Morgunblaðið - 14.06.2000, Page 22
22 MIÐVIKUDAGUR 14. JÚNÍ 2000
MORGUNBLAÐIÐ
VIÐSKIPTI
Starfsmönnum TölvuMynda
boðnir kaupréttarsamningar
HUGBÚNAÐARFYRIRTÆKIÐ
TölvuMyndir mun bjóða öllu
starfsfólki sínu að gera samning
um kauprétt á hlutabréfum í fyrir-
taekinu, en hjá fyrirtækinu starfa
nú um 160 manns.
Kaupþing hf. tók að sér að
hanna kaupréttarkerfi fyrir Tölvu-
Myndir og var það formlega kynnt
starfsfólki á föstudag. Markmið
TölvuMynda með kaupréttarkerf-
inu er að stuðla að því að starfs-
fólk geti eignast hlutabréf í fyrir-
tækinu og að bættur hagur
fyrirtækisins í framtíðinni muni
því skila sér beint til starfsfólks-
ins, að því er fram kemur í frétta-
tilkynningu.
Guðmar Guðmundsson, fram-
kvæmdastjóri stjórnunarsviðs
TölvuMynda, segir í samtali við
Morgunblaðið að gengið verði frá
samningum á næstu vikum. Þeir
verði einstaklingsbundnir og ekki
sé hægt að segja til um gengi eða
upphæðir. Guðmar segir að stjórn-
endur TölvuMynda hafi beðið laga-
breytinganna sem nú hafa tekið
gildi.
„Við viljum meina að kauprétt-
arkerfíð hjá TölvuMyndum sé eitt
af fyrstu kerfunum sem tekin
verða í notkun og uppfylla ákvæði
laganna.“ Lögin kveða m.a. á um
að tekjur vegna kaupréttarsamn-
inga verði skattlagðar sem fjár-
magnstekjur, öllu starfsfólki skuli
boðinn kaupréttur og ef ágóði
starfsmanns af samningi fari yfir
600 þúsund krónur á ári, beri hann
venjulegan tekjuskatt. Guðmar
segir að ágóði einhverra starfs-
manna muni væntanlega fara yfír
nefnda upphæð.
„Það telst til tíðinda að svo stórt
fyrirtæki hér á landi bjóði öllum
starfsmönnum kauprétt en kaup-
réttur er yfirleitt aðeins boðinn
nokkrum lykilmönnum í fyrirtækj-
um,“ segir í tilkynningunni.
TölvuMyndir hafa ákveðið að
stefna að því að starfsmenn geti
nýtt sér skattahagræðið og hafa
því látið sníða kerfið að nýju lög-
unum.
„Kaupréttur byggist á því að
starfsmanni er boðið að kaupa
ákveðið magn bréfa á tilteknu
gengi en hann getur hins vegar
ekki nýtt réttinn fyrr en að til-
teknum tíma liðnum. Hafí gengið
hækkað á tímabilinu hagnast
starfsmaðurinn, en hafi gengið
lækkað þá getur starfsmaðurinn
einfaldlega kosið að nýta sér ekki
réttinn - enda er lykilatriði að
hann hefur val um hvort hann nýt-
ir kaupréttinn eða ekki,“ segir í
tilkynningunni.
Maxon MX-2450
Tilboð:
Listaverð: 19.980,-
15.980,-
LéttkaupSímans
3.980,- út
og í.ooo kr. á mán. í ár
SlMINh
www.siminn.is
Fáðu nánari upplýsingar um NMT í
gjaldfrjáísu númeri j 800 7000 ■ eða á netinu
Níi ber vel
í veíðil
Ekkert Stofnojald
í júní ogjúlí erekkert stofngjald í
NMT farsímakerfinu.
NMT - langdrægafarsímakerfið
Hátt verð í
Danmörku
MARGIR hafa orðið til þess að
gagnrýna niðurstöður nýlegrar
skýrslu samkeppnisstofnunarinnar í
Danmörku, að því er segir í grein í
Dansk handelsblad. í niðurstöðum
skýrslunnar kemur m.a. fram að
verðsamkeppni á matvörumarkaði
sé ekki eins mikil og æskilegt væri,
hagnaður matvöruverslananna hafi
aukist verulega hin síðari ár og að
verð á matvöru sé um fimm prósent-
um hærra en í samanburðarlöndum.
