Morgunblaðið - 14.06.2000, Síða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 14. JÚNÍ 2000
MORGUNBLAÐIÐ
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ
starfi Þjóðminjasafnsins,
bæjaryfirvalda og Byggða-
safns bæjarins og sýndu bæj-
aryfirvöld málinu fullan
áhuga. Miðað við þau áform
sem nú séu uppi í Hafnarfirði
stefni í að málum verði komið
í fyrirmyndarform í bænum.
„Það er fullur áhugi á að
koma í veg fyrir að þetta ger-
ist aftur en þetta getur gerst
og hefur gerst víða um land
þar sem merkingum er
áfátt,“ sagði Margrét.
Morgunblaðið/Þorkell
Skráðum fornleifum eytt og raskað í Aslandi
Svæðið skipulagl
yfír fornleifar
SKRÁÐUM fornleifum hefur
verið eytt og raskað við fram-
kvæmdir í Aslandi í Hafnar-
firði. Þjóðminjasafnið hefur
skrifað bæjarstjórn bréf
vegna málsins en Margrét
Hallgrímsdóttir þjóðminja-
vörður segir að þessi mistök
hafi verið gerð vegna þess að
svæðið var skipulagt yfir
fornleifarnar.
Voru á skrá
I bréfi þjóðminjavarðar til
bæjaryfirvalda segir að forn-
leifadeild Þjóðminjasafnsins
hafi annast fornleifaskrán-
ingu fyrir Hafnarfjarðarbæ
vegna samkeppni um skipu-
lag í Áslandi og Grísanesi.
Auk skrár um fornleifar á
svæðinu, m.a. um þær sem nú
hafi verið spillt, séu í skýrsl-
unni ítarlegar tilvísanir í lög,
sem eigi að tryggja varð-
veislu fornleifa og vernda
þær fyrir raski. „Skipulagsyf-
irvöldum í Hafnaiíirði mátti
því vera vel kunnugt bæði um
fornminjarnar og reglur sem
um þær gilda,“ segir í bréfinu
og jafnframt kemur fram að í
inngangi skýrslunnar segi að
eitt af markmiðum fornleifa-
skráningar sé að sporna gegn
því að minjar verði fyrir
skemmdum af gáleysi eða að
nauðsynjalausu. „Þjóðminja-
varslan undrast að þessar
ráðstafanir hafi reynst ófull-
nægjandi og leyfir sér að fara
fram á skýringar á því hvers
vegna fyrrgreindum fornleif-
um var raskað,“ segir í bréf-
inu. Þar er óskað eftir við-
ræðum við bæjarstjóra og
fulltrúa bæjarskipulags
vegna málsins og ítrekað að
enn hafi ekki fengist fjárveit-
ing til að Ijúka vettvangs-
vinnu við fullnaðarskráningu
fornleifa í landi Hafnarfjarð-
ar sem þó sé komin nokkuð á
veg.
Fornleifarnar sem fram
kemur í bréfi þjóðminjavarð-
ar að hafi verið raskað eru
bæjarstæði Stekkjar, sem er
talinn hafa verið þurrabúð í
Áslandi sem í örnefnaskrá
segi að hafi fyrst byggst um
1830. Einnig stekkstúngarð-
ur, sem í skráningarskýrsl-
unni segir að sjáist enn
greinilega og sé 80-120 sm
hár og sjáist gijóthleðslur vel
á köflum. Einnig hafi tóft í
túngarðinum að norðanverðu
verið raskað sem og tóftum
útihúsa rétt innan við garðinn
þar sem grjóthleðslur sjáist
greinilega í veggjum.
I samtali við Morgunblaðið
sagði Margrét Hallgríms-
dóttir þjóðminjavörður að
þarna hefðu orðið mannleg
mistök sem leitt hefðu til þess
að fornleifarnar hefðu rask-
ast við framkvæmdir.
Ekki gert ráð
fyrir minjunum
„Það var ekki gert ráð fyrir
þessum minjum og skipulagt
yfir þær,“ sagði Margrét.
