Morgunblaðið - 14.06.2000, Síða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 14. JÚNÍ 2000.
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Skólaslit Tón-
listarskólans
í Reykjavík
TÓNLISTARSKÓLANUM í
Reykjavík var slitið 26. maí sl. í
Háteigskirkju í 70. sinn. Strengja-
sveit Tónlistarskólans, undir stjórn
Mark Reedman, lék þrjá þætti úr
Apollon Musagéte eftir Igor Strav-
inskí. Skólastjórinn, Halldór Har-
aldsson, flutti ræðu um helstu at-
burði skólaársins og minntist frú
Hermínu S. Kristjánsson sem lést í
desember sl. 95 ára að aldri. Frú
Hermína starfaði við skólann í 30
ár, stofnaði píanókennaradeild
skólans og átti mikinn þátt í upp-
byggingu hans. í lok ræðu sinnar
minnti skólastjóri á að Tónlistar-
skólinn verður 70 ára á þessu ári,
en hann var stofnaður 5. október
1930. Haldið verður upp á sjötugs-
afmæli skólans í haust, m.a. með
hátíðartónleikum í Háskólabíói. Að
lokinni ræðu afhenti Halldór þeim
nemendum sem nú útskrifuðust
skírteini sín. Að þessu sinni braut-
skráðist 21 nemandi frá skólanum
með 24 lokapróf en þrír nemendur
luku tvenns konar prófum. Tveir
nemendur luki tónmenntakennara-
prófi, fimm nemendur blásarakenn-
araprófi, einn fiðlukennaraprófi,
fjórir píanókennaraprófi, fimm
burtfararprófi, sex einleikaraprófi
og einn lokaprófi frá tónfræðideild.
Skólaárið hófst með námskeiði
tveggja kennara frá Guildhall
School of Music and Drama í skap-
andi tónlist og tónlistarmiðlun.
Námskeiðið var stærsta og fjöl-
mennasta námskeiðið til þessa og
lauk því með stórtónleikum í Ráð-
húsi Reykjavíkur. A þessu skólaári
sóttu ýmsir aðrir erlendir gestir
skólann heim og héldu námskeið
fyrir nemendur og kennara. Þar er
helst að nefna námskeið pólska
sellóleikarans Roman Jablonsky og
píanóleikarans Martino Trimio sem
hélt námskeið í skólanum í sam-
vinnu við íslandsdeild EPTA.
Föstudagsfyrirlestra héldu Gunn-
hildur Ottósdóttir sjúkraþjálfari
um helstu kvilla sem hrjá tónlistar-
menn, leiðir til úrbóta og fyrir-
byggjandi aðgerðir, Atli Heimir
Sveinsson, tónskáld fræddi nem-
endur um verk sitt Tíminn og vatn-
ið, Runólfur Þórðarson verkfræð-
ingur kynnti nemendum upptökur
af þekktum tónskáldum leika verk
sín og dr. Arni Björnsson þjóð-
háttafræðingur hélt fyrirlestur sem
hann nefndi Wagner og Völsungar
og fjallaði um Niflungahring
Richard Wagners.
..
Nemendur sem brautskráðust frá Tönlistarskólanum í Reykjavík ásamt skólastjóranum, Halldóri Haraldssyni.
Tónleikahald var með mesta móti
á þessu skólaári en 60 tónleikar
voru haldnir á vegum skólans, þar
af 25 opinberir tónleikar utan skól-
ans og 35 innan hans. Af þessum
tónleikum voru tvennir hljómsveit-
artónleikar þar sem m.a. voru flutt-
ar Eroica sinfónía Beethovens og
Pathétique sinfónía Tjaíkovskís,
tvennir strengjasveitartónleikar,
tvennir kammertónleikar og at-
hyglisverðir tónleikar tónfræði-
deildar þar sem tónskáld skólans
kynntu ný verk sín.
Á skólaslitunum veitti Listasjóð-
ur Tónlistarskólans í Reykjavík
þremur nemendum viðurkenningu
með bókagjöf fyrir framúrskarandi
árangur í námi, þeim Margréti
Árnadóttur, sem lauk einleikara-
prófi, Steinunni Arnbjörgu Stef-
ánsdóttur, sem einnig lauk einleik-
araprófi og Birnu Helgadóttur,
sem lauk píanókennaraprófi.
