Morgunblaðið - 04.06.2000, Side 50

Morgunblaðið - 04.06.2000, Side 50
50 SUNNUDAGUR 4. JÚNÍ 2000 T MORGUNBLAÐIÐ „Föðurland vort hálft er hafiðu Öldum saman fóru sjómenn með sjó- ferðabænir áður en haldið var á haf út. Stefán Friðbjarnarson staldrar við trúarviðhorf kynslóðanna á ströndu hins yzta hafs. Föðurland vort hálft er hafið helgað þúsund feðra dáð. Þangað lífsbjörg þjóðin sótti, þar mun verða stríðið háð. Yfir logn og banabylgju bjarmi skín af Drottins náð. Föðurland vort hálft er hafið, hetjulífi og dauða skráð. (Jón Magnússon.) Sjávarútvegur hefur verið stundaður hér á landi, samhliða landbúnaði, frá upphafi byggðar. í íslandssögu Einars Laxness segir: „Um 1340 vóru sjávaraf- urðir orðnar aðal útflutningsvör- ur Islendinga, skreið (hertur fisk- ur) og lýsi - í stað vaðmála. Orsök breytingar var m.a. efling verzl- unar þýzkra Hansakaupmanna í Noregi (Björgvin), en þá opnaðist nýr fiskmarkaður á megin- landinu, samhliða mikilli stækkun borga i Evrópu og útbreiðslu kristni, sem leiddi til aukinnar fiskneyzlu á föstum; lýsi var hagnýtt til lýsingar borga..AIl- ar götur síðan hafa aflabrögð og erlendur markaður fyrir sjávar- vörur sniðið íslendingum af- komustakk. Það er þó ekki fyrr en með vél- væðingu fiskiskipaflotans og nýrri fiskveiðitækni á morgni 20. aldarinnar að sjávarútvegurinn verður „ær og kýr“ íslenzkrar vel- megunar, undirstöðuatvinnuveg- ur þjóðarinnar. Útfærzlur fisk- veiðilögsögunnar í 4 mílur 1952, 12 mflur 1958,50 mflur 1972 og loks 200 mflur 1975 vóru mikilvæg skref í baráttunni fyrir efnahags- legu fullveldi. Fullyrða má að bróðurpartur eigna og afkomu þjóðarinnar á 20. öldinni hafi ver- ið sóttur í auðlindir sjávar. „Föðurland vort hálft er hafið“. Án sjávamytja væri ísland vart byggilegt. Það er mikflvægt að landsmenn nýti hyggilega og varðveiti vel þetta dýrmæta bjargræði, sem forsjónin hefur lagt þeim upp í hendur. Dýrkeypt reynslan hefiir og kennt íslend- ingum að tryggja verður - eins og frekast er kostur - starfsöryggi sjómanna. Þótt sjórinn sé gjöfull þá er hann einnig viðsjárverður og tekur sinn toll. Stöldrum við eitt dæmi af fjölmörgum sem sýn- ir þann veruleika er kynslóðirnar á ströndum hins yzta hafs bjuggu við í þúsund ár: „I ofsaverðri 7. apríl (1906) strandaði þilskipið Ingólfur á Viðeyjarsundi. Hundr- uð Reykvíkinga horfðu á skip- verja slitna hvem á fætur öðrum úr reiðanum og hverfa í hafrótið. Engri björgun varð við komið. Síðar hafa borizt fregnir af því, að tvö önnur þilskip hafi farizt í sama veðri uppi við Mýrar. Á skipum þessum vóru samtals 68 menn.“ (Öldin okkar 1901-1930). Sjómannadagurinn, fyrsti sunnudagur í júnímánuði, er bar- áttu- og hátíðisdagur sjómanna. Það hefur hann verið allar götur frá árinu 1938. Sjómannadagur- inn tók að hluta tilviðafhinum forna lokadegi vetrarvertíðar, 11. maí, sem fyrr- um var hátíðis- dagur. I sjávar- plássum landsins stendur hann næst þjóðhátíðar- deginum, 17. júní. Og þótt margt hafi breytzt í at- vinnuháttum þjóðarinnar - fleiri stoðum ver- ið skotið undir af- komu og atvinnu - segir „seltan í blóðinu" til sín hjá þorra eyþjóð- arinnar á sjó- mannadaginn. Sjávarþéttbýli tók ekki að myndast hér á landi fyrr en í lok 19. aldar. Þar sem fiskur gekk á gmnnmið risu þó verbúðir úr torfi og grjóti snemma í Islands sögu. Þaðan var fisk- veiði stunduð á vertíðum á opnum bátum, allt að tólfæringum. Aðalvertíð við mestu veiðisvæðin sunnan- og vestanlands stóð venjulega frá febrúar fram í maí. Sjósókn á opn- um bátum á vetrarvertíðum var bæði erfið og hættuleg því skjótt skipast veður í lofti. Það ein- kenndi sjómenn, eins og fleiri, sem lifðu í náinni snertingu við náttúruöflin, að hafa næman skilning á tilveru æðri forsjónar, trú á tilveru „Guðs vors lands“. Þeir ræktuðu trú sína af alúð og heilum hug. Sérhver veiðiferð hófst