig verða þar frumflutt tvö ný verk. Eyrún Baldurs- dóttir brá sér á æfíngu og varð margs vísari. Morgunblaðið/Jim Smart Vel fór á með þeim Páli Pampichler Pálssyni tónskáldi og Jósef Ognibene hornleikara á æfingu Kammersveitar Reykjavíkur. FALLEGIR tónar frá hljóðfæmm einbeittra hljóðfæraleikara flæddu um Salinn í Kópavogi á næstsíðustu æfíngu Kammersveitarinnar á föstu- daginn. Þegar blaðamann bar að æfði sveitin verk Jónasar Tómasson- ar, MMOSO, sem frumflutt verður á morgun, en þá verður einnig fram- flutt Kristallar 2(000), eftir Pál Pampichler Pálsson. A efnisskránni verða auk þess verk eftir Þorkel Sig- urbjömsson, Leif Þórarinsson og Atla Heimi Sveinsson. Tónleikarnir em hluti tónleikarað- ar á vegum Tónskáldafélags íslands í samvinnu við Listahátíð í Reykja- vík og Reykjavík, menningarborg Evrópu árið 2000. Tónleikaröðin er önnur af þremur þar sem tekin era fyrir viss tímabil í tónsköpun íslend- inga á öldinni og einnig er stuðlað að framfiutningi nýrra verka. Að sögn Rutar Ingólfsdóttur fiðlu- leikara og listræns stjómanda sveit- arinnar var hugmyndin sú að uppi- staða tónleikanna yrðu verk íslenskra tónskálda frá lýðveldis- stofnun til ársins 1985. Verk Leifs er samið 1975, verk Atla Heimis 1984 og verk Þorkels er frá 1987. „Við efnisval skoðuðum við þau verk frá þessum tíma sem við höfum áður flutt en þau eru vissulega mörg.“ Rut nefnir að það hafi verið tíma- bært að flytja aftur Píanókonsert Atla Heimis, Concerto serpentinada. Hann hafi verið skrifaður fyrir sveit- ina árið 1984 en ekki verið fluttur í Reykjavík síðan. Að sögn Rutar var einnig orðið mjög langt síðan Af mönnum eftir Þorkel Sigurbjörns- son var flutt, en það var samið fyrir íslenska dansflokkinn árið 1987. „í tilefni af hátíð Tónskáldafélagsins fannst okkur tilvalið að setja þessi verk á efnisskrána og gera þeim góð skil,“ segir Rut. Einleikari í verki Atla Heimis er Anna Guðný Guðmundsdóttir og kveður hún það skemmtilegt en krefjandi. „Ég hef spilað margt eftir Atla Heimi áður og það kemur sér vel,“ útskýrir hún en konsertinn mun vera fyrirferðarmikill - fyrir mörg hljóðfæri og jafnvel söngvara, þar sem raddirnar era notaðar sem hljóðfæri. Þriðja verkið sem flutt verður frá þessu tímabili er Angelus Domini eftir Leif Þórarinsson. Það er Maríu- kvæði frá miðöldum í þýðingu Hall- dórs Laxness og á morgun mun Guð- rún Edda Gunnarsdóttir einsöngvari flytja áheyrendum kvæðið. Tuttugu og fimm ár era síðan Kammersveitin framflutti Angelus Domini. „Það var heima hjá Kristjáni Davíðssyni," segir Rut I þau 26 ár sem Kammersveitin hefur starfað hefur hún lagt metnað sinn í að framflytja íslensk kammer- tónverk eftir samtímatónskáld. Sú verður einnig raunin á morgun þeg- ar verk þeirra Páls Pampichlers og Jónasar Tómassonar verða flutt. „Þessi verk voru sérstaklega pöntuð fyrir Kammersveit Reykjavíkur vegna Listahátíðar,“ segir Rut. Heitið Kristallar 2(000) á tónsmíð Páls Pampichlers er tilkomið vegna þess að fyrir 30 árum samdi hann verk sem Kammersveitin hefur margoft flutt og nefnist Kristallar. „Það er mjög gaman fyrir okkur að fá nýjan kristal að glíma við,“ segir Rut brosandi. Kristall 1 og 2 munu þó vera alls- endis ólík verk samkvæmt höfundin- um. „Nýja verkið er dramatískt á köflum og nokkuð melódískt. Reynd- ar er það afskaplega fallegt þó ég segi sjálfur frá,“ útskýrir Páll. „Ég er farinn að þora að skrifa melódíu í dúr og moll en á tímabili var það ekki í tísku. Öll tónskáld ganga vitaskuld í gegnum stílbreytingu og ég held að ég sé búinn að finna minn stfl,“ segir hann og bætir við að hann hafi orðið lýrískari með aldrinum. Verkið samdi Páll í minningu Lárasar Sveinssonar trompetleikara sem lést í janúar síðastliðnum. Páll og Jónas sömdu báðir verkin, sem á dagskránni era, á þessu ári. Tónverk