Morgunblaðið - 14.06.2000, Side 1

Morgunblaðið - 14.06.2000, Side 1
STOFNAÐ 1913 134. TBL. 88. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 14. JÚNÍ 2000 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS FBI rannsakar hvarf tölvubúnaðar með kjarnorkuleyndarmálum Njósnir ekki útilokaðar Washington. AP, AFP, Reuters. EMBÆTTISMENN bandaríska vamarmálaráðuneytisins sögðu í gær að „mannleg mistök" hefðu getað valdið því að tölvubúnaðar með há- leynilegum upplýsingum um banda- rísk og hugsanlega einnig rússnesk kjamavopn hvarf fyrir um mánuði. Bandaríska alríkislögreglan (FBI) rannsakar nú hvarf búnaðarins sem var hýstur í hinni þekktu kjamorku- rannsóknarstöð í Los Alamos-eyði- mörldnni í Nýju Mexíkó. Um er að ræða tvo harða diska sem sagðir em hafa geymt upplýsingar um hvemig gera megi rússneskar og bandarískar kjarnorkusprengjur óvirkar. Upplýs- ingamar vom ætlaðar til nota fyrir sveit bandarískra sérfræðinga sem þjálfaðir era í því að gera kjamorku- sprengjur skaðlausar þegar hætta stafar af þeim vegna hryðjuverka eða slysa. Þingmenn reiðir „A þessari stundu er ekkert sem bendir til þess að njósnastarfsemi tengist málinu," sagði yfirmaður gagnnjósnadeildar bandaríska orku- málaráðuneytisins í gær. Aðrir em- bættismenn á vegum ráðuneytisins drógu einnig í efa að hvarf hör ðu disk- anna tengdist njósnum en vildu þó ekki útiloka það. Margir þingmenn á Bandaríkja- þingi hafa gagnrýnt ástand öryggis- mála í Los Alamos-rannsóknarstöð- inni vegna hvarfs upplýsinganna. Þingmenn em einnig reiðir yfirmönn- um stöðvarinnar fyrir að tilkynna ekki um hvarfið fyrr en þremur vik- um eftir að það uppgötvaðist. Yfir- maður öryggismála í Los Alamos- stöðinni, Eugene Habiger, sagði í gær að ekki hefði verið hægt að fram- kvæma leit í stöðinni vegna umhverf- iselda sem geisuðu í nágrenni stöðv- arinnar í síðasta mánuði. Flytja þurfti alla starfsmenn á brott frá stöðinni um tíma vegna eldanna. A síðasta ári kom upp njósnamál í Los Alamos-stöðinni þegar vísinda- maður af kínverskum upprana var handtekinn vegna grans um að hafa látið Kínveijum í té upplýsingar um kjarnorkuvígbúnað Bandaríkjanna. Stöðin er annars þekktust fyrir að þai- vora fyrstu kjamorkusprengjurnar smíðaðar fyrir meira en hálfri öld. Kista Assads borin um götur bæjarins Qardaha, æskustöðva forsetans, þar sem hann var borinn til grafar. Assad Sýrlandsforseti lagður til hinztu hvflu Qardaha í Sýrlandi. Reuters. HAFEZ al-Assad, fyrrverandi forseti Sýrlands, var lagður til hinztu hvílu í grafhýsi fjölskyldu sinnar í bænum Qardaha í gær. Assad lézt sl. laugardag. Mikil sorg ríkti um gervallt Sýrland og grátandi menn bitust um að fá að kyssa kistu forsetans er komið var með hana til bæjarins, þar sem hann fæddist fyrir 69árum. Sögulegur leiðtogafundur Suður- og Norður-Kóreu hófst í Pyongyang í gær Talinn marka tímamót í samskiptum ríkianna ‘yonffyang. AP, Reuters. Pyongyang. KIM Dae-jung, forseti Suður-Kóreu, lýsti í gær yfir von um að þriggja daga fundur hans og leiðtoga Norður- Kóreu, Kim Jong-il, yrði til þess að sameina aftur meira en milljón fjöl- skyldur sem hafa verið sundraðar í hálfa öld vegna átaka ríkjanna. Kim Dae-Jung kom í gær í sögulega heim- sókn til Pyongyang, höfuðborgar N- Kóreu, og heilsuðust leiðtogamir með handabandi á flugvelli borgar- innar. Hann er fyrsti suður-kóreski forsetinn sem heimsækir N-Kóreu en ríkin hafa formlega átt í stríði síðan árið 1950. „Margir meðlimir sundraðra fjöl- skyldna era að falla frá sökum elli og við verðum að koma til móts við óskir þeirra," sagði Kim Dae-jung í ræðu í kvöldverðarboði í Pyongyang í gær. Skýrendur telja að Kim Jong-il muni verða reiðubúinn að fallast á að leyfa endurfundi fleiri fjölskyldna en nú era heimilaðir gegn því að S-Kóreu- menn veiti N-Kóreu aukna efnahags- aðstoð. Fundur leiðtoganna