Morgunblaðið - 14.06.2000, Page 11
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 14. JÚNÍ 2000 11
FRÉTTIR
Æfíngunni Samverði 2000 lokið
Seinni æfingin
tókst mjög vel
FJÖLÞJÓÐLEGU vettvangsæfing-
unni Samverði 2000 lauk á sunnudag
en á fjórtánda hundrað manns frá
sjö löndum tóku þátt í æfingunni.
Atburðarás æfingarinnar snerist um
björgun úr hafsnauð og tókst æfing-
in vel að sögn Sólveigar Þorvalds-
dóttur framkvæmdastjóra Al-
mannavarna ríkisins. Sagði hún ljóst
að þeir sem störfuðu að almanna-
vörnum hér á Islandi væru reynsl-
unni ríkari og að draga mætti mik-
inn lærdóm af æfingunni.
„Við erum mjög ánægð en þetta
er búið að vera gríðarleg vinna og
álagið hefur verið mikið á starfsfólk
Almannavarna,“ sagði Sólveig.
Sjálf hafði hún yfirumsjón með
skipulagningu æfingarinnar sem fól
í sér björgun næstum 300 manns úr
skipi í hafsnauð, flytja þurfti fólkið í
land og veita því hjúkrun, svo eitt-
hvað sé nefnt. Var í þessu skyni not-
ast við ýmsan búnað sem þátttöku-
þjóðirnar fluttu hingað til lands
sérstaklega fyrir æfinguna. Jafn-
framt komu bæði Landhelgisgæslan
og Tilkynningaskyldan að æfingunni
með allan sinn búnað og starfslið.
Skýrsla væntanleg um lærdóm-
inn sem má draga af æfíngunni
Æfingin var keyrð tvisvar sinn-
um, fyrst á laugardag en í lok dags-
ins var farið yfir það sem aflaga
hafði farið. „Að sjálfsögðu er alltaf
eitthvað sem má betur fara,“ sagði
Sólveig. „Þar má nefna upplýsinga-
streymi frá vettvangi í stjórnstöðv-
ar, notkunin á þyrlunum mátti vera
markvissari og einnig var beðið um
að fjarskiptin væru í ríkari mæli lát-
in fara fram á ensku, sérstaklega
varðandi bátana sem tóku þátt.“
A sunnudag var síðan æfingin
endurtekin nánast frá byrjun og
Morgunblaðið/Halldór Kolbeins
Hlilð að fdrnarlömbum ímyndaðs sjóslyss um helgina.
gekk þá allt saman mun betur að
sögn Sólveigar. í framhaldinu verð-
ur gefin út skýrsla um vettvangsæf-
inguna þar sem fram mun koma
hvað má læra af æfingunni sem
slíkri en Sólveig sagði að einhver
tími myndi þó líða þar til skýrslan
liti dagsins ljós. Ymis önnur verk
sem hvíla á herðum Almannavarna
hefðu þurft að sitja á hakanum
vegna Samvarðar 2000 og í þau yrði
ráðist núna.
Verð frá 1.678.000 kr.
Söluráðgjafar okkar gera það líka þessa dagana
Grjótháls 1
Sími 575 1200
Söludeild 575 1220
Renault Laguna — með enn meiri búnaði
Nú er retti túninn til að kaupa Renault Laguna því söluráðgjafar okkar eru í séretökum gír í tilefni
sumarsins. Það þýðir að þrátt fyrir að Laguna sé hlaðin óvenjumiklum staðalbúnaði er aldrei að
vita hvað fylgir með í kaupunum.
Komdu og spjallaðu við söluráðgjafa Renault. Það er aldrei að vita hvað þeir gera fyrir þig.
RENAULT