Jónasar ber heitið MMOSO og er að sögn Rutar mjög tært og fal- legt. „Okkur virðist sem tónskáld séu orðin melodískari óg þau hætt að vera jafn óskaplega nútímaleg," seg- ir hún. Ljóst er að breidd verður í efnis- vali á tónleikunum. Allir hafa þessir fimm höfundar sín sérkenni í tónlist- ai’sköpun sem vel era greinanleg í verkum þeirra, að sögn Rutar. Verk- in á tónleikunum verða hljóðrituð. Tónleikarnir hefjast kl.20:30. Annar hluti tónlistarhátiðar Tónskáldafélagsins Kértonlist frá umbrotatímum Hamrahlíðarkdrinn í Prag. HAMRAHLÍÐARKÓRINN mun í kvöld halda tónleika í tónlistarhús- inu Ými sem hefjast kl. 20.30. Tón- leikamir era liður í öðrum hluta tónlistarhátíðar sem Tónskáldafé- lag íslands stendur fyrir í sam- vinnu við Reykjavík - menningar- borg Evrópu árið 2000. Á þessum hátíðum er íslensk tónlist liðinnar aldar flutt og er nú komið að kórtónleikum frá tónlist- artímabilinu frá 1950 fram til 1985. „Elsta kórverkið sem við flytjum er Sólarkvæði eftir Jón Þórarinsson frá 1949. Yngsta tónverkið er hins vegar eftir Þorkel Sigurbjörnsson við ljóð Hannesar Péturssonar,“ segir Þorgerður Ingólfsdóttir, stjórnandi kórsins. Samkvæmt Þorgerði urðu á þess- um tíma til margar af helstu perl- um íslenskrar kórtónlistar. „Þetta era allt afskaplega mikil og krefj- andi stykki," útskýrir Þorgerður en á efnisskránni eru einnig Umhverfi og Kveðið í bjargi eftir Jón Nordal, Limrur Páls P. Pálssonar, Tíminn og vatnið, fyrsti hluti eftir Jón Ás- geirsson, Kiljanskviða eftir Gunnar Reyni Sveinsson og Haustmyndir eftir Atla Heimi Sveinsson. Aðspurð segir Þorgerður það ólíkan hlut að flytja verk eftir sam- tímatónskáld sem enn eru á lífi og geta lagt mat sitt á flutninginn. „Á vissan hátt gerir það meiri kröfur. Ég vona að það sem við komum til með að gera sé það sem tónskáldin eru sátt við og að við flytjum verkin að mestu leyti eins og það hljómaði í hugum þeirra.“ Að sögn Þorgerðar eru verkin sem flutt verða á sunnudagskvöldið mjög ólík innbyrðis og bera öll blæ af sínum höfundi, en hún þekkir þá alla persónulega. „Tónverkin era öll samin á umbrotatímum, og við mun- um flytja tvö verk sem Pólyfónkór- inn frumflutti og þóttu afskaplega nýstárleg á sínum tíma.“ Fæstir meðlimir Hamrahlíðar- kórsins hafa flutt þessi verk áður en Þorgerður kveðst vera þeim vel kunn. „Mörg þessara verka hafa verið samin með kórana mína í huga,“ segir hún að lokum. Heiðmörk. Kl. 13.30. Fjölskyldurjóður vígt í Heið- mörk. Akranes - Sjávarlist. Sjómannalög flutt á tónleikum við Steinsvör. Patreksfjörður - Minningar- safn. Sveitungar Jóns úr Vör opna sérstakt listvinahús til heiðurs skáldinu á sjómannadaginn. Þar verður vinnuaðstaða fyrir rithöf- unda og aðra listamenn sem vilja nýta vestfirska strauma til andans verka. Bláa Ldnið. Tengsl menningar og náttúra- auðæfa. Fjölbreytt dagskrá. Miðbakkinn Reykjavíkurhöfn. Kl. 15 og 20. Fíflaskipið. Þorláksvaka - Sveitafélagið Ölfus. Hátíðahöld og fjölskyldugrill- veisla. Hafnarhúsið. Leiðsögn um sýninguna Lífið við sjóinn. Ýmir við Skdgarhlíð. Kl. 20.30. Hamrahh'ðarkórinn syngur undir stjóm Þorgerðar Ingólfsdóttur. Listahátíð Salurinn; Kl. 14 og 20. Bréfið - Italski látbragðsleikar- inn Paolo Nani. Þjdðleikhúsið. Kl. 20.30. Önnur sýning Café Teatret á Smíðaverkstæðinu. Sameiginleg dagskrá Islenska dperan. Don Giovanni. Kl. 14 og 20. Uppfærsla frá Þjóðarbrúðu- leikhúsi Tékklands í Prag. Mánudagur 5. júní. M-2000 Sagan í landslaginu, náttúra, búseta, minjar og list Námskeið og fræðsla fyrir börn og unglinga á aldrinum 12-14 ára. Skráning hjá Listasafni Sigurjóns Ólafsson- ar. Listahátíð Þjdðleikhúsið.Kl. 20.30. 3. sýning Café Teatret á Smíða- verkstæðinu. Sameiginleg dagskrá Salurinn. Kl. 20.30. Kammersveit Reykjavíkur.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.