Morgunblaðið - 14.06.2000, Síða 18
18 MIÐVIKUDAGUR 14. JÚNÍ 2000
MORGUNBLAÐIÐ
LANDIÐ
Birgir ísleifur Gunnarsson afhjúpar Járnsmiðinn. Morgunblaðið/Sigurður Jónsson
Frá opnun sögusýningarinnar á Súlheimum.
Seifossi - Höggmyndagarðurinn á
Sólheimum var opnaður formlega á
laugardag. Bjöm Bjamason mennta-
málaráðherra opnaði garðinn og
kvaðst vona að sem flestir legðu leið
sína að Sólheimum til að skoða mynd-
imar og kynnast um leið starfsem-
inni að Sólheimum. Birgir ísleifur
Gunnarsson Seðlabankastjóri af-
hjúpaði við þetta tækifæri högg-
myndina Járnsmiðinn eftir Asmund
Sveinsson og sagði að bankinn vildi
bætast í hóp gefenda höggmynda í
garðinum, en Járnsmiðurinn er
tíunda myndin sem prýðir garðinn.
Höggmyndagarður
Sólheima opnaður
Listsköpun hefur alltaf verið snar
þáttur í starfseminni að Sólheimum
og leitast hefur verið við að skapa
fagurt og menningarlegt umhverfi
fyrir íbúana á staðnum ásamt því að
listsköpunin hefur gefið tækifæri til
krefjandi verkefna svo sem á leiklist-
arsviðinu. Með höggmyndagarðinum
er leitast við að laða að fólk sem á leið
um héraðið, til þess að skoða mynd-
imar í garðinum og til að kynnast
starfseminni og hugsanlega kaupa
framleiðsluvörur íbúanna, sem eru af
ýrnsu tagi.
Á laugardag var einnig opnuð sögu-
sýning sem spannar 70 ára sögu Sól-
heima. Sýningin er í húsnæði sem
verður útbúið sem kaffihús þar sem
gestir sem koma að Sólheimum geta
tyllt sér niður og keypt sér kaffi og
meðlæti. Sögusýningin gefur gott yf-
irlit yfir starfsemina og uppbygging-
una á Sólheimum allt frá byrjun starf-
seminnar þar, fram til dagsins í dag og
síðan eru sýnd áform um uppbygg-
ingu í náinni framtíð.
í tilefni dagsins buðu Byrgismenn uppá grillveislu sem var vel
þegin af viðstöddum.
Morgunblaðið/Bjöm Blöndal
Guðmundur Jónsson, forstöðumaður Byrgisins, fyrir framan gömlu
radarstöðina í Rocville.
Byrgið opnar
starfsemi í
Rocville
Keflavík - „Skjólstæðingar okkar
eru í dag um 60 sem er um 40 % af
því sem verður þegar starfsemin
verður komin í fullan gang í haust.
Þörfin er mikil, það sýna biðlistar.
Því leggjum við allt kapp okkar á
að opna hér fyrir fulla starfsemi
sem allra fyrst og segja má að hér
hafi verið unnið sleitulaust að upp-
byggingu og endurbótum," sagði
Guðmundur Jónsson forstöðumaður
Byrgisins sem á laugardaginn hafði
opið hús og kynnti nýtt meðferðar-
heimili fyrir áfengis- og fíkniefna-
neytendur í Rocville, fyrrum radar-
stöð Varnarliðsins á Miðnesheiði.
Guðmundur Jónsson sagði að
Byrgið hefði hafið starfsemi árið
1996. Þá hefði hann ásamt eigin-
konu sinni Helgu Haraldsdóttur
tekið drykkjufólk af götunni inn á
sitt heimili en síðan hefði hann
fengið leigt húsnæði til að hefja í
starfsemi í Hafnarfirði. Þar væru
nú rekin tvö áfangaheimili. Guð-
mundur sagði að Byrgið væri opið
öllum, en algengast væri að þangað
kæmi fólk sem hefði reynt önnur
meðferðarúrræði og meirihlutinn
væri langt leiddir fíkniefnaneytend-
ur af götum borgarinnar. Sumir
hefðu farið í 20-40 meðferðir.
„Þetta eru einstaklingar sem allir
hafa gefist upp á, fólk sem hefur
verið í neyslu árum eða áratugum
saman. Afleiðingin er andlegt og fé-
lagslegt niðurbrot, og í kjölfarið oft
afbrotaferill og fangelsisvist í
mörgum tilfellum. í Byrginu er fólk
sem hefur misst maka sinn, fjöl-
skyldur, böm.“
Endurbæturnar mun
viðameiri en reiknað var með
Um endurbyggingu Rocville
sagði Guðmundur að menn hefðu
ekki gert sér grein fyrir hversu
miklu hefði þurft að kosta til þar.
„Það var talað um að við þyrftum
að glerja nokkra glugga og skipta
um rafmagn og að kostnaður við
það gæti numið um 10 milljónum
króna. En annað kom á daginn.
Endurbæturnar hafa orðið miklu
viðameiri en menn gerðu sér í hug-
arlund og kostnaður nú orðinn um
40 milljónir, en við áætum að hann
verði 50-60 milljónir," sagði Guð-
mundur Jónsson.
Morgunblaðið/Daníel Hansen
Margrét S. ísaksdóttir, skóla-
stjóri og Jón Oddsson, formaður
byggðasamlags Laugagerðis-
skóla.
Tölvuver í
Laugagerð-
isskóla
Eyja- og Miklaholtshreppi - Nýlega
var tekið í notkun nýtt tölvuver í
Laugagerðisskóla. I þvi eru átta
tölvur svo að það er nógu stórt fyrir
alla bekki skólans en í skólanum
voru 46 nemendur sl. vetur. Tölvu-
verið er nettengt svo nemendur
eiga auðvelt með að nýta sér það
sem boðið er upp á á Netinu.
í skólaslitaræðu Margrétar S.
ísaksdóttur skólastjóra kom fram
að miklar vonir eru bundnar við
tölvuverið, ekki aðeins fyrir skól-
ann heldur einnig fyrir íbúana á
skólasvæðinu. í bígerð eru að bjóða
upp á tölvunámskeið fyrir foreldra
næsta vetur svo þeir geti fylgst með
því sem börn þeirra eru að gera í
skólanum og fái innsýn í tölvuheim-
inn sem við erum komin i.
Bókaðu í síma 570 3030 og 456 3000
ffH 8.730 kf. meSfluyvallarsköttum
FLUGFÉLAG ÍSLANDS
Fax 570 3001 • websales@airiceland.is •www.flugfeiag.is