Morgunblaðið - 14.06.2000, Síða 24
24 MIÐVIKUDAGUR 14. JÚNÍ 2000
VIÐSKIPTI
MORGUNBLAÐIÐ
Minna keypt af bresk-
um innkaupalistum
STÆRSTA innkaupalista-fyrir-
tækið í Bretlandi, Great Univers-
al Stores, hefur ákveðið að segja
upp um átta hundruð starfsmönn-
um og kemur ákvörðunin í kjölfar
15% samdráttar í hagnaði fyrir-
tækisins. Great Universal Stores
gefur meðal annars út innkaupa-
listana Argos og Keys. Hagnaður
Great Universal Stores á fyrsta
ársfjórðungi nam 51,4 milljarði
íslenskra króna en á sama tíma-
bili í fyrra var hagnaðurinn 59
milljarðar íslenskra króna, að því
er fram kemur á fréttavef BBC.
Hagnaður af sölu innkaupalista á
Bretlandi minnkaði um 80% á
tímabilinu og er meginástæðan
aukin sala á ódýrari fatnaði í
verslunum við fínni verslunargöt-
ur á Bretlandi. Great Universal
Stores stefnir nú að því að ná nið-
ur kostnaði og verður starfs-
mönnum Argos fækkað um átta
hundruð á næstu tveimur til
þremur árum auk almennra að-
haldsaðgerða. Stjórnendur segja
að eftir endurskipulagningu á
rekstrinum verði fyrirtækið betur
í stakk búið til þess að skila hagn-
aði. Aðeins eitt fyrirtæki af þeim
sem skráð eru á FTSE-100 vísi-
tölunni í Lundúnum stóð sig verr
en Great Universal Stores en
markaðsverðmæti þess féll um
45% í fyrra.
VIÐURKENNDIRVIÐSKIPTAVAKAR
RÍKISVERÐRRÉFA
Authorized Dealer In Government Bonds
Eftirtaldir aðilar hafa gert samning við Lánasýslu rikisins um
viðskiptavakt ríkisverðbréfa.
Skráning-
arstofan
skráir
fyrir Norð-
urlönd
NÝLEGA var undirrituð viljayfir-
lýsing fjögurra Norðurlanda um
samstarf á sviði skráninga á
evrópskum gerðarviðurkenningum
ökutækja. Skráningarstofan hf. á
Islandi mun annast þessar skrán-
ingar en skráningaryfirvöld í Sví-
þjóð, Noregi og Finnlandi munu
hafa aðgang að skráðum gögnum
yfir Netið. Alls skapar þetta verk-
efni 3-5 starfsgildi á íslandi en að
verkinu kemur skráningarfólk
ásamt verkfræðingum og tölvu-
fræðingum. Verkefnið hófst í byrj-
un þessa árs en það byggist á nið-
urstöðum tilraunaverkefnis sem
Skráningarstofan hf. annaðist árið
1998. Stefnt er að undirritun end-
anlegs samkomulags fyrir árslok
2000. Verkefnið er fjármagnað af
þátttökulöndunum í hlutfalli við
ökutækjaeign í hverju landi.
I fréttatilkynningu kemur fram
að skráðar eru allar útgefnar gerð-
arviðurkenningar fólksbifreiða en
þær eru gefnar út af yfirvöldum í
aðildarlöndum EES og segja til
um hvaða gerðir fólksbifreiða hafa
verið samþykktar til skráningar á
öllu EES-svæðinu. „Með þvi að
taka upp samræmda skráningu á
þessum gerðarviðurkenningum er
stefnt að aukinni skilvirkni í skrán-
ingu fólksbifreiða og eftirliti með
öryggisbúnaði þeirra. Stefnt er að
því að kynna þetta verkefni fyrir
öðrum aðildarlöndum Evrópu-
sambandsins sem kunna að hafa
áhuga á aðgangi að þessum upp-
lýsingum“, segir ennfremur í til-
kynningu.
• KaupJ)ing bf.
• Búnuðarbanki ísiaiuls hf.
• ísiandsbanki FBA hf.
• Sparisjóðabanki ísiands hf.
Viðskiptavaktin nær yfir eftirfarandi flokka verðbréfa, verðtiyggð
spariskírteini ríkissjóðs og óverðtryggð ríkisverðbréf.
RS03-0210/K (gjalddagi 10.feb. 2003)
RS05-0410/K (gjalddagí lO.apríl 2005)
RSIS- 1002/K (gjalddagi l.okt.2015)
RB03-1010/KO (gjalddagi 10. okt. 2003)
Viðurkenndir Viðskiptavakar munu hver fyrir sig setja fram kaup-
og sölutilboð að lágmarki 3o milljónir króna hvert í ofangreinda
flokka og verður bil á mlili kaup- og söluboðanna aldrei meira en
7 basispunktar. Þegar til viðskipta kemur verða tilboðin endumýjuð
innan ío minútna, allt þar til viðskipti í hveijumfloldd ná 3oo
milljónum króna hjá hveijum aðila, innan dags.
Samningurinn gildir frá 8. júní til 31. maí 2001.
LÁNASÝSLA RÍKISINS
Hverfisgata 6, ?. hæð • Sími: 56? 4070 • Fax: 562 6068
Heimasíða: www.lanasysla.is • Netfang: utbod@lanasysla.is
Umhverfís-
og gæða-
stjóri RAR-
IK í stjórn
IPMA
AÐALFUNDUR Alþjóða
verkefnastjómunarsambands-
ins, IPMA (International Proj-
eet Management Association),
var haldinn 22. maí síðastliðinn.
Á fundinum var kosið í stjórn
sambandsins til næstu tveggja
ára og var Steinunn Huld Atla-
dóttir, umhverfis- og gæða-
stjóri RARIK, ein af fimm sem
náðu kjöri. Er þetta jafnframt í
fyrsta sinn sem kona nær kjöri
til stjómar IPMA. Steinunn
hefur verið þingfulltrúi Verk-
efnastjómunarfélags íslands
hjá IPMA undanfarin þrjú ár
og endurskoðandi IPMA und-
anfarin tvö ár.
Aðildarþjóðir IPMA eru nú
um 30 talsins, auk fyrirtækja
og einstaklinga, og er Verk-
efnastjórnunarfélag íslands
fulltrúi fyrir íslands hönd.
IPMA var stofnað árið 1965
með það að markmiði að vera
frumkvöðull um verkefna-
sstjórnun á alþjóðavettvangi
með rannsóknum, þróun,
fræðslu, þjálfun, stöðlun og
vottun á sviði verkefnastjórn-
unar. Sambandið tekur meðal
annars þátt í mótun alþjóðlegra
staðla um verkefnastjórnun
(ISO og EN) og hefur skil-
greint stöðlun á vottun verk-
efnastjóra. Stjórn IPMA er
skipuð 5 framkvæmdastjómm,
ásamt forseta IPMA og vara-
forseta. Sambandið á lögheimili
í Sviss, en rekur skrifstofu sína
frá Bretlandi.