Morgunblaðið - 14.06.2000, Page 16

Morgunblaðið - 14.06.2000, Page 16
16 MIÐVIKUDAGUR 14. JÚNÍ 2000 AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Margrét Póra Haraldur Bessason tekur við nafnbótinni heiðursdoktor við Háskólann á Akureyri úr hendi Guðmundar Heiðars Frímannssonar. Einnig er á myndinni Þorsteinn Gunnarsson, rektor Háskólans á Akureyri. Har- aldur Bessason er klæddur í viðhafnarskikkju í tilefni þess að hann er fyrsti heiðursdoktor við Háskólann á Akureyri. Háskólinn á Akureyri Haraldur Bessa- son kjörinn heið- ursdoktor HARALDUR Bessason, fyrrver- andi rektor við Háskólann á Akur- eyri, var við útskrift skólans síðast- liðinn laugardag kjörinn fyrsti heiðursdoktor við Háskólann á Ak- ureyri. Við athöfnina á laugardag voru brautskráðir 117 kandídatar. Haraldur hefur lagt mikið starf að baki í íslenskum fræðum, m.a. gerði hann merkar athuganir í málfræði og á máleinkennum Vestur-íslend- inga, en hann kenndi við Manitoba- háskóla í Winnipeg í 31 ár. Þetta er ekki fyrsta viðurkenningin sem Har- aldi hlotnast, áður hefur hann verið kjörinn heiðursdoktor við Manitoba- háskóla árið 1990 og einnig er hann heiðursborgari Winnipegborgar. Það var Guðmundur Heiðar Frí- mannson, forstöðumaður kennara- deildar HA, sem lýsti Harald Bessa- son fyrsta heiðursdoktor háskólans. Guðmundur Heiðar kom inn á það í ræðu sinni að að Haraldur væri til- nefndur til nafnbótarinnar af kenn- aradeild skólans, en hann hefði átt drjúgan þátt í stofnun deildarinnar. Síðustu sex árin hefur hann einnig sinnt íslenskukennslu við deildina. Hefur sinnt margs konar ritstörfum Áður en Haraldur hóf kennslu við Manitobaháskóla hafði hann lokið cand. mag.-prófí í íslenskum fræð- um frá Háskóla íslands árið 1956. Auk kennslu hefur Haraldur sinnt MA-Hátíð 2000 verður haldin í íþróttahöllinni á Akureyri 16. júní kl. 19.00 - 03.00. Fordrykkur kl. 18.00 — 18.45. Milljónamæringarnir, Þuríður formaður og hásetarnir leika fyrir dansi. Forsala miða verður í íþróttahöllinni 15. júní kl. 17—19 og 16. júní Aðgöngumiðar á dansleikinn verða seldir við innganginn. Góða skemmtun! Hátíðarnefnd. kl. 12—17. Miðaverð kr. 4500. * * .laiiium. MENNTASKÓLINN A AKUREYRI www.mbl.is margs konar ritstörfum, m.a. var hann ritstjóri Lögbergs-Heims- kringlu um þriggja ára skeið. Hann hefur einnig ritað greinar um ís- lenska goðafræði, um skáldið Stephan G. Stephansson og gagn- merka ritgerð um feril Halldórs Laxness fyrir bandarískt uppfletti- rit um bókmenntir, svo ekki sé minnst á rannsóknir hans á málein- kennum Vestur-íslendinga, eins og kom fram í ræðu Guðmundar Heið- ars. Lína.Net kerfi á Akureyri LÍNA.NET hf. hefur tekið í notk- un nýtt fjarskiptakerfi á Akur- eyri. Um er að ræða örbylgju- kerfi sem nær yfir allt Akur- eyrarsvæðið og getur Lfna.Net boðið upp á allt að tvær Mbps- tengingar á öllu Akureyrarsvæð- inu. Fyrirtækið vinnur að því að setja upp sambærileg kerfi á Sel- fossi, í Hveragerði og í Reykja- nesbæ. Fyrstu fyrirtækin sem tengjast örbylgjukerfi Línu.Nets á Akur- eyri eru Byko og Domino’s pits- setur upp fjarskipta- Hefur mikla þýðingu fyrir rannsóknarstarf á Islandi VIÐURKENNINGIN sem Sigríð- ur Halldórsdóttir, Háskólanum á Akureyri, hlaut fyrir rannsóknir sínar á sviði heilbrigðisvísinda hef- ur mikla þýðingu_ fyrir rannsóknir og vísindastarf á Islandi og styrkir einnig það starf sem unnið er í Há- skólanum á Akureyri. Þetta kom fram á blaðamannafundi sem hald- inn var í tilefni þess að heilbrigðis- ráðherra Kúveit, dr. Mohammed A. Al-Jarallah, afhenti Sigríði við- urkenninguna við útskrift kand- ídata frá Háskólanum á Akureyri. Dr. Al-Jarallah kom inn á að vís- inda- og rannsóknarstörf yrðu þjóðum heims æ mikilvægari í samskiptum sín á milli. Þessu sam- sinnti Tómas