„Við uppgötvuðum þetta þeg-
ar við áttum leið fram hjá.“
Hún sagði að eftir viðræð-
ur við bæjaryfirvöld væri
ljóst að þar væri fullur hugur
á að setja verklagsreglur til
að forðast slys af þessu tagi
og tryggja að fullt tillit yrði
tekið til þekktra fornleifa og
lokið yrði við að skrá og
merkja óþekktar fornleifar í
bæjarlandinu og gera minj-
arnar um leið aðgengilegar
fólki.
Hún sagði að ákveðið hefði
verið að gera átak í skráningu
og merkingu fornleifa í sam-
Morgunblaðið/Jim Smart
Vinnuflokkur í sumarfríi
NÚ þegar skólarnir eru í fríi eru
nemendurnir að sinna ýmsum verk-
efnum í gamni og alvöru. Þessi fríski
og glaðlegi krakkahópur kemur
saman í Laugardalnum, skammt frá
Langholtsskóla, þar sem búið er að
setja upp smíðavöll. Þar munda
krakkarnir hamar, nagla og sög og
dunda sér við að reisa margvíslegar
byggingar.
Laugardalur
Ný bílastæði
við Laugar-
dalsvöll
Laugardalur
LOKS gefst gestum Laugar-
dalsvallar kostur á almenni-
legum bflastæðum erþeir
sækja viðburði þar. Frá ár-
inu 1957, en þá hófst starf-
semi vallarins, hafa gestir
þurft að gera sér malarstæði
að góðu. Að sögn Jóhanns G.
Kristinssonar, vallarstjóra
Laugardalsvallar, hófust
framkvæmdir um mitt fyrra-
sumar og lauk þeim nú fyrir
skemmstu.
Bflastæðin eru 600 að tölu.
Stæðin eru gestum til þæg-
inda, en einnig er umhverfí
vallarins snyrtilegra en áður
eftir tilkomu þeirra.
Hafnarfjörður
Ibúar Kvisthaga ósáttir
við breytt deiliskipulag
Morgunblaðið/Jim Smart
Ráðgert er að stækka lóð og byggja við Iljarðarhaga 45-
49, en húsið hefur lengst af verið kennt við Hagabúðina.
Vesturbær
54 ÍBÚAR Kvisthaga hafa
skrifað undir mótmæli vegna
fyrirhugaðra breytinga við
Hjarðarhaga. Ibúar krefjast
þess að tillögunni verði hafn-
að og segja hana m.a. brjóta
í bága við skipulags- og
byggingarlög og skipulags-
reglugerð, auk þess að raska
umhverfinu og kyrrðinni í
hverfínu.
Á fundi skipulags- og um-
ferðarnefndar 6. mars 2000
var samþykkt að auglýsa til-
lögu að breytingu á deili-
skipulagi lóðarinnar við
Hjarðarhaga 45, 47 og 49.
Borgarráð samþykkti hinn
24. sama mánaðar bókun
nefndarinnar. Tillagan var
auglýst og lauk athuga-
semdafresti 24. maí síðastlið-
inn.
Tillagan
Um er að ræða húsnæði
það sem löngum hefur verið
kennt við Hagabúðina. Til-
lagan felur í sér lítilsháttar
stækkun lóðarinnar auk þess
sem gert er ráð fyrir við-
byggingu við húsið. Einnig
er lagt til að byggt verði of-
aná það að hluta til.
Á neðri hæðinni mun
verða starfrækt verslun. Á
þeirri efri verður komið fyrir
hverfisbundinni þjónustu og
hefur tónskóli gjarnan verið
nefndur.
íbúar við Kvisthaga hafa
gert fjölmargar athugasemd-
ir við tillöguna.
í bréfi íbúanna til skipu-
lags- og umferðarnefndar,
dagsett 22. maí 2000, eru
gögn málsins sögð „með öllu
ófullnægjandi".
Ekki telja þeir skipulags-
uppdráttinn fullnægja kröf-
um skipulagsreglugerðar.
Samkvæmt henni beri að
koma fram á hinum auglýsta
uppdrætti að um tillögu
sveitarstjórnar sé að ræða,
því ábyrgð og gerð deili-
skipulags hafi verið á vegum
hennar. Þess var þó hvergi
getið.
í skipulags- og byggingar-
lögum segir að gera skuli
húskönnun þegar unnið er
deiliskipulag í byggðu hverfi.
Engin slík könnun liggur
fynr.
