Morgunblaðið - 14.06.2000, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 14.06.2000, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 14. JÚNÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ - FRÉTTIR Ingibjörg Narfadóttir hélt upp á 100 ára afmælið í gær er allt lífinu“ „Pað gottí INGIBJÖRG Narfadóttir hélt upp á 100 ára afmæli sitt í Kópavogi í gær ásamt ættingjum, vinum og venslafólki. Ingibjörg var hress og kát á afmælisdaginn og tók undir söng með gestunum en hún er við ágæta heilsu þó heyrnin sé farin að daprast. Hún var sér- staklega ánægð með að fá svo mörg barnabörn og barnabarna- börn í afmælisveisluna en Ingi- björg segir að það sé orðið erfitt að halda tölu á þeim öllum. Ingibjörg fæddist þann 13. júní árið 1900 í Hverakoti x' Grímsnesi þar sem nú eru Sólheimar en ólst að mestu upp í Kiðjabergi í Grímsnesi. Árið 1925 giftist hún Frímanni Kristófer Schram Ingvasyni og hóf með honum bú- skap. Með honum eignaðist hún fjögur börn sem af er kominn mikill ættbogi. Ingibjörg fylgist vel með og les dagblöðin á hverj- um degi en hún er þó hætt þeirri iðju sinni að klippa út myndir af kóngafólki úr blöðunum eins og hún gerði til margra ára. Frá því Ingibjörg hóf búskap hefur hún verið húsmóðir, lengst af á Grettisgötu 53a en eftir lát ciginmanns hennar flutti hún að Hófgerði 20 í Kópavogi þar sem hún býr með dóttur sinni Katrínu. „Það er allt gott í lífinu, mér hefur alltaf liðið vel og ég þakka Guði fyrir því honum er jú allt að þakka“ sagði Ingibjörg. Morgunblaðið/Þorkell Ingibjörg Narfadóttir hélt í gær upp á 100 ára afmæli sitt ásamt vinum og vandamönnum. 6árastúlka i hætt kom- in í koju UMBOÐSMANNI barna barst í morgun erindi um sex ára stúlku sem lenti í stórhættu um hvítasunnu- helgina þegar hún og fjölskylda | hennar dvöldu í sumarbústað sem þau höfðu tekið á leigu. Málavextir eru þeir að stúlkan, sem var sofandi í efri koju, hafði í svefni runnið undir öryggisgrind í kojunni með þeim afleiðingum að hún hékk á höfðinu en haka hennar hafði skorðast milli rimla á öryggis- grindinni. Stúlkan gat varla komið frá sér hljóði en eldri bróðir hennar vaknaði við uml og gat bjargað henni, að því | er segii- í fréttatilkynningu frá Ar- | vekni, átaksverkefni um slysavarnir barna og unglinga, en þangað sendi * umboðsmaður barna erindið. Hvetur Árvekni fólk til að huga að því að bil í öryggisgrindum á kojum séu ekki á stærðarbilinu 9-23 senti- metrar því það sé það bil sem börn geti auðveldlega hengst í. Framkvæmdum miðar vel við Grafarvogskirkju Kirkjuklukkur og gler- listaverk komin upp GLERLISTAVERKI eftir Leif Breiðfjörð, sem verða mun eitt af megindjásnum Grafarvogskirkju, var komið fyrir á endanlegum stað í kirkjunni um hvítasunnuhelg- ina. Listaverkið sem ber nafnið „Kristnitakan" er gjöf frá ríkisstjóm íslands til Grafarvogssöfnuðar og þá sér í lagi bama safnaðarins. Verður verkið formlega afhent við vígslumessu kirkjunnar næstkomandi sunnudag, 18. júní. Listaverkið er um fimmtán metrar á hæð og sex metrar á breidd og mun þjóna sem hvort tveggja, altar- isgluggi og altaristafla kirkjunnar. Það sýnir kristnitök- una árið 1000 og fer vel á því að mati sr. Vigfúsar Þórs Amasonar sóknarprests að á kristnihátíðarári fái fjöl- mennasti, yngsti og bamflesti söfnuður landsins slíka gjöf. fwmái&mis Kirkjuklukkur settar upp í gær Morgunblaðið/Jim Smart í gærmorgun var tekið á móti nýjum kirkjuklukkum Grafarvogskirlgu og þeim komið fyrir á sínum endan- lega stað í kirkjuturni. Er hér um að ræða þrjár klukkur sem smíðaðar voru í Belgíu. Á tvær þeirra em letruð er- indi úr sálmi sem Sigurbjörn Einarsson biskup orti sér- staklega sem gjöf til Grafarvogsbúa á þessum tímamótum en á þeirri þriðju er sálmur Helga Hálfdanarsonar, „Nú gjaldi Guði þökk“. Verður sálmur Sigurbjarnar frumfluttur við lag Þorkels Sigurbjömssonar í