Ingi Olrich, formaður utanríkisnefndar Alþingis, og sagði að alþjóðasamskipti snerust æ meira um efnahagsstjórnun og vísindi í stað pólitískra afskipta á árum áður. Valgerður Sverrisdóttir, iðnað- ar- og viðskiptaráðherra, sem var staðgengill heilbrigðisráðherra við athöfnina, sagði að viðurkenning Sigríðar varpaði ekki aðeins ljósi á starf hennar og Háskólans á Akur- eyri, heldur væri þetta einnig við- urkenning á vísindastarfi á íslandi almennt. Við þetta tilefni afhenti dr. Al- Jarallah Valgerði Sverrisdóttur einnig fyrsta eintak af ritinu ,A.ustral-Asian journal of cancer" sem fjallar um rannsóknir á krabbameini. Dr. Thomas Koilparampil frá Indlandi, sem einnig var gestur á fundinum, kom stuttlega inn á efni ritsins og sagði sérstaklega frá því hvernig það fjallaði um bilið milli þróaðra og vanþróaðra ríkja, sem einnig birtist í rannsóknum á krabbameini, og baráttuna gegn þeim vágesti. Morgunblaðið/Margrét Þóra Dr. Sigríður Halldórsdöttir tekur við viðurkenningu fyrir rannsóknir á sviði heilbrigðisvísinda. Morgunblaðið/Margrét Póra Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, tekur við fyrsta eintaki af fræðiritinu „Austral-Asian journal of Cancer“ úr hendi dr. Al-Jarallah, heilbrigðisráðherra Kúveit. Með á myndinni eru dr. Thomas Koilparampil, fulltrúi IRPC, dr. Sigríður Halldórsdóttir og Þorsteinn Gunnarsson, rektor Háskólans á Akureyri. Morgunblaðið/Rúnar Þór Sigurður J. Sigurðsson, forseti bæjarstjórnar og Eiríkur Bragason, framkvæmdastjóri Línu.Nets, takast í hendur við opnun fjarskiptakerf- is fyrirtækisins á Akureyri. ur. Það var Sigurður J. Sigurðs- stöðumönnum upplýsingamála frá son, forseti bæjarstjórnar, sem Byko og Domino’s og Eiríki opnaði kerfíð að viðstöddum for- Bragasyni, forstjóra Línu.Nets. Aformum mótmælt AÐALFUNDUR SUNN, Samtaka um náttúruvernd á Norðurlandi, var haldinn fyrir skömmu. Á fundinum var samþykkt álykt- un þar sem harðlega er mótmælt áfonnum um að halda áfram námu- greftri af botni Mývatns. „Mývatn er hluti af svæði sem er friðlýst vegna einstakrar náttúrufegurðar og fjölbreytni dýralífs. Mývatn og Laxársvæðið eru tilnefnd af íslensk- um stjórnvöldum á Ramsarskránni um alþjóðlega mikilvæg votlendis- svæði“ segir í ályktuninni. Einnig að stækkun á námaleyfi í vatninu samræmist ekki varúðarreglunni sem felur í sér að ekki skuli ráðist í framkvæmdir nema óyggjandi sé að þær valdi ekki skaða á náttúrunni. Aðalfundur SUNN skorar á stjórnvöld að hafna öllum áformum um námagröft í Mývatni og bendir enn fremur á nauðsyn þess að land- varsla og náttúrurannsóknir verði efldar á Mývatns- og Laxársvæð- inu. Samstarfsnefnd um ferlimál fatlaðra til skrauts? Teikningar af Skautahöll og Strýtu ekki lagðar fyrir nefndina SAMSTARFSNEFND um ferlimál fatlaðra hefur lýst yfir óánægju sinni með að teikningar af Skauta- höll og þjónustubyggingu Strýtu í Hlíðarfjalli voru ekki lagðar fyrir skoðunarmenn teikninga í ferli- nefndinni. í Ijós hafa komið ýmsir vankantar á þessum byggingum sem hægt hefði verið að koma í veg fyrir og kostað minni fjárútlát að laga í upp- hafi en nú eftir á. „Það getur ekki talist nútímaleg eða jafnréttissinnuð hugsun að fötl- uðum sé gert að fara út úr nýbyggð- um húsum til að komast inn í þau á öðrum stað,“ segir í bókun nefndar- innar. Hún bendir einnig á að Akur- eyrarbær hafi verið fyrsta sveitarfé- lagið til að samþykkja þá vinnureglu að samstarfsnefnd um ferlimál fatl- aðra yrði formlegur umsagnaraðili um byggingamál hjá bygginganefnd bæjarins á sama hátt og eldvamar- og heilbrigðiseftirlit. Óskar ferlinefndin eftir skýrum skilaboðum frá bæjarstjórn Ákur- eyrar um hvort hún eigi að vera til skrauts eða til að vinna af alvöru af ferlimálum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.