Morgunblaðið - 14.06.2000, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 14.06.2000, Blaðsíða 16
16 MIÐVIKUDAGUR 14. JÚNÍ 2000 AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Margrét Póra Haraldur Bessason tekur við nafnbótinni heiðursdoktor við Háskólann á Akureyri úr hendi Guðmundar Heiðars Frímannssonar. Einnig er á myndinni Þorsteinn Gunnarsson, rektor Háskólans á Akureyri. Har- aldur Bessason er klæddur í viðhafnarskikkju í tilefni þess að hann er fyrsti heiðursdoktor við Háskólann á Akureyri. Háskólinn á Akureyri Haraldur Bessa- son kjörinn heið- ursdoktor HARALDUR Bessason, fyrrver- andi rektor við Háskólann á Akur- eyri, var við útskrift skólans síðast- liðinn laugardag kjörinn fyrsti heiðursdoktor við Háskólann á Ak- ureyri. Við athöfnina á laugardag voru brautskráðir 117 kandídatar. Haraldur hefur lagt mikið starf að baki í íslenskum fræðum, m.a. gerði hann merkar athuganir í málfræði og á máleinkennum Vestur-íslend- inga, en hann kenndi við Manitoba- háskóla í Winnipeg í 31 ár. Þetta er ekki fyrsta viðurkenningin sem Har- aldi hlotnast, áður hefur hann verið kjörinn heiðursdoktor við Manitoba- háskóla árið 1990 og einnig er hann heiðursborgari Winnipegborgar. Það var Guðmundur Heiðar Frí- mannson, forstöðumaður kennara- deildar HA, sem lýsti Harald Bessa- son fyrsta heiðursdoktor háskólans. Guðmundur Heiðar kom inn á það í ræðu sinni að að Haraldur væri til- nefndur til nafnbótarinnar af kenn- aradeild skólans, en hann hefði átt drjúgan þátt í stofnun deildarinnar. Síðustu sex árin hefur hann einnig sinnt íslenskukennslu við deildina. Hefur sinnt margs konar ritstörfum Áður en Haraldur hóf kennslu við Manitobaháskóla hafði hann lokið cand. mag.-prófí í íslenskum fræð- um frá Háskóla íslands árið 1956. Auk kennslu hefur Haraldur sinnt MA-Hátíð 2000 verður haldin í íþróttahöllinni á Akureyri 16. júní kl. 19.00 - 03.00. Fordrykkur kl. 18.00 — 18.45. Milljónamæringarnir, Þuríður formaður og hásetarnir leika fyrir dansi. Forsala miða verður í íþróttahöllinni 15. júní kl. 17—19 og 16. júní Aðgöngumiðar á dansleikinn verða seldir við innganginn. Góða skemmtun! Hátíðarnefnd. kl. 12—17. Miðaverð kr. 4500. * * .laiiium. MENNTASKÓLINN A AKUREYRI www.mbl.is margs konar ritstörfum, m.a. var hann ritstjóri Lögbergs-Heims- kringlu um þriggja ára skeið. Hann hefur einnig ritað greinar um ís- lenska goðafræði, um skáldið Stephan G. Stephansson og gagn- merka ritgerð um feril Halldórs Laxness fyrir bandarískt uppfletti- rit um bókmenntir, svo ekki sé minnst á rannsóknir hans á málein- kennum Vestur-íslendinga, eins og kom fram í ræðu Guðmundar Heið- ars. Lína.Net kerfi á Akureyri LÍNA.NET hf. hefur tekið í notk- un nýtt fjarskiptakerfi á Akur- eyri. Um er að ræða örbylgju- kerfi sem nær yfir allt Akur- eyrarsvæðið og getur Lfna.Net boðið upp á allt að tvær Mbps- tengingar á öllu Akureyrarsvæð- inu. Fyrirtækið vinnur að því að setja upp sambærileg kerfi á Sel- fossi, í Hveragerði og í Reykja- nesbæ. Fyrstu fyrirtækin sem tengjast örbylgjukerfi Línu.Nets á Akur- eyri eru Byko og Domino’s pits- setur upp fjarskipta- Hefur mikla þýðingu fyrir rannsóknarstarf á Islandi VIÐURKENNINGIN sem Sigríð- ur Halldórsdóttir, Háskólanum á Akureyri, hlaut fyrir rannsóknir sínar á sviði heilbrigðisvísinda hef- ur mikla þýðingu_ fyrir rannsóknir og vísindastarf á Islandi og styrkir einnig það starf sem unnið er í Há- skólanum á Akureyri. Þetta kom fram á blaðamannafundi sem hald- inn var í tilefni þess að heilbrigðis- ráðherra Kúveit, dr. Mohammed A. Al-Jarallah, afhenti Sigríði við- urkenninguna við útskrift kand- ídata frá Háskólanum á Akureyri. Dr. Al-Jarallah kom inn á að vís- inda- og rannsóknarstörf yrðu þjóðum heims æ mikilvægari í samskiptum sín á milli. Þessu