er álitinn gríð- arlega mikilvægt skref í átt til bættr- ar sambúðar ríkjanna en flestir íbúar Kóreuskaga líta svo á að þar búi ein og sama þjóðin. Ríkin sömdu um vopnahlé eftir þriggja ára styijöld ár- ið 1953 og hefiir það tæknilega verið í gildi síðan. Leiðtogi Norður-Kóreu, Kim Jong-il, og forseti Suður-Kóreu, Kim Dae- jung, takast í hendur á flugvellinum í Pyongyang í gær. Nokkuð kom á óvart að Kim Jong- il skyldi sjálfur taka á móti suður-kór- eska forsetanum og er sagt að mót- tökuathöfnin á flugvellinum hafi í heild verið mun íburðarmeiri en búist hafði verið við. Herlúðrasveit lék meðan leiðtogamir gengu fram hjá heiðursverði hermanna og fylkingu norður-kóreskra kvenna í þjóðbún- ingum. Að athöfninni lokinni óku leið- togamir saman inn í borgina og hylltu þúsundir manna þá á gang- stéttum og torgum. Lagði til að landamærin yrðu opnuð f fylgdarliði S-Kóreuforseta era meðal annarra fjármálaráðherra landsins og forstjórar fjögurra stærstu fyrirtækja S-Kóreu. Munu þeir ræða viðskipti ríkjanna, efna- hagssamvinnu og fjárfestingar suð- ur-kóreskra fyrirtækja í N-Kóreu. Kim Dae-jung sagðist í gær gera sér vonir um að heimsóknin leiddi til þess að friður kæmist á og legði grann að sameiningu í-fkjanna. „Það er von mín að með þessari heimsókn muni 70 milljónir Kóreubúa losna undan óttanum við mögulegt stríð,“ sagði forsetinn. Hann lét þó ekki hjá líða að benda á að mörg alvarleg ágreiningsmál spilltu enn samskipt- um ríkjanna en að stefna bæri að því að leysa þau eitt í einu. Stakk for- setinn upp á því að vegir og aðrai- samgönguæðar milli landanna yrðu opnaðar. „Þegar það gerist munu allir Kóreumenn geta ferðast óhindrað milli landanna og vinna að sáttum, samvinnu og, á endanum, samein- ingu.“ Kim Jong-il, sem sjaldan tjáir sig eða sést opinberlega, sagði að augu heimsins fylgdust nú með fundi leið- toganna. „Hvers vegna Kim forseti kom til Norður-Kóreu og hvers vegna ég féllst á að hann kæmi er ráðgáta," sagði norður-kóreski leiðtoginn. „Við verðum að svara spumingunni á þeim tveimur nóttum og þremur dögum sem helguð era fundinum." ■ „Risastórt skref“/28 Sonur Assads, Bashar, stóð tein- réttur á meðan syrgjendur hópuðust umhverfis hann þar sem kistan stóð sveipuð sýrlenzka fánanum. Bashar er 34 ára og væntanlegur arftaki föð- ur síns í embætti. Utförin var jafnt heit um tryggð við Bashar sem athöfn til að minnast ljónsins frá Damaskus, eins og Assad var stundum nefndur. Meðal þeirra sem stóðu við hlið Bashars í gær var Emile Lahoud, for- seti Líbanons, en hann var einn íárra erlendra leiðtoga sem vora í líkfylgd Assads alla leið til Qardaha, sem er um 320 km norðvestur af Damaskus. Aðrir fulltrúar erlendra ríkja vott- uðu forsetanum látna virðingu sína við athöfn í höfuðborginni fyrr um daginn. Meðal þeirra vora Madeleine Albright, utanríkisráðherra Banda- ríkjanna, Jacques Chirac, forseti Frakklands, Robin Cook, utanríkis- ráðherra Bretlands, Yasser Arafat, forseti heimastjómar Palestínu- manna, Hosni Mubarak, forseti Egyptalands, Mohammad Khatami, forseti írans, og Sheik Hassan Nasrallah, leiðtogi Hizbollah-samtak- anna. Fæstir erlendu leiðtoganna þekkja Bashar en við athöfnina gafst þeim tækifæri til að ræða við hann. Al- bright sagðist hafa dáðst mjög að því hversu ákafur Bashar væri að feta í fótspor föður síns. Fréttaskýrendur segja að Assad hafi í 30 ára stjómartíð sinni skapað nauðsynlegan stöðugleika í Sýrlandi, en ekki efnahagsframfarir. Þær, eins og annað, hafi horfið í skuggann af deilunum við Israel, og hafi Assad lit- ið á sig sem arabískan þjóðernis- sinna. Hann gaf hvergi eftir í deilun- um um Gólanhæðir, sem Israelar hertóku 1967 og Sýrlendingar krefj- ast að verði skilað. ■ Arfleifd ljónsins/30 MORGUNBLAÐH) 14. JUNI 2000 690900 090000

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.