Morgunblaðið - 14.06.2000, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 14.06.2000, Qupperneq 10
10 MIÐVIKUDAGUR 14. JÚNÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Flugmenn semja Geta óskað eftir starfs- lokasamn- ingi 60 ára FLUGMENN geta, samkvæmt nýj- um kjarasamningi Félags íslenskra atvinnuflugmanna og Flugleiða, ósk- að eftir starfslokasamningi 60 ára. Flugmenn mega starfa til 65 ára aldurs. Kjarasamningur FÍA og Flug- leiða var samþykktur í síðustu viku, en samningurinn gildir til 15. sept- ember 2003. Hann gerir ráð fyrir hagræðingu í sambandi við hvíldir og fleira. Vaktaálag er einnig hækk- að. Franz Ploder, formaður FÍA, sagði að með samningnum væri búið að búa til ramma um starfslok flug- manna, en hann gerði ráð fyrir að starfslok hvers og eins væru reiknuð samkvæmt tilteknum forsendum. Samningarnir gætu því verið mis- munandi. Flugmenn ættu ekki skýlausan rétt á starfslokum sextug- ir heldur yrði að nást um það sam- komulag við Flugleiðir. Frans sagði að áhugi væri hjá ákveðnum hópi manna að hætta fyrr m.a vegna þess að álag á eldri flugmenn hefði aukist. Franz sagði að kjarasamningur- inn gerði einnig ráð fyrir þeirri nýj- ung að flugmenn gætu verið í hluta- störfum, en um væri að ræða ákvæði svipað því sem hefði verið í kjara- samningi flugfreyja. FIA á eftir að gera samning við Islandsflug. Franz segist ekki úti- loka að kjaradeilunni verði vísað til ríkissáttasemjara í dag. Flugfreyjur sömdu við íslands- flug um helgina og hefur félagið þar með lokið að semja fyrir alla félags- menn. Samningurinn, sem gildir til september 2003, verður kynntur fyr- ir félagsmönnum í vikunni. Hann nær til tæplega 20 flugfreyja. Frá hátíðarmessunni í Viðeyjarkirkju. Morgunblaðið/Kristinn Hátíðarmessa og sýn- ingaropnun í Viðey Á ANNAN í hvítasunnu var óvenjuleg hátíðarmessa í Viðey þegar í fyrsta sinn í lútherskum sið hér á landi var líkt eftir þeim móttökum er biskupar fengu er þeir vísiteruðu klaustur í umdæm- um sínum. Skálholtsbiskup, Sigurður Sig- urðarson, kom þá siglandi til Við- eyjar á ferjunni Maríusúð í fullum biskupsskrúða með mítur og bag- al en staðarhaldari og dómkirkju- prestar, organisti, kórfólk og söfnuður fögnuðu honum sem staðgenglar klausturfólks. Farið var syngjandi við klukknahring- ingu í prósessíu á móti biskupi og fylgdarliði niður á bryggju. Þar bauð staðarhaldari herra Sigurð velkominn og að því Ioknu hélt prósessían syngjandi til kirkju, þar sem biskup prédikaði og þjón- aði fyrir altari ásamt dómkirkju- prestum. Messan var öll með fornum hætti og meðal annars lesið úr Nýjatestamenti Odds Gottskálkssonar. Að athöfn lokinni bauð Helgi Hjörvar, forseti borgarstjórnar, til veitinga í Viðeyjarstofu. Hann opnaði síðan formlega sýninguna Klaustur á íslandi sem sett hefur verið upp í Viðeyjarskóla, en þar er um að ræða fyrstu yfirlits- sýninguna um klaustur á íslandi. Aðsókn fram úr björtustu vonum Að sögn sr. Þóris Stephensen, staðarhaldara í Viðey, fór aðsókn að messunni fram úr björtustu vonum, en 198 manns keyptu sér far með ferjunni og heildarfjöldi við athöfnina hefur því verið á milli 210 og 220 manns. Þá spillti veðrið heldur ekki fyrir, því sólin skein á sund og fjallat inda er biskup vék sér í Viðeyjarklaustur. Norrænt almannatryggingamót hefst í Reykjavík í dag Leitað nýrra lausna í velferðarmálum NÝ ÖLD - NÝJAR LAUSNIR er yfirskriftin á Norrænu almannatryggingamóti sem haldið verð- ur í Reykjavík dagana 14.-16. júní. Á mótinu verð- ur fjallað um norræna velferðarkerfið og almanna- tryggingar í breiðari skilningi en alla jafna er gert. Um 30 fyrirlesarar, sem allir eru leiðandi á sínu sviði, munu taka þátt í mótinu. Fjallað verður um ýmis svið velferðarsamfélagsins, meðal annars siðferðilegan grundvöll þess og áhrif aukinnar al- þjóðavæðingar og tölvuvæðingar á almannatrygg- ingar. Meðal fyrirlesara á mótinu verður Kári Stefánsson, forstjóri íslenskrar erfðagreiningar, sem talar um áhrif erfðafræðilegra rannsókna á almannatryggingakerfið. Viðamikil og íjölntenn ráðstefna Norræna almannatryggingamótið er fjölmenn- asta og viðamesta ráðstefna sem haldin hefur ver- ið á íslandi um þessi efni, en þátttakendur eru um 300 að tölu, flestir fulltrúar velferðarstofnana og ráðuneyta á Norðurlöndunum. Jón Sigurðsson, bankastjóri við Norræna fjárfestingarbankann, verður aðalræðumaður mótsins