á sjóferðarbæn. I mörgum verstöðvum tíðkuðust staðbundn- ar trúarlegar athafnir. Og messan er enn í dag fastur og ómissandi þáttur í hátíðardagskrá sjó- mannadagsins. íslendingar samgleðjast sér- hvem sjómannadag. Þeir gera sér grein fyrir því að sjávarauðlindin er hornsteinn afkomu þeirra og efna. Sem og að sjómenn vinna erfið störf og áhættusöm í þágu heildarinnar. Landsmenn allir taka heilshugar undir bæn Jóns skálds Magnússonar til gjafara alls hins góða í tilverunni: Vertu með oss, vaktu hjá oss, veittustyrkoghugarró. Þegar boðin heljar hækkar, herra, lægðu vind og sjó! Gleðilega sjómannahátíð! Altaristafla í Siglufjarðarkirkju. Það var trú fólks í Siglufirði að gamlir Siglfirðingar hefðu verið fyrirmyndir listmálarans Gunn- laugs Blöndal. I DAG VELVAKA31DI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Ástin blórastrar á skáldakvöldi ÁSTIN heilög heillar mig/ hún er drottins líki/ meðan einhver elskar þig/ áttu himnaríki. Ég var á skáldakvöldi 1. júní í þessum fallega sal í þjóðmenningarhúsinu okk- ar og grænn veggur Hæstaréttar skyggði á sundin blá og Esjuna. Því- líkt umhverfisslys í nægu landrými að bola þessu húsi niður nokkra metra frá Safnahúsinu, eins og það hét, á bflastæði Þjóðleik- hússins. Ást. Mér fannst raunar litið fara fyrir ástinni í ljóð- um skáldanna, sem fluttu sín eigin ljóð, öllu fremur var það góðlátieg kímni. Flutningur var svona og svona eins og gengur með fólk sem ekld hefur tamið sér upplestur. Þó var flutn- ingur Sigurðar Pálssonar einna bestur og hann flutti þýtt ljóð sem var raunar um ást. Hatur var heiti ijóðsins - af því hatur er svo skylt ást? Að lokum flutti Tinna Gunnlaugsdóttir ljóð Theodóru Thoroddsen, Olafar frá Hlöðum og Huldu. Flutningur hennar á þessum fógru ljóðum var frábær og verður mér eftir- minnilegur. Hún mætti gera meira af því að flytja okkur bundið mál. Takk fyrir, Tinna, og ég vona að þú farir með Ást eftir Sig- urð Nordal næsta fimmtu- dag. Fuli hús var á skálda- kvöldinu. Ingibjörg. Klögustand EFTIR að hafa lesið tvær greinar í Morgunblaðinu 31. maí sl„ önnur greinin var eftir Bergljótu Arnalds og hin eftir Gerði Krist- rúnu, fannst mér verið að bera í bakkafullan lækinn þegar tekið var undir og haldið var áfram með pers- ónuiegan egóisma sem þessar greinar snerust um í Kastljósi Ríkissjónvarpsins sama dag, af öðrum hinum hressa og glaðbeitta stjórn- anda þáttarins. Eftir að hafa setið undir klögu- standi í þættinum vaknar spuming um hvort ekki sé tímabært að endurvekja gömlu góðu þjóðarsálina á Rás 2 svo hægt sé að koma sínum tilfinningamálum og kvörtunum á framfæri og pústa svolítið út. Núna virðist menningar- lífið vera farið að snúast um peningamál og einhvers konar borgarlegt menning- arsjóðasukk. Eru fslend- ingar kannski að verða hálf ærir í öllu góðærinu? Sigurður. Elton John- tónleikarnir KONA hafði samband við Velvakanda og var heldur óhress. Hún og maðurinn hennar fóru á tónieikana hjá Elton John og greiddu þau rúmar 13.000 krónur fyrir miðana. Þegar tæp- lega klukkutími var liðinn af tónleikunum var fólki sem stóð fyrir utan völlinn hleypt inn. Mér finnst ansi hart að greiða rúmar 13.000 krónur fyrir miða, en svo getur fólk gengið fritt inn. Einnig urðum við fyrir að- kasti af drukknu fólki. Þama var dmkkin kona, sem eyðilagði fyrir okkur tónleikana. Fólk virðist ekki hafa neinn rétt, því það var enginn sem gerði neina athugasemd, þótt konan væri með leiðindi. Lokun Álands VEGNA skrifa H.B. í Vel- vakanda um lokun Álands langar mig að eftirfarandi komi fram. Það var safnað undirskriftum i hverfinu og íbúarnir mótmæltu og kærðu. Þetta liggur hjá úrskurðarnefnd í skipu- lags- og byggingarnefnd og væntum við svara á næstu vikum. Tómas Jónsson. Útlitsteikning af forijaldi FÓLKIÐ sem fékk lánaða útlitsteikningu af fortjaldi og kom í Hörgshlíð 