I bréfinu benda íbúar á að
samkvæmt skipulagsreglu-
gerð beri að fara með breyt-
inguna sem nýtt deiliskipu-
lag. Því sé óheimilt að fjalla
um eina afmarkaða lóð held-
ur skuli taka allan deili-
skipulagsuppdráttinn til end-
urskoðunar.
Gerð er athugasemd við
að ekki hafi komið fram
nægilegar upplýsingar um
stærð hússins og hæð þess.
Loks segir að ekkert samráð
hafi verið haft við íbúa
hverfisins um deiliskipulags-
gerðina eins og skipulags-
reglugerð kveður á um að
gert sé.
Hjá Borgarskipulagi
Reykjavíkur hefur verið
brugðist við athugasemdun-
um. Þar segir að ekki hafi
verið talin þörf á að gerð
væri húskönnun eins og ann-
ars við deiliskipulag heilla
reita þar sem aðeins var um
eina lóð að ræða. Upplýsing-
ar um stærð hússins eru
sagðar koma skýrt fram á
uppdrætti. Hámarkshæð
hússins er 7,8 metrar. Vegna
gagnrýni á að samráði við
íbúa hafi verið ábótavant er
bent á að málið hafi verið
auglýst í blöðum eins og lög
gera ráð fyrir auk þess sem
íbúum Kvisthaga voru send
kynningarbréf.
Bflastæði
„Synja ber tillögunni
vegna skorts á bílastæðum",
segir í bréfi íbúanna. Vísa
íbúar til byggingarreglu-
gerðar, en þar er kveðið á
um að við verslunarhúsnæði
skuli gera ráð fyrir a.m.k.
einu bílastæði á hverja 35
fermetra húsnæðis. Ibúarnir
telja þeim ki’öfum ekki verða
fullnægt.
Hjá Borgarskipulagi er þó
bent á að hægt sé að ákveða
annan fjölda bílastæða en
byggingarreglugerð kveður
á um. Ekki er talin þörf á að
bílastæðafjöldi verði í sam-
ræmi við byggingarreglu-
gerð að þessu sinni þar sem
gert er ráð fyrir að þeir sem
nýti sér hverfisbundna þjón-
ustu eins og tónskóla komi
sjaldan á bifreið.
Notkun annarrar hæðar
Nefndur hefur verið sá
kostur að starfrækja megi
tónskóla á annarri hæð húss-
ins. Ibúar Kvisthaga hafa
lýst yfir áhyggjum vegna
þess að hvergi kemur fram
trygging fyrir því að slíkur
skóli verði starfræktur í hús-
næðinu. Engir samningar
skólans, borgaryfirvalda og
byggjanda hafa verið kynnt-
ir íbúum hverfisins. Ekkert
kemur fram um hvað taki við
verði tónskóli ekki í húsnæð-
inu. Ekki er hægt að tryggja
að sú starfsemi sem þarna
kemur verði einmitt sú starf-
semi sem lagt hefur verið
upp með, samkvæmt upplýs-
ingum Borgarskipulags. Því
var farin sú leið að setja í
skilmála að starfsemin skuli
vera hverfisbundin og nýtast
aðallega íbúum hverfisins.
Röskun umhverfis
og kyrrðar
íbúar Kvisthaga segja fyr-
irhugaða tillögu raska um-
hverfinu verulega sem og
þeirri kyrrð sem þar hefur
ríkt.
Að lokum bæta þeir við:
„Það er mat okkar að skipu-
lags- og [umferðarjnefnd
eigi ekki að láta gróðasjón-
armið húseigandans, sem
engar rætur á í þessu hverfi,
ráða heldur viðhalda
óbreyttu skipulagi. Þeirri
hverfisbundnu þjónustu sem
tillagan gerir ráð fyrir má
koma fyrir annars staðar ...
Það er krafa okkar að skipu-
lags- og umferðarnefnd synji
framkominni tillögu að
breyttu deiliskipulagi."
Málið var tekið fyrii- á
fundi skipulags- og umferð-
arnefndar 5. júní síðastlið-
inn. Þar var því frestað.
Næstkomandi fimmtudag
mun fundur verða haldinn
með íbúum Kvisthaga að
sögn Árna Þórs Sigurðsson-
ar, formanns skipulags- og
umferðarnefndar, þar sem
sjónarhorn íbúanna verða
rædd.