Fyrir hönd nemenda sem nú
brautskráðust talaði Ingunn Jóns-
dóttir, en nemendurnir gáfu skól-
anum vandaðan geislaspilara ásamt
myndarlegri gjöf geisladiska. Að
þessu sinni gaf 60 ára júbílant
Anna Sigríður Björnsdóttir, sem
útskrifaðist úr skólanum 1940,
skólanum sögulega mynd og grein
um tónlistarmál fyrr á öldinni.
Ingvar Jónasson 50 ára júbílant
ávarpaði kennara og nemendur og
gaf skólanum þjóðlagasafn séra
Bjarna Þorsteinssonar. Árni Arin-
bjarnarson var fulltrúi 40 ára júbíl-
anta sem gáfu skólanum myndavél.
Að lokum flutti svo Jónas Ingi-
mundarson ræðu fyrir hönd 35 ára
júbílanta sem gáfu safni skólans
peningagjöf til bóka- eða diska-
kaupa.
Fjölbrautaskólinn í
Breiðholti útskrifar
202 nemendur
Morgunblaðið/Bjöm Blöndal
Nýstúdentar í Fjölbrautaskóla Suðurnesja setja upp hvfta kollinn eftir
að hafa verið brautskráðir frá skólanum en að þessu sinni lauk 51 nem-
andi stúdentsprófi.
Fjölbrautaskóla Suðurnesja
81 nemandi
brautskráður
á vorönn
Morgunblaðið/Jón Svavarsson
Brautskráning í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti fór fram 26. maí sl. og
hlutu þessir nemendur viðurkenningar fyrir góðan námsárangur.
Keflavík - Fjölbrautaskóla Suður-
nesja var nýlega slitið við hátíð-
lega athöfn að viðstöddu fjölmenni
á sal skólans. Að þessu sinni voru
brautskráðir nemendur 81 og þar
af var 51 sem lauk stúdentsprófi.
Alls voru 680 nemendur í dagskóla
á vorönninni en nemendur í öld-
ungadeild voru 170.
Ásdís Jóhannesdóttir hlaut
hæstu einkunn á stúdentsprófi en
hún útskrifaðist af þrem brautum,
eðlisfræði-, náttúru- og málabraut.
Ásdís hlaut viðurkenningar fyrir
góðan námsárangur í íslensku,
dönsku, ensku, þýsku, frönsku og í
raungreinum.
Aðrir nemendur sem hlutu við-
urkenningar á stúdentsprófi voru:
Jakob Snævar Ólafsson fyrir góð-
an árangur í þýsku og hagfræði-
greinum, Kolbrún Fanngeirsdóttir
fyrir þýsku, stærðfræði og raun-
greinar og Svava M. Sigurðardótt-
ir fyrir íslensku, efnafræði, þýsku,
stærðfræði og dönsku.
Að venju stóðu nemendur skól-
ans sjálfir að skemmtidagskránni
við athöfnina og þar komu fram:
Jón Björnsson nýstúdent sem lék
á valdhorn við undirleik Ragnheið-
ar Skúladóttur og Heimir Sverris-
son nýstúdent lék á harmonikku.
Ólafur Jón Arnbjörnsson skóla-
meistari brautskráði nemendur og
Kristján Ásmundsson aðstoðar-
skólameistari flutti yfirlit yfir störf
annarinnar.
FJÖLBRAUTASKÓLANUM í
Breiðholti var slitið 26. maí sl. Þetta
var í 53. sinn sem skólinn útskrifar
nemendur, en hann verður 25 ára
næsta haust.
I yfirlitsræðu Kristínar Arnalds
skólameistara kom eftirfarandi
fram:
1357 nemendur innrituðust í dag-
skóla á þessari vorönn og um 840
nemendur í kvöldskóla. Kennarar og
starfsfólk eru um 140. Að þessu sinni
fá 202 nemendur afhent lokaprófs-
skírteini, af þeim eru 71 nemandi á
starfsnámsbrautum og 120 nemend-
ur sem Ijúka stúdentsprófi.
Samtals hafa því 323 nemendur
fengið afhent lokaprófsskírteini á
þessu skólaári.