3 í Hafnarfirði að kvöldi til, vinsamlega komið teikning- unni til skila eða hafið sam- band í síma 555-1931. Við treystum ykkur. Dýrahald Hestar í óskilum í ÓSKILUM hjá Hesta- mannafélaginu Fáki eru tveir hestar, brúnstjömótt- ur hestur með leista á vinstri afturfæti, tekinn við Litlu kaffistofuna 19. maí sl., kemur að austan; rauð- blesóttur hestur með leista á báðum afturfótum, frost- merktur og tekinn 2. júní sl. Nánari upplýsingar í síma 567-2166, símsvari ut- an skrifstofutíma. Fákur. Kettlingur fæst gefins 9 VIKNA fresskettlingur, kassavanur, brúnbröndótt- ur og hvítur, fæst gefins. Upplýsingar í síma 551- 6207 eftir kl. 16.30. Morgunblaðið/Rax Yíkverji skrifar... AÐ fylgir því töluverð ábyrgð að vera þekkt andlit og standa upp fyrir framan stóran hóp sextán ára unglinga og halda tölu, ekki síst af því að krakkar líta oft upp til þekktra einstaklinga og taka mark á orðum þeirra. Að þessu komst vinur Víkverja þegar hann var við útskrift 10. bekkinga í skóla í Reykjavík á dög- unum. Þar stóð upp þekkt persóna sem hafði verið nemandi við skólann og ræddi við krakkana. Viðkomandi var á stundum fyndinn en Víkverja fannst fyndnin stundum vera of dýru verði keypt. Ræðumanninum varð tíðrætt um áfengi og hóf spjallið við krakkana á að upplýsa þá um að hann hefði þurft að fá sér bjór þegar hann hóf að semja ræðuna. Hann sagði síðan af sér kenderíssögur frá unglingsár- unum og upplýsti nemendur um að foreldrar þeirra hefðu eflaust ekki verið betri á þessum árum. Eflaust eru einhverjir í 10. bekk farnir að nota áfengi og önnur vímuefni og jafnvel sofa hjá en einungis hluti nemenda. Vini Vflcverja fannst því gjörsamlega út í hött að láta það líta svo út sem þessi umgengni við vímuefni væri eðlileg. Þessi maður endaði ræðuna sína á því að segja að hann hefði ekki verið manna bestur í skóla og á stundum verið kvikindislegur við skólasyst- kini og kennara. Hann sagði að nemendur hefðu eitt sinn verið beðnir um að taka fátækri stúlku vel sem kom í skólann en hann hefði þá dundað sér við að henda í hana smápeningum. Þá sagðist hann hafa spurt kenn- ara sinn daglega um líðan konunnar sinnar en hann var nýskilinn. Þessi ræðusnillingur bað nú hlut- aðeigandi afsökunar en kórónaði af- sökunarbeiðnina með því að segja að hann sæi ekki eftir neinu. í lokin hvatti hann nemendur til að læra sem lengst á kostnað hins opinbera því það væri svo leiðinlegt að vinna. Vini Víkverja misbauð þessi ræða svo ekki sé nú meira sagt og mót- mælir því harðlega að orð á við þessi eigi nokkurt erindi við útskrift 16 ára unglinga. í raun taldi hann að ræðan væri skólanum til vanvirðu. En yfir í aðra sálma. Víkverji átti leið um Bretland fyrir skömmu og fagnaði því að geta verslað þar í stórmörkuðum. Úrvalið af græn- meti og ávöxtum var stórkostlegt ef miðað er við úrvalið hér á landi. Auðsjáanlega var kirsuberjaupp- skeran í hámarki og hægt að velja úr stórum kössum af girnilegum berjum og borga fyrir kílóið nokkur hundruð krónur. Hvers vegna í ósköpunum er ekki hægt að bjóða upp á árstíðabundin ber með þess- um hætti hér á landi á skaplegu verði? Kirsuberin fást í sumum búð- um hérlendis en eru þá seld í litlum plastdollum og verðið er svipað og fyrir kfló í Bretlandi. Eru það ofur- tollar sem standa í vegi fyrir boð- legu verði eða hver er ástæðan? Og svona úr því verið er að tala um matvörumarkaðinn þá var einstaklega gaman að kaupa álegg hjá Bretunum. Úrvalið af skinku var skemmtilegt, það var til dæmis hægt að kaupa hana hunangsgljáða, eikarreykta og pipraða og ráða því sjálfur hvort hún var keypt í þunnum sneiðum eða eftir vikt, skorin niður í þykkar sneiðar. Er ekki mál til komið að hrista aðeins upp í áleggsframleiðslu hér á landi og bjóða áleggið líka á frambæri- legu verði?

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.