Morgunblaðið - 14.06.2000, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 14.06.2000, Qupperneq 24
24 MIÐVIKUDAGUR 14. JÚNÍ 2000 VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ Minna keypt af bresk- um innkaupalistum STÆRSTA innkaupalista-fyrir- tækið í Bretlandi, Great Univers- al Stores, hefur ákveðið að segja upp um átta hundruð starfsmönn- um og kemur ákvörðunin í kjölfar 15% samdráttar í hagnaði fyrir- tækisins. Great Universal Stores gefur meðal annars út innkaupa- listana Argos og Keys. Hagnaður Great Universal Stores á fyrsta ársfjórðungi nam 51,4 milljarði íslenskra króna en á sama tíma- bili í fyrra var hagnaðurinn 59 milljarðar íslenskra króna, að því er fram kemur á fréttavef BBC. Hagnaður af sölu innkaupalista á Bretlandi minnkaði um 80% á tímabilinu og er meginástæðan aukin sala á ódýrari fatnaði í verslunum við fínni verslunargöt- ur á Bretlandi. Great Universal Stores stefnir nú að því að ná nið- ur kostnaði og verður starfs- mönnum Argos fækkað um átta hundruð á næstu tveimur til þremur árum auk almennra að- haldsaðgerða. Stjórnendur segja að eftir endurskipulagningu á rekstrinum verði fyrirtækið betur í stakk búið til þess að skila hagn- aði. Aðeins eitt fyrirtæki af þeim sem skráð eru á FTSE-100 vísi- tölunni í Lundúnum stóð sig verr en Great Universal Stores en markaðsverðmæti þess féll um 45% í fyrra. VIÐURKENNDIRVIÐSKIPTAVAKAR RÍKISVERÐRRÉFA Authorized Dealer In Government Bonds Eftirtaldir aðilar hafa gert samning við Lánasýslu rikisins um viðskiptavakt ríkisverðbréfa. Skráning- arstofan skráir fyrir Norð- urlönd NÝLEGA var undirrituð viljayfir- lýsing fjögurra Norðurlanda um samstarf á sviði skráninga á evrópskum gerðarviðurkenningum ökutækja. Skráningarstofan hf. á Islandi mun annast þessar skrán- ingar en skráningaryfirvöld í Sví- þjóð, Noregi og Finnlandi munu hafa aðgang að skráðum gögnum yfir Netið. Alls skapar þetta verk- efni 3-5 starfsgildi á íslandi en að verkinu kemur skráningarfólk ásamt verkfræðingum og tölvu- fræðingum. Verkefnið hófst í byrj- un þessa árs en það byggist á nið- urstöðum tilraunaverkefnis sem Skráningarstofan hf. annaðist árið 1998. Stefnt er að undirritun end- anlegs samkomulags fyrir árslok 2000. Verkefnið er fjármagnað af þátttökulöndunum í hlutfalli við ökutækjaeign í hverju landi. I fréttatilkynningu kemur fram að skráðar eru allar útgefnar gerð- arviðurkenningar fólksbifreiða en þær eru gefnar út af yfirvöldum í aðildarlöndum EES og segja til um hvaða gerðir fólksbifreiða hafa verið samþykktar til skráningar á öllu EES-svæðinu. „Með þvi að taka upp samræmda skráningu á þessum gerðarviðurkenningum er stefnt að aukinni skilvirkni í skrán- ingu fólksbifreiða og eftirliti með öryggisbúnaði þeirra. Stefnt er að því að kynna þetta verkefni fyrir öðrum aðildarlöndum Evrópu- sambandsins sem kunna að hafa áhuga á aðgangi að þessum upp- lýsingum“, segir ennfremur í til- kynningu. • KaupJ)ing bf. • Búnuðarbanki ísiaiuls hf. • ísiandsbanki FBA hf. • Sparisjóðabanki ísiands hf. Viðskiptavaktin nær yfir eftirfarandi flokka verðbréfa, verðtiyggð spariskírteini ríkissjóðs og óverðtryggð ríkisverðbréf. RS03-0210/K (gjalddagi 10.feb. 2003) RS05-0410/K (gjalddagí lO.apríl 2005) RSIS- 1002/K (gjalddagi l.okt.2015) RB03-1010/KO (gjalddagi 10. okt. 2003) Viðurkenndir Viðskiptavakar munu hver fyrir sig setja fram kaup- og sölutilboð að lágmarki 3o milljónir króna hvert í ofangreinda flokka og verður bil á mlili kaup- og söluboðanna aldrei meira en 7 basispunktar. Þegar til viðskipta kemur verða tilboðin endumýjuð innan ío minútna, allt þar til viðskipti í hveijumfloldd ná 3oo milljónum króna hjá hveijum aðila, innan dags. Samningurinn gildir frá 8. júní til 31. maí 2001. LÁNASÝSLA RÍKISINS Hverfisgata 6, ?. hæð • Sími: 56? 4070 • Fax: 562 6068 Heimasíða: www.lanasysla.is • Netfang: utbod@lanasysla.is Umhverfís- og gæða- stjóri RAR- IK í stjórn IPMA AÐALFUNDUR Alþjóða verkefnastjómunarsambands- ins, IPMA (International Proj- eet Management Association), var haldinn 22. maí síðastliðinn. Á fundinum var kosið í stjórn sambandsins til næstu tveggja ára og var Steinunn Huld Atla- dóttir, umhverfis- og gæða- stjóri RARIK, ein af fimm sem náðu kjöri. Er þetta jafnframt í fyrsta sinn sem kona nær kjöri til stjómar IPMA. Steinunn hefur verið þingfulltrúi Verk- efnastjómunarfélags íslands hjá IPMA undanfarin þrjú ár og endurskoðandi IPMA und- anfarin tvö ár. Aðildarþjóðir IPMA eru nú um 30 talsins, auk fyrirtækja og einstaklinga, og er Verk- efnastjórnunarfélag íslands fulltrúi fyrir íslands hönd. IPMA var stofnað árið 1965 með það að markmiði að vera frumkvöðull um verkefna- sstjórnun á alþjóðavettvangi með rannsóknum, þróun, fræðslu, þjálfun, stöðlun og vottun á sviði verkefnastjórn- unar. Sambandið tekur meðal annars þátt í mótun alþjóðlegra staðla um verkefnastjórnun (ISO og EN) og hefur skil- greint stöðlun á vottun verk- efnastjóra. Stjórn IPMA er skipuð 5 framkvæmdastjómm, ásamt forseta IPMA og vara- forseta. Sambandið á lögheimili í Sviss, en rekur skrifstofu sína frá Bretlandi.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.