vígslumessunni sem verður, eins og áður sagði, sunnudaginn 18. júní kl. 13:30. Hafnarey fékk á sig brotsjó SKUTTOGARINN Hafnarey SF 36 fr á Höfn í Hornafirði fékk á sig brot- sjó um 80 mílur suður af Færeyjum um sexleytið í gærmorgun. Gert var ráð fyrir að togarinn næði landi á Hjaltlandseyjum um eða eftir mið- nætti liðna nótt. Sjö era í áhöfn Hafnareynnar og sakaði ekki. Rúður í brúargluggum togarans brotnuðu hins vegar og sjór komst að siglingatækjum, sem era ónýt. Skemmdir urðu þó ekki á stýri eða vélarbúnaði og fyrir vikið gat togarinn siglt fyrir eigin afli til næstu hafnar. Hafnarey var á leið til Hull á Eng- landi í söluferð með um 50 tonna afla, ýsu og þorsk. Hún er 150 tonn, í eigu Krosseyjar ehf. á Hornafirði. Danska varðskipið Triton fylgdi togaranum til hafnar. Andlát OTTÓ A. MICHELSEN LÁTINN er í Reykja- vik Ottó A. Michelsen fr. forstjóri IBM á íslandi 80 ára að aldri. Ottó var fæddur 10. júní árið 1920 á Sauð- árkróki. Foreldrar hans voru Jörgen Frank Michelsen úrsmiður á Sauðár- króki, fæddur árið 1882 í Horsens í Danmörku og Guðrún Pálsdóttir fædd árið 1886 á Draflastöðum í Eyjafjarðarsýslu. Ottó nam skriftvéla- tækni í Þýskalandi og Danmörku auk þess sem hann sótti nám um gerð skýrslutæknivéla. Við heim- komuna stofnaði Ottó Skrifstofu- vélar hf. og gegndi stöðu fram- kvæmdastjóra fyrirtækisins frá árinu 1946 til 1967. Ottó varð for- stjóri IBM á íslandi árið 1967 þeg- ar sjálfstætt útibú fyrirtækisins var sett á fót hér á landi. Árið 1987 seldi Ottó fyrirtæki sitt Skrif- stofuvélar hf. Frá þeim tíma til dauðadags var hann stjórnar- formaður eignarhaldsfélagsins Ottó ehf. Ottó flutti til landsins fyrsta raf- reikninn, IBM 1620, | og var brautryðjandi á sviði tölvuvæðingar á íslandi. Ottó gegndi fjölda trúnaðarstarfa fyrir þjóðkirkjuna, Reykja- víkurborg, hið opin- bera og samtök at- vinnulífsins. Árið 1997 komu út æviminningar Ottós í samantekt Jóhannes- | ar Helga. Árið 1983 var Ottó sæmdur Riddarakrossi Hinnar ís- lensku fálkaorðu. Heiðursfélagi í Skýrslutæknifélagi íslands 1988 og íslenska mannfræðifélaginu 1989. Kjörinn í heiðursráð Krabba- meinsfélags íslands árið 1990. Ottó hlaut fjölda annarra viður- kenninga fyrir störf að þjóðfélags- og líknarmálum. Eftirlifandi eiginkona Ottós er Gyða Jónsdóttir, heimilisiðnaðar- kennari. Ottó lætur eftir sig sex uppkomin börn. KOLBEINN FRIÐBJARNARSON KOLBEINN Frið- bjarnarson, fyrrver- andi formaður Verka- lýðsfélagsins Vöku og bæjarfulltrúi á Siglu- firði, lést á heimili sínu hvítasunnudaginn 11. júní síðastliðinn, 68 ára að aldri. Kolbeinn fæddist 3. október 1931 á Siglu- firði. Foreldrar hans voru hjónin Friðbjörn Níelsson, skósmiður, kaupmaður og bæjar- gjaldkeri og Sigríður Stefánsdóttir, frá Mó- skógum í Fljótum í Skagafirði. Kol- beinn varð gagnfræðingur árið 1947. Hann starfaði við sjó- mennsku og sem verkamaður á Siglufirði þar til hann hóf störf hjá Verkalýðsfélaginu Vöku og Lífeyr- issjóði verkalýðsfélaganna á Norð- urlandi. Kolbeinn var kosinn í stjórn Verkamannafélagsins Þróttar 1961, en það var síðar sameinað Verkakvennafélaginu Brynju og gefið nafnið Verkalýðsfélagið Vaka. Var Kolbeinn formaður Vöku frá 1974 til 1986. Hann átti einnig sæti um áratugaskeið í sam- bandsstjórn Alþýðu- sambands Norðui'- lands frá árinu 1963 og var í miðstjórn þess frá 1969. Kolbeinn átti einnig sæti í sam- bandsstjórn ASÍ um langt árabil frá árinu 1977 og í sambands- stjórn Verkamannasambands ís- lands frá 1977. Kolbeinn var kjör- inn bæjarfulltrúi á Siglufirði 1966 fyrir Alþýðubandalagið og átti sæti í bæjarstjórn í nokkur kjörtímabil. Kolbeinn kvæntist Guðnýju Soffíu Þorvaldsdóttur 30. desem- ber 1958. Lifir hún mann sinn. Eignuðust þau fjögur börn og eru þrjú þeirra á lífi. Kolbeinn átti eina dóttur fyrir hjónaband.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.