sam- sinnti Tómas Ingi Olrich, formaður utanríkisnefndar Alþingis, og sagði að alþjóðasamskipti snerust æ meira um efnahagsstjórnun og vísindi í stað pólitískra afskipta á árum áður. Valgerður Sverrisdóttir, iðnað- ar- og viðskiptaráðherra, sem var staðgengill heilbrigðisráðherra við athöfnina, sagði að viðurkenning Sigríðar varpaði ekki aðeins ljósi á starf hennar og Háskólans á Akur- eyri, heldur væri þetta einnig við- urkenning á vísindastarfi á íslandi almennt. Við þetta tilefni afhenti dr. Al- Jarallah Valgerði Sverrisdóttur einnig fyrsta eintak af ritinu ,A.ustral-Asian journal of cancer" sem fjallar um rannsóknir á krabbameini. Dr. Thomas Koilparampil frá Indlandi, sem einnig var gestur á fundinum, kom stuttlega inn á efni ritsins og sagði sérstaklega frá því hvernig það fjallaði um bilið milli þróaðra og vanþróaðra ríkja, sem einnig birtist í rannsóknum á krabbameini, og baráttuna gegn þeim vágesti. Morgunblaðið/Margrét Þóra Dr. Sigríður Halldórsdöttir tekur við viðurkenningu fyrir rannsóknir á sviði heilbrigðisvísinda. Morgunblaðið/Margrét Póra Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, tekur við fyrsta eintaki af fræðiritinu „Austral-Asian journal of Cancer“ úr hendi dr. Al-Jarallah, heilbrigðisráðherra Kúveit. Með á myndinni eru dr. Thomas Koilparampil, fulltrúi IRPC, dr. Sigríður Halldórsdóttir og Þorsteinn Gunnarsson, rektor Háskólans á Akureyri. Morgunblaðið/Rúnar Þór Sigurður J. Sigurðsson, forseti bæjarstjórnar og Eiríkur Bragason, framkvæmdastjóri Línu.Nets, takast í hendur við opnun fjarskiptakerf- is fyrirtækisins á Akureyri. ur. Það var Sigurður J. Sigurðs- stöðumönnum upplýsingamála frá son, forseti bæjarstjórnar, sem Byko og Domino’s og Eiríki opnaði kerfíð að viðstöddum for- Bragasyni, forstjóra Línu.Nets. Aformum mótmælt AÐALFUNDUR SUNN, Samtaka um náttúruvernd á Norðurlandi, var haldinn fyrir skömmu. Á fundinum var samþykkt álykt- un þar sem harðlega er mótmælt áfonnum um að halda áfram námu- greftri af botni Mývatns. „Mývatn er hluti af svæði sem er friðlýst vegna einstakrar náttúrufegurðar og fjölbreytni dýralífs. Mývatn og Laxársvæðið eru tilnefnd af íslensk- um stjórnvöldum á Ramsarskránni um alþjóðlega mikilvæg votlendis- svæði“ segir í ályktuninni. Einnig að stækkun á námaleyfi í vatninu samræmist ekki varúðarreglunni sem felur í sér að ekki skuli ráðist í framkvæmdir nema óyggjandi sé að þær valdi ekki skaða á náttúrunni. Aðalfundur SUNN skorar á stjórnvöld að hafna öllum áformum um námagröft í Mývatni og bendir enn fremur á nauðsyn þess að land- varsla og náttúrurannsóknir verði efldar á Mývatns- og Laxársvæð- inu. Samstarfsnefnd um ferlimál fatlaðra til skrauts? Teikningar af Skautahöll og Strýtu ekki lagðar fyrir nefndina SAMSTARFSNEFND um ferlimál fatlaðra hefur lýst yfir óánægju sinni með að teikningar af Skauta- höll og þjónustubyggingu Strýtu í Hlíðarfjalli voru ekki lagðar fyrir skoðunarmenn teikninga í ferli- nefndinni. í Ijós hafa komið ýmsir vankantar á þessum byggingum sem hægt hefði verið að koma í veg fyrir og kostað minni fjárútlát að laga í upp- hafi en nú eftir á. „Það getur ekki talist nútímaleg eða jafnréttissinnuð hugsun að fötl- uðum sé gert að fara út úr nýbyggð- um húsum til að komast inn í þau á öðrum stað,“ segir í bókun nefndar- innar. Hún bendir einnig á að Akur- eyrarbær hafi verið fyrsta sveitarfé- lagið til að samþykkja þá vinnureglu að samstarfsnefnd um ferlimál fatl- aðra yrði formlegur umsagnaraðili um byggingamál hjá bygginganefnd bæjarins á sama hátt og eldvamar- og heilbrigðiseftirlit. Óskar ferlinefndin eftir skýrum skilaboðum frá bæjarstjórn Ákur- eyrar um hvort hún eigi að vera til skrauts eða til að vinna af alvöru af ferlimálum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.