og heldur opnun- arerindið, en Ingibjörg Pálmadóttir heilbrigðis- ráðherra mun setja mótið. í lok móts munu fag- menn leitast rið að draga saman niðurstöður mótsins og álykta út frá þeim. Norræna almannatryggingarmótið er haldið á fjögurra ára fresti og er þar fjallað um almanna- ti-yggingar, félagslegt öryggi, atrinnuleysistrygg- ingar og heilbrigðismál. Fyi-sta mótið var haldið árið 1935 en 20 ár eru síðan mótið var síðast haldið hér á landi. Heilbrigðis- og tryggingamálaráðu- neytið, Félagsmálaráðuneytið, Tryggingastofnun ríkisins og Vinnumálastofnun hafa veg og vanda af mótinu. Hríseyjan siglir með Islendingi HRÍSEYJAN EA 410 verður fylgdarskip víkingaskipsins ís- lendings á ferð þess síðarnefnda vestur um haf í sumar. Hríseyjan er 461 brúttótonns ísfisktogari úr flota Samherja, en hún mun fá heldur breytt hlutverk frá því að hún leggur, ásamt íslendingi, úr höfn í Reykjavík á þjóðhátíðardaginn 17. júní. Að sögn Heimis Más Péturs- sonar, framkvæmdastjóra verk- efnisins „íslendings 2000“, verð- ur meginhlutverk Hríseyjunnar að tryggja öryggi skipverja á íslendingi, en jafnframt verða um borð í Hríseyjunni fjölmiðla- menn og kvikmyndagerðarmenn sem vinna munu að heimilda- mynd um siglinguna. Sigling íslendings hefst eins og áður sagði 17. júní og áætlað er að henni ljúki 5. október í New York. Hafa fjölmargir er- lendir fjölmiðlamenn boðað komu sína hingað til lands til að fylgjast með brottförinni, en siglingin er farin í tilefni af 1000 ára landafundaafmælinu. Jesúganga í miðbænum JESÚGANGA fór fram í mið- bænum á laugardaginn og stóðu íslensku söfnuðirnir Veg- urinn, Ffladelfía, Krossinn, Frelsið og íslenska kristkirkjan fyrir henni. Jesúgangan er alþjóðleg en gengið er í nafni Jesú einu sinni á ári víðsvegar um heiminn. Is- lenskir göngumenn hittust á Ingólfstorgi en þaðan var geng- ið um miðbæinn og í kringum Tjörnina. Að lokinni göngu var haldin bænastund á Ingólfs- torgi, þar sem meðal annars var beðið fyrir landi og þjóð en einnig fyrir börnum heims, sem víða búa við mikla neyð. Morgunblaðið/Kristinn Göngumenn voru fjölmargir. Þrjár konur í ránsleið- angri ÞRJÁR reykriskar rinkonur um þrítugt voru handteknar í Keflavík sl. föstudag með varn- ing að verðmæti 30-40 þúsund krónur sem þær höfðu hnuplað í 4-5 verslunum þar í bæ, að sögn lögreglunnar í Reykjanesbæ. Konurnar voru á bifreið og leikur grunur á að ökumaður- inn hafi bæði verið ölvaður og undir áhrifum fíkniefna en rannsókn á eftir að staðfesta hvort sá grunur sé á rökum reistur. Tilkynning barst til lög- reglu úr einni versluninni sem konurnar höfðu komið við í en þær höfðu lagt leið sína í fata- verslanir, gjafavöruverslun, búsáhaldaverslun og matvöru- verslun í leiðangrinum til Kefla- víkur. Mestu verðmætin voru talin vera í fatnaði sem þær tóku ófrjálsri hendi í einni verslun en annars voru konurn- ar með ýmiss konar varning í fóium sínum er þær voru hand- teknar. Konumar voru handteknar síðdegis á föstudag og ristaðar í fangaklefa þar til þær voru yfir- heyrðar seinna um kvöldið. Að loknum yfirheyrslum vai’ þeim sleppt. 166 kærðir fyrir of hrað- an akstur LÖGREGLAN á Blönduósi kærði 166 ökumenn fyrir of hraðan akstur um síðustu helgi. Enn fleiri ökumenn voru stöðv- aðir og upplýstir um hættuna af hraðakstri og var það liður í umferðarátaki lögreglunnar á Blönduósi. Að sögn lögreglu voru ekki slegin met hvað varðar kærur fyrir of hraðan akstur þessa helgi þótt annasamt hafi verið. Sá sem hraðast ók mældist á 143 km hraða og var hann jafn- framt grunaður um ölvunar- akstur. Islandsmeist- ari í gler- kúluspili íslandsmeistaramótinu í gler- kúluspili lauk á mánudag, en mótið var haldið var í Fjöl- skyldu- og húsdýi’agarðinum í Laugardal. Um það bil 300 manns tóku þátt í keppninni um helgina, en á mánudag fór framlO manna, hörkuspennandi úrslitakeppni. Islandsmeistari varð 11 ára drengur af Seltjarnarnesi, Helgi Rúnar Heiðarsson. Helgi sýndi góða takta og segja keppnishaldarar hann eiga góða möguleika í heimsmeist- arakeppninni sem fram fer í strandbænum Royan á vest- urströnd Frakklands í ágúst. Fannst heill á hufí TÓLF ára gamall drengur kom í leitirnar um helgina en hans hafði verið saknað síðan á mánudag. Lögreglan í Reykja- vík lýsti eftir drengnum en hann kom í leitirnar sl. sunnu- dag heill á húfi.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.