Hafa gagnrýnendur bent á að í
skýrslunni megi einnig lesa að álagn-
ing sem hlutfall af veltu í matvöni-
verslunum í Danmörku sé lægri en
viðmiðunarlöndunum innan Evrópu-
sambandsins eða 20% á móti 21%, en
það bendi til þess að samkeppnin sé
virk í Danmörku og að niðurstöður
samkeppnisstofnunarinnar séu ekki
réttar. Úndir þetta sjónarmið tekur
Niels Jorgensen, prófessor við Há-
skóla Suður-Danmerkur sem lengi
hefur fylgst með matvörumarkaðn-
um í Danmörku. „Ég skil ekki að
samkeppni á matvörumarkaðnum sé
minni hér í Danmörku en annars
staðar og að verslanimar hagnist um
of. Við fyrstu sýn virðist mér opnun-
artími verslana, verðtilboð og
auglýsingar þeirra benda til annars.
Þá má einnig nefna að bensínstöðv-
arnar hafa í auknum mæli verið að
reyna að ná markaðshlutdeild frá
matvöruverslunum og mér virðist
því allt benda til þess að samkeppnin
sé virk.“
í skýrslunni er einnig bent á að
álagning matvöruverslana sem hlut-
fall af veltu hafi hækkað úr 16% árið
1977 í 19% árið 1997. Framkvæmda-
stjóri samtaka danskra kaupmanna
segir í Dansk handelsblad að þær
miklu fjárfestingar sem stórmarkað-
imar hafi lagt í til þess að mæta kröf-
um viðskiptavina um aukna þjónustu
og ferskleika vöm sé meginástæðan
fyrir hærri álagningu nú en fyrir
tveimur áratugum.
Morgunblaöió/Jim Smart
Á fyrsta fundi First Tuesday á íslandi voru saman komnir frumkvöðlar
ásamt bakhjörlum á borð við Qárfesta og þá sem vinna að almannatengslum.
Nýr vettvangur
fyrir frumkvööla
FYRSTA þriðjudag hvers mánað-
ar eru haldnir fundir í fjölda borga
víða um heim á vegum fyrirtækis-
ins First Tuesday. Tilgangur fund-
anna er að vera vettvangur fyrir
frumkvöðla, fjárfesta og aðra sem
tengjast rekstri og nýsköpun í
tæknigeiranum, sérstaklega á sviði
hugbúnaðarþróunar, vefverslunar,
fjarskipta og vefþjónustu.
Andrés Jónsson er forsvarsmað-
ur First Tuesday á íslandi og seg-
ir hann að fyrirtækið sé grasrótar-
fyrirtæki. Það hafi byrjað sem
óformlegur félagsskapur í London
til að auðvelda mönnum í tækni-
geiranum að ná sambandi hverjum
við aðra, en hafi þróast út í það að
nú sé fyrirtæki í London sem haldi
utanum starfsemina þó félögin í
hverri borg fyrir sig séu sjálfstæð
og ekki rekin með hagnað í huga.
Læra hverjir af öðrum
Fyrsti fundur félagsins hér á
landi var haldinn nýverið og
kveðst Andrés ánægður með hann.
Yfir eitt hundrað manns hafi sótt
fundinn, þar af um helmingur
frumkvöðlar, tæpur helmingur
fjárfestar og nokkrir sem starfi í
tengslum við þennan iðnað og veiti
honum þjónustu.
Andrés segir fundina hafa mest
gildi fyrir frumkvöðlana sjálfa, þar
sem þeir geti margt lært hver af
öðrum. Frumkvöðlar sem séu að
stíga sín fyrstu skref með sitt
fyrsta verkefni viti ekki endilega
hvernig þeir eigi að bera sig að við
að afla fjármagns eða tengsla er-
lendis og því sé þeim mikilvægt að
hafa vettvang á borð við First
Tuesday til að bera saman bækur
sínar.