í vor skiptast útskriftarnemendur
eftir brautum sem hér segir: 18 nem-
endur luku prófum af eins árs braut-
um, 11 nemendur af tveggja ára
brautum, 53 nemendur af þriggja
ára brautum og loks luku 120 nem-
endur stúdentsprófi.
Erlend samskipti eru vaxandi í
Fjölbrautaskólanum í Breiðholti. 15
manns frá fjölmörgum löndum komu
í heimsókn í október. Hópurinn var
að kynna sér starfið á starfsbraut
FB og var þetta liður í evrópsku
verkefni. 40 Norðmenn komu á eigin
vegum til að kynna sér áfangakerfið.
Nemendur frá Finnlandi, Noregi,
Svíþjóð, Ítalíu og Álandseyjum
komu á vegum listasviðs, heilbrigðis-
sviðs, viðskiptabrautar og tréiðna-
brautar.
Nemendur og kennarar snyrti-
brautar F.B. stóðu íyrir glæsilegri
aldamótasýningu í apríl. Sýnd var
fórðun, hárgreiðsla, fatnaður og um-
gjörð allt frá tímum Egypta fram til
dagsins í dag og reyndar aðeins
lengra fram í tímann.
Undirbúningur hafinn
að námi í arkitektúr
Mikil gróska er á listasviði skól-
ans. Á þessari önn hófst undirbún-
ingsnám fyrir arkitektúr, en slíkt
nám hefur ekki verið í boði hérlendis
áður. Nemendur fengu 1. verðlaun í
samkeppni um framtíðarskipulag
Reykjavíkur sam haldin var á vor-
önn, en einn af kennurum skólans fór
á haustönn til Danmerkur til þess að
kynna sér uppbyggingu námsins.
UT-braut
Fyrir ári síðan gerði menntamála-
ráðuneytið samning tO fjögurra ára
við Fjölbrautaskólann í Breiðholti
um tilraunakennslu á Upplýsinga-
og tæknibraut. Verkefnið felur í sér
námskrárgerð, þróun nýrra
kennsluhátta og tilraunakennslu.
Upplýsinga- og tæknibraut er ætlað
að koma til móts við nemendur sem
hafa brennandi áhuga á tækninámi
og vilja ljúka stúdentsprófi. Þessi
braut er nú eingöngu í boði við Fjöl-
brautaskólann í Breiðholti, en ef vel
tekst til verður hún væntanlega í
boði við aðra framhaldsskóla.
Skólinn fékk fyrir nokkrum dög-
um 2 milljónir króna til þess að vinna
að 4 verkefnum á sviði þróunarmála.
Fjölbrautaskólinn í Breiðholti er
fyrsti og í dag eini framhaldsskólinn
sem stendur fyiir skipulegu al-
mennu námi í sumarskóla.
I sumar verður boðið upp á 50
námsáfanga og stunda rúmlega 450
nemendur nám við skólann.
Hinn 4. október nk. eru 25 ár síðan
Fjölbrautaskólinn í Breiðholti hóf
starfsemi sína. Verður þessara tíma-
móta minnst með margvíslegum
hætti dagana 4.-7. október nk.
Myndlistarsýningar núverandi og
fyrrverandi nemenda verða haldnar
svo og sögusýning, tónlistarkvöld og
menningarkvöld. Ópið hús verður í
tengslum við afmælið til að kynna
Fjölbrautaskólann í Breiðholti. Af-
mælisrit verður gefið út og geisla-
diskur með lögum nemenda skólans.
Hátíðinni lýkur síðan með afmælis-
dansleik í íþróttahúsi FB.
,Agætu nemendur, sem útskrifist
frá Fjölbrautaskólanum í Breiðholti
í dag. Þið hafið nú hvert ykkar náð
ákveðnum áfanga á menntabraut-
inni, sem eru mjög ólíkir vegna þess
hve skólinn hefur getað boðið upp á
fjölbreytilegt nám. Sumir ykkar láta
hér e.t.v. staðar numið og halda út í
lífsbaráttuna, en aðrir huga á frek-
ara nám. Hvom kostinn sem þið velj-
ið, þá er það ósk mín að það vega-
nesti sem þið hafið fengið í skólanum
megi nýtast ykkur vel, sagði Kristín
Arnalds m.a. í skólaslitaræðu sinni.